Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÝÐRÆÐISVAKNING Í MIÐ-AUSTURLÖNDUM Mikil ólga hefur verið í Líb-anon frá því að Rafiq Hariri,fyrrverandi forsætisráð- herra landsins, var myrtur fyrir hálf- um mánuði. Þrýstingurinn á upptök sín bæði á götunni og inni á líbanska þinginu og hefur beinst gegn sitjandi stjórn landsins og Sýrlendingum og ítökum þeirra í landinu. Í gær brast stíflan og ríkisstjórn Líbanons, sem hefur ríkt með stuðningi Sýrlendinga undanfarna fjóra mánuði, sagði af sér. „Ég vil ekki að stjórnin verði hindrun í vegi þeirra, sem vilja land- inu vel,“ sagði Omar Karameh, sem hefur verið forsætisráðherra landsins síðan í haust, er hann tilkynnti afsögn sína. Karameh hafði fyrr í gær neitað því að stjórn sín hefði átt þátt í morð- inu á Hariri. 25 þúsund manns höfðu safnast saman á mótmælafundi á Torgi píslarvottanna í Beirút, höfuð- borg landsins, í gær og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar fréttirnar bárust af afsögninni. Kjörorð fundar- ins var hins vegar „Sýrlendingana burt!“. Sýrlendingar áttu þátt í að binda enda á borgarastyrjöldina í Líbanon árið 1990. Hún hafði þá staðið í 15 ár og eyðileggingin í landinu var gríð- arleg. Samkvæmt friðarsáttmálanum var gert ráð fyrir því að Sýrlendingar hyrfu brott með herlið sitt en það hef- ur ekki gerst enn. Reyndar hefur sýr- lenskum hermönnum í Líbanon fækk- að úr 40 þúsund í 14 þúsund á árunum 2001 til 2003, en þeir sem eftir eru hafa ekki sýnt á sér neitt fararsnið. Nú gæti það breyst, enda ekki að- eins þrýst á þá í Líbanon. Bandaríkja- menn og Frakkar hafa ekki átt mikla samleið í utanríkismálum undanfarin misseri, en eru einhuga í afstöðu sinni í þessu máli. Bandaríkjamenn hafa lagt áherslu á að Sýrlendingar ættu að hafa herlið sitt á brott frá Líbanon og njóta þar skilyrðislauss stuðnings Frakka. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur skorað á Sýrlendinga að hverfa á braut.Bandaríkjamenn lýstu síðast í gær yfir því að Sýrlendingar ættu að hætta pólitískum afskiptum sínum af Líbanon fyrir kosningarnar, sem fyr- irhugaðar eru í vor. Sýrlendingar hafa verið vændir um aðild að morðinu á Hariri og sömu- leiðis sprengjutilræði í Tel Aviv á föstudag. Ekki hefur verið sannað að þeir séu bendlaðir við morðið á Hariri og reyndar erfitt að sjá hvaða hag Sýrlendingar hefðu átt að sjá sér í að ryðja honum úr vegi. Fremur má segja að blasað hafi við að þessi verknaður myndi veikja stöðu Sýr- lendinga í Líbanon. Ýmislegt bendir til þess að Sýr- lendingar séu farnir að finna fyrir þrýstingnum. Um helgina var til- kynnt að Sabawi Ibrahim al-Hassan, hálfbróðir Saddams Husseins, hefði verið handtekinn. Al-Hassan var eft- irlýstur og lá undir grun um að fjár- magna og skipuleggja aðgerðir gegn Bandaríkjamönnum í Írak í skjóli Sýrlendinga. Að sögn íraskra emb- ættismanna handtóku Sýrlendingar al-Hassan ásamt 29 öðrum flótta- mönnum og afhentu þá Írökum og er líklegt að stjórnvöld í Damaskus vilji með því gera tilraun til að koma sér í mjúkinn hjá Bandaríkjamönnum. Þegar Hafez al-Assad, einræðis- herra Sýrlands, lést og Bashir al- Assad, sonur hans, tók við völdum ár- ið 2000 hófst vorið svokallaða í Damaskus. Hinn nýi leiðtogi gaf til kynna að landið yrði opnað og endi bundinn á kúgunina: „Ég býð öllum Sýrlendingum að taka virkan þátt í þessari pólitík.