Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurgeir Hann-esson fæddist á Eiríksstöðum í Svartárdal 3. apríl 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Blönduósi að morgni 8. febrúar síðastliðins. For- eldrar hans voru Hannes Ólafsson bóndi á Eiríksstöð- um, síðar á Blöndu- ósi, f. 1. sept. 1890, d. 15. júní 1950, og Svava Þorsteins- dóttir, f. 7. júlí 1891, d. 28. jan. 1973. Systkini Sigurgeirs eru Auður, f. 12. ágúst 1916, d. 8. janúar 1988, Torfhildur, f. 6. apríl 1921, og Jóhann Frímann, f. 18 maí 1924, d. 19. desember 1997. Sigurgeir kvæntist 16. septem- ber 1944 Hönnu Jónsdóttur, f. 26. mars 1921. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi og alþingismaður í Stóradal, f. 7. sept. 1886, d. 14. des. 1939, og vörubílstjóri hjá hernum í Hvalfirði. Hann rak eigin vöru- flutningabíl og flutti vörur milli Blönduóss og Reykjavíkur, einn- ig sinnti hann mjólkurflutning- um og öðrum tilfallandi flutningum í héraðinu. Vann á farandvinnuvélum við jarða- bætur og vegagerð. Sigurgeir og Hanna hófu búskap í Stóradal árið 1944 og bjuggu þar til 1961. Byggðu nýbýlið Stekkjardal þeg- ar Stóridalur brann 1961 og hafa búið þar síðan. Árið 1987 byggðu þau nýtt íbúðarhús í nágrenni gamla hússins og fluttu þangað, en Ægir og Gerður tóku smám saman við búskapnum. Hann varð héraðslögreglumaður þegar lögregla var stofnuð í Húnavatnssýslu 1958. Sigurgeir sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, var t.d. for- maður Búnaðarfélags Svínavatnshrepps og í hrepps- nefnd og sóknarnefnd. Einnig var hann í samráðsnefnd vegna virkjunar Blöndu. Hann var heiðursfélagi í Hestamanna- félaginu Neista og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Útför Sigurgeirs fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verður á Svínavatni. Sveinbjörg Brynj- ólfsdóttir, f. 12 okt. 1883, d. 2. maí 1966. Synir Sigurgeirs og Hönnu eru: 1) Jón, f. 30. júní 1945, kvænt- ur Ingibjörgu Stein- unni Sigurvinsdótt- ur. Börn þeirra eru Elín Hanna, Hildur Lilja, Jón Sigurgeir og Svala Sigríður. 2) Hannes, f. 11. janúar 1950, kvæntur Ingv- eldi Jónu Árnadótt- ur. Börn þeirra eru Guðrún og Sigur- geir. 3) Ægir, f. 9. ágúst 1959. Sambýliskona Gerður Ragna Garðarsdóttir. Börn þeirra eru Ívar Rafn, Brynjar Geir og Hanna. 4) Guðmundur, f. 8. maí 1962. Sambýliskona Helena Sveinsdóttir, sonur þeirra er Sveinn Halldór. Sigurgeir stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni. Stundaði sjó frá Suðurnesjum. Vann á stríðsárunum sem Mig langar að kveðja tengdaföður minn og afa barnanna minna, hann Sigurgeir. Ég veit að hann var hvíld- inni feginn eftir nokkurra ára bar- áttu við heilsuleysi og afþakkaði hann allar aðgerðir lækna eftir að hann var kominn á sjúkrahúsið á Blönduósi. Hann var tilbúinn að kveðja þetta líf og fékk þar af leiðandi líknarmeð- ferð og góða umönnun þar síðustu dagana og á hjúkrunarfólk þakkir skildar. Elín Hanna sonardóttir Sig- urgeirs var ómetanleg síðustu dag- ana, þar sem hún varla vék frá sjúkrabeði afa síns og á hún einnig miklar þakkir skildar og ímynda ég mér að það hafi verið huggun fyrir fjölskylduna. Allavega get ég talað