Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 35 MENNING Staðurogstund http://www.mbl.is/sos AFLAGRANDI 40 - F. ELDRI BORGARA Íbúðin verður til sýnis miðvikudaginn 2. mars frá kl. 17-19 Vorum að fá í einkasölu glæsilega, um 70 fm 2ja herb. íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi við Aflagranda. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Stórglæsilegt sjávarútsýni er úr íbúðinni. Yfir- byggðar flísalagðar svalir. Húsvörður er í hús- inu. Ýmiss þjónusta er í húsinu en m.a. er hægt að fá keyptan heitan mat í hádeginu. V. 15,4 m. 4805 Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Félagsstarf Aflagrandi 40 | Verslunarferð á morg- un 2. mars í Hagkaup Skeifunni Rúta frá Grandavegi og Aflagranda kl. 10, kaffi og vínarbrauð í boði Hagkaupa. Nýtt námskeið í jóga hefst 3. mars, skráning í síma 864–4576. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.30, smíði/útskurður kl. 13–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, leikfimi, vefnaður, línudans, boccia, fótaaðgerð. Félag eldri borgara í Kópavogi | Aðal- fundur Félags eldri borgara í Kópavogi verður laugardaginn 5. mars kl 14 í Gullsmára 13. Venjuleg aðalfund- arstörf. Kosinn hluti stjórnar. Kosnir fulltrúar á landsfund LEB. Kosið í nefndir. Önnur mál. Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13. Miðvikudagur: Göngu–Hrólfar ganga frá Ásgarði Glæisbæ kl. 10. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Höf- undur Mávahláturs og Karitasar án til- tils, Kristín Marja, er gestahöfundur Leshóps FEBK í Félagsheimilinu Gull- smára 13 þriðjudaginn 1. marz kl. 20. Allir eldri borgarar velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi í Mýrinni kl. 9.10, inni– golf á sama stað kl. 11.30, í Kirkjuhvoli er málun kl. 9.30, karlaleikfimi og bútasaumur kl. 13. Opið hús í safn- aðarheimili á vegum kirkjunnar kl. 13 og kóræfing á sama stað kl. 17.Skrán- ing stendur yfir í ferð í Iðnó í s. 820- 8553. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a perlusaumur án leiðsagnar, postulínsnámskeið eftir há- degi, kl. 10.30 létt ganga um nágrenn- ið. Mánudaginn 14. mars veitir Skatt- stofan framtalsaðstoð, skráning hafin hjá forstöðumanni á staðnum og í s. 575 7720. Furugerði 1 | Kl. 9 aðstoð við böðun, laus pláss í bókband sem er þrjá daga í viku, kl. 13 spilað. Farið verður í Þjóð- minjasafnið nk. föstudag í boði m.a. Lögreglunnar, Hópbíla, VÍ o.fl. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun, glerskurður, hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 12:15 Bónus, kl. 13 myndlist, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–13 kortagerð o.fl. Bankaþjónusta kl. 9.45, helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir– hársnyrting. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist, smíði, hárgreiðsla, kl. 16.30 opin vinnu- stofa, kl. 10 boccia, kl. 13–16.30 postu- línsmálning, kl. 14 leikfimi. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Spilað UNO í kvöld kl. 19.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 9.15–16 postulínsmálun, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 11.45–12.45 há- degisverður, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13–16 frjáls spil, kl. 13.–14.30 leshringur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15 (hópur 2). Áskirkja | Opið hús milli kl. 10 og 14, kaffi og spjall. Bænastund kl. 12.00 Boðið upp á léttan hádegisverð. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 18:30. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11:15. Kl 12:00 Léttur málsverður. Sr Frank M. Halldórsson kemur í heimsókn. Helgistund, myndasýning. 10–12 ára starf KFUM&K kl. 17:00– 18:15, á neðri hæð. Bænastund kl. 17:30. Alfa nám- skeið kl. 19:00. www. digraneskirkja.is. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju á þriðjudögum kl. 13 til 16. Við spilum lomber, vist og bridge. Röbbum saman og njótum þess að eiga samfélag við aðra. Kaffi og með- læti kl. 14:30. Helgistund í kirkjunni kl. 16:00. Akstur fyrir þá sem vilja, upplsími: 895-0169. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara, kl. 13:30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveit- ingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17:30–18:30 Æskulýðs- félag Grafarvogskirkju kl. 19:30, fyrir 8. bekk. Grensáskirkja | Hvert þriðjudagshá- degi kl. 12.10 er kyrrðarstund með alt- arisgöngu í Grensáskirkju. Að stund- inni lokinni er hægt að fá heimilismat á vægu verði í safnaðarheimili kirkj- unnar. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstundir eru hvern þriðjudag í Hjallakirkju kl. 18. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 1 kl. 19:00. ATH! nýtt námskeið hefst í aftur í haust. www.gospel.is. KFUM og KFUK | Fundur í kvöld kl. 20. „Mikilvægi fjölskyldunnar“. Margrét Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur fjallar um efnið. Allar konur velkomnar. Kópavogskirkja | Bæna- og kyrrð- arstund í kirkjunni þriðjudaginn 1. mars kl. 12:10. Kvenfélag Langholtssóknar | Afmæl- isfundur verður í kvöld kl. 20 í safn- aðarheimili kirkjunnar. Konur úr kven- félagi Fríkirkjunnar eru sérstakir gestir fundarins. Kammerkór Langholtskirkju syngur. Einnig verður einsöngur á dag- skrá. Félagskonur eru hvattar til að taka með sér gesti og koma í íslensk- um búningi ef þær hafa tök á. Laugarneskirkja | Kl. 16:00 TTT, (5. – 7. bekkur). Kl. 19:45 Trúfræðsla. Íhug- un og umræður um guðspjall næsta sunnudags. Kl. 20:30 kvöldsöngur í kirkjunni. Gengið inn um aðaldyr. 12 sporahópar koma saman á kvöld- söngnum og halda svo áfram sinni vinnu. Fyrirbæn við altarið og kaffi- spjall á eftir. DAGBÓK FEMÍNISTAFÉLAG Íslands & Goethe Zentrum kynna Nób- elsverðlaunahafa í bókmenntum 2004, Elfriede Jelinek frá Aust- urríki, á efri hæð Kaffi Sólon í kvöld kl. 20. „Hittið“, eins og dag- skráin er kölluð, er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Þorgerður E. Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur fjallar um leikrit Jelinek um framhald af Brúðuheimili Ibsens. Hvað verður um Nóru eftir að hún skellir á eft- ir sér og yfirgefur mann og börn? Rætt verður um þetta verk út frá hugmyndum Jelinek um fem- ínisma. Jórunn Sigurðardóttir, dag- skrárgerðarmaður, tekur næst til máls. „Elfriede Jelinek hefur verið hlaðin verðlaunum og lofuð fyrir ótrúleg tök á tungumálinu sem tæki til að afhjúpa hvers kyns klisjur og tilraunir til að fegra kúgun og óréttlæti,“ segir hún. Sólborg Erla Ingadóttir, mynd- listakona, fjallar um rithöfundinn Elfriede Jelinek i máli og mynd- um. „Hvaða áhrif hefur barátta hennar fyrir bættum heimi haft í gegnum árin?