Morgunblaðið - 01.03.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 01.03.2005, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ SKRÍMSLIÐ með þúsund augun, eins og Garry Kasparov (2804) var kallaður fyrir tveimur áratugum af enska stórmeistaranum Tony Miles, hefur tekið forystuna á ofurskák- mótinu í Linares. Garry hafði fínar stöður gegn Peter Leko (2749) og Rustam Kasimdzhanov (2678) í fyrstu tveim skákum sínum en báð- um lauk með jafntefli. Reyndar samdi hann peði yfir gegn Leko á ótelflda stöðu en gegn FIDE heims- meistaranum reyndi hann stíft að tefla til vinnings. Þótt hann hafi haft skiptamun yfir mest alla skákina þá varðist Úsbékinn vel og jafntefli varð niðurstaðan. Í þriðju skák sinni mætti hann heimamanninum sem fær alltaf að tefla á þessu móti, Francisco Vallejo Pons (2686). Hvítt: Francisco Vallejo Ponz (2686) Svart: Garry Kasparov (2804) 1. Rf3 d5 2. d4 e6 3. c4 dxc4 Kasparov hefur í mörgum skákum sínum á síðustu árum teflt svona gegn Vladimir Kramnik en nánast ekki gegn öðrum skákmönnum. Næsti leikur Spánverjans kemur skákinni á nýjar slóðir fyrir Kasp- arov en honum hefur ekki áður verið leikið gegn honum opinberlega. 4. e4!? b5 5. a4 c6 6. axb5 cxb5 7. b3 Bb7 8. bxc4 Bxe4 9. cxb5 Rf6 10. Be2 Be7 11. O-O O-O 12. Rc3 Bb7 Þessi staða kom upp fyrir allnokkr- um árum á ofurskákmóti í Las Palm- as þar sem Viswanathan Anand og Anatoly Karpov áttust við. Anand hafði hvítt og vann góðan sigur eftir 13. Re5. Vallejo bryddar upp á nýrri leið. 13. Bf4!? Bb4! 14. Ra4 Rbd7 15. Db3 Rd5 16. Bg5 Be7 17. Bd2 a6 18. b6?! Nærtækar virðist að leika 18. bxa6 Bxa6 19. Bxa6 Hxa6 20. Rc3 þó að svartur standi eilítið betur eftir 20...Hb6. 18... Bc6 19. Re5 Rxe5 20. dxe5 Rxb6!? Áhugaverð skiptamunsfórn sem skapar mörg vandamál fyrir hvítan en hann ku hafa verið í tímahraki. Biskupapar svarts leiðir til þess að taflið ætti að minnsta kosti að vera í jafnvægi. 21. Rxb6 Dxd2 22. Rxa8 Dxe2 23. Rc7 Dxe5 24. Dg3 Df5 25. Hxa6 Be4 26. Ha7 Bc5 Þegar hér var komið við sögu átti Vallejo 6 og hálfa mínútu eftir og eyddi tæpum þriðjungi af tímanum sem eftir var að leika taflinu niður í tap. 27. Ha5?? 27. Ha4 hefði haldið taflinu í jafn- vægi þó að svartur hefði átt betri praktískari möguleika. Hvítum hefur sjálfsagt yfirsést 29. leikur svarts. 27...Bxf2+! 28. Dxf2 Dxa5 29. Rxe6 Bxg2! og hvítur ákvað að leggja niður vopnin þar sem hann verður óumflýjanlega tveim peðum undir í endatafli í framhaldinu. Kasparov vann í fjórðu skák sinni Michael Adams (2741) og leiðir því mótið með þrjá vinninga af fjórum mögulegum. Staðan að öðru leyti er þessi: 2. Viswanathan Anand (2786) 2½ af 4. 3. Rustam Kasimdzhanov (2678) 2½ af 5 4.