Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurveig Jó-hannesdóttir fæddist í Holtsmúla í Skagafirði 4. júlí 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann- es Sigvaldason, f. 16. ágúst 1874, d. 19. apríl 1954, og Jó- hanna Steinunn Jó- hannsdóttir, f. 1. sept. 1881, d. 20. júlí 1960. Systkini Sigur- veigar voru Jóhann, f. 1903, d. 1992, Valdimar, f. 1904, d. 1995, og Þuríður, f. 1908, d. 1991. Hinn 28. júlí 1935 giftist Sigur- veig Jóni Dal Þórarinssyni, f. í Jór- vík í Hjaltastaðaþinghá 12. nóv. 1911, d. 23. feb. 1997. Foreldrar hans voru hjónin Þórarinn Ólafs- son, bóndi í Dölum í Hjaltastaða- Bergþóra, f. 1939, d. 1940. 4) Magnús Þórarinn, f. 1943, maki Jó- hanna Halldórsdóttir, f. 1940. 5) Hallur Steinar, f. 1953, maki Jó- hanna V. Magnúsdóttir, f. 1953. Dætur þeirra Ásta, f. 1972, Sigur- veig, f. 1975 og Hanna Valdís, f. 1988. 6) Ragnheiður Hrefna, f. 1954, maki Magnús Stefánsson, f. 1953. Börn þeirra Stefán, f. 1976, Rakel, f. 1978, Hildur Sigurveig, f. 1984 og Regína Lilja, f. 1989. Einn- ig ólst Valborg Línberg Kristjáns- dóttir, f. 1932, d. 1994, upp að miklu leyti á heimili þeirra í Tunguhlíð. Langömmubörnin eru 17. Jón og Sigurveig hófu búskap í Efra-Lýtingsstaðakoti (nú Tungu- hlíð) 1936. Þau brugðu búi 1958 og fluttu til Akraness. Þar bjuggu þau til ársins 1966 er þau fluttu til Reykjavíkur. Á Akranesi vann hún við fiskvinnslu í Heimaskaga og hafði auk þess kostgangara. Í Reykjavík starfaði hún um tíu ára skeið í Afurðasölu Sambandsins á Kirkjusandi. Síðustu þrettán árin bjó hún í Árskógum 6. Útför Sigurveigar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. þinghá, f. 14. okt. 1873, d. 5. júlí 1915, og Jónína Jónsdóttir, f. 2. apr. 1873, d. 11. júní 1948. Börn Jóns og Sigurveigar eru: 1) Sigmar, f. 1935, maki Hlíf Jóhannsdóttir, f. 1939. Börn þeirra eru Sveinn Dal, f. 1963, Sigrún Jóna, f. 1966 og Jóhanna, f. 1975. Sonur Sigmars og Dóru Jónsdóttur er Jón Páll f. 1960, d. 1993. Fósturdóttir Sigmars er Ólöf Guð- rún, f. 1959. 2) Jóhannes, f. 1938, d. 1997, maki Sigríður Ólafsdóttir, f. 1937, d. 1972. Börn þeirra eru Anna, f. 1963, d. 1989 og Jón Ólaf- ur, f. 1965. Dóttir Jóhannesar og Margrétar Albertsdóttur er Helga Sólveig, f. 1961. Dóttir Jóhannesar og Brynhildar Kristinsdóttur er Jóhanna Steinunn, f. 1979. 3) Elsku mamma. Elsku mamma, okkur skilur að um tíma dauðans hönd. Þó að hvíld sé þreyttum blessun, og þægur byr að ljóssins strönd. Þó er jafnan þungt að skilja. Þokast nær mörg fögur mynd, þegar hugur krýpur klökkur, kær við minninganna lind. Sérhvert barn á mætri móður margt að þakka, er samvist dvín. Yfir brautir æskubreka okkur leiddi höndin þín. Því við bindum þöglum huga, þýtt, með hlýrri vinamund þakkarkrans, sem tregatárin tállaus vökva á kveðjustund. Vertu blessuð, elsku amma, okkar hugsun með þér fer yfir hafið hinum megin horfnir vinir fagna þér. Þó við dóminn skapa ei skiljum, skýrist margt við kærleiks yl. Lítil barnssál líka getur leitað, saknað, fundið til. Vinakveðja okkar allra er hér borin fram í dag, kærleikshlý við hvílu þína, er klukkur leika