“ spyr hún. Hafliði Arngrímsson, leik- húsmaður, ræðir um leikritið Das Werk (Verkið, Virkjunin) sem fjallar um náttúru, tækni og vinnu í skugga ofstækis, metnaðargirni og fífldirfsku, um sannleikann andspænis lygi og óréttlæti sem líklega er rauði þráðurinn í starfi og lífi Elfriede Jelinek. Loks rýnir Peter Weiß hjá Goethe-Zentrum í fjölmiðla þýskumælandi landa: Hvernig voru viðbrögðin, þegar tilkynnt var að Elfriede Jelinek, sem er þekkt fyrir nístandi gagnrýni, ekki síst á föðurlandið, hlaut nób- elsverðlaunin? Á eftir fyrirlestrunum verður opnað fyrir umræður. Kynning á Elfriede Jelinek FJÖLMENNT var á söng- tónleikum Tryggva M. Baldvins- sonar sl. laugardagssíðdegi kl. 16 þrátt fyrir fremur óvænlega tíma- setningu, og talsvert af yngra fólki sem lét í sér heyra þegar bravóað var í seinni hluta. Fyrirsögnin var „Skipt í miðju“ og vísaði til tvíeðlis höfundar í lagagerð eins og skilja mátti á orðum hans í tónleikaskrá. Tón- dúalismi mun ævafornt fyrirbrigði. Grikkir greindu milli æstrar díonýsi og upphafins appollíns, og m.a.s. íslenzkir áar vorir þóttust áður fyrri kenna mun á söng álfa úr hrosshársfiðlu og engla úr langspili. Í ritsmíðaðri listmúsík nú á tímum skilur e.t.v. mest á milli hins lærða og létta, þ.e. aka- demískrar framúrstefnu og alþýð- legs dúrs/molls, enda eiga þónokk- ur hámenntuð tónskáld til hvort tveggja eins og dæmin sanna. Aft- ur á móti virðist gamansemi furðusjaldgæfur gestur í nútíma- klaustri konstrúktívismans. Hin 25 sönglög dagsins frá 1992 til 2005 sveifluðust milli beggja skauta þegar í fyrri hálfleik (öll með Hrefnu Eggertsdóttur við píanóið), þannig að „miðjan“ var ekki hléið eins og fyrst hefði kannski mátt halda. Öllu heldur lá hún í textavali, þ.e. milli atómljóða og hefðbundnari kveðskapar, og má vart kalla annað en eðlilegt. „Úr íslendingadags ræðu“ (1994) reyndist dulnefni Þótt þú langför- ull legðir, og ljóðmægðist Tryggvi þar Sigvalda Kaldalóns, Jóni Frið- finnssyni og fleirum með látlaus- um en góðum árangri í fallegum flutningi Snorra Wium og Hrefnu. Snorri söng síðan Háfjöllin heilög (Laxness) frá sama ári í kyrr- látum valstakti. Marta Guðrún Halldórsdóttir kynnti þá fyrstu tvö framsæknari lög dagsins við órímuð ljóð Vil- borgar Dagbjartsdóttur og Svein- björns I. Baldvinssonar. Undur (1995) bar espressífan keim af hjátœnu milliskeiði Schönbergs (fyrir tólftónabyltinguna), en Gömul ljósmynd (1996) var im- pressjónískara; frábært lag og dæmigert fyrir melódísk tök Tryggva á módernisma sem þær Marta skiluðu af innlifun. Snorri söng hið þegar vinsæla Krummi (1995) þótt tvíeðli nágaglsins blakka hjá Davíð Stefánssyni væri mest hulið lagblíðu tónhöfundar. Hins vegar vantaði ekki dúal- ismann í hinu skemmtilega stíl- blendna Aldrei flýgur hún aftur (1998; Þórbergur Þórðarson) er lét sig ekki muna um að tæpa bæði á mózörzkum Alberti-bassa og 150 ára yngri nálgun. Þá tók Marta aftur við og frum- flutti 4 smálög um þögnina (2005; Duarte i Montserrat) í ofur- huglægum japönskum anda líkt og örfá pensilstrok á hríspappír. Tók- ust þau vel þótt væru með erf- iðustu lögum dagsins, en að sama skapi miður eftirminnileg og myndu varla gera sig í hljóðriti. Sama ætlaði að virðast um hið álíka sparneytna Í japönskum þönkum (1995; Vilborg Dag- bjartsdóttir), hefði fasrýrt hugflæðið ekki óvænt umhverfzt við líflegan púls- hryn í 2. versi – og m.a.s. útvíkk- að barokk í því 4.! E.t.v. argasta stílbrot, en guðsþakkarvert í stöðunni. Snorri túlkaði frábærlega gymnópedísku Breiðvangssæluna Þú ein (2002; Hannes Pétursson) og Ektamakann elskulega (1992) Hallgríms þar sem yndisfriður miðerindis innrammaðist kloss- gengum sjóaravölsum. Lengsti og kröfuharðasti ópusinn, Gegnum skóginn (1992; Sveinbjörn I. Bald- vinsson), lenti svo á herðum Ólafs Kjartans Sigurðarsonar að frum- lífga úr 12 ára dái með