Morgunblaðið - 01.03.2005, Page 26

Morgunblaðið - 01.03.2005, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Óli B. Jónssonfæddist í Stóra Skipholti við Grandaveg 15. nóv- ember 1918. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðju- daginn 8. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Jónsson verka- maður í Reykjavík, f. 20.11. 1881, d. 10.4. 1963 og Þór- unn Helga Eyjólfs- dóttir húsmóðir, f. 20.6. 1884, d 12.12. 1954. Systkini hans eru Sigurjón, f. 26.4. 1909, Hákon Ísfeld, f. 1.11. 1912, d. 19.11.2002, Valgerður Ósk, f. 17.7. 1914, d. 23.3. 1929, Soffía Eygló, f. 3.11. 1916, d. 3.1. 1999 og Guðbjörn, f. 19.3. 1921. Óli B. kvæntist 20. júní 1946 Guðnýju Guðbergsdóttur, f. í Hafnarfirði 30.3. 1922, d 18.3. 1990. Foreldrar Guðnýjar voru Guðbergur Jóhannsson sjómaður, f. 18.8.1883, d. 30.9. 1976 og María Guðnadóttir húsmóðir, f. 28.3.1896, d. 29.9. 1973. Hildur Björg, f. 2004. Fyrir átti Sigríður Sóley Bergstein, f. 2001. 3) Jens Valur kerfisstjóri hjá LSH, f. 24.10. 1958, kvæntur Ólöfu Hjartardóttur bankamanni, f. 18.5. 1963. Börn þeirra eru: Hjördís Helga, f. 1987, Guðbjörg María, f. 1989 og Jóhann Valur, f. 1993. Óli B. lauk prófi frá Íþrótta- kennaraskóla Íslands að Laugar- vatni árið 1946. Hann starfaði lengst af hjá Vegagerð ríkisins. Hann stundaði ýmsar íþrótta- greinar og keppti í knattspyrnu með KR árin 1931–1949. Óli B. byrjaði að þjálfa yngri flokka KR fyrir stríð og meistaraflokk 1946. Undir stjórn hans vann KR liðið Íslandsmeistaramótið 7 sinnum. Síðar urðu ÍBK og Valur (tvisvar) einnig meistarar undir hans stjórn. Hann aflaði sér aukinnar þekkingar í þjálfun innanlands og utan og miðlaði af reynslu sinni til annarra, m.a. í útvarpsþáttum. Óli B. var heiðraður fyrir störf hjá KR og KRR og fékk heiðurskross KSÍ fyrir störf sín í þágu íslenskr- ar knattspyrnu. Óli B. byrjaði að æfa og keppa í golfi í Keflavík 1964 og hélt því áfram meðan heilsan leyfði. Seinustu árin bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Óli B. verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Börn Óla og Guð- nýjar eru: 1) Hólm- fríður María hár- greiðslumeistari, f. 19.9. 1946, gift Guð- mundi Hallvarðssyni alþingismanni, f. 7.12. 1942. Börn þeirra eru Óli Björgvin, f. 1964, Davíð Stefán, f. 1975, í sambúð með Sigur- rós Pétursdóttur, f. 1975 dóttir þeirra er Sandra Rós, f. 2001 og Guðný María, f. 1969, gift Kristjáni Ágústssyni, f. 1966, börn þeirra eru Guðmundur Ágúst, f. 1992, Karen Ósk, f. 1997 og Katrín Lind, f. 2004. 2) Jón Már vörustjóri hjá Símanum, f 6.10. 1948, kvæntur Björgu Sig- urðardóttur, f. 7.12. 1948, þau skildu. Synir þeirra eru a) Sig- urður Örn f. 1973, í sambúð með Önnu Jónsdóttur, f. 1976, dóttir þeirra er Katrín, f. 2003. Fyrir átti Sigurður Örn Braga Þór, f. 1995. b) Óli Björgvin, f. 1976, í sambúð með Sigríði Sóley Guðna- dóttur, f. 1975, dóttir þeirra er Það eru um 4 áratugir síðan leið mín lá fyrst í Stóra Skipholt við Grandaveg þar sem Óli B og Guðný bjuggu er ég heimsótti dóttur þeirra Hólmfríði Maríu. Það var að vísu um nokkurn langan veg að fara því ég bjó í foreldrahúsum í Laug- arneshverfinu fyrir austan „læk“ og var í Fram. Eldri Framarar sögðu mér frá hinni miklu KR fjölskyldu sem tengdist Stóra Skipholti og höfðu orð á hve mikilvægt það væri fyrir íþróttafélag að eiga slíka holl- vini að. Leiðir okkar Óla B lágu ekki mikið saman fyrst eftir að ég kynnt- ist Mæju. Hann að þjálfa í Vest- mannaeyjum og síðar í Keflavík, ennfremur starfandi hjá sýslumönn- um þessara staða og ég á sjó. Fjölskyldan fluttist af Granda- veginum og bjó m.a. um tíma í Laugarneshverfinu. Ég var þá í námi í Stýrimannaskólanum og Óli B sótti vinnu til Keflavíkur. Það var hollt en á stundum kalt að labba frá Hrísateig og upp í Sjómannaskóla á morgnana, því var far með Óla B í átt að Sjómannaskólanum vel þegið þegar þannig stóð á. Þótt leiðin væri ekki löng var um margt rætt, sem leiddi til góðrar vináttu þá fram liðu stundir. Auðvitað bar á góma og tók á sú staða sem KR-ingurinn Óli B var í. Virtur og góður knattspyrnu- þjálfari, innleiðandi í íslenska knatt- spyrnu nýja tækni og ögun. Tíminn leið