Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÞESSI DAGUR ER BÚINN AÐ VERA HREINT YNDISLEGUR HVERNIG VAR ÞINN DAGUR? GRETTIR, KOMDU HINGAÐ! ÞÚ ÆTTIR AÐ SPYRJA HANN HVERNIG DAGURINN HANS VAR RÆÐA? HUNDABÝLIÐ, BALDURSBRÁ, HEFUR BEÐIÐ ÞIG AÐ HALDA RÆÐU ÞAR Á 17. JÚNÍ ÞEIR SEGJA AÐ YNGRI HUNDARNIR SÉU ÆSTIR Í AÐ HITTA EINHVERN EINS OG ÞIG, ÞAR SEM ÞÚ VARST EINU SINNI YFIRHUNDUR ÞAÐ ER SKILJANLEGT HÉRNA SJÁUM VIÐ ÖRT VAXANDI BORG MEÐ NÝJUM BYGGINGUM OG STERKUM EFNAHAG ÞAÐ ER MIKIÐ UM AÐ VERA Í ÞESSARI LIFANDI BORG. HÉRNA KEMUR BÓNDI SEM ÆTLAR AÐ SELJA AFURÐIR Á MARKAÐNUM EN ÞVÍ MIÐUR HEFUR VERIÐ TEKIN ÁKVÖRÐUN UM ÞAÐ AÐ BYGGJA VIRKJUN FYRIR OFAN ÞESSA VAXANDI BORG © DARGAUD Bubbi og Billi ÆÆ. ÞETTA ER RAGGI SVALI KEMUR EKKI BUBBI BYGGIR MEÐ SNATANN SINN. ER VERIÐ AÐ VIÐRA AULANN? HA HA! HEFURÐU SÉÐ NÝJA HUNDINN MINN? HANN HEITIR T-REX. HANN ER BLANDA AF RISAEÐLU OG PIT-BULL! ROSALEGA GRIMMUR! GRRR! ÖÖÖ... ÉG HEF ALDREI SAGT ÞÉR ÞAÐ EN BILLI KEMUR FRÁ TÍBET OG HEFUR ÆFT KUNG-FU Í MÖRG ÁR GRRR! AHAHAHAHA HAHAHA!! HA! HA! ÞÚ ÁTT LEIK BILLI HUNDURINN MINN! HUNDURINN MINN! ÞAÐ ER MÁLSHÁTTUR FRÁ TÍBET SEM SEGIR AÐ ÞEGAR BILLI ER REIÐUR ÞÁ Á AÐ VARA SIG EINMITT FÖRUM FLJÓTUR BILLI! HVERNIG FÓRSTU AÐ ÞESSU?! ÉG VEIT ÞAÐ EKKI! ÞÚ SAGÐIR MÉR AÐ SLÁST OG ÉG SLÓST! ÉG VAR ALVEG DAUÐHRÆDDUR! Dagbók Í dag er þriðjudagur 1. mars, 60. dagur ársins 2005 Víkverji sá ekki síð-asta þátt hinnar vinsælu spurn- ingakeppni Gettu bet- ur í Sjónvarpinu en frétti af merkilegri uppákomu í þætt- inum. Hluti keppn- innar byggist á svo- nefndum vísbend- ingaspurningum, þar sem liðin fá þrjú tæki- færi til að finna út úr því sem spurt er um og léttast vísbending- arnar eftir því sem á spurninguna líður. Ein af þessum spurn- ingum hverfðist í síðasta þætti um einn kunnasta myndlistarmann þjóðarinnar á síðari misserum, Helga Þorgils Friðjónsson. Fram komu staðreyndir um Helga, mynd var sýnd af verki eftir hann – en höf- undareinkenni Helga eru mjög skýr, draumkenndar fígúrurnar – og loks kom víst mynd af Helga sjálfum. En allt kom fyrir ekki. Liðin, sem voru frá Menntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum á Egilsstöðum, stóðu á gati og eru sveitir í þessari keppni þó skipaðar rjómanum af ís- lenskri skólaæsku. Margir keppenda búa yfir lygilegri þekkingu. Er ekki listfræðslu í íslenska skólakerfinu þarna lýst í hnot- skurn? Aumingja ung- mennunum er m.ö.o. vorkunn, allir sem set- ið hafa á íslenskum skólabekkjum vita að meiri áhersla er lögð á veðurfarið á Mars en íslenska samtímalist. x x x Í þessu ljósi ber aðfagna framtaki Skólavefjarins (skola- vefurinn.is) sem ný- verið hleypti af stokk- unum verkefninu Myndlistarmaður mánaðarins. Fyrstur til að hljóta þar veglega kynningu er einn af fremstu málurum þjóðarinnar, Bragi Ás- geirsson, og ef marka má samtal við Ingólf Kristjánsson, ritstjóra Skólavefjarins, hér í blaðinu sl. laug- ardag hefur tekist vel til. Ingólfur fullyrðir m.a. að kennarar séu í auknum mæli farnir að nýta sér kynningu vefjarins við kennsluna. Betra seint en aldrei, segir Víkverji, en tæki á borð við Skólavefinn er auðvitað kjörið til að aðstoða við þessa löngu tímabæru uppfræðslu. Hvernig í ósköpunum á íslensk æska að læra að njóta og skilja list ef hún fær aldrei að sjá hana? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is    Hafnarborg | Haldnir verða hádegistónleikar í Hafnarborg á morgun kl. 12. Hafnarborg hefur frá því í ágúst 2003 staðið fyrir tónleikum í hádegi einu sinni í mánuði. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru sér- staklega hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk sem starfar í miðbæ Hafnarfjarðar til að njóta góðrar tónlistar í hádegishléi. Tónleikarnir eru í boði Hafnar- borgar og er aðgangur ókeypis. Af þessu tilefni hefur Hafnarborg fengið til samstarfs Antoníu Hevesi, píanóleikara og organista við Hafnarfjarðarkirkju, sem er listrænn stjórn- andi tónleikaraðarinnar og velur hún þá listamenn sem fram koma á tónleik- unum. Gestur á morgun verður Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran. Á efn- isskrá eru verk eftir Bizet, Offenbach, Massenet og Rossini. Morgunblaðið/Golli Söngur Sesselju MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. (Róm. 12,17.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.