Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 41 CHRIS Rock hefur ábyggilega ekki orðið fyrir vonbrigðum með árlegu tískusýninguna á rauða dreglinum fyrir afhendingu Óskarsverðlaun- anna í Los Angeles á sunnudag. Þar þurfa stjörnurnar að ganga teppið framhjá hundruðum ljósmyndara með blikkandi flöss og ótalmörgum öskrandi aðdáendum. Nóg var um ekta Hollywood-kjóla, sem sýna lín- urnar en koma út að neðan. Kjólarn- ir voru margir hlýralausir og úr silki og litirnir voru allt frá dökkbláum og rauðum yfir í milda rjómaliti. „Ég verð að segja að mér er ná- kvæmlega sama um tísku,“ sagði Leonardo DiCaprio, sem var til- nefndur fyrir hlutverk sitt í The Aviator, við blaðamenn á dreglinum. Kærasta hans, fyrirsætan Gisele Bündchen, er ábyggilega ósammála þessu en hún var í nýjustu tísku, hönnun John Galliano fyrir hátísku- línu Dior. DiCaprio lét sig þó hafa það að fara úr gallabuxunum, stutt- ermabolnum og derhúfunni og í jakkaföt frá Prada. Verðlaunahafinn Hilary Swank skar sig úr hópnum og var í dökkblá- um síðermakjól frá Guy Laroche, sem var ber í bakið en hár að framan. Á meðal annarra hönnuða og tískuhúsa sem áttu fulltrúa á rauða dreglinum voru Vera Wang, Arm- ani, Badgley Mischka, Lanvin, Stella McCartney og Versace. Samtals sáust fimm kjólar á svæðinu frá Versace á helstu stjörnunum og þykir það gott. Stjörnurnar báru glæsilega skartgripi en sumir skörtuðu öðr- um fylgihlutum. Fyrrverandi parið Kirsten Dunst og Jake Gyllenhaal Tíska | Óskarsverðlaunahátíðin er líka tískusýning Natalie Portman í smekk- legum kjól frá Lanvin. Hilary Swank fór sínar eigin leiðir í baklausum kjól frá Guy Laroche. AP Gwyneth Paltrow var afslöppuð með slegið hár í kjól frá vinkonu sinni, Stellu McCartney. Leonardo DiCaprio í Prada og Gisele Bündchen í Dior. Ekta Hollywood Systkinin Jake og Maggie Gyllenhaal mættu saman á svæðið, hann var í Val- entino en hún í Prada. ingarun@mbl.is Cate Blanchett skein skært í sólgulum kjól frá Valentino. mættu bæði með systkini sín upp á arminn. Alls sóttu um 3.300 manns hátíðina. Hópur 300 aðdáenda vann happdrætti og fékk tækifæri til að sitja við dregilinn góða. Meðfram dreglinum voru plöntur og stórar Óskarsstyttur og fögnuðu aðdá- endurnir mjög þegar átrún- aðargoð þeirra gengu gólfið. Hópurinn útvaldi kom á svæðið nokkrum klukkutímum áður en athöfnin hófst og klæddist stutt- ermabolum, sem vissu- lega var andstæða við glam- úrklæðnað Óskarsgestanna. Scarlett Johansson var með uppsett og skreytt hár. 26.02. 2005 1 1 7 5 1 4 4 3 3 2 1 21 31 35 36 13 23.02. 2005 1 22 23 40 41 47 26 30 20 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4539-8618-0017-6940 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Disneyhetjurnar Bangsímon, Grísli, Tígri og félagar lenda í stórkostlegu nýju ævintýri! J A M I E F O X X  HELVÍTI VILL HANN, HIMNARÍKI VILL HANN EKKI, JÖRÐIN ÞARFNAST HANS Magnaður spennutryllir með Keanu Reeves og Rachel Weisz í aðalhlutverki. HELVÍTI VILL HANN, HIMNARÍKI VILL HANN EKKI, JÖRÐIN ÞARFNAST HANS Magnaður spennutryllir með Keanu Reeves og Rachel Weisz í aðalhlutverki. ÁLFABAKKI kl. 3.45 og 6.30. Ísl tal KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8, 9.15 og 10.30. B.i. 16. KRINGLAN kl. 5.30. Í.t./ kl. 7. E.t. Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið rækilega í gegn í USA og víðar. Varúð: Ykkur á eftir að bregða. B.i 16 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45 og 6. m. ísl. tali. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15 og 10.30. KRINGLAN kl. 6, 8.15 og 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.  Kvikmyndir.is T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15 og 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.