Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AÐ minnsta kosti 114 manns biðu bana og meira en hundrað til við- bótar særðust alvarlega í sjálfs- morðsárás í borginni Hilla í Írak í gærmorgun. Þetta er mannskæðasta einstaka sprengjutilræðið í Írak á þeim tveimur árum sem liðin eru síð- an Bandaríkjamenn steyptu stjórn Saddams Husseins í landinu. Tilræðismaðurinn sprengdi bíl sinn í loft upp þar sem fjöldi Íraka stóð í biðröð og beið þess að und- irgangast læknisskoðun í því skyni að geta sótt um starf hjá hinu op- inbera. Meðal annars mun hafa verið um að ræða störf hjá írösku örygg- issveitunum en liðsmenn þeirra hafa verið eitt helsta skotmark uppreisn- armanna í Írak. Borgin Hilla er um 100 km sunnan við Bagdad og flestir eru íbúarnir af kvísl sjía-múslíma, en talið er að þorri uppreisnarmanna í Írak séu hins vegar súnní-múslímar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skæruliðarnir láta til sín taka í Hilla en markmið þeirra virðist að hluta til vera að magna upp spennu milli sjíta og súnníta í Írak – en sjítar munu senn taka við völdum í landinu í kjölfar þingkosninga eftir að hafa um ára- tuga skeið verið haldið niðri af súnníta-stjórn Saddams. Líkamshlutar á víð og dreif Aðstæður á vettvangi sjálfsmorðs- árásarinnar í Hilla í gær voru hrika- legar. Talið er að bíll ódæðismanns- ins hafi verið hlaðinn sprengiefnum sem bendir til að markmiðið hafi ver- ið að valda sem mestu mannfalli. Var sprengingin svo öflug að bíllinn nán- ast leystist upp í frumeindir sínar, aðeins vélarhluti hans var eftir. Lög- reglan í Babil-héraði, sem Hilla til- heyrir, sagði að „nokkrir menn“ hefðu verið handteknir í tengslum við sprengjutilræðið en fór ekki nán- ar út í þá sálma. „Þetta glæpsamlega athæfi beind- ist gegn óbreyttum borgurum sem engin tengsl höfðu við herinn eða lögregluna og sem kosið hafa að lifa í friði við aðra menn,“ sagði Walid Janabi, héraðsstjóri í Babil-héraði. Næstráðandi hans, Hassun Ali Hassun, kallaði tilræðið „andstyggi- legasta glæp sem nokkurn tíma hef- ur verið framinn í borginni“. Sagði hann að þeir sem ábyrgð báru á ódæðinu hefðu drepið „saklausa borgara sem vantaði vinnu og búðar- eigendur sem voru að reyna að sjá fyrir sér“. Versta einstaka hryðjuverkið Gatan á þeim stað þar sem ódæð- ismaðurinn sprengdi bíl sinn í loft upp var lituð blóði. Sundurtættir lík- amshlutar lágu þar á víð og dreif. Fólk þusti að til að veita særðum að- stoð en útlimum og illa förnum líkum fórnarlamba var safnað saman og teppi sett yfir. Stökum skóm og klæðnaði var safnað í eina hrúgu. Haft var eftir starfsmanni björgun- arsveita á staðnum að hendur sprengjumannsins hefðu fundist fastar við stýri bifreiðarinnar sem sprengd var upp. Ódæðisverkið í Hilla í gær er versta einstaka hryðjuverkið í Írak á undanförnum tveimur árum. Meira en 180 manns biðu að vísu bana í hrinu sprengjutilræða er beindust gegn sjítum í Karbala og Bagdad í mars á síðasta ári og 105 dóu í nokkr- um sprengingum í Erbil í febrúar í fyrra er beindist gegn stjórnmála- flokkum Kúrda. Mannskæðasta einstaka hryðju- verkið í Írak fram til þessa átti sér stað í Najaf 29. ágúst 2003 en þá fór- ust 85 manns þegar bílsprengja sprakk fyrir framan mosku þar í borg, þ.á m. Ajatollah Mohammed Baqir al-Hakim, einn áhrifamesti trúarleiðtogi sjíta í landinu. Hrikalegt blóðbað í Hilla Að minnsta kosti 114 biðu bana í mannskæðasta einstaka hryðju- verkinu í Írak Reuters Írakar hreinsa burtu blóð síðdegis í gær á vettvangi tilræðisins í Hilla. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka enn. Hilla. AFP. -./012.""03+ ''(   %    ) # %  * "   ,     ,    %&  - ..  *   / .QR6 + :N =SR*+ :N 'R : .TN@6 R ' *U>?@= " /  ! * =& 9/  %%5 )8&8%/%%8 05#5& $/)$8) $#  G8 $ 5 /  #0"  8 %V/$ G$/ #&$%/  /%%    (59  0 . . 