-5. Peter Leko (2749) og Veselin Topalov (2757) 2 af 4 6. Michael Adams (2741) 2 af 5 7. Francisco Vallejo Pons (2686) 1 af 4. Hægt er að fylgjast með beinum útsendingum af gangi mála á skák- þjóninum ICC jafnframt sem www.skak.is flytur fréttir af mótinu. Sigurður Daði og Davíð Kjartansson efstir og jafnir á Meistaramóti Hellis Að fimm umferðum loknum hafa Sigurður Daði Sigfússon (2309) og Davíð Kjartansson forystu á Meist- aramóti Taflfélagsins Hellis með fjóra vinninga. Næstir á eftir þeim koma Þorvarður F. Ólafsson (2109), Hrannar Baldursson (2164), Jóhann Helgi Sigurðsson (2061), Jóhann Ingvarsson (2058) og Hjörvar Steinn Grétarsson (1585). Árangur þess síð- astnefnda hefur vakið eftirtekt en hann lagði Sverri Sigurðsson (2010) að velli í fimmtu umferð mótsins. Jafnframt má geta þess að hann varð um síðustu helgi Unglingameistari Reykjavíkur og varð hlutskarpastur í Tívolíusyrpu Hróksins og Íslands- banka. Salaskóli grunn- skólameistari Kópavogs Alls mættu 14 sveitir frá öllum skólum Kópavogs nema einum á skólameistaramóti Kópavogs. A-sveit Salaskóla vann öruggan sigur á mótinu en liðsmenn hennar, þau Pat- rekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Eiríkur Örn Brynjarsson, Ásgeir Eiríksson og varamaðurinn Páll Andrason, unnu allar sínar viðureignir. Lindaskóli lenti í öðru sæti og C-sveit Salaskóla hreppti það þriðja. Þó að Salaskóli sé yngsti grunnskólinn í Kópavogi hefur hann lagt mestu rækt við skákiðkun nemenda sinna sem leitt hefur til þess að hann hefur ríkustu skákhefð- ina. Margir keppendur í öðrum skól- um voru hinsvegar að stíga sín fyrstu spor í skáklistinni svo að líklegt er að keppnin harðni á næstu árum. Á heimasíðu Taflfélagsins Hellis, www.hellir.com, er að finna frekari upplýsingar um mótið. Kasparov efstur í Linares SKÁK Spánn 22. febrúar – 10. mars 2005 LINARES-OFURSKÁKMÓTIÐ HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Garry Kasparov sneri á Francisco Vallejo Pons. Atvinnuauglýsingar Bílamálarar Bílaspítalinn, þjónustuaðili fyrir Heklu hf. í Hafnarfirði, vantar bílamálara, bifreiðasmið og mann vanan undirvinnu til starfa sem fyrst. Aðeins vandvirkur, stundvís og reglusamur aðili kemur til greina. Upplýsingar gefur Ingvi í síma 565 4332 frá kl. 8.00—18.00 og 897 3150 eftir kl. 19.00. Bifvélavirki Viljum ráða vanan, lærðan bifvélavirkja til starfa sem fyrst. Tölvukunnáttta æskileg. Að- eins stundvís og reglusamur kemur til greina. Uppl. gefur Ingvi í síma 565 4332 og 897 3150. Bílaspítalinn, þjónustuaðili Heklu. Hjúkrunarfræðingar Vegna aukinna verkefna og sumarafleysinga óskar Alhjúkrun eftir fleiri hjúkrunarfræðing- um til starfa. Einnig vantar sjúkraliða á skrá. Nánari upplýsingar veitir Dagmar Jónsdóttir, alla daga nema þri. og fim., í síma 820 4962 eða dagmar@alhjukrun.is . Alhjúkrun. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Atvinnuhúsnæði Skrifstofuherbergi Til leigu rúmgott og snyrtilegt skrifstofuher- bergi í Ármúla 29. Salerni og kaffistofa í mjög góðri sameign. Góður staður. Einnig 1—2 herb. á Suðurlandsbraut. Upplýsingar gefur Þór í síma 899 3760. Pallanet Þrælsterk og meðfærileg. Hentug í skjólgirðingar. Rúllur 3x50 m og 2x50 m. HELLAS ehf., Skútuvogi 10F, 104 Reykjavík, s. 568 8988, 892 1570. hellas@simnet.is Tilboð/Útboð Bíóhöllin á Akranesi Tilboð óskast í rekstur Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í rekstur Bíóhallarinnar á Akranesi. Reksturinn felst í rekstri Bíóhallarinnar, sem er samkomuhús á Akranesi. Rekstur hússins undanfarin ár hefur verið m.a. bíósýningar, tónleikahald, leiksýningar, skólaskemmtanir ásamt ýmissi félagsstarfsemi. Gert er ráð fyrir að rekstraraðili taki við rekstrinum þann 1. september 2005 og að samningur verði til 31. ágúst 2009. Útboðsgögn eru til afhendingar í afgreiðslu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16—18, 3. hæð, 300 Akranesi. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Akraneskaup- staðar, Stillholti 16—18, þriðjudaginn 8. mars 2005 kl. 11:00. Nánari upplýsingar gefur Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, í síma 433 1020 eða gsm 898 1407. Bæjarritari. Félagslíf I.O.O.F. Rb. 4  154318-8½ 0* Árshátíð Hornstranda- fara verður haldin laugardag- inn 5. mars á Fosshótel Hlíð í Ölfusi. Allir félagar í Ferðafé- lagi Íslands velkomnir. Dagskráin verður með nokkuð hefðbundnum hætti, dagurinn tekinn snemma og blandað saman útivist og skemmtun. g Fyrir þá sem vilja hefst dag- urinn með gönguferð kl. 12.30 en hefðbundin árshátíð- ardagskrá hefst með borðhaldi kl. 19.00. Snædd verður þriggja rétta máltíð undir blöndu af hefðbundinni og óhefðbundinni hátíðardagskrá. Búast má við ávarpi leiðtogans, happdrættið verður á sínum stað en einnig munu óvæntir atburðir gerast. Tónlist verður í hávegum höfð og líklegt að gömlu Hornstrand- aslagararnir bergmáli um Ölf- usið. Að loknu borðhaldi verður stig- inn dans fram eftir nóttu við undirleik stuðbolta úr sveitinni. Sjá nánar á heimasíðu Ferðafé- lags Íslands www.fi.is eða upp- lýsingar hjá FÍ í síma 568 2533.  HLÍN 6005030119 IV/V  Hamar 6005030119 II  FJÖLNIR 6005030119 I  EDDA 6005030119 III Dregið í riðla í undankeppninni Dregið hefir verið í riðla í undan- keppni Íslandsmótsins sem fram fer um aðra helgi þ.e. dagana 11.–13. marz. A-riðill 1. Sparisjóðurinn í Keflavík 2. Björn Friðriksson 3. Tryggingamiðstöðin 4. Óskar Pálsson 5. Bryndís 6. Björninn 7. Eykt 8. Sparisjóður Siglufjarðar 9. Dröfn Guðmundsdóttir 10. Klofningur B-riðill 1. Álfaborg 2. Ferðaskrifstofa Vesturlands 3. Vinabær 4. Gylfi Pálsson 5. Mjólkurbú Flóamanna 6. Ingvar P. Jóhannsson 7. Fisk Seafood hf. 8. Gullberg 9. VÍS 10. Sparisjóður Norðlendinga C-riðill 1. Netskólinn 2. GSE 3. Landsbankinn – Aðalbanki 4. Grant Thornton 5. Arnar Geir Hinriksson 6. ÍAV 7. Gylfi Baldursson 8. Vírnet 9. Eikarsmiðjan/ Slökkvitækjaþjónusta Austurlands 10. Esso-sveitin D-riðill 1. Páll Þórsson 2. Norðurströndin 3. Stefán Benediktsson 4. Garðar & vélar ehf. 5. Þorgeir Ver Halldórsson 6. Mastercard 7. Skeljungur 8. Herðir 9. Esja kjötvinnsla 10. Eignasmári ehf. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.