Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF '  $(   ) $(*&+ )*, " #              !" #$ % #  !&&$ '& %() %  *) %  *% + %() % '& %( , $& ,$( $!&  -#"    . /0$ " . / !" #$ % ) 1      ! /  '& %( 2 %( 2 /" % 2 # 3  45 0 #% 6 7 ) % +8# 9 %"5 %% :;0$ " .'! .&  #<& . & %( .&/ 0 # 3 0 = 3% / % >%%& % 4 /5  //6.9)$      !"   )  ! $&(?3" #"  + %(8/'& %( =9 #9  ! #$ %& @A?B .8   $            6 6 6    6 6 6 6 6   6 6 6 6  $3 %# #3  $  6 6  6  6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 C6 DE C DE CDE 6 CDE C6DE 6 CDE C6DE C DE C DE CDE CDE 6 6 6 C6DE 6 6 6 6 6 CDE 6 C DE 6 6 6 6 6 6 6 6 2$&(    ( % =&)8& ( F * . &                    6  6 6   6  6  6 6 6 6 6 6 6              6                          6               >  8GH  =2I 0% &  !"&(         6  6 6  6 6 6 6 6  6 6 6 6 =26J / # /0 &( %(&0& #"  =26 . 3&(  & &$" # /3#   &)0$#  #%   : ( K .LM     D D !=.? N O     D D A A -,O     D D *!O : $    D D @A?O NP7%$       D D HAGNAÐUR Sparisjóðs vélstjóra (SPV) á árinu 2004 nam 683 millj- ónum króna eftir skatta. Árið áður var hagnaðurinn 583 milljónir og jókst hann því um 100 milljónir milli ára. Mest munar um að gengishagn- aður sparisjóðsins, aðallega af skuldabréfum og hlutabréfum, var 409 milljónir á síðasta ári en 53 milljónir árið áður. Arðsemi eigin fjár SPV var 16% á árinu 2004 en 17,4% á árinu 2003. Hreinar vaxtatekjur námu 865 millj- ónum í fyrra samanborið við 831 milljón árið áður. Hreinar rekstr- artekjur námu 1.765 milljónum en 1.396 milljónum árið 2003. Rekstr- argjöld sem hlutfall af meðalstöðu efnahags eru 3,0% sem er svipað hlutfall og árið áður. Kostnaðarhlut- fall sparisjóðsins, þ.e. hlutfall rekstrargjalda og hreinna rekstrar- tekna er 45,4%, til samanburðar við 50,1% árið 2003. Útlán SPV á árinu 2004 námu tæplega 18,4 milljörðum króna og jukust um 30% milli ára. Í tilkynn- ingu SPV segir að helstu útlána- formin séu sem fyrr verðtryggð lán og reikningslán en íbúðarlán hafi aukist til muna á árinu. Innlán SPV námu 17,1 milljarði í fyrra og jukust um 22% frá fyrra ári. Eigið fé SPV í árslok 2004 nam tæpum 5,0 milljörðum króna og jókst um 18% á árinu. Eiginfjárhlut- fall samkvæmt CAD-reglum er 19,7% en var 26,3% árið áður. CAD- hlutfall má ekki vera lægra en 8%. Stjórn SPV mun leggja til við að- alfund sjóðsins, sem haldinn verður hinn 1. apríl næstkomandi, að greiddur verði 16% arður á upp- reiknað stofnfé, auk þess sem nýttar verði heimildir laga um endurmat og viðbótarendurmat þannig að nafn- ávöxtun stofnfjár verði 24,91%. Hagnaður SPV eykst um 100 milljónir ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● BAUGUR Group hefur falið verð- bréfafyrirtæki í London að kaupa fyrir sig 3% hlut í tískuverslanakeðjunni French Connection, að því er segir í Sunday Telegraph. Verðmæti hlut- arins er sagt svara til rúmlega eins milljarðs íslenskra króna. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, stað- festi í samtali við Morgunblaðið að Baugur hefði keypt lítinn hlut í FCUK. Baugur kaupir í FCUK ● ALLIR þeir sem stóðu að stofnun Iceland Express á sínum tíma, og störfuðu hjá félaginu, hafa látið af störfum hjá því. Almar Örn Hilm- arsson, framkvæmdastjóri félags- ins, segir að þetta sé eðlileg þróun í kjölfar þess að nýr hluthafi eignaðist ráðandi hlut í félaginu síðastliðið haust, en þá keypti Jóhannes Krist- insson í Lúxemborg ráðandi hlut í Iceland Express. Félagið tók til starfa í janúar 2003. „Það er eðlilegt að hluthafar sem hafa selt hlut sinn í félaginu láti af störfum hjá því,“ segir Almar. Síðastur til að hætta, af þeim sem stóðu að stofnun Iceland Express, er Ólafur Hauksson. Hann hefur verið talsmaður Iceland Express. Segir Al- mar að Ólafur hafi verið í hálfu starfi frá síðustu áramótum og að hann muni starfa hjá félaginu næstu tvo mánuði. Fullkomin sátt sé um að hann láti af störfum. „Ég mun hins vegar vera talsmaður félagsins héð- an í frá,“ segir Almar. Breytingar hjá Iceland Express ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu alls tæplega 14,9 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 918 milljónir. Mest hækkun varð á bréfum Ice- landair, 1,7%, en mest lækkun varð á bréfum Íslandsbanka, –1,7%. Úrvalsvísitala aðallista lækkaði um 0,23% og er nú 3770 stig. Lítil viðskipti með hlutabréf FRAMKVÆMDASTJÓRI Kine, Bjarni Þór Gunnlaugsson, afhenti á dögunum Maríu Þorsteinsdóttur frá sjúkraþjálfunarskor Háskóla Ís- lands fyrsta tólf rása KinePro-tækið, sem er samtvinnað vöðvarit og hreyfigreining, en það mun verða hluti af búnaði rannsóknastofu í hreyfivísindum við skorina. Með KinePro verður hægt að mæla þætti þar sem huglægt mat hefur verið látið duga fram til þessa. Þannig verður til að mynda hægt að mæla gönguhraða, skreflengd, tíma og liðferla og tengja það vöðvariti en Bjarni Þór segir að þannig megi bet- ur gera sér grein fyrir hvaða vöðvi tekur þátt í hreyfingunni og á hvaða tíma. „Fyrir utan að nýtast í end- urhæfingu getur Kine-búnaðurinn einnig nýst til þess að mæla íþrótta- menn og í vinnuvistfræði, s.s. til að mæla réttar vinnustellingar. Búnað- urinn er eini sinnar tegundar í heim- inum og hann er bæði einfaldur í notkun og hraðvirkur.“ Bjarni Þór segir að nú sé fram- undan markaðssetning tækisins. Morgunblaðið/Jim Smart Hlutlægt mat í stað huglægs María tengir Bjarna Þór við KinePro-tækið. Samtvinnað vöðvarit frá Kine Fyrsti búnaður sinnar tegundar VIÐSKIPTABANKARNIR og sparisjóðirnir hækka allir vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með deginum í dag. Vaxtabreytingin kemur í kjölfar tilkynningar Seðla- banka Íslands um hækkun stýri- vaxta um 0,50 prósentustig en vext- irnir hækka misjafnlega mikið hjá viðskiptabönkunum þremur og sparisjóðunum. KB banki hækkar vextir óverð- tryggðra útlána á bilinu 0,1% til 0,3% og Íslandsbanki á bilinu 0,25% til 0,5%. Áður hafði Landsbankinn til- kynnt hækkun vaxta nokkuð í takt við vaxtahækkun Seðlabankans, þ.e. nálægt 0,5%. Hjá sparisjóðunum hækka útlánsvextir óverðtryggðra lána einnig nokkuð til jafns við hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Bankar og sparisjóðir hækka óverðtryggða vexti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.