Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 17
Morgunblaðið/Kristján Hrímuð tré Fólk á gönguför um elsta hluta Akureyrar, Innbæinn, við ískristallana sem prýddu trén við Aðalstræti. ÞEIR eru eflaust margir sem farið hafa á stjá með myndavél um öxl nú um liðna helgi, hugsandi sér gott til glóðarinnar að ná jólamyndinni 2005. Lauftré og barrtré hrímuð frá rótum til efstu greina sköpuðu einmitt réttu stemninguna. Sjón sem þessi er óvenjuleg á Akureyri enda aðstæðurnar sem urðu til þess að ískristallarnir mynduðust á trjánum fremur sjaldgæfar. Eyja- fjörður þykir ekki þokusæll fjörður miðað við marga aðra, á bilinu 10 til 20 þokudagar á ári að meðaltali á árunum 1931 til 1973 að því er fram kemur í yfirliti Náttúru- gripasafns Akureyrar. Þar segir að skipta megi þokum í Eyjafirði í þrjá flokka, m.a. þoku sem myndast þegar kalt sjávarloft streymir inn yfir tiltölulega hlýtt landið og er hún tíðust á vorin og framan af sumri, oftast samfara hafgolu. Hún er tíðust þegar sjór er kaldur og hafís við landið. Einnig þoka sem myndast vegna útgeisl- unar og kólnunar á yfirborðinu og loks sjóþoka eða frostreykur sem myndast þegar ískalt loft streymir út eftir dölum og út á tiltölulega hlýjan sjó. Slík þoka liggur oft yfir Oddeyri og miðbæ Akureyrar og teygir sig út fjörðinn. Heilluð af hrímuðum trjánum MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 17 MINNSTAÐUR Lögfræðitorg | Baldur Dýrfjörð flytur fyrirlestur á lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 1. mars, kl. 12 í stofu L102, Sólborg. Í erindi sínu fjallar Baldur um þau sjónarmið sem koma til skoð- unar þegar metið er hvort semja skuli í ágreiningsmálum eða fara dómstólaleiðina, en m.a. verða skoðuð þau mál sem höfðuð hafa verið á hendur Akureyrarbæ á grundvelli jafnréttislaga á und- anförnum árum. Baldur Dýrfjörð er starfs- mannastjóri FSA. Hann var í rúm átta ár bæjarlögmaður hjá Akureyrarbæ. SÝNINGIN Norðurland 2005 verð- ur haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri um komandi hvítasunnuhelgi, 13.– 16. maí. Sýningunni er ætlað að end- urspegla fjölbreytileika í norðlensku atvinnulífi og þjónustu um leið og hún er kjörinn vettvangur til kynn- ingar á þeim viðburðum sem í boði eru á Norðurlandi á komandi sumri, sumarvörum og -þjónustu. Mark- miðið er að gestir á sýningunni fái á einum stað þverskurð atvinnulífs, þjónustu og mannlífs á Norðurlandi og fræðist um fjölbreytni Norður- lands hvað varðar búsetu og atvinnu- tækifæri segir í frétt um sýninguna. Um framkvæmd hennar sjá kynn- ingarfyrirtækið Athygli á Akureyri og handknattleiksdeild Íþrótta- félagsins Þórs á Akureyri. Sýningunni Norðurland 2005 er ætlað að höfða til fólks um allt land og ekki síst af þeim ástæðum hefur hvítasunnuhelgin orðið fyrir valinu sem sýningarhelgi, enda ein af stærstu ferðahelgum ársins. Langt er um liðið síðan haldin hef- ur verið sýning af þessum toga á Norðurlandi Sýningin verður í Íþróttahöllinni á Akureyri og er sýningarsvæði innan- húss um 1.300 fermetrar að stærð. Einnig er boðið upp á útisvæði sem er tæplega 2.000 fermetrar að stærð. Aðstandendur sýningarinnar hvetja eigendur samkomu- og veit- ingastaða á Norðurlandi til að vera með sérstaka viðburði og uppákom- ur sýningardagana. Sýning um norðlenskt líf Boraði göt á vatnsleiðslu | Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tæplega fimmtugan karlmann í 30 þúsund króna sekt fyrir að bora þrjú göt á vatns- leiðslu í eigu Ólafsfjarðarkaup- staðar við dæluskúr í Bursta- brekkudal. Skaðabótakröfu Ólafsfjarðarbæjar, 28 þúsund króna, var hins vegar vísað frá dómi þar sem hún var ekki talin