“ En valdaklíkan var ekki tilbúin til að taka óbeislaðri gagnrýni. Vorið stóð ekki lengi og á ný var farið að varpa stjórnarand- stæðingum í fangelsi. Ástandið í Sýr- landi er þó ekki jafnslæmt og það var fyrir vorið. Stjórnarandstæðingar geta hist á laun, á yfirborðinu virðist ríkja mikið frjálslyndi og stefnt er að því að leyfa markaðsfrelsi í landinu, sem veitir ekki af, því að atvinnuleysi er talið vera um 30%. Hvað sem því líður er í mannréttindaskýrslu banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sem kynnt var í gær, greint frá kerfis- bundnum pyntingum fanga, meingöll- uðu réttarfari og handahófskenndum handtökum í kaflanum um Sýrland. Walid Jumblatt, leiðtogi Drúsa í Líbanon, sagði í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel í liðinni viku að sýrlenski herinn yrði farinn frá Líb- anon fyrir 1. maí: „Það gildir einu þótt Sýrlendingar sendi skriðdrekana sína, þessum kafla er lokið.“ En ítök Sýrlendinga í Líbanon fel- ast ekki aðeins í veru hersins þar. Þau teygja sig inn í líbanskt efnahagslíf. Stjórnarandstæðingar í Líbanon líkja sýrlensku yfirstéttinni við blóðsugur sem hafi nærst á enduruppbygging- unni í Líbanon og líbanska banka- kerfinu á meðan sýrlenskur efnahag- ur sé í rúst. Erfiðara verður að losa þau ítök Sýrlendinga en hernaðar- ítökin. Talað hefur verið um flauelsbylt- ingar í Mið- og Austur-Evrópu. Bend- ir þróunin í Mið-Austurlöndum til svipaðrar þróunar þar? Vonir hafa vaknað um þáttaskil í samskiptum Ísraela og Palestínumanna eftir að Mahmoud Abbas var kjörinn til valda. Í Líbanon hefur fólkið sagt að því sé nóg boðið og nú hefur stjórnin sagt af sér. Á laugardag tilkynnti Hosni Mubarak, sem hefur verið einráður í Egyptalandi undanfarin 24 ár, öllum að óvörum tillögu um að haldnar yrðu beinar forsetakosningar í landinu þar sem margir gætu boðið sig fram í stað þess að kosið yrði um einn frambjóð- anda, sem yrði hernum þóknanlegur, eins og verið hefur undanfarin 50 ár. Ef hafin er lýðræðisvakning í þessum löndum gætu ýmsar aðrar ríkis- stjórnir orðið valtar í sessi, þar á meðal Sýrlandsstjórn. Egypski rithöfundurinn Salama Ahmed Salama segir að sýn George W. Bush Bandaríkjaforseta um um- bætur og aukið lýðræði í Mið-Aust- urlöndum hafi „kveikt lýðræðis- þorsta, sem hingað til hefur verið vanmetinn, heima fyrir“. Það er of snemmt að fullyrða að nú muni lýð- ræði halda innreið sína í Mið-Aust- urlöndum, en ýmis teikn eru á lofti, sem gefa tilefni til bjartsýni. Burton G. Malkiel varð frægurþegar hann skrifaði að api semkastaði pílu á lista með hluta-bréfum væri jafn líklegur til þess að finna góð hlutabréf og sérfræð- ingur. Það liggur því beinast við að spyrja hann hvort hann myndi ráðleggja fólki sem íhugar að fjárfesta að reyna að velja hlutabréfin sjálft. „Í langflestum tilfellum myndi ég ekki ráðleggja fólki það. Í fyrsta lagi er það kenning mín að einstaklingar eigi að dreifa eignasafni sínu eins mikið og mögulegt er og ef þú ætlar þér að dreifa og átt ekki mikla peninga ertu að mínu mati tilneyddur til þess að fjárfesta í ein- hvers konar hlutabréfasjóðum. Persónu- lega myndi ég byrja á sjóðum sem eru tengdir vísitölu markaða því þeir sjóðir hafa lág gjöld og eru auk þess