Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 27 DAGLEGT LÍF Fyrir tveimur árum tókKjartan Halldórsson sigtil og opnaði litla verslunmeð fisk í gamalli verbúð við Geirsgötu niðri við Reykjavík- urhöfn. Og ekki kom annað nafn til greina á slotið en Sægreifinn. „Nafn- ið var á lausu og fyrst stórlaxarnir vildu ekki sjá það, þá fannst mér alveg sjálfsagt að nota það. Ég hef verið til sjós mestalla mína starfs- ævi, svo þetta á vel við.“ Þessi gam- alreyndi sjóari er með fjölbreytt úrval í borð- inu hjá sér og álagningin er í lág- marki. „Ég held ég sé ódýrastur, svei mér þá, enda vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að fá fólk til að borða fisk, því það þarf að borða fisk, það er ekkert flóknara en það,“ segir Kjartan og dregur máli sínu til staðfestingar fram fersk loftþétt- pökkuð ýsuflök sem kosta ekki nema 550 krónur kílóið. Áll frá bændum „Ég legg mig líka fram um að vera með vandfengna vöru eins og til dæmis ál. Álinn veiða bændur fyrir mig um allt land og hann má bæði borða ferskan og reyktan en ég reyki hann sjálfur hérna fyrir innan í búðinni í sérstökum reykofni. Ég reyki líka ýsu, karfa og annan fisk. En állinn er sælgæti og hingað til mín koma fínustu kokkarnir til að nálgast þetta hrá- efni.“ Fiskurinn hjá Kjartani er með skáldleg við- urnefni til að gleðja við- skiptavinina og þar má m.a. sjá sjávar- konfektið steinbíts- kinnar, spriklandi þorsk og heimsfrægan saltfisk. Hann segir blálöngu vera þann fisk sem mest gleður hans bragðlauka. „Blálangan er svo stinnur og feitur fiskur sem gott er að meðhöndla.“ Stemningin inni hjá Sægreifanum er einstök, þar úir og grúir af hvers- konar dóti. Niður úr loftinu og á veggjunum hanga m.a. álagildrur, gamlir sjóhattar, lukkuskeifa og hvítlaukur. Og ljósakrónan skartar þónokkrum óopnuðum freyðivíns- flöskum. „Ég er ekki með vínsölu- leyfi og má því ekki selja þær en ég gef eina og eina þegar tilefni er til,“ segir Kjartan sem notar hvert tæki- færi til að fagna. Til að mynda bauð hann á síðustu Þorláksmessu til skötuveislu undir ljóðalestri vinkonu sinnar Birnu Þórðar. Og það er ekki amalegt fyrir gesti og gangandi að tylla sér niður á bekkina við borðið hjá Sægreifanum þar sem ævinlega er heitt á könn- unni. Sjómenn gera sér gjarnan ferð til hans og þá er af nægu að taka í spjallinu. Útlendingar sólgnir í reyktan fisk Kjartan er stoltur af því að hafa kokkað ofan í sjómenn til margra ára. „Ég var lengi matsveinn á hin- um eina sanna Grétari Mar og það var skemmtilegt. Ég var líka á tog- urum og svo var ég um tíma kokkur í íslenska sjóhernum sem aðrir kalla Landhelgisgæsluna.“ Hann kann því tökin á fiskinum og verkar og pakk- ar sjálfur öllum þeim fiski sem til hans kemur. Kjartan segist merkja mikla breytingu í neyslu á fisk- afurðum. „Að fólk borði hrogn og lif- ur tilheyrir nánast liðinni tíð. Fiskur sem var minna borðaður hér áður, eins og skötuselur og sólkoli, er aft- ur á móti orðinn vinsælli. Reyktur karfi og reykt ýsa eru góð sem álegg á brauð og útlendingar eru sólgnir í þetta, enda koma þeir þónokkuð hingað til mín að versla. En annars eru viðskiptavinirnir á öllum aldri og alls konar fólk.