Morgunblaðið - 01.03.2005, Page 38

Morgunblaðið - 01.03.2005, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 4 og 6. VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í L F 20 F L F I I Frá framleiðanda Training day Miðasala opnar kl. 15.30 Yfir 32.000 mannsfir .  Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. CLOSER JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN 2ÓSKARSVERÐLAUNATILNEFNINGAR A MIKE NICHOLS FILM Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.16 ára. Ef þú trúir á ást við fyrstu sýn, hættir þú aldrei að horfa J A M I E F O X X S.V. MBL. Ó.Ö.H. DV Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna jamie kennedyj i Alan cummingl i Sýnd kl. 4 og 6 Ísl tal / kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Mögnuð spennumynd um baráttu upp á líf og dauða Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna jamie kennedyi Alan cummingl i jamie kennedyj i Alan cummingl i Sýnd kl. 2 og 10.10. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI  Kvikmyndir.is.  S.V. Mbl. Sýnd kl. 6 Ísl tal / kl. 8 og 10. Enskt tal JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN CLOSERCLOSER Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. kl. 5.40 og 10.20. Ef þú trúir á ást við fyrstu sýn, hættir þú aldrei að horfa Ó.Ö.H. DV  S.V. MBL. “Frábær mynd í alla staði. Þ.Þ.. FBL M.M.J. Kvikmyndir.com Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna i ll l l Fr r rí y fyrir l fj lskyl u ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS  Ó.H.T. Rás 2 Fráb r grín ynd fyrir alla fjölskylduna SÉRSTAKUR Formúlu 1- upphitunarþáttur verður á dagskrá Sjónvarpsins annað kvöld. Spjallað verður við ökumenn og tæknimenn Formúlu 1-liða og breytingar á reglum útskýrðar í máli og myndum. Gunnlaugur Rögnvaldsson, umsjón- armaður Formúlunnar hjá Sjónvarp- inu, segir að þátturinn fjalli um öll Formúlu 1-liðin og allar þær nýj- ungar sem teknar verði upp þetta ár- ið. „Tímatökur verða með öðrum hætti og mótin verða útfærð öðruvísi. Það verða þrjár beinar útsendingar hverja keppnishelgi,“ segir hann. Akstursíþróttir | Keppni í Formúlu 1 hefst um næstu helgi Stefnir í harðari keppni en síðustu ár Gunnlaugur Rögnvaldsson, t.h., umsjónarmaður Formúlu 1 í Sjónvarpinu, ásamt gestum, Rúnari Jónssyni t.v. og Ágústi Ásgeirssyni. Fyrsti upphitunarþáttur um Form- úlu 1 í ár er í Sjónvarpinu kl. 22.40 annað kvöld. ivarpall@mbl.is Gunnlaugur segir að miklar breyt- ingar verði nú á skipan ökumanna hjá liðunum. „Margir nýir og ungir öku- menn eru að hefja keppni, auk þess sem tilfærslur hafa verið hjá liðun- um,“ segir hann. „Ég er alveg sann- færður um að það stefnir í mikla keppni í ár. Eftir mikla yfirburði Michaels Schumachers síðustu ár held ég að annað verði uppi á teningn- um þetta árið. Vonandi verður þetta besta keppnistímabilið síðan árið 2000. Það eru líkur á því að fjögur eða fimm lið muni slást um bikarinn og það verður mjög spennandi að fylgj- ast með því hvernig Montoya gengur; sömuleiðis Kimi Räikkönen, sem margir halda með hérna heima,“ segir hann. Bara fjögur dekk til að klára mótið Gunnlaugur segir að breytingarnar muni að öllum líkindum stuðla að jafn- ari og harðari keppni. „Það kemur til með að reyna miklu meira á sjálfa ökumennina en áður. Stærsta reglu- breytingin er að mínu mati að kepp- endur verða að aka á sömu dekkjum frá upphafi tímatöku til enda kapp- aksturs. Áður fengu þeir 16 dekk; nú fá þeir bara fjögur til að klára mótið.“ Um helgina verða þrjár beinar út- sendingar. Sýnt verður frá báðum tímatökum, fyrst aðfaranótt laugar- dags og svo kl. 22.55 á laugardags- kvöld. Kappaksturinn er svo sýndur beint og hefst útsending frá honum kl. 2.40 um nóttina. Hann verður endur- sýndur daginn eftir. Á undan fyrsta kappakstri ársins verður Viktor Þór Jensen, akstursíþróttamaður ársins, sérstakur gestur í myndverinu. Sýnd- ar verða myndir af fyrsta sigri hans í Formúlu Palmer Audi-mótaröðinni. Stærstan hluta 14 ára valda-tíma síns bjó FrancoisMitterrand Frakklands-forseti ekki í Elyseehöll í París heldur á heimili frillu sinnar og óskilgetinnar dóttur þeirra, Mazarine, að því er fram kemur í bók sem hún hefur skrifað um æsku sína og kom út í gær. Bókin ber heitið „Bouche Cousue“ eða „Herptar varir“ og þar tjáir Mazarine Pingeot sig í fyrsta sinn um árin 19 sem hún var