Morgunblaðið - 01.03.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.03.2005, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMNINGAR NÁÐUST Skrifað var undir kjarasamning ríkisins og Bandalags háskólamanna í gærkvöldi en undirritun samnings- ins tafðist vegna tilrauna fulltrúa ríkisins til að fella samninga félaga náttúrufræðinga, lyfjafræðinga, tæknifræðinga og verkfræðinga inn í hann. Þremur sagt upp Sjö leikarar Þjóðleikhússins hafa ákveðið að losa leikarasamninga sína að fyrra bragði. Sökum þessa kom, að sögn Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra, aðeins til upp- sagna þriggja fastra samninga og er þar um að ræða leikara sem komust á fastan samning í Þjóðleikhúsinu leikárið 2002–2003 eða síðar. Blóðug árás í Írak fordæmd Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og leiðtogar margra ríkja fordæmdu í gær sprengjutilræði sem kostaði að minnsta kosti 114 manns lífið í borg- inni Hilla í Írak. Er þetta mann- skæðasta sprengjutilræðið í Írak frá því að stjórn Saddams Husseins féll eftir innrásina í landið fyrir tæpum tveimur árum. Stjórn Líbanons segir af sér Stjórn Omars Karamehs, for- sætisráðherra Líbanons og banda- manns sýrlenskra stjórnvalda, sagði af sér í gær eftir að tugir þúsunda manna efndu til mótmæla við þing- húsið í Beirút. Mikill fögnuður var á götum borgarinnar eftir afsögn stjórnarinnar og fólkið krafðist þess að Sýrlendingar færu með her sinn frá Líbanon þegar í stað. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 22 Úr verinu 12 Viðhorf 24 Viðskipti 13 Minningar 25/29 Erlent 14/15 Skák 30 Minn staður 16 Dagbók 32/34 Akureyri 17 Myndasögur 32 Austurland 17 Víkverji 32 Suðurnes 18 Staður og stund 34 Landið 18 Fólk 38/41 Daglegt líf 19 Bíó 38/41 Listir 20, 35/36 Ljósvakar 42 Umræðan 20/24 Veður 43 Bréf 21 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #         $         %&' ( )***                      ÞAÐ VAR ævintýralegur afli í gær hjá dragnótabátn- um Steinunni SH sem kom með um 50 tonn að landi í Ólafsvík eftir aðeins fimm köst sem fengust á suður- kantinum. Var aflinn þorskur og ýsa. Vestri BA fékk einnig mjög góðan afla eða um 35 tonn eftir tvö köst, og kom hann að landi með fullfermi, svo það var sannkölluð vertíðarstemning hjá sjómönnunum á þessum bátum, en fiskverðið á fiskmörkuðunum skyggði þó aðeins á gleði þeirra, því fiskverð hefur hrunið að undanförnu, og sjómenn ekkert allt of hrifnir af því að vera að róa og hafa margir haldið sig í landi. Hér er áhöfnin á Steinunni SH að landa aflanum í gærkvöldi. Morgunblaðið/Alfons Ævintýralegur afli í dragnótina HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tæplega tvítugan pilt í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og svipti hann ökuréttindum í eitt ár fyrir að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu þegar hann bakkaði bíl sínum út úr stæði við Spítalastíg í maí sl. með þeim afleiðingum að bíllinn lenti á tæplega níræðri konu sem skall í götuna. Við fallið hlaut konan svo alvarlega höfuðáverka að hún lést nokkrum klukkustundum síðar. Pilturinn var ásamt þremur skólafélögum sínum í bílnum þegar slysið varð. Þau höfðu setið saman í bílnum í dágóða stund og talað saman áður en hann gangsetti bif- reiðina. Kvaðst hann hafa fullvissað sig um að engin umferð væri fyrir aftan bílinn áður en hann bakkaði af stað og hefði hann litið bæði í hliðarspegla og baksýnisspegil. Kona sem varð vitni að atvikinu sagðist hafa séð gömlu konuna ganga mjög hægt eftir gangstétt- inni þegar bifreið piltsins var skyndilega ekið af stað. Hún hróp- aði að konunni að víkja sér frá bíln- um en sagðist hafa séð að það myndi ekki takast þar sem konan hefði gengið svo hægt. Konan hefði síðan lent á farangursrými bifreið- arinnar og síðan fallið á götuna. Í niðurstöðum dómsins segir að í ljósi framburðar vitna og stroku- fars á bílnum sé hafið yfir skyn- samlegan vafa að pilturinn