Morgunblaðið - 01.03.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.03.2005, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun ÁLFABAKKI kl. 3.45, 6, 8.15 og 10.30 Kvikmyndir.is DV GOLDEN GLOBE VERÐLAUN Besti leikari - Jamie Foxxti l i i i J A M I E F O X X Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 8. A Very Long Engagement Ó.H.T. Rás 2 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI  Kvikmyndir.is.  S.V. Mbl.  J.H.H. Kvikmyndir .com KEFLAVÍK kl. 8 og 10.10. HELVÍTI VILL HANN, HIMNARÍKI VILL HANN EKKI, JÖRÐIN ÞARFNAST HANS Magnaður spennutryllir með Keanu Reeves og Rachel Weisz í aðalhlutverki. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. B.i 16. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. GERARD JUGNOT FRAN˙OIS BERLEAND KAD MERADSýnd kl. 6, 8 og 10.KÓRINN Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.30. E. tal. LEONARDO DiCAPRIO Sýnd kl. 6 og 9.10. 2 T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A• BESTA ERLENDA MYNDIN • BESTA LAGIÐ S.V. MBL. Besta mynd ársins Besti Leikstjóri - Clint Eastwood Besta Leikkona - Hillary Swank Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman Besti Leikari - Jamie Foxx Besta hljóðblöndun Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. H.L. Mbl. Velkomin til 77. og síðustu Óskarsverð-launahátíðarinnar,“ sagði kynnirinnChris Rock er hann bauð gesti í sal-arkynnum Kodak-hallarinnar og þá sem heima sátu velkomna. Reynist hann sannspár – sem margir neikvæðustu skríbentar vestanhafs vilja í meinfýsi sinni meina – þá geta hinir öldnu og íhalds- sömu meðlimir í Óskarsakademíunni almáttugu huggað sig við þá tilhugsun að hafa valið „rétt“ á lokahátíðinni, einn úr röðum þeirra allra ástsælustu sonum. Heimsmeistari í yfirþungavigt Hinn 74 ára gamli kvikmyndagerðarmaður Clint Eastwood var krýndur heimsmeistari í yfir- þungavigt kvikmyndanna er kvikmynd hans Million Dollar Baby var valin besta myndin og hann sjálfur fékk Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn. Þessi saga ungrar konu, sem fær gamlan hnefaleikaref til að þjálfa sig og aðstoða við að gerast atvinnumaður í hnefaleikum, færði þar að auki hinni þrítugu Hilary Swank önnur Óskarsverðlaunin – þau fyrstu fékk hún árið 2000 fyrir aðalleik í Boys Don’t Cry – og hinum gamalreynda Morgan Freeman sín fyrstu Óskarsverðlaun en hann hafði verið tilnefndur þrisvar sinnum áður án þess að sigra. Sjálfur hafði Eastwood hlotið tvenn Óskars- verðlaun áður er vestri hans The Unforgiven var valinn besta myndin og færði honum leikstjóra- verðlaunin árið 1993. Eastwood var einnig til- nefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki en þau verð- laun fóru, eins og nær allir höfðu búist við, til Jamie Foxx fyrir túlkun hans á tónlistarmanninum Ray Charles í myndinni Ray. Eastwood segist vera unglamb „Það er fullt af ungu liði að ryðja sér til rúms, en ég vil þó segja við fjárfestana, ekki gleyma þessum gömlu. Þessir eldri og reyndari karlar og konur eru til taks og tilbúin að leggja allt sitt af mörkum,“ sagði Eastwood sigurreifur við blaðamenn að lok- inni hátíðinni en í þakkarræðu sinni vék hann einnig að aldri sínum og blés á það að hann væri að verða of gamall til að gera myndir, með því að vísa til heið- ursverðlaunahafans, leikstjórans Sidney Lumet, sem er enn að. „Ég er bara heppinn að vera hérna. Heppinn að vera ennþá útivinnandi. Og ég fylgdist með Sidney Lumet, sem stendur á áttræðu, og mér sýnist ég þá vera unglamb. Ég á eftir að gera heil- margt.“ Eastwood, sem gerði Million Dollar Baby á 37 dögum og sagði það hægt með aðstoð tökuliðs sem ynni eins og „vel smurð vél“, hefur þegar hafist handa við gerð sinnar næstu myndar sem verður seinna stríðsmyndin Flags of our Fathers. Sigur Eastwoods þýddi að kollegi hans Martin Scorsese varð enn einu sinni af Óskarsverðlaunum – og það í sjötta skiptið. Scorsese, sem nýtur ómældrar virðingar og þykir almennt einn allra fremsti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna, hafði verið tilnefndur fyrir myndina The Aviator, sem fjallar um flugfrömuðinn, milljónamæringinn og kvikmyndagerðarmanninn Howard Hughes, en þótt hún yrði af helstu verðlaununum fékk hún flest verðlaunin í ár eða fimm talsins; fyrir kvikmynda- töku, búninga, sviðsmynd, klippingu og leik- frammistöðu í aukahlutverki en þau féllu áströlsku leikkonunni Cate Blanchett í skaut fyrir túlkun hennar á Hollywood-goðsögninni Katherine Hep- burn. Engin keppni Fyrir hátíðina höfðu fjölmiðlar sett á svið einvígi milli Million Dollar Baby og Aviator; milli Eastwood og Scorsese. Sigurvegaranum rann blóðið til skyld- unnar að leiðrétta þann misskilning: „Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum þegar farið var að búa til einhverja keppni milli Marty og mín. Ég ber ómælda virðingu fyrir hon- um og þeim myndum sem hann hefur gert í gegnum árin.