sorgarlag. Fögur samstarfsmanna minning mestur dýrðarsjóður er. Blítt á leiði blómum vaggar blærinn, sem um dalinn fer. (Höf. ók.) Elsku mamma mín, takk fyrir allar stundirnar sem þú gafst mér. Þessar minningar munu ávallt búa í hjarta mínu. Ástarkveðja Þín dóttir Ragnheiður Hrefna Jónsdóttir. Elsku amma Silla. Þá er komið að kveðjustund. Eftir margra ára ómetanlega samveru langar okkur að minnast þín með nokkrum vel völdum orðum. Þegar við hugsum til baka þá eig- um við ótal margar broslegar minn- ingar. Oftar en ekki tengjast þessar minningar heimsóknum á Háaleitis- braut og síðar í Árskóga. Það er óhætt að segja að þú hafir verið höfð- ingi heim að sækja því alltaf voru ný- bakaðar ömmu-bollur, pönnsur og sætabrauð á boðstólum. Þar að auki vorum við alltaf leyst út með Sillu- molum eða öðru sælgæti áður en við lögðum af stað yfir heiðina austur fyr- ir fjall. Þú eyddir mörgum stundum í að kenna okkur að spila, lagðir mikið upp úr almennri kurteisi og kenndir okkur að bera virðingu fyrir lífinu. Þú hvattir okkur alltaf til náms og lagðir mikið upp úr því að við værum dugleg að vinna og fara vel með aurana okk- ar. Þetta endurspeglar dugnað þinn og hörku í gegnum tíðina. Gott dæmi um hversu iðin þú varst og atorkusöm þá sagðir þú eitt sinn við Stefán á sumardaginn fyrsta, þegar hann var í fríi, hvort ekki væri ráðlegt að fara niður í frystihús og fá sér aukavinnu. Elsku amma, þú varst alltaf heillandi í framkomu, hreinskilin og elskuleg manneskja sem allir litu upp til. Okkur eru minnisstæðar skemmtiferðirnar þínar í Bónus sem þú máttir ekki fyrir nokkurn mun missa af og hversu gaman þú hafðir af tónlistarflutningi og söng, einkum ef skagfirskur væri. Fyrir hver jól prjónaðir þú sokka og húfur í tugatali og alltaf skyldir þú senda öllum í fjöl- skyldunni gjafir og glaðning – allt fram á síðasta dag. Okkur eru sér- staklega minnisstæðar jólagjafirnar sem við fengum ár efir ár og inni- héldu hosur, vasaljós, spilastokk og sælgæti (eða namm eins og þú kall- aðir það). Alltaf fylgdist þú vel með öllu sem við krakkarnir vorum að gera og reyndar virtist þú alltaf vera með púlsinn á helstu málum líðandi stund- ar hvort sem það voru þjóðmálin, söngkeppni framhaldsskólanna eða sigur Skagamanna í knattspyrnunni – en það voru einstakir gleðidagar og alltaf slegið í pönnsur ef svo bar við! Allt fram á síðasta dag fylgdist þú með því sem var að gerast í kringum þig, jafnvel þó heilsulítil værir. Það sem gerði þig svo einstaka, elsku amma, var seiglan og dugnað- urinn sem þú státaðir af. Við höfðum óbilandi trú á því að þú myndir standa upp úr veikindunum eins og alltaf áð- ur og það hafðir þú líka. Aldrei kvart- aðir þú yfir veikindum eða vanlíðan og þegar við ræddum saman þá hugs- aðir þú fyrst og fremst um okkar heilsu, gæfu og gengi. Þrátt fyrir erfiða baráttu síðast- liðna mánuði þá birta öll él upp um síðir. Glöddumst við mjög er þú varst flutt á Dvalarheimilið Ás í Hvera- gerði þar sem við sáum fram á að geta notið þess að vera með þér hér í Hveró um ókomna tíð. En dvölin hér reyndist styttri en vonir stóðu til því