Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÆTLI við Íslendingar séum farin að taka því dálítið sem sjálfsögðum hlut að „eiga“ Kjarval? Þá er heimild- armyndin sem sýnd var í sjónvarp- inu hinn 13. febrúar síðastliðinn góð áminning. Því það var ekkert sjálf- sagt við Kjarval, þaðan af síður við verk hans en það liggur við að hvert eitt og einasta þeirra sé snilldar- verk. Heimildarmynd Páls Steingríms- sonar birtir margar hliðar á lista- manninum og manninum Kjarval en líf hans og list rann iðulega saman svo erfitt er að greina þarna á milli, kannski var maðurinn Kjarval varla til því allt hans líf var list. Hér tókst vel að finna margvíslegt myndefni sem gæddi myndina lífi. Þó ekki séu til margar myndræmur af meistaranum sögðu þær sem þarna voru sýndar meira en mörg orð. Gaman var t.d. að sjá hann mála úti í náttúrunni, með málverkið á skjön á trönunum. Og ekki spillti blæbrigðaríkur og tilfinningaþrung- inn lestur Thors Vilhjálmssonar fyr- ir, en að öðrum þulum ólöstuðum gaf hann þessari mynd líf í anda Kjar- vals sjálfs. Thor las úr bók sinni um Kjarval en þar er mörg gullkorn að finna. Sérstaklega ber einnig að geta hljóðmyndar verksins þar sem sam- an komu umhverfishljóð og tónlist á einkar frumlegan og djarfan hátt, en hana gerðu þeir Kristinn Sigmunds- son, Jónas Ingimundarson og Matthías Hemstock. Í heimildarmyndinni varpar Páll ljósi á flesta þá fleti sem finna má á list Kjarvals, hann segir frá námi hans og heimkomu, sýningum, bar- áttu, sigrum og ósigrum. Ekki síst sýnir hann hvernig mjög Kjarval tengdist fólkinu í landinu og hvernig myndir hans lifðu með þjóðinni í sveitum og dölum. Ef til vill finnast enn fjársjóðir í gjótum? Umfram allt náði myndin þó að miðla því hversu einstakur listamaður Kjarval var og án þess að það sé sagt berum orðum er það augljóst að þarna er hrein- lega snillingur á ferð, jafnvel á sjón- varpsskjá ná myndir hans að miðla öllu því sem hann ætlaði þeim. Var hann kannski síðasti snillingurinn sem við áttum? Þeir vissu ekki hvað þeir gerðu, frönsku heimspeking- arnir þegar þeir lýstu yfir dauða höf- undarins, rændu listaverkið sér- stæði sínu og skilgreindu það í tætlur. Ekki það að hér eigi að fara að mæla fyrir endurkomu róm- antíkur eða módernískrar hugsunar sem goðgerir listaverkið og leynd- ardóm þess, en verður það kannski leiðigjarnt til lengdar þegar lista- menn eru bara eins og allir hinir sem vinna frá níu til fimm? Hafa vit á fjármálum og markaðssetningu, kunna að koma fyrir sig orði í frétta- tilkynningum, eru með prísana á hreinu? Ekki þar með sagt að Kjar- val hafi ekki kunnað þetta, hann kunni að markaðssetja sig á sinn hátt þó kannski sé hæpið að nota það orð. Hann lék sitt hlutverk, íslensku þjóðinni til þægðar. Trúðurinn sem var alltaf mátulega skrýtinn, lista- maðurinn sem var ekki eins og ann- að fólk. Hann gaf hversdagsleik- anum lit, fyrir utan allt annað, en hugmyndir hans á ýmsum sviðum voru á undan sínum tíma líkt og hug- myndin að byggingunni á Öskjuhlíð, skrif hans t.d. um hvalinn o.fl. Hverjir eru nú í hlutverki snilling- anna í samfélaginu, eru það kannski ævintýragjarnir auðkýfingar og hvað skilja þeir eftir sig? Hvað er til ráða, nú þegar snillingnum hefur verið útrýmt? Væri