aukaaðstoð Kjartans Óskarssonar á klarínett. Nærri kortérslöng kantatan var á köflum afar andrúmsrík, þar sem hægferðugir kaflar skiptust á við hraðari; allt upp í hasarspennu og jafnvel martröð. Ólafur skilaði þar einu af torsungnustu radd- hlutverkum íslenzkra ljóðasöngs- bókmennta með miklum bravúr, og þau hjónin Kjartan og Hrefna fóru sömuleiðis snilldarvel með sitt. Eftir hlé var slegið á fisléttustu strengi dagsins þegar Marta og Snorri ásamt efstgreindri salon- sveit fluttu 11 lög úr gaman- kvæðasafni Þórarins Eldjárn, Heimskringlu (1995–2005). Þar var víða komið við, svo vægt sé til orða tekið. Hljómskálamúsík fagra skeiðsins, Andrewssystur, arg- verskur dólgatangó, glettinn Par- ísarvals, „Hrosshár í strengjum og holuð innan sígaunakerling“ í einu og sama lagi (Völuspá), djass- búlluvamp, Adams-fjölskylduvals, wagnerskur hetjutenór, Táp og fjör og frískir menn, ávæningur af Dagnýju hans Fúsa – allt var það hér að finna. Og meira til. Lá enginn á liði sínu, enda var mikið hlegið og klappað. Tækist að spinna tengjandi söguþráð, virtist því gráupplagt að gera söngleik úr þessum mislöngu hlát- urbombum Tryggva og Þórarins, og koma um leið langlífu óorði af kómík í tónlistarsambandi. Auðvit- að með vísan til stöku Piets Hein: Den som kun tar spøg for spøg / og alvor kun alvorligt … Í gamni og alvöru TÓNLIST Salurinn Sönglög eftir Tryggva M. Baldvinsson. Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, Snorri Wium tenór og Ólafur Kjartan Sig- urðarson barýton; Hrefna Eggertsdóttir píanó, Kjartan Óskarsson klarinett auk salonsveitar Berjadaga (Tatu Kantomaa harmonika, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Sigurður Halldórsson selló, Roine Hultgren kontrabassi/túba og Örn Magnússon píanó). Laugardaginn 26. febrúar kl. 16. Söngtónleikar Tryggvi M. Baldvinsson Ríkarður Ö. Pálsson FÉLAG íslenskra listdansara (FÍLD) opnar í dag upplýsingavef um íslenskan listdans, www.- dance.is. FÍLD hefur kostað gerð heima- síðunnar og vill með þessu fram- taki vekja athygli á því fjölbreytta starfi sem unnið er í dag á sviði listdansins og veita greiðan aðgang að upplýsingum um það sem efst er á baugi hverju sinni í dansheim- inum. Á vefnum er t.d. að finna upplýs- ingar um Félag íslenskra listdans- ara allt frá stofnun þess til dagsins í dag og helstu markmið. Fjölmargir listdansskólar kynna starfsemi sína á vefnum, fram- undan eru nemendasýningar í leik- húsum borgarinnar þar sem nem- endur á öllum aldri eru í aðalhlutverki. „Hér gefst kjörið tækifæri fyrir áhugasama að fá innsýn í listdansnám dansskólanna og tilvalið er fyrir tilvonandi dans- nema að skella sér í leikhúsið,“ segir Irma Gunnarsdóttir, formað- ur Félags íslenskra listdansara. Hún segir að uppgangur og gróska hafi einkennt íslenskt dans- líf undanfarin ár og spennandi tímar séu nú í dansheiminum. „Íslenskum danslistamönnum hefur fjölgað verulega og fleiri at- vinnutækifæri eru að skapast hér heima í kjölfarið. Íslenski dans- flokkurinn sýnir í auknum mæli verk eftir íslenska danshöfunda við góðar viðtökur bæði hér heima og erlendis. Nútímadanshátíðin Reykjavík dansfestival hefur vaxið og fest sig í sessi. Hátíðin er orðin árviss viðburður, haldin á haust- dögum. Þá var ungt, framsækið dansleik- hús stofnað fyrir þremur árum, DANSleikhúsið.“ Nýr upplýsingavefur um íslenska danslist opnaður Morgunblaðið/Jim Smart Úr sýningu Íslenska dansflokksins á Open Source eftir Helenu Jónsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.