Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir sannarlega mikla eftirsjá að Bryndísi Hlöðvers- dóttur þingmanni, en hún lætur af þingmennsku 1. ágúst nk. er hún tekur við stöðu for- seta lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Hún hafi reynst ákaflega öfl- ugur stjórnmála- maður sem hafi haft alla burði til þess að ná mjög langt í framlínu ís- lenskra stjórnmála. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun taka sæti á þingi í stað Bryndísar. Össur segir að ákvörðun Bryndísar um að láta af þingmennsku hafi komið sér á óvart. „En þetta er ákvörðun sem hún tekur út frá sínum sjónarhóli og sinni fjölskyldu,“ sagði hann, „og ég geri ekkert nema að styðja það.“ Hann segir að Bifröst hafi þarna eignast ákaflega öflugan starfsmann. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tekur sæti Bryndísar á Alþingi. Aðspurður segist Össur ekki sjá hvernig það ætti að hafa áhrif á baráttuna um for- mennskuna í flokknum. „Einu sinni lagði ég töluvert mikið á mig til þess að Ingibjörg Sólrún kæmist inn á þing og nú hefur það orðið,“ sagði hann. „Hún hefur verið starfandi borgarfulltrúi fyrir flokkinn um langt skeið – er það enn þá – og hefur nokk- uð oft setið á Alþingi sem varamaður, m.a. í mikilvægum málum, s.s. í gegn- um hluta af fjölmiðlamálinu. Nú hefur hún öðlast þar fast sæti. Ég efa ekki að það verði flokknum styrkur. Ég sé hins vegar ekki hvernig þetta ætti að hafa áhrif á keppni um formennsku í fylkingunni enda hefur sú barátta far- ið fram til þessa eftir öllum góðum leikreglum.“ Ákvörðun Bryndísar kom á óvart  Tækifæri/10 Össur Skarphéðinsson SKRIFAÐ var undir kjarasamn- ing ríkisins og 24 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna, BHM, í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samn- ingsaðilar segjast vera ánægðir með samninginn en hann gildir frá 1. febrúar sl. til 30. apríl árið 2008. Halldóra Friðjónsdóttir, for- maður BHM, segir laun fé- lagsmanna ekki hækka um minna en 15% á samningstímanum en rík- ið metur heildarkostnaðaráhrifin upp á tæp 20%. Samið var um eina launatöflu fyrir öll félögin án lífaldursþrepa- hækkana. Á hverri ríkisstofnun verður gerður einn stofnanasamn- ingur við öll stéttarfélögin og stefnt er að því að draga verulega úr launamun kynjanna. Inni í samningnum er ein- greiðsla frá nóvember sl., þegar síðasti samningur rann út, og fram að gildistíma. Í byrjun samnings hækka laun félagsmanna að með- altali um 5,27%, um 2,5% 1. janúar árið 2006, ný launatafla tekur svo gildi 1. maí sama ár með 200 þús- und króna lágmarkslaunum, 2,25% hækkun kemur 1. janúar 2007 og loks um 2% ári síðar. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formað- ur Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, segist vera sátt við samninginn. Töluverð leiðrétting náist á lægstu launum, þannig muni nýútskrifaður hjúkrunar- fræðingur hækka í launum um samanlagt 17% á samningstíma. Ríkið samdi við 24 félög BHM Morgunblaðið/Árni Sæberg Elsa B. Friðfinnsdóttir, Halldóra Friðjónsdóttir, Gunnar Björnsson, for- maður samninganefndar ríkisins, og Guðmundur H. Guðmundsson varaformaður skrifa undir samninginn í gærkvöldi. Undirritun tafðist vegna tilrauna ríkisins til að fá félög náttúrufræðinga, lyfjafræðinga, tæknifræðinga og verkfræðinga inn í samninginn. Það náðist ekki.  