ekki ráð að gefa möguleikanum á snilligáfu meira rými, jafnvel hugmyndinni um anda- gift og innblástur? Það má alveg vera milli níu og fimm, eða á skóla- og leikskólatíma. Einhvers staðar milli súrmjólkurinnar og seríóssins hlýtur enn að leynast máttur sköp- unar, innlifunar og fegurðar, jafnvel „kraftur heillar þjóðar“. Páll hefur með mynd sinni minnt þjóðina ræki- lega á hvaða dýrgrip við eigum, en má ekki líka lesa úr henni óbeina hvatningu? Um að virkja sköp- unarkraftinn og njóta hans með því að skapa sjálf eða njóta sköp- unarverka listamanna á borð við Kjarval? Verum þakklát fyrir allt sem hann gaf okkur sem er ómet- anlegt og umfram allt, tökum honum eða verkum hans aldrei sem sjálf- sögðum hlut. Síðasti snillingurinn? KVIKMYND Sjónvarpið Sunnudagur 13. febrúar 2005. Kjarval Jóhannes S. Kjarval Ragna Sigurðardóttir ÍBrotinu liggur sjálf ástin tilgrundvallar, í sinni fegurstuog ljótustu mynd. Segir þarfrá ungu fólki, yfirmáta ást- föngnu, með óbifandi trú á því að því sé ætlað að vera saman að eilífu. Þegar babb kemur í bátinn snýst ástin hins vegar við í höndum þeirra og sýnir á sér ófrýnilega mynd. Erling Jóhannesson, leikstjóri sýningarinnar, segir það hafa verið mjög skemmtilega upplifun þegar hann las leikritið í fyrsta sinn. „Maður fékk það á tilfinninguna að leikritið hafi verið í loftinu í ein- hvern tíma og það hefði bara verið tímaspursmál hvenær það myndi detta niður í hendurnar á manni.“ Erling segir stíl leikritsins og hvernig það sé byggt upp bera ung- um höfundi vitni en Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman er 24 ára að aldri. „Maður finnur að það er ný kyn- slóð að stíga fram í þessum geira, það er t.d. áberandi kvikmynda- bygging á sögunni, miklu meira en hefðbundin leikritabygging. Text- inn, þ.e. samtölin, lúta þó engu að síður lögmáli leikritsins. Mín tilfinn- ing er sú að þetta sé leikrit sem muni höfða sterkt til yngra fólks.“ Að halda listrænum sjó Erling hefur starfað við Hafn- arfjarðarleikhúsið – sem kallast Hermóður og Háðvör – frá upphafi og er í forsvari fyrir leikfélagið ásamt Hilmari Jónssyni. Hann seg- ist ekki hafa sinnt leikstjórn neitt sérstaklega mikið hingað til á sínum ferli en hafi komið að fjölmörgu í starfi sínu fyrir leikhúsið – séð um að leika, skrifa, smíða og sinnt flestu því sem til fellur þar og stökkið yfir í leikstjórnarstólinn hafi því ekki verið neitt sérstaklega stórt. Hafnarfjarðarleikhúsið hefur á starfsferli sínum náð að afla sér virðingar og er orðið að einslags gæðastimpli. Þetta hlýtur að teljast góður árangur í ljósi þess að áhersl- an er lögð á ný, íslensk leikrit. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Erling. „Að einhverju leyti höfum við verið heppin. Yfirstjórnir menningarmála í landinu hafa greinilega haft áhuga á að þessu sé sinnt og Hafnarfjarðarbær tók mjög vel á móti okkur strax í upphafi. Þessir utanaðkomandi þættir hafa verið til heilla en okkar listræna starf hlýtur líka að hafa gert það að verkum að starfsemin hefur náð að blómgast.