fyrir sjálfa mig hvað það varðar. Margar minningar koma upp í hugann við þessi tímamót. Mér er minnisstætt þegar ég kom fyrst í Stekkjardal, þá sem tilvonandi tengdadóttir og borgarbarn þar að auki. Ég varð strax svolítið feimin við tilvonandi tengdaföður minn og eimdi af því alla tíð. Mér fannst hann svo virðulegur bóndi, sem var ekki allra og stundum frekar fámáll mað- ur, en líka skemmtilegur og einstak- lega barngóður. Mér finnst það alltaf hafa verið forréttindi að vera tengda- dóttir Sigurgeirs og Hönnu í Stekkjardal. Stekkjardalur varð líka stór hluti af mínu lífi eftir að ég kom þangað fyrst og betri tengdaforeldra og afa og ömmu var ekki hægt að hugsa sér. Það er líka gott að eiga at- hvarf í sveitinni með Guðrúnu og Sigurgeir, sem aldrei verður metið til fjár. Sigurgeir kom fljótlega upp sumarhúsi fyrir syni sína í borginni og aðra ættingja og vini og er það nefnt Steinholt. Þar getum við verið með börnum okkar og stundum vin- um útaf fyrir okkur án þess að leggja óþarflega mikið á heimilisfólk og eiga margir góðar minningar þaðan. Alltaf er jafn gott að koma í sveit- ina en verður nú tómlegt þegar afi er ekki lengur. En amma er þar og Æg- ir, Gerður, Ívar, Brynjar og Hanna yngri. Sigurgeir var mikill dýravinur og var unun að hlusta á hann annast skepnurnar og ég er ekki viss um að margir spjalli við kýrnar um leið og þeir annast þær, en það gerði hann og var það ekki með neinum skip- unartón. Þegar hann varð sjötíu og fimm ára þá var ákveðið að synir hans og fjölskyldur slægju saman í trérenni- bekk handa honum. Ég var nú ekki mjög bjartsýn á að hann gæfi sér tíma til að sitja við hann, en annað kom á daginn. Þar átti hann eftir að sitja mörgum stundum sér til mikilla ánægju eftir að Ægir tók við bú- skapnum og eiga margir fallega muni eftir hann. Oft og iðulega fékk maður fallega hluti hjá honum til tækifær- isgjafa fyrir utan hlutina sem við tengdadæturnar eigum. Þegar kom að áttræðisafmælinu óskaði hann eft- ir að við slepptum öllum gjöfum. En Nonna elsta syni hans datt í hug að þeir bræður gæfu honum hund, sem og var gert og hlaut hún nafnið Birta. Má segja að þau hafi verið óaðskiljanleg það sem hann átti eftir ólifað og gaf hún honum ómælda ánægju eftir að heilsunni hrakaði og hann gat lítið haft fyrir stafni. Það var einstaklega gott á milli Sigurgeirs og sona hans og hafa þeir bræður alla tíð borið hag foreldra sinna fyrir brjósti. Nú er komið að kveðjustund og ég vil þakka tengda- pabba og afa barnanna minna fyrir þær stundir sem við áttum saman um leið og ég votta tengdamömmu og öðrum aðstandendum samúð mína vona að góðu minningarnar megi lýsa okkur veginn áfram. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. (Matthías Jochumsson.