Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 54
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÉG ÆTLA AÐ SKRIFA RITGERÐ UM JÓN BACH... EKKI JÓN... JÓHANN! ÞAÐ VAR ÞAÐ SEM ÉG SAGÐI... JÓN EKKI JÓN! HELDUR JÓHANN SE- BASTIAN BACH HVAÐ MEÐ HANN? KANNSKI AÐ ÉG SKRIFI BARA UM ROBBA EÐA... ÉG SÝNI ENGUM HVAÐ ÉG ER ORÐINN GAMALL EKKI ÞÉR, NÉ NEINUM ÖÐRUM BLESS PABBI, ÉG ER FARINN AÐ GÆTA AÐ TÍGRISDÝRGILDRUNNI MINNI ÉG SETTI TÚNFISKSSAMLOKU Í HANA Í GÆR, ÞANNIG AÐ ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA KOMIÐ TÍGRISDÝR Í HANA NÚNA FINNST ÞEIM ÞÆR GÓÐAR? JÁ, ÞAU GERA HVAÐ SEM ER FYRIR SAMLOKU MEÐ TÚNFISK ÞETTA ER DÁLDIÐ STÓR GALLI Risaeðlugrín © DARGAUD TAKIÐ YKKUR STÖÐU FYRIR LIÐSKÖNNUN! ? ERTU AÐ GERA GRÍN AÐ MÉR? 4 DAGAR Í STEININN FYRIR ÞESSA ASNALEGU KLIPPINGU! Dagbók Í dag er laugardagur 19. febrúar, 50. dagur ársins 2005 Víkverji ákvað ádögunum að taka tryggingamál heim- ilisins til gagngerrar endurskoðunar. Leit- aði hann í því skyni til tryggingafélaganna eftir tilboðum í allar tryggingar heimilis- ins, hvort sem þær sneru að húseigninni, innbúi, bifreiðum eða lífi og limum heim- ilisfólksins. Var um- leitan Víkverja jafnan vel tekið. Nema í einu af þremur stærstu tryggingafélögunum. Þar varð fyrir svörum tryggingaráðgjafi sem tók erindi Víkverja fálega og virtist ekki hafa mikinn áhuga á að ganga til þessara viðskipta. Þvert á móti var ráðgjafanum nokkuð umhugað um að vita hvað í ósköpunum Vík- verji ætlaði að gera við tilboðið, hvort hann ætlaði bara að æða með það beint til keppinautarins og nota það til að fá hagstæðara verð. Orð- rétt sagði ráðgjafinn að það væri þessi samanburður sem væri að drepa niður samkeppnina á trygg- ingamarkaði. Síðan klykkti ráðgjaf- inn út með því að lýsa því yfir við Víkverja að þessi umleitan hans væri tímasóun, því hann fengi sama til- boðið frá öllum trygg- ingafélögunum eða svo gott sem. Víkverji varð eiginlega kjaft- stopp við þessa yfir- lýsingu en að lokum fór þó svo að sölumað- urinn féllst á, með semingi þó, að senda Víkverja tilboð til skoðunar. Víkverji hefur verið mjög hugsi yfir þessu samtali. Er það að leita verðsamanburðar á þjónustu virkilega til þess fallið að „drepa niður sam- keppni“? Og er það virkilega svo að eitt tryggingafélag geti treyst því að annað félag bjóði sama verð fyrir sömu vöru? Það þykir Víkverja nú frekar vera til þess fallið að drepa niður samkeppni. Reyndar kom á daginn að tilboðin í tryggingar Víkverja voru öll ósköp svipuð. Og reyndar barst lægsta til- boðið frá hinum fúllynda trygg- ingaráðgjafa. Víkverji ákvað hins- vegar að taka næstlægsta tilboðinu því hann lætur ekki bjóða sér svona viðmót og þjónustu. Þjónustan skiptir nefnilega líka máli, ekki bara verðið. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is    Hallgrímskirkja | Hið sígilda verk Sergeis Prokofiefs Pétur og úlfurinn verð- ur flutt í nokkuð nýstárlegri útsetningu kl. 12 í dag, en þar mun sænski org- elleikarinn Mattias Wager leika öll hlutverk verksins á Klais-orgel Hall- grímskirkju. Söguna flytur Örn Árnason leikari, en þessi útgáfa hefur vakið mikla lukku hjá yngri áheyrendum. Í hljóðheimi stórs pípuorgels má finna hliðstæður við helstu hljóðfærin sem koma fyrir í Pétri og úlfinum, svo sem óbó, flautu og fagott, og verður forvitnilegt að fylgjast með útkomunni í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Pétur og úlfurinn á orgel MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Hinir óguðlegu flýja, þótt enginn elti þá, en hinir réttlátu eru öruggir eins og ungt ljón. (Orðskv. 28, 1.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.