Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 23 UM þessar mundir er mikið rætt um niðurrif á 25 húsum við Laugaveginn. Sú umræða snertir mig og ég er dolfallin andspænis þessum hugmyndum. Ég sinnti þessum málum um skeið og rek hér í fyrsta lagi aðeins ákvarðanir Reykjavík- urborgar í húsverndarmálum fyrir 10 ár- um eða svo. Mér hefur reyndar borist til eyrna að fólk sem fjallar um skipulagsmál Reykjavíkur í dag þekki ekki þessa sögu; þess vegna kýs ég að rekja hana hér fá- einum orðum. Þegar R-listinn náði meirihluta í borg- inni vorið 1994, setti borgarráð fljótlega á laggirnar samstarfs- nefnd um húsvernd. Hlutverk hennar var að vinna að mótun hús- verndarstefnu fyrir Reykjavíkurborg og gera tillögur um verndun þess hluta byggingararfsins sem hefði varðveislugildi. Þannig skyldi tryggt að ákvarðanir í skipulags- málum samræmdust menningarlegum mark- miðum húsverndar. Í nefndinni sátu fulltrúar úr skipulagsnefnd, menningarmálaráði, um- hverfismálaráði, bygg- ingarnefnd og var und- irrituð formaður nefndarinnar. Ritari var Margrét Hallgríms- dóttir, þá borgar- minjavörður, nú þjóð- minjavörður. Á fyrsta fundi sínum haustið 1994 setti samstarfsnefndin niður vinnuhóp arkitekta sem þá störfuðu hjá Reykjavík- urborg. Í hópnum voru þau Helga Braga- dóttir og Margrét Þormar báðar frá borgarskipulagi, Nikulás Úlfar Másson frá Árbæjarsafni, Ólafur Axelsson frá byggingarnefnd og Pétur H. Ármanns- son frá byggingarlistadeild Kjarvals- staða. Þessi vinnuhópur fór gaumgæfi- lega yfir allar rannsóknir sem gerðar höfðu verið á byggingasögu Reykjavíkur og fyrri samþykktir varðandi stefnu- mörkun í húsverndarmálum. Vinnuhóp- urinn starfaði vel og ötullega og í október 1996 gekk hann frá tillögu að varðveislu- skrá fyrir byggingar og svæði með varð- veislugildi á svæðinu innan Hring- brautar/Snorrabrautar. Samstarfs- hópurinn stóð að því loknu fyrir málþingi um húsvernd í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem almenningi voru kynntar tillögur nefndarinnar. Vinnuhópurinn hélt svo áfram vinnu sinni með athugasemdir al- mennings í farteskinu. Tillögur þessar voru svo gefnar út í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996–2016 í sérstöku þema- hefti. Tillögur nefndarinnar um varðveislu byggingararfsins voru lagðar fram í hús- verndarskrá og kortum. Á húsverndar- kortunum voru í fyrsta lagi sýnd hús, sem þegar höfðu verið friðuð. Í öðru lagi bygg- ingar sem lagt var til að friða, í þriðja lagi byggðamynstur sem lagt var til að vernda, í fjórða lagi svæði sem lagt var til að vernda, í fimmta lagi verndun götu- mynda, í sjötta lagi verndun bygginga síðustu aldar, 20. aldar, og í sjöunda lagi hús sem byggð voru fyrir 1918 og bar að vernda skv. ákvæðum í Þjóðminjalögum. Nokkur dæmi úr tillögum nefnd- arinnar: Þær byggingar sem lagt var til að frið- aðar yrðu voru t.d. húsin við Miðstræti, frá Bókhlöðustíg að Skálholtsstíg (þ.e. ytra byrði timburhúsa) þar sem um væri að ræða eina heillegustu og best varð- veittu timburhúsagötu í Reykjavík frá upphafi aldarinnar. Þá var gerð tillaga um hús við Þingholtsstræti milli Banka- strætis og Skálholtsstígs (ytra byrði timburhúsa), þar sem um væri að ræða eina merkustu og best varðveittu timb- urhúsagötu í Reykjavík frá 19. öld. Þá voru