Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 22
Reyðarfjörður | Litlu krílin á leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði una dagana langa við leik og starf í skólanum sínum. Eins og í öðrum leikskólum er yfirleitt eitthvað skemmti- legt um að vera á daginn. Þá eru börnin farin að hlakka til vorsins, eins og vera ber, enda hálfgert vorveður víða um land þótt enn sé vetur á dagatalinu og stórviðra og vetrargarra alltaf von. Þau fást svo sem ekki um það, halda bara sínu striki og fara prúð og frjálsleg í fasi eins og þar stendur, fram nú allir í röð. Kannski alveg að koma mat- artími og allir tilbúnir. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Una sér sæl á Lyngholti Halarófa Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Í vor eru 15 ár liðin síðan Stykkishólms- kirkja var vígð. Kirkjan er mikil bygging og setur svip á bæinn. Hún stendur uppi á borg, sést víða að og er gott kennileiti. Allir sem heimsækja Stykkishólm taka eftir kirkjunni Nú er komið að því að að endurnýja máln- inguna á kirkjunni sem hefur dugað vel, því mikið hefur mætt á veggjum hennar. En það er mikið verk að mála kirkjuna. Fletirnir eru um 2.000 fermetrar og er áætlað að það þurfi meira en tonn af málningu eða um 300 stk. af 4 lítra dósum. Kirkjuturninn er um 28 metra hár og þarf að leigja öfluga vinnupalla til að ná þar upp á toppinn. Sóknarnefnd hefur ákveðið að ráðast í verkefnið í vor og mun leita til sóknarbarna og sækjast eftir vinnu- fúsum höndum.    Tíðarfarið undanfarnar vikur hefur verið þreytandi. Sífelldur útsynningur hefur gert mönnum lífið leitt bæði til sjós og lands. Eft- ir áramót hafa verið stöðugar ógæftir og er langt síðan svona erfið tíð hefur verið til sjó- sóknar. Það hefur verið náðugt hjá trillukörl- um og hafa þeir í fáa róðra komist og sagði einn þeirra að ef hann hefði átt von á slíkri ótíð hefði tímanum verið betur varið á sólar- strönd á Kanarí, í stað þess að fara sífellt niður á bryggju athuga veðrið og bíða eftir að gefi á sjó. Sstór hópur Hólmara hefur farið síðustu vik- ur til Kanarí í leit að betra veðri. Þaðan ber- ast þær fréttir að tíðarfarið þar sé líka allt öðruvísi en það á að vera. Fyrirhyggjusamar konur, sem tóku með sér skjólgóðan fatnað, hrósa happi en aðrir eiga á hættu að koma kvefaðir heim.    Þorrablótið er búið og það tókst vel. Að baki því liggur mikill undirbúningur hjá 20 manna hópi. Næsta stórverkefni á menning- arsviðinu er að leikfélagið Grímnir hefur haf- ið æfingar á leikritinu Fiðlarinn á þakinu. Það er mikið átak hjá Grímni að ráðast í slíkt stórvirki í ekki stærra samfélagi. Alls taka um 50 manns þátt í uppfærslunni. Þar koma saman leikarar, hljóðfæraleikarar, söngfólk og þeir sem sjá um búninga og leiksvið. Það vekur athygli að margir unglingar taka þátt í sýningunni. Það eru jákvæð merki þess að Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur tekið til starfa sem gefur unglingunum kost á því að vera heima yfir vetrartímann. Um tónlistina sjá kennarar og nemendur tónlistarskólans og kór Stykkishólmskirkju ásamt kórstjóra. Úr bæjarlífinu STYKKISHÓLMUR EFTIR GUNNLAUG ÁRNASON FRÉTTARITARA Áhugafólk um stofn-un félagsins„Þingeyskur sagnagarður“ hefur boðað til stofnfundar í safn- aðarheimili Þorgeirs- kirkju næsta miðvikudag, 23. febrúar kl. 16. Við- fangsefnin munu í fyrstu afmarkast af Þorgeirs- kirkju, Goðafossi og Þing- ey, en tilgangur félagsins er að afla nýrrar þekk- ingar og safna saman og miðla fyrirliggjandi sögu- þekkingu á svæðinu. Markmiðið er að stuðla að varðveislu sagnfræðilegra fornminja, þjóðsagna og annarra menningarminja á svæðinu, efla rannsóknir á íslenskri miðaldamenn- ingu og kristnisögu með samvinnu fræðimanna, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem og að skapa styrkari forsendur fyrir menningartengda ferðamennsku á svæðinu. Sagnagarður Félagið Íslensk ættleiðing afhenti í vikunni styrktil verkefna UNICEF á flóðasvæðunum við Ind-landshaf. Styrkupphæðin er 305 þúsund krónur en það samsvarar þúsund