Morgunblaðið - 01.03.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 01.03.2005, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gættu orða þinna, kona, það er laust pláss á hólnum. Verð á ýsu hefur fariðlækkandi á fiskmörkuð-um nokkuð jafnt og þétt síðan um áramót, en margir telja að þess sjáist ekki nægjanlega mikil merki í fiskverði til neyt- enda. Einhverjar fiskbúðir hafa þó tekið þá ákvörðun að lækka verðið þegar innkaupaverð er svo lágt sem raun ber vitni, og láta þar með neytendur njóta góða verðsins. Segja má að það séu margir samverkandi þættir sem valda því að verð á ýsu hefur farið lækkandi á markaðinum, að sögn Arnar Smárasonar, útibússtjóra Fiskmarkaðs Íslands í Reykja- vík. Hann segir að vissulega hafi verið bræla á miðunum, að segja má linnulítið síðan í nóvember, sem minnki framboðið af fiski. Á móti kemur að eftirspurnin er lít- il sökum þess að gengi krón- unnar er sterkt gagnvart dollar, auk þess sem aðilar sem hafa verið að vinna ýsu hafa sumir hverjir snúið sér tímabundið að loðnufrystingu. Örn segir erfitt að segja til um hvort verðið eigi eftir að halda áfram að lækka á næstunni, en segir það sína tilfinningu að svo verði ekki. Því ræður þó framboð og eftirspurn. Fisksalar eru litli aðilinn á markaðnum og hefur eftirspurn frá þeim lítil áhrif á verðmyndun, enda kaupa þeir vel innan við 10% af því sem selt er á markaði. Það er aðallega verð á ýsu sem hefur lækkað á markaðinum, þorskur hefur hreyfst örlítið nið- ur á við undanfarnar vikur, en smálúða og aðrar algengar teg- undir í fiskborðunum standa nokkurn veginn í stað. Morgunblaðið gerði óformlega verðkönnun hjá nokkrum fisksöl- um í gær. Mikill verðmunur var á roð- og beinlausum ýsuflökum þar sem verð var kannað, lægst reyndist verðið 590 kr./kg í Fisk- búðinni Árbjörgu, en hæst í Fiskbúðinni Vör, 1.050 kr./kg. Til samanburðar var verð á slægðri blandaðri ýsu á fiskmarkaði í síð- ustu viku um 70 kr./kg, en þá á eftir að bæta við flutningsgjöld- um, allt að 15 kr., gólfgjaldi, 2 kr., og öðrum gjöldum, svo verð til fisksala þá vikuna var ef til vill nær 90 kr./kg. Þá á eftir að hreinsa bein og roð, en ljóst er að mikill munur er á 90 króna innkaupsverði og 1.050 króna út- söluverði. Þeir fisksalar sem rætt var við voru sammála því að þorskur væri sífellt að verða algengari á borðum Íslendinga, þrátt fyrir að flestir hafi alist upp við að borða ýsu en selja þorskinn úr landi. Elmar Þorkelsson Diego, fisksali í Fiskbúðinni Vegamótum, segir að sala á þorski hafi aukist um 20–25% á síðustu fimm árum. Hann segir þorskinn henta betur til steikingar en ýsuna, og að mörgu leyti sé hann betri fiskur. Verð á þorskflökum með roði var mun jafnara á milli verslana, lægsta verðið af þeim sem haft var samband við var í Fiskbúð- inni Árbjörgu, 790 kr./kg, en mest kostuðu flökin 890 kr./kg í Fiskbúðinni Vegamót og Fisk- búðinni Vör. Til samanburðar var verðið á slægðum blönduðum þorski í stærð sem fisksalar kaupa gjarnan um 111 kr./kg í vikunni. Það vekur nokkra at- hygli að í sumum af fiskbúðunum var verðið á þorskflökunum lægra en verð á ýsunni, þrátt fyrir að skoðað væri verð á roð- flettum fiski, þrátt fyrir nokkru hærra innkaupsverð á þorski. Sumir fisksalarnir gáfu þær skýringar að menn reyndu að ákveða eitthvað meðalverð á fiski yfir árið og halda sig við það, í stað þess að hækka sífellt og lækka eftir því hvernig verðið er á mörkuðum. Aðrir sögðust vilja lækka jafnóðum þegar verð á markaði lækkar. Eiríkur Auðunn Auðunsson í Fiskbúðinni Ár- björgu segir að búðin hafi ákveð- ið af hafa þessa stefnu, og segir að reynslan hingað til hafi verið sú að aukin sala þegar verð er lægra skili búðinni svipaðri nið- urstöðu eins og að hafa verðið hátt og selja minna. Fisksalarnir voru einnig spurðir um verðið á smálúðu og skötusel, og var verðið í flestum fiskbúðum mjög svipuð. Smálúð- an var hæst á 1.390 kr./kg í Fisk- búðinni Árbjörgu en annars stað- ar var hún víða á 1.290 kr./kg. Skötuselurinn kostaði 1.890 kr./ kg í velflestum verslunum sem haft var samband við. Í þessum tveimur fisktegundum skar þó verslunin Sægreifinn sig úr, þar kostaði skötuselurinn 