hafi bakkað á konuna. Taldi dómurinn að pilturinn hefði ekki sýnt nægj- anlega aðgæslu og tillitssemi þegar hann ók bílnum. Hann hafði aldrei áður gerst sekur um refsiverða háttsemi, hann er ungur að árum og í dómnum segir að atvikið hafi án efa reynst honum þungbært. Ingveldur Einarsdóttir kvað upp dóminn. Þorsteinn Skúlason sótti málið f.h. lögreglustjórans í Reykjavík og Eiríkur Elís Þorláks- son hdl. var til varnar. Bakkaði bíl á aldraða konu sem lést af áverkunum Sýndi ekki nægj- anlega aðgæslu SAMNINGAR tókust milli Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins í gærkvöldi. Að sögn Kristján Guðjónssonar, framkvæmdastjóra sjúkratrygg- ingasviðs Tryggingastofnunar, er samningurinn „á líkum línum og samið var um við sérfræðilækna“ og gildir til loka mars 2008. Samningurinn nær til um 250 sjúkraþjálfara. Kristján Ragn- arsson, formaður Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara, segir að samningurinn feli í sér breytingar á tilhögun sjúkraþjálfunar og fleiri liðir séu í samningnum að þessu leyti en áður. Þá er m.a. aukið mat á þeirri vinnu sjúkraþjálfara sem felst í skoðun og skráningu gagna um sjúklinga. Að sögn Kristjáns verður samningurinn kynntur félagsmönn- um á næstu dögum og stefnt að því að atkvæðagreiðsla um hann liggi fyrir eftir hálfan mánuð. Sjúkraþjálfarar og TR sömdu LYFJAFYRIRTÆKIÐ Merck Sharp & Dohme á Íslandi, MSD, hefur ákveðið að greiða rúmar 4,5 milljónir króna til Tryggingastofn- unar ríkisins (TR) vegna kostnaðar sem stofnunin hafði af niðurgreiðslu gigtarlyfsins Vioxx til sjúklinga. Lyfið var tekið af markaði sl. haust að frumkvæði framleiðandans vegna of tíðra og hættulegra auka- verkana á æðar í hjarta og heila. Samkvæmt upplýsingum frá TR bauðst lyfjafyrirtækið til að end- urgreiða sjúklingahlutann þegar lyfið var innkallað en féllst síðan á að endurgreiða lyfið að fullu. Pétur Magnússon, markaðs- og sölustjóri MSD á Íslandi, segir þetta hafa verið sameiginlegt samkomulag málsaðila, þ.e. fyrirtækisins, Trygg- ingastofnunar og heilbrigðisráðu- neytisins. Koma fjármunirnir að sögn Péturs frá fyrirtækinu í heild sinni, en endurgreiðslur sem þessar hafa ekki verið reiddar fram í öllum löndum þar sem umrætt gigtarlyf var selt. Fjárframlag MSD samsvarar greiðsluhluta TR í pakkningunum sem sjúklingar skiluðu inn frá því lyfið var innkallað til sl. áramóta. Í frétt frá heilbrigðisráðuneytinu fagnar Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra þessum tíðindum og því frumkvæði sem fyrirtækið MSD hafi sýnt. Pétur Magnússon segir að ekki standi til að gera breytingar eða þróa lyfið Vioxx áfram. Það hafi verið endanlega tekið af markaði en MSD framleiði áfram gigtarlyfið Arkoxia í sama lyfjaflokki. Lyfjafyrirtæki endurgreiðir TR FLYTJA þurfti dreng á sjötta ári með hraði frá sumarbústað í Gríms- nesi á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem legókubbur stóð í honum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi er talið að kubb- urinn hafi óvart lent ofan í kókglasi og þegar drengurinn saup á hafi hann fest í öndunarvegi hans og olli það honum öndunarerfiðleikum. Var því ekki annað að gera en að flytja hann með hraði á slysadeild þar sem tókst að losa kubbinn. Legókubbur festist í hálsi SVEIN Ludvigsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, hefur ákveðið einhliða að aflahlutdeild Norðmanna í norsk-íslensku síldinni aukist úr 57% í 65% á þessu ári. Norðmenn ætla sér um 578.500 tonn af heildarkvóta sem er 890 þúsund tonn. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra segir ákvörðun kollega síns óskynsamlega, enda hætt við að aðrar veiðþjóðir muni þá auka sinn kvóta á sama hátt. Árni segist þó ekki vera búinn að ákveða hvernig bregðast skuli við ákvörðuninni sem hann segir að beri þess merki að nú nálgist kosningar í Noregi. Norðmenn auka síld- arkvótann  Norðmenn/12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.