Dregið verður/22–23 GUÐRÚN Halldórsdóttir, for- stöðukona Námsflokka Reykja- víkur til margra ára, hefur látið af störfum nú þegar hún stend- ur á sjötugu. Henni til heiðurs og í þakkarskyni fyrir óeigin- gjarnt hugsjónastarf hefur Reykjavíkurborg, ásamt Eflingu – stéttarfélagi, ákveðið að stofna Guðrúnarsjóð með sam- anlagt einnar milljónar króna stofnframlagi. Ætlunin er að út- hluta árlega úr sjóðnum til verkefna, einstaklinga eða félagasamtaka á þeim sviðum sem Guðrún hefur helgað ævi- starf sitt, þ.e. á sviðum jafn- réttis, fræðslu og fjölmenn- ingar. Guðrún var heiðruð með at- höfn í Höfða í gær, á 70 ára af- mælisdegi sínum, og leyst út með blómvöndum og gjöfum. Með henni á myndinni eru Þór- unn Sveinbjörnsdóttir, fyrsti varaformaður Eflingar, og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Sjóður til heiðurs Guðrúnu Halldórsdóttur Morgunblaðið/Ómar VERÐ hélt áfram að lækka í versl- unum Krónunnar og Bónuss í gær, ef marka má niðurstöður lítillar verðkönnunar Morgunblaðsins sem gerð var í gær, þriðja daginn í röð. Á laugardag var Bónus með lægra verð í fjórum tilvikum af átta, á vörum sem voru til í báðum verslunum, að öðru leyti var verð hið sama. Á sunnudag höfðu sömu vörur í flestum tilvikum lækkað, þó meira í Bónus. Í gær virtist Krón- an hafa sótt í sig veðrið og var með lægsta verðið í 6 af 12 tilvikum þar sem verð voru könnuð. Bónus var með lægsta verð í 3 tilvikum og í þremur tilvikum var verð hið sama. Lítill verðmunur var hins vegar í mörgum tilvikum. Matarkarfan í gær kostaði þannig 2.335 krónur í Krónunni og var eilítið ódýrari í Bónus, kostaði 2.316 krónur. Ef skoðaðar eru sömu vörur sem fengust í báðum verslanakeðjum alla þrjá dagana hefur samanlagt verð þeirra lækkað um 14,1% í Krónunni og 10% í Bónus. Þess má geta að í gær hafði samanlagt verð þessara vara lækkað um 7,2% í Krónunni og 7,7% hjá Bónus. Verð- ið hélt áfram að lækka í Krónunni og Bónus í gær, en lækkaði meira í Krónunni. Ef litið er yfir verðkönnunina sem gerð var í gær sést að í 6 til- vikum munar einungis einni krónu á verði milli verslana, þar af er Krónan krónu ódýrari í 5 tilvikum og Bónus í einu. Þrjár vörutegundir sem ekki voru með í könnuninni á sunnudag en eru aftur með nú hafa haldið áfram að lækka í verði. Stórt Heimilisbrauð kostaði á laugardag 169 kr. í báðum verslunum en kost- aði 137 kr. í Krónunni í gær og 138 kr. í Bónus. Smjörvi kostaði 138 krónur á báðum stöðum í gær en á laugardag 142 kr. á báðum stöðum, og Gerber eplasafi kostaði 79 kr. í Bónus í gær og 80 kr. í Krónunni en kostaði þar 94 kr. á laugardag og 95 kr. hjá Bónus. Verðkönnun Morgunblaðsins í gær var gerð samtímis í tveimur verslunum, kl. 17:30. Verðstríð Krónunnar og Bónuss heldur áfram 5   $   6  76$8  ! "  "# ! " "# ! &  0& ! &  0& 12%& 3 4 5 6 - 7  8$  5 # 6 !  8  )'  9 # :.5;  6 ##  5 < 6 / # 5 < 6 0   5 < 6 =  # >';  :7 $   >;; -% >                              $%! "  "# ! &  0&                     @    A,        % A %.   $      A  , '(>'B! &'>B0&  ", $         , ;>B! &;>;B0&  Verðið hefur lækkað um 14% í Krónunni og 10% í Bónus samkvæmt könnun Morgunblaðsins GUÐMUNDUR Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir að Krónan hafi lækkað verð nær ein- göngu á þeim vörutegundum sem fjölmiðlar hafi kannað verð á und- anfarna daga. Að hans sögn er Bón- us með 17% lægra verð en Krónan, skv. könnun Bónuss á yfir 1.000 vörunúmerum í Krónunni á Bílds- höfða sem lauk í gær kl. 17. Skömmu eftir að könnuninni lauk hafi Krónan breytt verði á nokkr- um vörutegundum sem hafa verið í kastljósi fjölmiðla. „Þeir voru krónu undir okkur í nokkrum lið- um, en eru ekki að breyta neinum öðrum verðum.“ Sigurður Arnar Sigurðsson, for- stjóri Kaupáss, sem m.a. á og rekur verslanir Krónunnar, segist afar þakklátur fyrir þær góðu viðtökur sem Krónan hafi fengið undanfarna daga. „Ég held að það sýni að það var full þörf á þessu skrefi, að koma á meiri virkri samkeppni á mark- aðnum,“ segir hann. Verð í öllum vöruflokkum, sem skipti máli í neyslukörfu heimilanna, sé skoðað daglega. Segir Krónuna lækka verð á fáum vörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.