franskt ríkisleyndarmál. Á þeim tíma mátti hún ekki skýra frá því hver faðir hennar væri þótt hún heilsaði honum hvert einasta kvöld í íbúð móður hennar í miðborg Parísar. Nú stendur hún á þrítugu og hefur ofan af fyrir sér með skáld- sagnagerð og fyrirlestrum. Hún dregur upp mynd af forsetanum fyrrverandi sem hugulsömum föð- ur er varði meiri tíma með leyni- fjölskyldu sinni en eiginkonu sinni Danielle og tveimur sonum þeirra hjóna og hálfbræðrum hennar. En hún skrifar einnig um angist sína vegna sambands við mann sem hún gat aldrei kallað „pabba“ utan heimilisins. „Opinberlega átti ég ekki föður. Bekkjarfélagar mín- ir vissu ekkert um heimili mitt, um kvöldin og helgarnar og fríin… Þagnarsamkomulagið var meira en fjölskyldumál. Augljóslega voru allir bundnir af því,“ segir í kafla úr bókinni sem birtur var í tímarit- inu Le Nouvel Observateur um helgina. Opinberlega var ekki vitað um tilvist laundóttur Mitterrand fyrr en tímaritið Paris-Match birti mynd af henni árið 1994 koma út af veitingahúsi í París ásamt föður sínum. Og í fyrsta sinn sem franska þjóðin sá hana í raun var er hún var viðstödd útför hans tveimur árum seinna. Undarlegt ferðalag Fram að því segir hún tilveru sína hafa verið undarlegt ferðalag þar sem saman fóru þvinguð nafn- leynd og innilegar samverustundir föður og dóttur. Hún áttaði sig fyrst á því að barnæska hennar yrði ekki venjuleg árið 1981 – eftir kosningasigur Mitterrands – er hún var sex ára og tók eftir mis- jöfnum viðbrögðum fólks í kring- um hana er faðir hennar birtist á sjónvarpsskjám. Skrifar hún um sig í þriðju per- sónu af þessu tilefni og segir: „Þarna birtist þessi maður á skján- um – maður sem hún þekkti auð- vitað svo vel en þekkti um leið ekki neitt. Maður sem henni lærðist brátt að nefna ekki með nafni.“ Á sama tíma og Mitterrand bjó að nafninu til með Danielle gisti hann flestar nætur hjá Anne Pingeot, listfræðingi, í íbúð hennar í Quai Branly. „Eftir morgunverð fór mamma í vinnuna á safninu á reiðhjóli, pabbi á bíl til Elysee eða eitthvert út í heim og ég í skól- ann,“ skrifar Pingeot. Stundum heimsótti hún föður sinn í Elysee-höll. Og þar sem hann gerði allt til að breiða yfir til- vist laundótturinnar var hún þá látin liggja á gólfi embættis- bifreiðar til að sjást ekki. En hún sagðist hafa notið þess meir að blanda geði við starfsfólkið á bak við tjöldin – garðyrkjumennina, kokkana og verði sem ekki voru á vakt – heldur en að dveljast í for- setaskrifstofunni. Íslenska kvikmyndagerðar- konan Sólveig Anspach, sem bú- sett er og starfar í Frakklandi, vinnur nú að gerð heimildar- myndar um Mazarine Mitterrand. Gert er ráð fyrir að myndin verði fullkláruð nú í vor og verði í frönsku sjónvarpi. „Myndin fjallar um hvernig það er að alast upp án þess að mega segja fólki hver faðir þinn sé vitandi það að hann er „landsfaðirinn“ og allir þekkja hann. Hvernig manneskja verður úr þér? Og hvernig er að vera póli- tískt leyndarmál?“ sagði Sólveig um mynd sína í samtali við Morg- unblaðið í september á síðasta ári. Mazarine Mitterrand Laundóttir Mitterr- ands Frakklands- forseta segir frá æsku sinni í bók sem út kom í gær. Mazarine Mitterrand var ríkis- leyndarmál í 19 ár. ’Eftir morgunverð fórmamma í vinnuna á safninu á reiðhjóli, pabbi á bíl til Elysee eða eitthvert út í heim og ég í skólann.‘ Varði meiri tíma með leynifjölskyldunni BROWN Johnson, sem átti drjúgan þátt í því að samið var um gerð bandarískra sjón- varpsþátta um Latabæ, hefur fengið stöðu- hækkun hjá Nickelodeon sjónvarpsstöð- inni. Hún hefur verið gerð að sköpunar- stjóra efnis fyrir börn á forskólaaldri. Áður var hún aðstoðarframkvæmdastjóri barna- deildar Nickelodeon. Brown hefur unnið hjá fyrirtækinu í 18 ár og er 52 ára. Hún hefur séð um þróun ýmissa mjög vinsælla barnaþátta; auk Lata- bæjar má nefna „Blue’s Clues“ og „Dóra landkönnuður“ („Dora the Explorer“). Með stöðuhækkuninni verður hún meðal þeirra valdamestu í heimi barnaefnis í Bandaríkjunum og mun sjá um framleiðslu meira en helmings þátta fyrir börn á for- skólaaldri þar í landi, að því er segir í frétt New York Times. „Guðmóðir“ Latabæjar fær stöðu- hækkun Morgunblaðið/Ásdís Johnson skrifar undir samning um gerð Latabæjarþátta ásamt höfundi Latabæjar, Magnúsi Scheving, 3. september 2003.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.