hratt, fjölskyldan stækkaði og barnabörnunum fjölg- aði. Það var spenna og eftirvænting þegar amma og afi voru heimsótt. Ferðirnar úr bænum á sumrin voru ævintýri með léttleika ömmu Guð- nýjar og kennslustundum Óla afa í undirstöðum knattspyrnunar og því sem enn er búið að í dag, réttu sveiflurnar í golfi. Við Mæja og börn höfum átt góðar stundir með Guð- nýju og Óla B en vissulega urðu miklar breytingar á högum Óla við fráfall Guðnýjar 1990. Hann var á 87. ári og hafði dvalið tæp 3 ár á sjúkradeild 2 B á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Það var alltaf létt yfir tengdaföður mínum Óla B. og hin hnyttnu tilsvör létu ekki á sér standa þegar ég sló á létta strengi, þá einkum ef knattspyrnu bar á góma. Við sóttum Óla B á Hrafnistu 17. júní fyrir 2 árum og fórum í ökuferð um Hafnarfjörðinn. Mikið var um að vera við höfnina, víkingaskip kom siglandi að bryggju. Við lýstum þessum atburði fyrir honum og sögðum að nú kæmi stór hópur vík- inga upp úr skipinu. Óli greip þessa frásögn á lofti og spurði: „En hvar eru KR-ingarnir?“ Það var ánægjulegt þegar við komum með barnabörnin í heim- sókn til Óla B, hann hálfdottandi en um leið og hann heyrði í galsa og lífsgleði barnanna lyftist brúnin og hann hafði á orði hvað það væri yndislegt að heyra í þeim og eiga þau að. Við Mæja fórum til Óla B á Hrafnistu í Hafnarfirði síðla dags 7. febrúar. Það var mjög af honum dregið, röddin lág. Mæja sagði hon- um að við færum í fyrramálið til út- landa. Hann þagði smástund en sagði „Ég kem með“. Við þökkum Óla B góða samfylgd og biðjum honum Guðs blessunar. Guðmundur Hallvarðsson og fjölskylda. Þegar ég sest niður til að skrifa um afa minn hann Óla B kemur margt upp í huga mér. Samverustundirnar við hann og ömmu voru mér mjög dýrmætar. Það að fá að gista hjá þeim, pakka niður í tösku var ævintýri fyrir litla stelpu. Það var ekkert heilagt hjá þeim, við afi færðum til í stofunni svo að hann gæti kennt mér höf- uðstökk svo að ég gæti fengið 10 í leikfimiprófinu. Ferðirnar í Húsafell í sumarbú- staðinn þar sem afi kenndi mér að stinga mér í sundlauginni. Ferðun- um með ömmu og afa á golfvöllinn, sjá þau slá og fá svo að slá eitt og eitt högg, bý ég ennþá að. Þegar ég byrjaði svo í fótbolta var hann alltaf til í að æfa mig í að skalla á milli og gefa alls konar sendingar, ekki sparaði hann ráðleggingarnar (þó að ég hafi kannski ekki verið í „rétta“ liðinu). Vinkonur mínar höfðu það á orði hvað ég fengi að vera mikið hjá ömmu og afa og hvað ég talaði mikið um þau. Afi missti mikið þegar amma dó árið 1990. Ég var þá stödd í Kali- forníu og afi kom til mín stuttu eftir andlát hennar og dvaldi hjá mér í ca 10 daga. Þá var auðvitað farið á gol- fæfingasvæðið og þar var kennsl- unni haldið áfram. Við fórum víða um og áttum góðar stundir, enda var hann vanur að vera í hinni stóru Ameriku með ömmu. Á seinni árum hafði hann svo gaman af að heyra íþróttasögur af börnunum mínum og var með á nót- unum þó að hann gæti ekki fylgst sjálfur með. Alltaf var stutt í húm- orinn. Nú er hann allur, en ég veit að hann fær góðar móttökur hjá ömmu. Minning þeirra lifir áfram. Guðný María Guðmundsdóttir. Þegar horft er til baka vakna margar minningar um góðar stundir með afa. Upp úr standa góðar minn- ingar um helgarferðir okkar á golf- völlinn úti á nesi, ógleymanlegar stundir í góðum félagsskap ein- stakra manna. Það var sama hvern- ig dagsformið var hjá afa, alltaf var farið í golf. Að því leyti var hann mikil fyrirmynd. Skemmtilegar samverustundir okkar í Skólagerði og síðan Marklandi munu aldrei gleymast, hans kímnigáfa í bland við staðfestu og reglusemi ömmu var ógleymanleg blanda. Seint verð- ur sagt að hlátur og gleði hafi ekki einkennt afa. Þrátt fyrir mikil veik- indi á síðustu misserum var kímni- gáfan aldrei langt undan, það hjálp- aði mér mikið í heimsóknum til hans á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þó svo að dvöl hans sé lokið á þessari jörð er gott að vita til þess að hann er sameinaður á ný við ömmu, ævifélaga sinn og vin. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk með honum, ógleyman- legar stundir sem munu lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Guð varðveiti þig, afi minn. Davíð Stefán Guðmundsson. Fyrir og um miðbik síðustu aldar voru kappleikir á Melavellinum stórir atburðir í lifi Reykvíkinga. Faðir minn lék með KR á þeim ár- um og svo bar við, aldrei þessu vant, að móðir hans, Magdalena, brá sér í betri fötin og á völlinn til að horfa á drenginn sinn heyja þar stórkapp- leik. Settist í stúkuna. Fljótlega varð hún vör við að önnur kona á hennar aldri, á næsta bekk, hvatti KR-ingana ákaft og svo fór að amma vék sér að henni spurði: Eig- ið þér einhvern í þessu KR-liði? „Skyldi vera,“ sagði hin frúin úr vesturbænum að bragði, „ég á báða bakverðina“. Þar var komin móðir þeirra Stóra Skipholtsbræðra, Þór- unn Helga Eyjólfsdóttir. Þessa sögu hef ég stundum sagt áður, en hún á heima hér, þegar minnst er Óla B. Jónssonar. Raunar var Óli ekki að leika, þetta munu hafa verið eldri bræður hans, Há- kon og Sigurjón, sem þá stóðu vakt- ina. En þeir bræður urðu samtals fjórir, sem léku með KR á þessum árum. Guðbjörn Jónsson var sá fjórði og allir gerðu þeir garðinn frægan og hafa orðið þjóðsagnaper- sónur í þessu gamalgróna félagi. Stóra Skipholt stóð og stendur við Grandaveg, vestast í vesturbæn- um og sagt var um Jón föður þeirra bræðra, að sjá mátti á göngulaginu, þegar hann labbaði sig vestur Hringbrautina, hver úrslit urðu í leikjunum á Melnum. Þegar KR tapaði tók heltin sig upp. Óli B. Jónsson var yngstur þeirra bræðra. Hann mun fyrst hafa leikið með KR 1933, varð Íslandsmeistari með félaginu 1941 og aftur 1948 til 1950. Hann þurfti að hætta sem leikmaður eftir að hafa tekið við þjálfun félagsins, vegna þess að áhugamannareglur ÍSÍ bönnuðu að knattspyrnumenn gætu verið í senn leikmenn og launaðir þjálfarar. Óli hafði þá lært kennslu og þjálfun í íþróttum og upp frá því einbeitti hann sér að þjálfun, jafnt yngri flokka sem meistaraflokks. Þá iðju stundaði hann í yfir þrjátíu ár með glæsilegum árangri. Óli var lands- liðsþjálfari, þegar Íslendingar sigr- uðu Svía, árið 1951. Sá sem hér heldur um penna naut góðs af þessum snjalla þjálfara. Óli B. stýrði meistaraflokki KR, sem kallað hefur verið gullaldarlið fé- lagsins, á árunum 1958 og fram á ÓLI B. JÓNSSON Ástkær faðir okkar, ÞÓRARINN BRYNJÓLFSSON vélstjóri, Þverbrekku 4, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugar- daginn 26. febrúar. Sigurdís Þóra, Guðrún Þórarna, Eva og Ásta Þórarinsdætur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR EIRÍKSSON frá Dröngum, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 12. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum af alhug aðsýnda samúð og hlý- hug. Sérstakar þakkir sendum við starfsfóki á deild 2 Hrafnistu í Hafnar- firði fyrir einstaka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Guðný Hanna Guðmundsdóttir, Heiðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir, Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Jón Eiríkur Guðmundsson og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Háabarði 10, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, mánu- daginn 28. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Karl Brynjólfsson Ólafur Halldórsson, Auður Sigurðardóttir, Magnús Karlsson, Elín V. Magnúsdóttir, Rósa Karlsdóttir, Björn Rúnar Lúðvíksson, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, BJÖRN Þ. ÞÓRÐARSON læknir, Sörlaskjóli 78, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 25. febrúar. Útför fer fram frá Neskirkju föstudaginn 4. mars kl. 13.00. Þórunn Bára Björnsdóttir, Pálmi V. Jónsson, Sigurður Hafsteinn Björnsson, Þórunn Ólafsdóttir, Bryndís Anna Björnsdóttir, Edda Björnsdóttir, Jakob Þór Pétursson, Páll Björnsson, Lilja Jónasdóttir, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og aðstoð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, dóttur og ömmu, ÞÓREYJAR ÓLAFAR HALLDÓRSDÓTTUR, Skálateigi 1, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Halldóra St. Gestsdóttir, Katrín A. Sigurðardóttir, Sigurður J. Sigurðsson, Margrét Harpa Jónsdóttir, Sólrún Dögg Jónsdóttir, Halldór Árnason, barnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.