talin upp einstök hús sem lagt var til að borgin beitti sér fyrir að friðuð yrðu. Þar var bæði um að ræða gömul hús og nýrri, steinhlaðin hús, bárujárnsklædd timburhús og steinhús, en Sundhöll Reykjavíkur, Gamla bíó og Þjóðleikhúsið eru ágæt dæmi um þau síðastnefndu. Hvaða hús við Laugaveg þótti ástæða til að friða/vernda? Í flokki bárujárnsklæddra timburhúsa sem ástæða þótti til að óska eftir friðun á skv. Þjóðminjalögum voru: Laugavegur 2 (1887) og Laugavegur 30 (1904). Steinhleðsluhúsin Laugavegur 10 (1882–96) Laugavegur 22A (1892) (sem nú hefur reyndar verið fjarlægt,) Lauga- vegur 49 og Laugavegur 51B (1919). Einstakir reitir sem tengjast Lauga- vegi: Reiturinn sem afmarkast af Frakka- stíg, Laugavegi, Vitastíg og Njálsgötu sem eru ein heillegasta byggð timbur- húsa í Reykjavík og þar hafði verið gerð nákvæm húsakönnun. Frakkastígur milli Lauga- vegar og Hverfisgötu og fleira mætti telja. Verndun götumynda, húsa- raða og húsa með umverf- isgildi: Í þeim flokki voru Lauga- vegur 11 og 12, Laugavegur 16, Laugavegur 20B, Lauga- vegur 21, Laugavegur 22, Laugavegur 32, 38, 40, 37, 44, 64, 70 til 74. Sú niðurstaða sem fékkst að lokinni vinnu vinnuhópsins og húsverndarnefndarinnar varð að sjálfsögðu mála- miðlun, ýmsir vildu ganga lengra í verndunarátt og aðrir skemur. En þarna fékkst nið- urstaða sem allir gátu sætt sig við og skrifað undir. Þessi nið- urstaða varð svo samþykkt stefna Reykjavíkurborgar og hluti af aðalskipulagi. Og um þessa stefnu varð sam- komulag allra aðila að borg- arstjórn Reykjavíkur. Nú eru hins vegar aðrir tímar og 12 af þessum 25 húsum sem lagt var til að friða/vernda mega nú hverfa að mati skipulagsráðs borgarinnar. Það eru mikil tíðindi því það er greinilega ætlun einhverra að hverfa frá stefnu sem póli- tísk samstaða var um í Reykjavík fyrir aðeins 10 árum. Hvernig í ósköpunum stendur á því? Hvað er að gerast? Að sjálfsögðu má endurskoða niður- stöðurnar frá 1996 og e.t.v. gekk nefnd sú sem ég veitti forstöðu á sínum tíma of skammt í tillögum um verndun. Það var reyndar og er mín skoðun. En nú blása kaldir vindar um Laugaveginn okkar. Og þau rök sem nú virðast vega hvað þyngst um niðurrif á Laugaveginum eru ná- kvæmlega þau sömu og notuð voru um að Bernhöftstorfuna mætti rífa niður á sín- um tíma. Hin nýja áhersla á húsvernd í Aðal- skipulagi Reykjavíkurborgar 1996–2016, leiddi til þess m.a. að ákveðið var að upp- bygging í Aðalstræti skyldi taka mið af þeim húsum sem þar höfðu staðið áður. Það er umdeilanlegt að byggja í gömlum stíl, en það er ekki umdeilanlegt að vernda þann menningararf sem okkur hefur verið trúað fyrir. Við erum fátæk af þeim menningararfi sem felst í gömlum húsum. Nái þær hugmyndir sem nú eru uppi um niðurrif á Laugaveginum fram að ganga verðum við enn fátækari. Í þessu samhengi má gjarnan benda á að ferðamennska er ein af þremur helstu gjaldeyristekjulindum þjóðarinnar. Glöggir gestir sækja í gamla miðbæinn okkar og Laugaveginn, vegna sérstöðu hans og hlýleika, þrátt fyrir ýmsa alvar- lega vankanta á þeirri götu. Í Stokkhólmi leita ferðamenn í Gamla Stan, þar sem hægt er að lesa söguna í húsunum, en mun síður til þess svæðis í miðborginni, þar sem öll gömul hús voru þurrkuð út og í staðinn reist nútímalegar skrifstofu- og verslunarbyggingar. Þetta