nægilega reifuð. Fram kemur í dómnum að mað- urinn viðurkenndi brot sitt en ekki kemur fram hvers vegna maðurinn boraði götin á leiðsluna. Dómarinn taldi að maðurinn hefði gerst sek- ur um minni háttar eignaspjöll. Hann hefur ekki brotið gegn al- mennum hegningarlögum fyrr. Tengsl | Á dögunum komu nem- endur og kennarar Kárahnjúkaskól- ans í heimsókn til nágranna sinna í grunnskólanum að Brúarási í Jök- ulsárhlíð. Hópurinn samanstóð af tíu nemendum og tveimur kennurum. Þetta var sú fyrsta af nokkrum fyr- irhuguðum heimsóknum og frekari samskiptum, námi og verkefnum, sem verða unnin í hvorum skóla fyr- ir sig og í tölvusamskiptum. Á vef Fljótsdalshéraðs, egilsstad- ir.is, segir að þetta sérstaka verk- efni hafi verið sniðið að aldurs- hópnum 1.–7. bekk. Gestirnir komu kl. 10:30 og nemendur í Brúarási tóku á móti þeim. Fram að hádegi var samvera í íþróttasal undir stjórn kennara, þar sem lögð var áhersla á íþróttir og að kynnast á jafnrétt- isgrundvelli, óháð tungumálaerf- iðleikum. Í hádeginu var sameig- inlegur hádegisverður og að honum loknum var unnið að sameiginlegu listaverkefni sem fól í sér tónlist, söng og dans. Nemendum var skipt í hópa, íslenskum og erlendum nem- endum blandað saman undir styrkri stjórn tónlistarkennarans Suncönu Slamnig. Hver hópur fékk verkefni til að glíma við, til dæmis var sum- um falið að gera tónverk um veð- urfarið á Íslandi. Hér tókst fram- úrskarandi vel til og allir lögðu sitt af mörkum, jafnt heimamenn sem gestir. Það voru ánægðir nemendur Kárahnjúkaskólans sem yfirgáfu Brúarás eftir að hafa tekið þátt í skemmtilegum vinnudegi, og um- fram allt eignast nýja vini en til þess var jú leikurinn gerður. Magnús Sæmundsson, skólastjóri Brúarásskóla, segist mjög ánægður með þennan dag. Samvinnuverkefni Brúarásskóla og Kárahnjúkaskólans fari vel af stað og reyndar svo vel, að fyrsti hluti vinnunnar hafi farið langt fram úr björtustu vonum þeirra sem að undirbúningi verkefn- isins hafa komið. Skipt um deildarstjóra | Sviðs- stjóri tækni- og umhverfissviðs hef- ur lagt til að Jónas Vigfússon, verk- efnastjóri framkvæmdadeildar, taki við starfi deildarstjóra fram- kvæmdadeildar af Guðmundi Guð- laugssyni. Í minnisblaði sem lagt var fram á fundi framkvæmdaráðs er vitnað í starfsmannastefnu Ak- ureyrarbæjar og þeirrar megin- reglu, að forstöðumenn og deild- arstjórar stærstu málasviða láti af þeim störfum við 65 ára aldur og að þeim gefist þá jafnframt kostur á að fá önnur störf hjá Akureyrarbæ og jafnframt minnka við sig starfshlut- fall. Einnig kemur fram í minnisblaði sviðsstjóra, að á grundvelli þessarar meginstefnu og umræðu fyrr á þessu ári í framkvæmdaráði hafi verið gengið frá samkomulagi við deildarstjóra framkvæmdadeildar Guðmund Guðlaugsson um starfslok hans sem deildarstjóra og að hann taki að sér önnur störf á tækni- og umhverfissviði. Þá var lagt til að að Jónas Vigfússon verkefnastjóri á framkvæmdadeild gegni starfi deildarstjóra tímabundið til næst- komandi áramóta. Guðmundur hef- ur verið ráðinn í fullt starf sem framkvæmdastjóri Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. frá 1. mars 2005 til ársloka 2006 en hann hefur verið framkvæmdastjóri í hlutastarfi. Seyðisfjörður | Undanfarið hafa rannsóknir vegna áforma um nýja 7 MW virkjun í Fjarðará á Seyðisfirði staðið yfir. Það er fyrirtækið Ís- lensk orkuvirkjun sem ásamt bæj- aryfirvöldum á Seyðisfirði hefur staðið að rannsóknunum. Í Fjarðará er fyrir ein elsta virkj- un landsins, Fjarðarselsvirkjun. Seyðfirðingar hafa lengi horft til frekari virkjunar í Fjarðará, enda er fallhæð mikil ofan af Fjarðar- heiði. „Það sem er merkilegt við þessa virkjun er að þarna er tekið sér- stakt tillit til umhverfisverðmæta,“ sagði Tryggvi Harðarson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, í samtali við Morgunblaðið. „Áður hafði sú hug- mynd komið fram að byggja þarna margfalt stærri virkjun og það hefði kostað miklu meira rask á allri ásýnd Fjarðarár og Fjarðarheiðar. Menn eru ekki að reyna að hámarka nýtingu vatnsöflunar, heldur er meginforsenda að virkjunin trufli ekki eða skemmi ásýnd Fjarðarár.