dreifðustu sjóðirnir. Til langs tíma litið hafa þessir sjóðir skilað mjög góðri ávöxtun. Í öðru lagi er hagkvæmara að fjárfesta í sjóðum. Segjum sem svo að ég ætli að velja mér hlutabréf sjálfur og fari til verðbréfasala. Þá er mun dýrara að borga honum þóknun í hvert skipti sem ég ætla að breyta safninu mínu. Ef maður velur sjálfur þýðir það hins vegar að maður vilji vera viss um að eiga mjög dreifðt eignasafn án þess þó að eiga sömu hlutabréf og allir hinir og eiga einnig hlutabréf í öðrum löndum. Þá er svarið við spurningunni já, en almennt er svarið nei.“ Tvenns konar rök Bók Malkiels hefur nú verið gefin út átta sinnum en kenning sú sem hann set- ur fram þar byggist fyrst og fremst á því að best sé að miða eignasafn sitt við vísi- tölu markaða. Að hans mati er nánast ómögulegt að gera betur en markaðurinn og því er það til langs tíma litið vænleg- asta leiðin til árangurs í fjárfestingum. „Það eru tvenns konar rök fyrir því að miða eignasafn sitt við vísitölu markaða. Í fyrsta lagi er fullt af gáfuðu fólki á góðu kaupi við að fylgjast með mörkuðunum og ef einhverjar upplýsingar verða op- inberar sem eru líklegar til þess að hafa áhrif á verð hlutabréfa þá munu þær hafa áhrif samstundis. Hlutabréfaverð breytist ekki smám saman á skilvirkum mörkuðum. Ef skilvirkir markaðir eru fyrir hendi þá getum við sagt að verð hlutabréfa á hverjum tímapunkti endur- spegli allar upplýsingar sem eru þekktar. Í öðru lagi er um kostnaðarspurningu að ræða. Öll hlutabréf í heiminum eru í eigu einhverra aðila, og þannig er það al- veg ljóst að útkoman verður alltaf núll. Ef vel gengur hjá einhverjum þá þýðir að illa gengur hjá einhverjum öðrum. En sjóðir sem er stjórnað á virkan hátt eru dýrari í rekstri, vegna þess að hjá þeim starfar fullt af sérfræðingum auk þess sem stefna þeirra er oftast sú að kaupa og selja oft. Þetta er mjög dýrt. Þess vegna er það kenning mín að sjóðir sem tengdir eru vísitölu markaða séu mun hagkvæmari fyrir fjárfesta en aðrir sjóð- ir.“ Telur Malkiel líklegt að hið stóraukna aðgengi að upplýsingum, meðal annars á netinu, geti orðið til þess að auðveldara verði fyrir fjárfesta að ná betri árangri en meðaltal markaðarins? „Ég tel að það verði erfiðara einmitt vegna þess að upplýsingar berast svo hratt. Virkir fjárfestar áttu erfitt með að slá meðaltalinu við þegar á 7. áratugnum og ég held að síðan þá hafi það orðið æ erfiðara. Eftir því sem aðgengi að upp- lýsingum eykst verða markaðir skilvirk- ari og því birtast upplýsingarnar mun fyrr í verðinu.“ Best að verða ríkur á löngum tíma Margir kvíða ævikvöldinu enda er um- ræðan um bág fjárhagsleg kjör aldraðra ofarlega á baugi. Hefur Malkiel einhver ráð fyrir þá sem vilja búa í haginn fyrir sig til elliáranna? „Mín skoðun er sú að þrátt fyrir að velflestar fjárfestingarhandbækur geti flokkast undir fyrirsögnina „Að verða ríkur á svipstundu“ sé besta leiðin sú að verða ríkur á löngum tíma. Fyrsta leiðin sem ég myndi ráðleggja hefur lítið með fjárfestingar að gera, það mikilvægasta fyrir alla einstaklinga er að mínu mati að leggja meira fyrir. Ég tel skort á sparnaði vera stórt vandamál í Bandaríkjunum þar sem fæstir leggja nokkuð fyrir. Mitt fyrsta ráð til þeirra sem ætla sér að eiga lífeyri er sem sagt sú að byrja að leggja fyrir