1.400 kr./ kg og smálúðan á 850 kr./kg. Fréttaskýring | Soðningin lækkar í verði í sumum fiskbúðum þegar vel veiðist Verð lækkar á markaðinum Fisksalar lengi að lækka verð til neyt- enda þegar verð lækkar á markaði? Mikil aukning í sölu á tilbúnum fiskréttum  Tilbúnir fiskréttir virðast falla landanum vel í geð, og sýn- ir mikil aukning á sölu á slíkum réttum breytt neyslumynstur, segir Bjarni Knútsson í Fiskbúð- inni Vör. Þar á bæ segir hann að sala á fiskréttum sé um 50% af allri sölu í versluninni. Verð á slíkum réttum er nokkuð mis- jafnt enda ólíkir réttir, en ódýr- asta ýsuréttinn var að finna í Fiskbúðinni Árbjörgu á 590 kr./ kg, en algengt verð var rétt um 1.000 kr./kg. brjann@mbl.is                                                             !    " #$%&  UM 26.700 einstaklingar hafa rétt á því að skuldbreyta lánum sínum hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) í samræmi við lög, sem tóku gildi um áramótin, þess efnis að ár- legt endurgreiðsluhlutfall námslána lækki úr 4,75% af tekjuskattsstofni lánþega í 3,75% af tekjuskatts- og fjármagnstekjuskattsstofni. Þessir einstaklingar skulda svokölluð R-lán, sem hafa verið veitt frá árinu 1992. „Heildarfjárhæð lánanna sem þeir geta skuldbreytt er um 45 milljarðar króna,“ segir í tilkynningu frá LÍN og menntamálaráðuneytinu. Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og forsvars- menn Lánasjóðsins héldu blaða- mannafund í gær, þar sem minnt var á að fresturinn til að skuldbreyta lán- unum rennur út hinn 1. nóvember nk. Hægt að senda inn rafrænar umsóknir „Við erum að reyna að ná til þessa hóps, svo hann verði upplýstur um það, að hann geti skuldbreytt fyrir ákveðinn tíma,“ sagði ráðherra. Gunnar Birgisson, stjórnarfor- maður LÍN, sagði að breytingarnar á greiðslubyrðinni fælu í sér veru- lega kjarabót. „Þetta er veruleg kjarabót og léttir greiðslubyrðina fyrir ungt fólk sem er að hefja lífs- baráttuna,“ sagði hann. Stjórn LÍN hefur samþykkt að gefa lánþegunum kost á að velja milli þess að fá lánunum breytt frá og með þessu ári eða næsta ári. „Þeim sem eru þegar byrjaðir að borga af náms- lánum sínum gefst þannig kostur á að breyta skilmálum tekjutengdu greiðslunnar 1. september nk., enda skili þeir umsókn fyrir 30. júní og fullgildu skuldabréfi fyrir 14. júlí. Aðrir, þar á meðal allir þeir sem eru enn í námi, geta skilað umsókn til 1. nóvember og skuldabréfi til 31. des- ember 2005,“ segir í tilkynningu frá LÍN og menntamálaráðuneytinu. Á fundinum í gær kom fram að LÍN hefði undirbúið móttöku raf- rænna umsókna um skuldbreytingu lána í samstarfi við banka og spari- sjóði. Hægt er að fá nánari upplýs- ingar á vef LÍN, lin.is. Morgunblaðið/Þorkell Steingrímur Arason, framkvæmdastjóri LÍN, Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Gunnar Birgisson, stjórnarformaður LÍN. Um 27 þúsund hafa rétt á að skuldbreyta lánum Lánasjóður íslenskra námsmanna kynnir breytingar MISTÖK urðu við útskrift og pökk- un greiðsluseðla VISA reikninga í síðastliðinni viku. Mistökin eru rakin til breytinga í tækni og verklagi við pökkun seðlanna. Þau ollu því að greiðsluseðlar til ólíkra viðtakenda með sama heimilisfang, t.d. í sama stigagangi fjölbýlishúss, gátu allir lent hjá einum viðtakanda. Mistökin áttu einungis við um greiðsluseðla, en á þeim birtist heild- artala fyrir úttektir tímabilsins en ekki sundurliðun á notkun greiðslu- kortsins. Í tilkynningu frá VISA Ísland seg- ir að fyrirtækið taki á sig alla ábyrgð á því að svona fór og harmi mistökin. Biður það alla hlutaðeigandi innilega afsökunar. VISA Ísland mun senda þeim korthöfum sem málið varðar nánari leiðbeiningar. Samkvæmt upplýsingum frá kynningardeild VISA Ísland láta flestir viðskiptavin- ir skuldfæra greiðslur vegna kort- anotkunar sinnar. Mun færri fá um- rædda greiðsluseðla, en fjöldi þeirra mun þó talinn í þúsundum. Þeir sem fá fleiri greiðsluseðla en þeim ber geta ýmist komið þeim til réttra við- takenda, sem eru nágrannar, fargað þeim eða skilað þeim í næsta banka samkvæmt upplýsingum frá VISA Ísland. Mistök við útsendingu VISA-greiðsluseðla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.