gráta margir nú, þótt nýju húsin séu glæsileg. Þau rök hafa verið notuð að verslun í gömlu húsunum við Laugaveginn gangi illa, öfugt við rekstur í nýju byggingun- um. Hefur verið gerð könnun á því og ef svo er, hvar eru niðurstöður hennar? Á bak við þær ákvarðanir sem nú virð- ast á dagskrá um að rífa niður 25 hús við Laugaveg vantar rök og rannsóknir að mínu mati og gæti ég nefnt mörg fleiri dæmi eins og þau þegar reynt er að nota aðgengi fatlaðra sem rök fyrir niðurrif- inu. Ég fer fram á að menningin verði látin njóta vafans áður en niðurrifsjarðýturnar ráðast á Laugaveginn. Látum menninguna njóta vafans Eftir Guðrúnu Ágústsdóttur Guðrún Ágústsdóttir ’Ég fer fram áað menningin verði látin njóta vafans áður en niðurrifsjarð- ýturnar ráðast á Laugaveginn.‘ Höfundur er fyrrverandi formaður Skipulagsnefndar Reykjavíkur. leið og komið er inn á nn, þannig að dregið sé unum manns og lagt fyrir. ar hafa slíkt fyrirkomulag, sparnað, ráðlegg ég að hluta af launum sínum fyr- egging mín er sú að forðast járfestingar. Það eina sem galdra vaxtavaxta eru há fjárfestingargjöld. Þetta er það sem góð- vinur minn Jack Bogel kallar „einræði vaxtavaxta“ en með háum gjöldum er hætta á að arðurinn af sparnaðinum verði um helmingur, eða minna, af því sem ella hefði orðið. Dreifing er lykilatriði Þriðja ráð mitt er dreifing, dreifing, dreifing og aftur dreifing. Ekki einungis dreifing á hlutabréfamarkaði heldur einnig að dreifa eignasafninu á milli markaða, til dæmis með því að kaupa skuldabréf, fasteignasjóði og svo fram- vegis. Mágur minn er læknir, hann hafði lengi farið að mínum ráðum og átt pen- inga í breiðum og vel dreifðum eigna- söfnum þar sem gjöld voru lág. Árið var 1999 og vinnufélagar hans höfðu lengi gert grín að honum fyrir að græða ekki eins mikið á eignum sínum og þeir gerðu á hlutabréfum sínum í tölvu- og hátækni- fyrirtækjum. Á endanum lét hann undan og sagði mér að ég hefði haft rangt fyrir mér og nú ætlaði hann að selja bréfin sín og kaupa í sjóði sem fjárfesti í hátækni- fyrirtækjum. Á næstu árum tapaði hann 80% af því sem hann átti. Niðurstaða mín er sem sagt sú að það er nánast ómögulegt að verða ríkur á svipstundu. Einhverjir fá happdrættis- vinninginn en flestir sitja eftir með sárt ennið“ Fjárfesting erlendis stuðlar að dreifingu Íslenskir fjárfestar, bæði almennir fjárfestar og fagfjárfestar, hafa á síðustu misserum í síauknum mæli fjárfest í er- lendum hlutabréfum. Þessu fylgir þó nokkur kostnaður, meðal annars við gjaldeyriskaup. Telur Malkiel að slík við- skipti séu góð fyrir almenning? „Ef skipt er við sjóði sem tengdir eru vísitölu tel ég svo vera. Viðskipti í sjóð- um erlendis eru að mínu mati mjög góð aðferð til þess að fjölþætta og dreifa þannig áhættunni. Það sem hafa þarf í huga er að kostnaðurinn verði ekki of hár.