og að byrja á því eins snemma og mögulegt er. Albert Einstein sagði eitt sinn að vaxtavextir væru sterkasta aflið í heiminum og ég ráðlegg þeim sem til mín leita, meðal annars nemendum sem eru að útskrifast, og vilja auðgast eða verða fjárhagslega öruggir, að byrja að leggja fyrir. Ein besta leiðin til þess er að mínu mati sú að skrá sig í einhvers konar líf- eyrissjóð um vinnumarkaðin sjálfvirkt af lau Þeim sem þega skyldulífeyriss leggja stærri h ir. Önnur ráðle há gjöld við fj getur truflað Mikilvægt að d Bókin A Random Walk Down Wall Street eða Reikað nið- ur Wall Street er metsölubók sem hefur komið út átta sinnum. Höfundur bókarinnar er Burton G. Malkiel, pró- fessor við Princeton-háskóla, og er hann staddur hér á landi til þess að flytja ræðu á fundi Eignastýringar Ís- landsbanka. Guðmundur Sverrir Þór hitti hann að máli. Bandaríski hag þurfa ekki að k      +  Skrifað var undir kjarasamning í húsakynnum rík-issáttasemjara á tólfta tímanum í gærkvöldi millisamninganefndar ríkisins, fyrir hönd fjármála-ráðherra, og 24 stéttarfélaga innan Bandalags há- skólamanna, BHM. Samningurinn gildir frá 1. febrúar síð- astliðnum til 30. apríl árið 2008. Fer hann nú í kynningu hjá stjórnum félaganna og félagsmönnum og munu niðurstöð- ur atkvæðagreiðslu ekki liggja fyrir fyrr en eftir nokkrar vikur. Fulltrúar samningsaðila, sem Morgunblaðið ræddi við í gærkvöldi, voru mjög sáttir við samninginn. Í honum felst m.a. sú nýbreytni að samið er um eina launatöflu fyrir öll félögin án lífaldursþrepahækkana og að á hverri ríkisstofnun verður gerður einn sameiginlegur stofnanasamningur við öll stéttarfélögin. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að þetta sé til mikils hagræðis og einföldunar fyrir ríkið sem launagreiðanda og stofnanir þess. Tekið er það dæmi að samkvæmt núgildandi kerfi geri Landspítalinn 14 mismunandi stofnanasamninga vegna þeirra félaga sem hér um ræðir. Með því að taka upp eina launatöflu sé enn fremur dregið mjög úr launamun kynjanna sem byggist á mismunandi launatöflum stétt- arfélaga. Því hafi oft verið haldið fram að veruleg skýring á þeim launamun byggðist á mismunandi verðmati starfs- stétta. „Þetta er mikilvægur áfangi í því verk úr þeim ætlaða launamun sem ekki er unnt a öðrum þáttum en kynferði,“ segir ráðuneytið. Áfangahækkanir samningsins eru þær sö hefur verið um á hinum almenna vinnumark arkostnaðaráhrifin eru metin 19,83%. Í því k er gert ráð fyrir sérstöku framlagi vegna fyrr til þess að jafna launamun kynjanna. Að auk fyrir fjármagni til launaþróunar á fyrri hluta 2007 sem kemur að hluta í stað núgildandi líf ana. Fjármálaráðuneytið telur þennan kjaras raska heildarforsendum fjárlaga. Sóknarfæri í stofnanasamning Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM sátt við samninginn, loksins þegar hann h Markmiðið hafi verið að hækka lægstu laun laun aðildarfélaga. Í einni launatöflu verði l 200 þúsund krónur á mánuði og hlutfallsleg l verði því mismunandi eftir félögum. Með ein samningi sé sóknarfæri þar sem hægt verði a stætt á þessar stéttir háskólamenntaðra ríkis Einnig hafi vonandi tekist að útrýma launamu Dregið verður úr launamun kynjann Kostnaðaráhrif samnings ríkisins við BHM metin tæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.