eftir vikudvöl, í glæsilegu umhverfi með yndislegri umönnun starfsfólks- ins á Ási, þá sofnaðir þú svefninum langa. Elsku amma. Nú er stundin runnin upp þegar sálir ykkar afa sameinast á ný og er- um við fullviss um að hann taki á móti þér spilandi á nikkuna eins og honum einum er lagið. Þú varst engill í lifandi lífi en ert nú orðinn engill á himnum sem munt vaka yfir okkur um ókomna tíð. Við viljum þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gefið okkur. Hvíl þú í friði. Stefán, Rakel, Hildur Sigurveig og Regína Lilja. Var varla búin að sleppa orðinu, um hvað þetta verði nú fallegur og bjartur dagur, þegar síminn hringir, og mér er tjáð, að amma mín hafi lát- ist, snemma um morguninn. Svart ský dró fyrir sól hjá mér. Ég man eftir ömmu alveg síðan ég var um fjögurra ára. Ég, skottulínan og lét hafa mikið fyrir mér í öllum af- mælis- og jólaboðum hjá ömmu og afa. Þegar allir voru búnir að fá sig fullsadda af söngatriðunum hjá mér, þá vildi amma alltaf heyra meira. Það var alltaf spennandi að fara í boðin hennar ömmu. Amma gerði allt best. Hún bakaði þessar dýrindis kökur og ekki sveik heita súkkulaðið hjá henni, sem var það besta í heimi. Svo hljóp maður inn og sagði: Er „kakóið“ tilbúið? „Þetta er ekki kakó. Þetta er heitt súkkulaði,“ sagði amma mín alltaf. Svo starði maður með þvílíkum augum á pottinn hjá henni og beið eft- ir „kakóinu“. Þegar maður hugsar til baka öll augnablikin með ömmu, þá getur maður ekki annað en brosað. Ég og amma vorum alltaf samferða í strætó. Hún að fara heim úr vinnu, frá pylsu- gerðinni Goða á Kirkjusandi og ég að fara skottast með vinkonunum mín- um niður í bæ og alltaf þegar amma kom inn í strætó, stóð ég alltaf upp og kallaði „halló amma“ yfir allan strætóinn, svo vinkonurnar mínar voru svolítið hneykslaðar. Eftir þetta kölluðu vinkonurnar mínar hana „halló ömmu“. Amma mín var svo góð og yndisleg kona. Hún hugsaði alltaf um alla aðra á undan sjálfri sér. Hún var mikil handavinnukona og prjónaði á okkur öll systkinin og aðra meðlimi í fjöl- skyldunni. Svo fengu börnin mín að kynnast þessari hlið hennar og þegar fór að líða að jólum, þegar hún gaf öll- um börnunum í fjölskyldunni jóla- gjafir, þá leyndust yfirleitt prjónaðir sokkar eða vettlingar í pökkunum. Amma gaf öllum jólagjafir. Ég var nú farin að segja við hana að fara hætta þessu en hún ansaði því ekki. Amma var svo gjafmild. Elsku amma mín. Ég á eftir að sakna þín rosalega. Það er erfitt að segja bless. En ég er ánægð að þú sért loksins komin til hans afa, sem þú saknaðir svo mikið og til sonar þíns hans Jóhannesar. Ég er svo ánægð að ég skyldi þramma, eins og mér er lagið, til þín á brúð- kaupsdeginum mínum, 7. ágúst sl., í kjólnum, til að sýna þér hvað ég væri fín, því þú gast ekki komið vegna veikinda. Þér sárnaði það svo mikið að geta ekki séð mig í kirkjunni, því þú elskaðir að fara í kirkju. Það gladdi mig svo þegar þú sagði hvað ég væri falleg og heppin að ég skyldi hafa náð í svo myndarlegan og góðan mann. Amma, manstu myndina sem Siggi tók af okkur? Ég í brúðarkjóln- um, standandi með þér, þú brostir