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Ingveldur Jóna. Hann afi minn er dáinn. Fyrstu minningar mínar tengjast sveitinni hjá afa og ömmu. Þar var ég mikið sem barn og unglingur. Afi var alltaf tilbúinn að leiðbeina og kenna. Hann kenndi mér að hnýta hnút sem hélt hliðinu, fjármarkið sitt og hvernig maður keyrir traktor ásamt ótal öðrum hlutum. Hann gaf mér minn eigin fjárstofn og mikið var ég kát þegar afi hringdi að vori og sagði að Lukka mín ætti tvö lömb þetta ár- ið. Ég naut þess að vera elsta barna- barnið hafði athygli hans og tak- markalausa þolinmæði. Það að læra hlutina í sveitinni er ómetanlegt og fylgir manni alla ævi. Margar sögur og myndir koma upp í hugann þegar maður hugsar til baka. Afi að raka sig fyrir kóræfingu, afi að sópa að kúnum, afi við rennibekk- inn, afi að ráða krossgátu, afi að strjúka Birtu. Ég geymi þessar myndir í huga mér og á eftir að hugsa oft til afa. Mikið á ég honum afa mínum að þakka, ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja hann. Elsku afi, hvíl í friði, takk fyrir allt og allt. Þín Elín Hanna. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel. (Jónas Hallgrímsson.) Sólin skein og varpaði geislum sín- um yfir Svínadal og bú og búendur. Í Svínavatni speglaðist umhverfið. Heiðríkjan var allsráðandi og ilmur af grasi. Þetta var í fyrstu heimsókn okkar í bæinn Stekkjardal þar sem Sigurgeir og Hanna réðu ríkjum og höfðu gert lengi. Löngu kominn tími fyrir okkur sem uppalin vorum í sjávarplássum og flutt í mesta þétt- býlið að komast í kynni við sveitalífið. Við fengum tækifæri til þess þegar dóttir okkar Helena og Guðmundur sonur Hönnu og Sigurgeirs rugluðu saman reytum. Sigurgeir sem við kveðjum í dag var kominn á áttræð- isaldur þegar við kynntumst honum og að mestu búinn að setja bústörfin í hendur Ægi syni sínum. Það leyndi sér þó ekki að áhuginn var lifandi, vel fylgst með og gripið í verk þegar geta leyfði. Okkur var tekið af höfðingsskap og þrátt fyrir þriggja áratuga ald- ursmun var lítið mál að finna um- ræðuefni. Sigurgeir fróður um menn og málefni, land og þjóð. Ævistarf hans var búskapur og alveg ljóst að átthagataugin var sterk og rætur hans traustar. Hann gat tekið undir orð lögð í munn Gunnars á Hlíð- arenda: „Hér vil eg una ævi minnar daga alla, sem guð mér sendir.“ Sigurgeir var heilsteyptur maður, gjörsneyddur allri yfirborðsmennsku og fór um af hæversku og háttvísi. Heimsóknir okkar voru árlegar og móttökurnar alltaf jafn góðar. Sameiginlegu barnabarni okkar Sveini Halldóri var hann góður afi og drengurinn kann vel að meta heim- sóknir í sveitina. Hin síðari ár hallaði heldur undan fæti í heilsufari Sigurgeirs en fáum höfum við kynnst sem hafa tekið því með jafnmiklu jafnaðargeði og hann. Kvartanir voru ekki til í hans orða- forða og hann beið sallarólegur þess sem verða vildi. En nú er komið að leiðarlokum. Sigurgeir hefur haldið til annarra heimkynna. Ef til vill er grasið grænna hinum megin, sterkari ilm- urinn af því nýslegnu og sólin skín þar skærar. Hver veit. Fái gamall bóndi eitthvað þar að sýsla má ganga að því vísu að verkin verða unnin af gleði og samviskusemi. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Við Sveinn viljum með þessum orðum senda samúðarkveðjur til Hönnu og fjölskyldunnar. Við þökk- um Sigurgeiri samfylgdina og minn- umst hans með hlýhug. Jóna Möller. Sigurgeir var alinn upp á Blöndu- ósi. Hann var af dugnaðar- og greindarfólki kominn. Faðir hans, Hannes Ólafsson verkamaður, var bróðir Gísla skálds Ólafssonar frá Ei- ríksstöðum og Vilborgar á Hóli í Svartárdal. Móðursystir þeirra var hetjan Ólöf Sölvadóttir sem fór dvergvaxin og örsnauð til Vestur- heims, en þrátt fyrir mikla fötlun tókst með óbilandi kjarki, ráðsnilld, mælsku og frjóu ímyndunarafli að skapa sér góða afkomu í hörðum heimi. Móðir Sigurgeirs, Svava, var dótt- ir Þorsteins Frímanns Péturssonar í Austurhlíð. Sigurgeir var glæsilegur ungur maður og bar sig vel, fríður sýnum og á yngri árum með örmjóa svarta skeggrönd á efrivör, eins og film- stjarna í útlöndum. Hann var maður framfara og tækni, keypti sér traktor, sennilega þann fyrsta eða næstfyrsta í Húna- þingi, og vann að jarðabótum fyrir bændur um nokkurra ára skeið. Sigurgeir giftist heimasætunni í Stóradal, Hönnu Jónsdóttur. Hanna er stórmerk kona og var með þeim jafnræði. Jón alþingismaður í Stóra- dal, faðir Hönnu, var þá látinn langt um aldur fram. Sveinbjörg móðir Hönnu rýmdi til fyrir syni sínum Jóni og konu hans Guðfinnu Einars- dóttur og Hönnu og Sigurgeiri og bjuggu þau í þríbýli í Stóradal um skeið. 1960 brann bærinn í Stóradal og sáralitlu tókst að bjarga nema fólki. Þá var jörðinni skipt og Hanna og Sigurgeir reistu nýbýlið Stekkjar- dal. Á undraskömmum tíma varð Stekkjardalur eitt myndarlegasta býlið í sveitinni, bæði að húsakosti, ræktun og umgengni. Sigurgeir var ákaflega verkhygg- inn og verklaginn og þótt hann væri ekki með neinn fyrirgang við vinnu afkastaði hann meira en flestir. Hanna var einnig mikil búkona, bráðgreind og ákaflega vel verki far- in. Þau hjón eignuðust fjóra syni, Jón, Hannes, Ægi og Guðmund. Allir eru þeir miklir myndarmenn. Ægir og kona hans Gerður Garð- arsdóttir hófu búskap í félagi við for- eldra hans. Fyrir rúmum áratug létu Hanna og Sigurgeir búið að mestu leyti í hendur yngri kynslóðinni og reistu sér annað hús í Stekkjardal og hafa búið þar síðan. Sigurgeir var réttarbóndi, Auð- kúlurétt stendur í landi Stekkjardals, svo og félagsheimili sveitarinnar, Dalsmynni. Af því leiddi að gesta- gangur var mikill hjá þeim hjónum, enda voru þau ákaflega gestrisin og fólk laðaðist að heimili þeirra. Sig- urgeir hafði góða kímnigáfu og komst vel að orði, bráðgreindur og skemmtilegur. Hann unni landinu og lagðist mjög eindregið gegn þeirri tilhögun virkj- unar Blöndu sem þrýst var í fram- kvæmd. Með Blöndulóni var framin mesta gróðureyðing af mannavöldum á ein- um stað allt frá landnámi en þar var sökkt 62 ferkílómetrum lands, nær algróins. Í dag mundi engum haldast uppi að virkja eins og raun varð. Sigurgeir valdist til flestra þeirra trúnaðarstarfa sem sinna þarf til sveita. Rækti hann þau öll af skyn- semd og trúmennsku. Sem hrepps- nefndarmaður lét hann sig umhverf- ismál og umgengni í sveitinni miklu varða. Beitti hann sér fyrir því að sveitarsjóður keypti trjáplöntur og fengu þeir sem vildu ákveðinn skammt árlega, þess vegna eru trjá- reitir á flestum bæjum sveitarinnar til fegurðar og yndisauka. Að leiðarlokum vakna minningarn- ar ein af annarri; fyrstu heiðargöng- urnar mínar þegar ég fjórtán ára var skjólstæðingur vina minna Halldórs á Syðri-Löngumýri og Sigurgeirs, fé- lagsskapur í Karlakór Bólstaðarhlíð- arhrepps og