“ Vatnsrennsli ekki raskað Um er að ræða 7 MW þrepavirkj- un í Stöfunum ofan við Seyðisfjörð. Gert er ráð fyrir stöðvarhúsi við svonefndan Efri-Staf og öðru stöðv- arhúsi skammt frá gömlu virkjun- inni sem fyrir er í Fjarðará. Stíflur verða reistar í gömlu stíflustæði og í heiðinni og lagðar pípur þaðan og m.a. að Neðri-Staf. Þar er lón, sem mun stækka nokkuð og þarf að byggja utan um það varnargarða. Tryggvi segir reiknað með að píp- urnar verði niðurgrafnar, þær fari að mestu leyti með vegum og allt rask verði í lágmarki. „Það sem verður sýnilegt er að lónið mun stækka og varnargarðar þar verða sjáanlegir. Eitthvað þarf að breyta vegalagningu, sem er unnið í sam- vinnu við Vegagerðina og svo eru þessi tvö stöðvarhús, sem þegar hafa verið teiknuð og hönnuð og falla vel inn í umhverfið. Fram- kvæmdin mun hafa sáralítil áhrif á Fjarðarána og það hefur verið for- senda allt frá byrjun að vatnsrennsli hennar verði ekki raskað sem neinu nemur og gert ráð fyrir því að lág- marksrennsli verði alltaf tryggt.“ „Vinna við þróun á þessu verkefni hófst árið 2003 og hefur staðið yfir síðan,“ segir Birkir Þór Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkuvirkjunar. „Þegar ráðist var í þetta verkefni var lögð áhersla á að athuga hvort hægt væri að virkja Fjarðará án þess að skaða útlit hennar og umhverfi. Gengið var út frá því að lágmarka öll áhrif vegna fyrirhugaðra framkvæmda og orku- vinnsla látin ráðast af því. Áform um virkjunar árinnar er því bundin þeirri hugmyndafræði að saman geti farið hagkvæm virkjun, með fullu tilliti til þeirrar náttúru sem skapar og umlykur aflið sem virkjað er.“ Birkir segir Íslenska orkuvirkjun, sem leiði verkefnið, setja það sem skilyrði þegar verkefni af þessu tagi eru unnin að orkuvinnsla og um- hverfisvernd fari saman. Stefna félagsins sé að nýta minni vatnsföll til hagkvæmrar orkuöflun- ar þar sem tillit er tekið til þeirrar náttúru og þess samfélags sem fyrir áhrifum verður. „Þetta er í sam- ræmi við þá stefnu sem viðhöfð er víða erlendis í orkuöflunarmálum og flokkast ótvírætt undir skilyrði sem sett eru fyrir vistvænni orku- vinnslu.“ Eignarhald óvisst Tillaga um að koma skipulagstil- lögu í auglýsingu er nú til afgreiðslu hjá umhverfismálaráði og bæjarráði Seyðisfjarðar og fer þaðan fyrir bæjarstjórn. Ekki er farið að taka afstöðu til hluta eins og eignarhalds á virkjuninni. Menn hafa velt því upp hvort Seyðisfjarðarbær eða heimamenn vilji koma að eignar- haldi en það mun allt opið ennþá. „Ef verkefnið kemst á það stig að samþykkt liggi fyrir um skipulag geta menn farið að horfa á eign- arhluti og framkvæmdir,“ segir Tryggvi. Orkuframleiðsla virkjunar- innar á að fara beint inn á lands- dreifikerfið. Framkvæmdin mun kosta u.þ.b. milljarð króna og reikn- ar Íslensk orkuvirkjun með að tvö ár taki að byggja virkjunina. Seyðfirðingar með áform um enn meiri orkuframleiðslu í Fjarðará Tillit tekið til þeirrar náttúru sem skapar og umlykur aflið Ný virkjun í farvatninu Afstöðumynd sem sýnir hluta af mannvirkjum nýrrar Fjarðarárvirkjunar í Stöfum. AKUREYRI AUSTURLAND   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.