svo breitt. En amma, þó þú brosir ekki lengur til mín, þá er bros þitt alltaf í hjarta mínu og þar mun það vera alla mína tíð. Þín Sigrún. Kveðja til Ömmu Sillu Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Amma Silla var alveg einstök manneskja sem alltaf geislaði af glað- lyndi og jákvæðni. Þrátt fyrir veik- indi og að hafa misst börn, barnabörn og hann afa, kunni hún betur en flest- ir aðrir að horfa á björtu hliðarnar og þakka fyrir allt sem lífið hafði upp á að bjóða. Amma og afi voru mjög samrýnd og áttu langt og farsælt hjónaband. Eftir að afi dó bjó amma ein og stóð sig eins og hetja við að hugsa um sig sjálf þó hún væri komin á níræðisald- ur. Hún prjónaði húfur, sokka og vettlinga á barnabörn og langömmu- börn og passaði að það væri alltaf heitt á könnunni. Það var líka alltaf svo gaman að heimsækja ömmu Sillu, fá kaffi, kleinur og spjalla. Hún var bráðskörp fram á síðasta dag og hafði húmorinn heldur betur í lagi. Við minnumst ömmu Sillu skæl- brosandi og geislandi af húmor við eldhúsborðið að ræða málin. Oftar en ekki reytti hún af sér hnyttnar at- hugasemdir um menn og málefni þannig að viðmælendur hennar skemmtu sér konunglega eins og hún sjálf. Við kveðjum ömmu Sillu með sökn- uði en í þeirri trú að nú séu hún og afi loksins saman á ný. Ásta, Sigurveig og Hanna Valdís. Móðursystir mín, Silla frænka, er horfin yfir móðuna miklu. Hún var ein af hinum hljóðlátu hetjum hvers- dagslífsins, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd, greiða úr hvers manns vanda ef unnt var. Silla var Skagfirðingur og kynntist eiginmanni sínum er þau voru í kaupavinnu á sama bæ í Skagafirði. Hann hét Jón Dal Þórarinsson og var nýútskrifaður búfræðingur frá Hvanneyri en fæddur og uppalinn á Austurlandi. Þau hófu búskap í sambýli við for- eldra Sillu. Bærinn hét Efrakot í Lýt- ingsstaðahreppi, nafninu var breytt í Tunguhlíð á meðan þau bjuggu þar. Ekki var amalegt fyrir börn ungu hjónanna að njóta samvista við ömmu og afa. Það kom sér einkar vel, þegar Silla gerðist ráðskona við skólann í sveitinni, Steinsstaðaskóla. Veikindi urðu til þess að ungu hjón- in brugðu búi, fluttu til Akraness. Faðir Sillu var þá látinn og móðir hennar lést á Sjúkrahúsi Akraness fáum mánuðum eftir flutninginn. Sem betur fór fékk Jón heilsuna aftur, laus við heymæðina. Á Akra- nesi var næga vinnu að fá og ekki lét Silla sitt eftir liggja. Hún tók menn í fæði en vann jafnframt á frystihús- inu, hvernig sem það var hægt. Ekki virðast kostgangararnir hafa verið óánægðir með fæðið, því að þeir héldu tryggð við Sillu til hinstu stundar. Þau hjón fluttu til Reykjavíkur, bjuggu þar á 2–3 stöðum, áður en þau settust að í Árskógum 6. Þar áttu þau nokkur indæl ár saman, hætt að vinna utan heimilis og gátu ferðast innanlands og utan áður en Jón féll frá fyrir réttum átta árum. Tæpum tveimur mánuðum eftir lát Jóns missti Silla næstelsta son þeirra úr krabbameini. Sjálf hafði hún háð baráttu við þann vágest fyrir rúmum þrjátíu árum og unnið sigur þá þótt ekki væri hún söm eftir. Öllum þessum erfiðleikum tók Silla með jafnaðargeði, bar