krónum á hvert barn sem hefur verið ættleitt frá þeim löndum sem lentu í ham- förunum annan í jólum sl. Róbert Davíð Yoder Pálma- son afhenti styrkinn fyrir hönd Íslenskrar ættleiðingar en Hólmfríður Anna Baldursdóttir upplýsingafulltrúi tók við honum. UNICEF starfar á öllum sviðum þróun- ar- og neyðaraðstoðar á svæðunum með hag barna að leiðarljósi. Meðal verkefna er að sameina fjölskyldur, finna munaðarlausum börnum athvarf, bólusetningar barna, að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu. Íslensk ættleiðing styrkir UNICEF Rúnar Kristjánssoná Skagaströnd lasjónru Jóns Ingvar Jónssonar, limru fléttaða í sléttubönd. Rúnar orti þá sléttubönd með inn- gangi: Sá ég nettan limruleik, liprar glettur hressa. Vel það setti kraft í kveik, kynnti fléttu þessa: Sjóður ljóða laðar góður, móður hljóður herðir róður. Fóður andans, óður landans, skjóður fyllir – færir hróður! Og þannig er hún lesin afturábak: Hróður færir – fyllir skjóður, landans óður, andans fóður. Róður herðir hljóður móður, góður laðar ljóða sjóður Þá yrkir Rúnar að hætti forföður síns Eldjárns Hallgrímssonar, en lesa má háttinn lóðrétt sem lá- rétt: Helgar sólar seiður vorið, sólar birtan vonir kveikir. Seiður vonir vekur hlýjar, vorið kveikir hlýjar myndir. Áfram um limruleik pebl@mbl.is Stokkseyri | Jóhann Óli Hilmarsson, ljósmyndari á Stokkseyri, opnar ljós- myndasýningu í Kaffisal Hólmarastar- hússins á morgun, sunnudag. Jóhann Óli sýnir myndir frá heimasveit sinni og er myndefnið allt frá hinu smæsta til hins stærsta, frá smáfugl- um og smæstu plöntum til úfins Atl- antshafsins og brak- andi Norðurljósa. Meginhluti myndanna er þó fuglamynd- ir. Jóhann Óli er þekktur fyrir náttúru- ljósmyndir sínar, sérstaklega fugla- myndir. Myndir hans hafa birst í bókum, blöðum, tímaritum og sýningum um all- an heim. Þekktasta verk hans er met- sölubókin Íslenskur fuglavísir, sem þýdd hefur verið á ensku og þýsku. Með fram náttúruljósmyndun starfar Jóhann Óli að fuglarannsóknum og hann er frétta- ritari Morgunblaðsins á Stokkseyri. Hann er formaður Fuglaverndar og hef- ur verið í forsvari fyrir Friðlandið í Flóa. Sýningin er sölusýning og er opin á sama tíma og Draugasetrið, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14. Náttúra Flóans Vesturbyggð | Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt að sett verði á fót mötu- neyti við Grunnskóla Vesturbyggðar í Birkimelsskóla. Er það gert að beiðni foreldra skólabarna. Í haust barst bæj- arráði undirskriftarlisti frá foreldrum þar sem óskað var eftir að mötuneyti yrði sett á fót í skólanum. Þá taldi bæj- arráð rétt að bíða með ákvörðun þar til fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lægi fyrir. Í bókun bæjarráðs segir að í henni hafi verið gefið svigrúm til þess að tilraun yrði gerð á þessu sviði yrði vilji til þess. Verður tilraun nú gerð til starf- rækslu mötuneytis til loka yfirstandandi skólaárs þar sem skólinn kosti starfs- mann en foreldrar sjái um hráefniskostn- að. Kemur fram í bókun ráðsins að að- eins yrði um að ræða léttan hádegisverð og starfshlutfall starfsmannsins taki mið af því. Var bæjarstjóra Vesturbyggðar falið að vinna að undirbúningi málsins ásamt skólastjórnendum. Setja upp mötuneyti ♦♦♦ Dagskrá Kl.: 14:00 Afhending fundargagna Kl.: 14:10 Setning Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka hbsv. Kl.: 14:20 Ávarp Lúðvík Geirsson, Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar Kl.: 14:40 Kaffihlé Kl.: 15:00 Aðalfundarstörf skv. lögum FSH Kl.: 16:00 Samstarf í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri Reykjavíkurborgar Kl.: 16:25 Fyrirspurnir Kl.: 16:45 Fundarslit Fundarstjóri: Sigurrós Þorgrímsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi Skráning á fundinn er í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is . Stjórnin Aðalfundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins 2005 Verdur haldinn í Smárahóteli í Kópavolgi 4. mars 2005, kl: 14:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.