“ Prestaskelfir og hreppstjóraskaðvaldur „Ég hef alla tíð verið orkumikill og var dálítið fljótur á mér þegar ég var krakki. Ætli ég hafi ekki verið það sem núna er kallað ofvirkur,“ segir Kjartan sem er Skaftfellingur, fæddur á Syðstabæ í Meðallandi þar sem hann ólst upp á fjölmennu heim- ili, en þau systkinin voru níu og oft gekk mikið á. „Systur mínar voru duglegar að plata mig til að gera ein- hverja vitleysu því ég var svo fljótur til. Þegar ég var þriggja ára þá kom séra Valgeir í Ásum að húsvitja heima hjá okkur og systur mínar sögðu við mig að hann væri vondur karl og sögðu mér að skjóta hann um leið og þær réttu mér fjárbyssuna hans pabba. Ég lét ekki segja mér það tvisvar, óð inn í stofu að prest- inum og hrópaði eins og skæruliði: Skjóta prestinn! En ég var snarlega afvopnaður og klerkurinn lifði þessa árás af, sem betur fer. Systur mínar létu mig líka einu sinni hella hlandi úr kopp yfir hreppstjórann en það fór reyndar að mestu yfir móður mína. Það varð allt vitlaust og ég var kaghýddur fyrir hrekkinn.“ Sægreifinn Kjartan lætur sig ekki muna um að vera með opið alla daga vikunnar og hann er staðráðinn í því að vera eins lengi að og hann getur. Hann setur markið hátt og er með ýmislegt á prjónunum. „Ég get lofað miklum og skemmtilegum breyt- ingun hérna hjá mér í vor,“ segir hann með prakkarasvip og neitar að gefa nokkuð meira upp um það.  FISKBÚÐ | Sægreifinn við Geirsgötu Kjartan Halldórsson sér enga ástæðu til þess að leggjast í þunglyndi þótt aldurinn færist yfir. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti þennan sæ- greifa sem er stútfullur af starfsorku og leggur sitt af mörkum til að koma fiski í maga mörlandans. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjartan á sjóaraspjalli við félaga sinn í kaffihorninu góða í fiskbúðinni. Sjávarilmur, bátur og veiðarfæri fyrir utan hjá Sægreifanum. khk@mbl.is Sjávarkonfekt, sjóhattar og freyðivín Sægreifinn Kjartan með fimm punda ál sem hann á frystikistunni. Steiktur áll með bökuðum blaðlauk og furuhnetum 800 gr áll, roðflettur og hreinsaður, skorinn í 10 cm jöfn stykki. 1 dl hveiti 1 dl ólívuolía 2–3 blaðlaukar Nokkrar greinar timian 1 dl furuhnetur, þurrristaðar á pönnu 1 dl hvítvín 1 msk. sérríedik 1 tsk. hlynsíróp 1 dl kjúklingasoð salt og pipar úr kvörn Veltið álnum upp úr hveiti og steik- ið í 2–3 mín. á hvorri hlið í olíunni. Fjarlægið ystu blöðin á blaðlauknum og hreinsið vel. Skerið hann í 5 cm langa bita. Brúnið þá upp úr jómfrú- arolíu ásamt timian-greinum og raðið í eldfast fat. Hellið hvítvíninu yfir pönnuna, ásamt sérríediki og hlyn- sírópi. Látið sjóða saman og bætið soðinu út í. Hellið yfir blaðlauksbit- ana. Látið í ofn og bakið við 140 gráð- ur í 30 mín. Látið þá forsteiktu álabit- ana ofan á blaðlaukinn og stráið þurrristuðu furuhnetunum þar yfir. Bakið áfram í u.þ.b. 10 mín. Berið fram með stökku salati eða góðum kartöflum, soðnum eða bökuðum. Steiktur áll með papriku, lauk og tómötum að hætti Baska 800 g áll, snyrtur og roðflettur 1 dl hveiti 3 msk. ólívuolía 1 græn paprika, kjarnhreinsuð og skorin í strimla 1–2 laukar, skornir í sneiðar 3–5 hvítlauksgeirar, fínt sneiddir 4 tómatar, flysjaðir og skornir í báta 11⁄2 dl svartar steinlausar ólívur 1 msk. söxuð steinselja 1 sítróna salt og pipar úr kvörn Skerið álinn í 10 cm breiða jafna bita. Veltið þeim upp úr hveiti og steikið á viðloðunarfrírri pönnu upp úr ólívuolíu í u.þ.b. 2–3 mín. á hvorri hlið. Saltið og piprið eftir smekk. Takið fiskinn af pönnunni, steikið grænmetið upp úr restinni af ólívu- olíunni, þar til það er orðið lint. Bætið þá tómötunum út í og ólívunum. Steikið áfram, saltið og piprið örlítið meira og kreistið smásítrónusafa út í. Látið þetta á miðjan disk og álabita þar ofan á. Stráið saxaðri steinselju yfir og berið fram með sítrónusneið og soðnum kartöflum. Álauppskriftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.