ekki sorg sína á torg. Silla var mannblendin og átti auð- velt með að kynnast fólki. Hún hafði hlýtt viðmót og laðaði fólk að sér. Eitt sinn hafði hún orð á því við mig hve heppin hún væri alltaf með nágranna. Mér fannst lausnin auðsæ því að Silla hafði þann ágæta eiginleika að laða það besta fram í fólki sem hún um- gekkst en vissi ekki af því sjálf. Ánægðust var hún þegar hún veitti gestum af rausn og ótrúlega dugleg að bjóða fólki í mat langt umfram það sem kraftar leyfðu. Sannaðist þar máltækið „viljinn dregur hálft hlass“. Silla fór á sjúkrahús í janúarbyrj- un. Þótt oft væri líðan slæm var ljúf- mennskan alltaf söm, þakklæti streymdi frá henni til þeirra sem önn- uðust hana. Starfsfólk talaði um það við mig að fyrra bragði. Að hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði var hún flutt 15. febrúar. Ragnheiður dóttir hennar varð harla glöð. Nú gat hún heimsótt mömmu sína daglega. Dvölin þar varð styttri en við skammsýnir menn áætluðum, aðeins ein vika. Dagleg símtöl okkar ekki lengur möguleg. En við sem þekktum Sillu erum rík af „sólskinsminningum“ um konuna sem alltaf sá jákvæðar hliðar á mönn- um og málefnum. Minningu hennar verður best haldið á lofti með því að gefa samferðafólki bros og hlýtt við- mót. Það gerði hún ætíð. Guð blessi ykkur börn hennar og venslafólk. Þórný Þórarinsdóttir. Ýmsir vina minna hafa átt æsku- stöðvar sínar á Steinsstöðum í Skaga- firði og þar litu ung augu Sillu morg- unsól og stirndan vetrarhimin. Rómaður og vinsæll frændi hennar, Sigmar fjallskilastjóri, bjó þar á Steinsstöðum, þangað fóru frændur mínir og faðir vestan úr Blöndudal á barnsaldri til sundiðkunar í Steins- staðalaug. Á þessum stað er sérlega hlýlegt og búlegt, býsna innilokað svo miðsveitis og bæirnir allt í kring. Lengi hefur hjarta sveitarinnar sleg- ið á þessum slóðum. Fyrri hluti æviskeiðs Sillu var í Tungusveitinni en þau hjónin fluttu síðar til Akraness og þaðan til Reykjavíkur og þá fyrst lágu leiðir okkar saman en þá var ég búsettur í Steinsstaðabyggð. Naut ég þess örfá sumur, áður en ég sjálfur flutti suður, að fá þau hjón norður til mín, í gömlu sveitina sína og sjá Skagafjörðinn með þeirra augum, hennar augum sérstaklega, en Jónsfjöll voru fremur á hans feðraslóð eystra, Dyrfjöll og Beingeitarfjall. Þegar við dvöldum í Steinsstaðabyggð var Hnjúkurinn kenndur við Mælifell hið góða og tigna fjall og fólkið gott sem þar bjó undir. Skjótlega koma í hug orðin hrein- skiptin, úrræðagóð og gestrisin þegar rifjuð eru upp kynni af þeirri góðu konu sem Silla var. Þau Jón áttu gott hjónaband enda var ljúft að koma til þeirra, finna hlýjuna og umhyggjuna frá þeim, heyra þau rifja upp minn- ingar úr Norðurlandi og reifa samtíð sína. Heimili þeirra var vin í þeytings- legum heimi þar sem Silla bakaði pönnukökur handa gestum þeirra og Jón spurði frétta úr síðustu norður- ferð. Innilegar samúðarkveðjur sendir fjölskylda mín afkomendum og vinum Sillu. Ingi Heiðmar Jónsson. SIGURVEIG JÓHANNESDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsing- ar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.