0 * Reuters Á þessari mynd, sem tekin er af sjónvarpsskjá, sést hvar verið er að flytja særðan mann á brott eftir sprengjutilræðið í írösku borginni Hilla í gær. Enskur jarl ráðinn af dögum? Nice. AFP. EIGINKONA jarlsins af Shaftes- bury í Englandi og mágur voru handtekin á sunnudag, grunuð um að hafa ráðið Anthony Ashley- Cooper af dögum. Djamilia M’Barek, þriðja eig- inkona jarlsins, er sögð hafa við- urkennt að hafa tekið þátt í að myrða hann. Hún mun hins vegar ekki hafa veitt upplýsingar um hvar lík hans væri að finna. Bróðir hennar, Mohammed M’Barek, bíður þess að vera fram- seldur frá Þýskalandi til Frakk- lands. Samþykki hann framsalið sjálfur mun það taka um tíu daga. Neiti hann að láta flytja sig til Frakklands verður að fara með málið í gegnum dómskerfið sem tekið getur nokkrar vikur. Talið er að hann hafi hjálpað systur sinni að koma aðalsmanninum fyrir katt- arnef. Jarlinn hvarf sporlaust í Cannes í Frakklandi 6. nóvember. Daginn áður átti hann fund með eiginkonu sinni. Mun jarlinn hafa tjáð henni að hann vildi skilnað en þau höfðu þá slitið samvistum. Lögreglufor- ingjar sem rannsaka málið telja að eiginkonan og bróðir hennar hafi ákveðið að myrða jarlinn og komast þannig yfir eigur hans. Leit hófst ekki fyrr en nokkru síðar þar sem jarlinn átti það til að ferðast á milli heimila sinna, í Frakklandi og Englandi, án þess að láta fjölskyldu sína vita. Upplýsingar sem fengust í des- ember voru þess efnis að lögreglan taldi að um morðmál væri að ræða. Vitað er að jarlinn átti vingott við aðra konu á meðan á skilnaðinum stóð og er jafnvel talið að hún sé hvatinn að honum. Kynntist hann henni við svipaðar kringumstæður og eiginkonu sinni, en þær störfuðu báðar á næturklúbbi. Anthony Ashley-Cooper sem var sextíu og sex ára, erfði titil sinn ungur að árum sem og 3.600 hekt- ara landareign. Hann var þekkt- astur fyrir sérvitran lífstíl og fyrir að stunda næturlífið grimmt. Þrátt fyrir að nálgast eftirlaunaaldurinn virðist það ekki hafa hamlað honum í ástarlífinu en eiginkona hans var tuttugu og níu árum yngri og enn yngdi hann upp með nýju kærust- unni sem var þrjátíu og þremur ár- um yngri en aðalsmaðurinn. Líðan páfa sögð góð Páfagarði. AFP. LÍÐAN Jóhannesar Páls páfa II hefur batnað og eru læknar bjart- sýnir á, að þeir geti gefið honum aftur röddina eftir uppskurð á barka. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Páfagarðs, sagði, að líðan páfa væri „almennt góð“ eftir atvikum. Hann nærðist reglulega og væri tekinn til við æfingar til að endurheimta röddina og eðlilega öndun. Í fjölmiðlum hafa ýmsir efast um, að páfi nái aftur nægum styrk til að tala eðlilega en við þær aðstæður yrði hann varla fær um að leiða kaþólsku kirkjuna. Það mun þó lík- lega koma í ljós fljótlega hver bati hans verður en páfi er einnig illa haldinn af Parkinsons-veiki. Javier Lozano, heilbrigðisráð- herra Páfagarðs, sagði í gær, að páfi yrði á sjúkrahúsi svo lengi sem þyrfti en lagði mikla áherslu á, að hann væri og yrði höfuð kirkjunnar hvort sem hann gæti talað eður ei. Háttsettur preláti í Páfagarði blessaði fólk á Péturstorginu á sunnudag í stað páfa og hefur það ekki gerst fyrr í 26 ára löngum páfadómi Jóhannesar Páls II. Hann kom hins vegar út í glugga, veifaði til fólks og gerði yfir því krossmark. FÉLAG í Bretlandi, Fathers 4 Justice, sem berst fyrir auknum réttindum og aukinni umgengni forsjárlausra feðra við börn sín eftir skilnað, stóð fyrir mótmæl- um við utanríkisráðuneytið breska í gær. Klifruðu þrír liðs- menn félagsins upp á syllu á hús- næði ráðuneytisins í London íklæddir búningum teiknimynda- hetjanna Batmans, Robins og Kafteins Ameríku til að leggja áherslu á kröfur sínar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagið beitir þessu bragði, á síðasta ári klifraði óánægður fað- ir upp á syllu á Buckinghamhöll íklæddur Batman-búningi og vakti sú uppákoma spurningar um öryggisviðbúnað í höllinni. Forsjárlausir feður með mótmæli Reuters ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.