“ Erling segir aðstandendur leik- hússins – sem hafa ávallt haft meg- ináhuga á að sinna íslenskri leik- ritun – mjög ánægða með að það starf sé metið að þessum verð- leikum. Þessu fylgi þó um leið sú ábyrgð að vel sé að verki staðið og það hlutverk sé uppfyllt af metnaði. Erling tekur vel undir það að þessi íslenska áhersla þeirra sé hug- sjón. „Þar liggur áhugasvið okkar sem erum í leikhúsinu. En ef við setjum þetta upp sem reikningsdæmi má segja að kaupandinn sé ekki hinn al- menni leikhúsgestur heldur ríki og sveitarfélag sem hafa haft mikinn áhuga á að fjárfesta í starfseminni. Að því leytinu til er okkur fyrst og fremst uppálagt að halda listrænum sjó.“ Aðsóknin í Hafnarfjarðarleik- húsið hefur verið jöfn og góð allt frá upphafi og þakkar Erling það því að leikhúsáhugi á Íslandi sé nokkuð al- mennur. „Þetta hefur verið jöfn stígandi upp á við frá upphafi,“ segir Erling. „En það er ekki hægt að heimta vel- gengni, það er ekki hægt að heimta peninga, það er ekki hægt að heimta neitt – það eina sem þú get- ur gert er að sýna fram á metn- aðarfullt listrænt starf og vonast til þess að þeir sem fara með stjórn menningarmála í landinu sjái sér hag í því að starfið haldi áfram.“ Betri nýting Æfingar á leikritinu hafa að sögn Erlings gengið vonum framar. „Stelpurnar hafa leikið töluvert hjá okkur áður og strákarnir hafa komið hingað inn í samstarfsverk- efni. Maður reynir alltaf að setja upp hóp sem býr yfir einhverju jafnvægi. Samstarfið er búið að vera mjög skemmtilegt og aðrir sem þátt taka hafa starfað með okkur áður að uppsetningum þannig að vonandi verður svona „Hafnarfjarðarleik- hús“-bragur á þessu hjá okkur.“ Erling leggur að lokum áherslu á það að sýningar verði mjög þéttar. „Sýningar hafa verið að þróast á þá lund undanfarin ár að sýnt er nær eingöngu á föstudags- og laug- ardagskvöldum. Fyrir minni leikhús hefur þetta þýtt að tuttugu sýn- ingar eru dregnar yfir marga mán- uði á meðan húsið stendur autt mestan partinn. Þetta er auðvitað slæm nýting. Ég trúi því að áhuga- fólk um leikhús vilji geta komist á sýningar á öðrum dögum og þurfi ekki alltaf að tengja leikhúsferð við bar- og veitingahúsaferðir. Þessi sýning – sem tekur tæpan einn og hálfan tíma í flutningi – er kjörin til þessa því að við viljum endilega fá fólk í leikhús á virkum dögunum líka.“ Leikhús | Brotið eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachman frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu Ástin … og lífið Áhersla á íslenska frumsköpun er leiðarljós Hafnarfjarðarleikhússins segir Erling Jóhannesson leikstjóri í spjalli við Arnar Eggert Thoroddsen, en nýtt íslenskt leikrit, Brotið, verður frumsýnt þar í kvöld. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Í bláum skugga: Guðmundur Ingi og Elma Lísa í hlutverkum sínum. Ástin … dugir að eilífu: Friðrik Friðriksson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Miðasala og upplýsingar eru á www.hhh.is eða í síma 555 2222 arnart@mbl.is Eftir: Þórdísi Elvu Þorvalds- dóttur Bachman. Leikendur: Þrúður Vilhjálms- dóttir, Guðmundur Ingi Þor- valdsson, Friðrik Friðriksson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Leikmynd: Þórarinn Blöndal. Búningar: Bergþóra Magn- úsdóttir. Leikgervi: Ásta Hafþórs- dóttir. Ljósahönnun: Egill Ingi- bergsson. Myndbandstækni: Gideon Kiers. Tónlist: Margrét Örnólfs- dóttir. Leikstjórn: Erling Jóhann- esson. Brotið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.