ótal aðrar glaðar stundir við störf og leik. Þegar ég lít til baka minnist ég ekki að okkur hafi nokk- urn tímann greint á, við vorum alltaf í sama liði. Ég þakka allt það sam- starf og vináttu í meira en hálfa öld og færi Hönnu og sonum þeirra mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Páll Pétursson. Sigurgeir í Stekkjardal átti langa, starfsama og gifturíka ævi. Hann byggði með Hönnu konu sinni bæ á fögrum stað við vatnið bláa og þar ól- ust synir þeirra upp, en einn þeirra stýrir nú óðalinu. Við hittumst í kórnum, sem faðir hans, Hannes á Eiríksstöðum, hafði tekið þátt í að stofna fyrir 80 árum og Sigurgeir kom þar til liðs ásamt fleiri Svínvetningum þegar Blanda var brúuð fremra og tafði ekki leng- ur samgang nágranna. Í fámennri byggð um vetrarkvöld vökulöng er vorþránni stundum hætt. Þá bregður ljóma á veginn hver söngfleyg sál, er sver sig í dagsins ætt. Svo orti Jónas Tryggvason um Þorstein söngstjóra á Gili, frænda Sigurgeirs af Eyvindarstaðaætt. Sigurgeir var ræktunar- og fram- kvæmdamaður svo sem tún og húsa- kostur í Stekkjardal ber vitni um og einnig þátttaka hans í ýmsum fé- lögum. Hann var í þeim hópi sem treysti betur brjóstviti bænda en ráðum Landsvirkjunar þegar til Blöndu- virkjunar dró. Sveitungum sínum var hann klettur í Blöndudeilunni og brást honum hvorki rökvísi né þraut- seigja í þeirri orrahríð. Sigurgeir var drengskaparmaður sem gott var að koma til og eiga sam- leið með. Með stökum Gísla föðurbróður Sigurgeirs skal ljúka þessum fá- breyttu minningarorðum. Gísli orti um Eiríksstaðalækinn sínar þekktu Lækjarvísur. Ég er að horfa hugfanginn í hlýja sumarblænum yfir litla lækinn minn sem líður framhjá bænum. Þegar ég er uppgefinn og eytt er kröftum mínum langar mig í síðsta sinn að sofna á bökkum þínum. (GÓ) Ég votta Hönnu og fjölskyldunni innilega samúð og sendi þeim kveðj- ur frá okkur í Ártúnafjölskyldunni. Ingi Heiðmar Jónsson. Með örfáum orðum viljum við kveðja heiðursbóndann Sigurgeir Hannesson, Stekkjardal. Fyrstu bú- skaparárin bjuggu þau hjónin á ætt- arjörð Hönnu, Stóradal en Stóradals- bærinn var með stærstu og fegurstu burstabæjum landsins á þeirri tíð. Í maí árið 1961 brann bærinn og fjöl- skyldan stóð uppi heimilislaus. Sig- urgeir tókst á við erfiðleikana ásamt konu sinni og sonum og með ein- stakri elju og dugnaði reistu þau sér nýbýlið Stekkjardal. Stekkjardalur er glæsilegur vitnisburður um þraut- seigju Sigurgeirs, iðni, reglusemi og verksvit. Hann skipaði sér þá strax í sveit þátttakenda þeirra byltingar sem íslenskur landbúnaður gekk í gegnum á síðari hluta tuttugustu ald- arinnar og var þar í fremstu röð bestu bænda landsins. En – síðast en ekki síst var hann alla tíð góð fyr- irmynd annarra um búskaparhætti og verklag. Með söknuði er hann kvaddur með erindi úr ljóðinu Sáning eftir bónd- ann Guðmund Inga Kristjánsson frá Kirkjubóli. Býlið er kyrrt og blundar rótt. Bóndinn er samt á fótum. Lognið hann kýs að nota í nótt, natinn að jarðarbótum. Verkin sem þarf að vinna vitjunartímann finna. Inga Þórunn og Þorsteinn H. Gunnarsson. SIGURGEIR HANNESSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.