“ Spænska myndin Mar adentro (Hafið hið innra) eftir Alejandro Amenábar, var valin besta erlenda myndin. Besta lagið þótti vera „Al Otro Lado Del Rio“ úr Mót- orhjóladagbókunum en það er fyrsta lagið með spænskum texta sem hlýtur Ósk- arsverðlaun. Pólska tónskáldið Jan A.P. Kaczmarek fékk Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í myndinni Finding Neverland. Hinir ótrúlegu var valin besta teiknimyndin og hún fékk einnig verðlaun fyrir hljóð. Charlie Kaufman fékk hand- ritsverðlaun fyrir myndina Eternal Sun- shine of the Spotless Mind og Alexander Payne og Jim Taylor fengu verðlaun fyrir besta handrit byggt á öðru verki fyrir myndina Sideways. Kvikmyndin Everything in this Country Must, sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi ásamt fleir- um, var tilnefnd til stuttmyndaverðlauna en þau hreppti myndin WASP. Þá var Pétur Benjamin Hlíðdal, hljóðblöndunarmaður sem starfar í Los Angeles, tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hljóð í myndinni The Aviator en myndin Hinir ótrúlegu fékk þau verðlaun.     4                        !            "  #!         $          %   &          ' ' (&    Kvikmyndir | Million Dollar Baby besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni Eastwood sigraði með rothöggi Aviator fékk flesta Ósk- ara en Scorsese fór enn og aftur tómhentur heim Reuters Með Óskar í annarri og Óskar í hinni. Clint Eastwood vann tvöfalt í annað sinn á ferlinum. Reuters Sú sögulega stund átti sér stað á 77. Óskarshátíðinni að tveir svartir leikarar unnu Óskarsverðlaun, Jamie Foxx og Morgan Freeman, en það hefur aldrei gerst áður. Heildarlista yfir sigurvegara á 77. Óskarsverð- launahátíðinni er að finna á www.oscars.com. skarpi@mbl.is Hún er býsna óvænt niður-staðan í óformlegri könnun sem stóð yfir síðustu dagana fyrir Óskarsverðlaunahátíðina á Fólks- vef mbl.is. Þar er spurt hver myndanna sem tilnefndar voru sem bestu myndirnar ætti helst skilið að vinna. Niðurstaðan varð sú að flestir þeirra sem svöruðu voru á því að Finding Neverland eftir Svisslendinginn Marc Foster hefði átt skilið að vinna. Fékk þessi ljúfsára Johnny Depp-mynd um tilurð Péturs Pan 23,1% greiddra atkvæða. Mjög mjótt var reyndar á mununum og kom The Aviator næst á eftir með 21%. Þá kom sjálf sigurmyndin Million Dollar Baby með 20,1%, svo gam- anmyndin Sideways með 18% og síðast Ray með 17,8%. Mikið hafði verið rætt um fyr-irfram að poppa þyrfti hátíð- ina upp, gera hana beittari og meira „sexí“. Liður í því var að fá hinn umdeilda Chris Rock til að kynna. Einnig stóð til að Robin Williams myndi syngja lag sem innihéldi háðsádeilu á þá háværu þrýstihópa sem kallað hafa á öfl- ugri ritskoðun. En skipuleggj- endur hátíðarinnar reyndust ekki djarfari en svo að þeir guggnuðu á síðustu stundu, ritskoðuðu sjálft lagið svo mikið og létu breyta text- anum, að höfundur þess harðneit- aði því að það yrði flutt. Það skýrir hvers vegna Williams steig fram á sviðið með hvítan plástur fyrir munninum – til þess að bauna á ritskoðarana. Í gamanmáli sínu notaði hann þó tækifærið og lét flakka inntakið í textanum; sem var að grínast með hneykslanlegt einkalíf teiknimyndafígúra. En lagið kom aldrei og má segja að ABC-sjónvarpsstöðin hafi lúffað fyrir þrýstihópunum, en einn slík- ur lagði fram ásakanir um að ein vinsælasta teiknimyndafígúran í sjónvarpinu þar vestra Svampur Sveinsson (SpongeBob Square- Pants) innihéldi dulinn áróður sem ýtti undir samkynhneigð. Reuters Ruth Eastwood, móðir sigurvegar- ans, sem hann þakkaði fyrir genin. „Hún var með mér hér árið 1993. Þá var hún aðeins 84 ára. Hún er með mér hér enn á ný í kvöld. Og nú þegar hún er 96 ára vil ég þakka henni fyrir genin hennar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.