“ Æviskeiðasparnaður Hugmyndin um æviskeiðasparnað, þ.e. að fólk ætti að taka tillit til aldurs síns þegar það fjárfestir, er meðal þess sem Malkiel leggur mikla áherslu á. „Eftir því sem fólk eldist minnkar geta þess til þess að taka áhættu. Þegar mað- ur er ungur og hefur tekjur af atvinnu hefur það ekki eins mikil áhrif á lífsgæði manns þótt sparnaðurinn fari í vaskinn og það hefur á gamla ekkju sem lifir á ellilífeyri og er miklu verr í stakk búin til þess að bregðast við slíku áfalli. Að sama skapi verður áhættan við að eiga hlutabréf minni með tímanum. Tök- um sem dæmi Bandaríkjamann sem þarf að borga háskólagjöld fyrir barnið sitt á næsta ári. Sé hann skynsamur þá leggur hann peningana ekki í hlutabréf því ekki er nokkur leið að spá um þróun bréfanna á ársgrundvelli. Bréfin gætu hækkað í verði um 50% eða lækkað um 50%. Á 25 ára tímabili dregur mikið úr þessari áhættu. Af báðum þessum ástæðum sem ég hef nefnt hér er það alveg ljóst að ungt fólk er mun betur í stakk búið til að taka á sig áhættu,“ segir Burton G. Malkiel. dreifa áhættunni Morgunblaðið/Þorkell gfræðingurinn Burton Malkiel segir sparnað bestu leiðina til þess að kvíða ævikvöldinu. Hann mælir með því að fólk dreifi eignasafni sínu.                           ,-./"  0  * 0            sverrirth@mbl.is kefni að draga að skýra með mu og samið kaði, en heild- kostnaðarmati rnefnds átaks ki er gert ráð a árs 2006 og faldurshækk- samning ekki gi , segist vera afi komist á. nin og hækka lágmarkslaun launahækkun um stofnana- að horfa heild- sstarfsmanna. un kynjanna. Sem dæmi um starfsstéttir sem munu fá verulega hækk- un lægstu launa eru þroskaþjálfar, geislafræðingar, meinatæknar, hjúkrunarfræðingar og fréttamenn. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir samningalotuna hafa verið stranga en það hafi verið þess virði. Verið sé að taka upp margar nýjungar og til framtíðar litið sé samningurinn góður fyrir ríkið. Hvort þessi samningur við BHM-félögin muni flýta fyrir samn- ingagerð við aðra hópa, eins og t.d. SFR og framhalds- skólakennara, segir Gunnar erfitt að meta það, ekki síst þar sem verið sé að sameina 24 samninga í einn. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunar- fræðinga, segist vera afar sátt við samninginn. Að sínu mati hafi tekist að ná flestum ef ekki öllum samningsmark- miðum. Tekist hafi að hækka lægstu launin og gera launa- kerfið gegnsærra. r na æp 20% Morgunblaðið/Árni Sæberg Samninganefndarmenn BHM og ríkisins fögnuðu undir- skrift innilega í gærkvöldi eftir langa og stranga lotu. „RÍKIÐ tilkynnti að okkur stæði ekki lengur til boða að vera í þessu samfloti,“ sagði Ína B. Hjálmarsdóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, FÍN, í gærkvöldi um ástæður þess að við- ræður við samninganefnd ríkisins, um að vera með í samningi ríkisins við að- ildarfélög BHM, fóru út um þúfur. „Þá breyttust forsendur þannig að þeir gengu til samninga við þá sem þeir höfðu rætt við áður, en bættu ekki við,“ segir hún og að sú ákvörðun hafi verið útskýrð þannig af hálfu samninga- nefndar, að enginn umræðugrundvöllur hafi verið til staðar. Ríkið hafi áður boð- ið tvo kosti, að vera með hinum félögun- um í samningi eða semja um hækkanir sem tækju mið af viðmiðunum ASÍ. Ína segir að félagið hafi verið að skoða kost- ina í stöðunni. Ríkið hafi imprað á því áður að FÍN færi kæmi að samningnum, en viðræður með hvaða hætti hafi ekki hafist fyrr en um síðustu helgi. Samningur félagsins við ríkið rann út 30. nóvember líkt og annarra aðildar- félaga BHM. „Við höldum bara áfram að reyna að ná samningum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir hún. Stóð ekki lengur til boða að vera með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.