Morgunblaðið - 01.03.2005, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.03.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 25 MINNINGAR Undurfögur glitský birtust á austurhimni í dagrenningu 18. febr- úar, svo mögnuð að ég náði mér í myndavél til að festa fyrirbærið á filmu frá ýmsum sjón- arhornum og var nokkurn tíma á leið í vinnuna morguninn þann. Útvarpið skýrði frá banaslysi. Vélsleðamaður á leið í Landmannahelli hafði farið fram af hengju í slæmu skyggni um nóttina. Mér datt Baddi í hug, vissi að hann átti þar kofa ásamt fleirum, hratt þó frá mér hugsuninni, það væru svo margir á ferðinni og hann með varkárustu mönnum. Daginn eftir gekk ég á Helgafell, rifjaði upp jeppaferðir með Badda forðum tíð á þeim slóðum, naut veðurblíðunnar, renndi síðan framhjá æskuheimili hans á Köldukinn í Hafnarfirði, og síðan til systur minnar og mágs á Hraunbrúninni. Þau keyptu Dag- blaðið, þar var fréttin, nísti hjartað, Baddi nafngreindur. Það er nokkuð merkilegt þegar menn bindast vinarböndum ungir, þá er eins og þráðurinn slitni ekki þó að ár og dagar líði og menn hittist sjaldan. Þá menn hittast byrja sam- tölin eins og hist hefðu í gær. Baddi var rúmu ári eldri, skátadrengir báð- ir, þó í sitt hvorum flokknum væru, nágrannar. Svo fékk Baddi bílprófið – á afmælisdaginn og búinn að festa sér Willysinn nokkru áður – og litlu síðar Fordinn – G-1414 – aðaltrylli- tækið. Og það var ekið og ekið, og slegið saman í bensín og ekið, frels- iskennd, bíóhús borgarinnar þrædd og rúnturinn á eftir fram eftir nóttu, síðan út á Álftanes á leiðinni heim í Fjörðinn, með Kanann suðandi nýj- BJARNI SVEINSSON ✝ Bjarni Sveinssonfæddist á Akra- nesi 19. febrúar 1949. Hann lést af slysförum 17. febr- úar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 28. febrúar. ustu lögin á MW, lífs- gátan krufin til mergj- ar fram undir morgun, horft á dagrenninguna. Og svo var það Búðin og Hlégarður, og hvað þeir nú hétu þeir stað- ir, Jaðarsmót og Húsa- fell, að ógleymdum stelpunum í Efstasund- inu. Stutt gaman skemmtilegt. Rúnir minninganna eins og „graffiti“ á sálinni. Og svo fórum við hvor sína leið. Ný ævintýri tóku við. Það var merkilegt að kynnast Badda og finna hve heilsteyptur og vel mótaður æskumaður var þar á ferð, með ákveðnar skoðanir, heil- brigða og bjarta lífssýn, fylginn sér og traustur, vinnusamur og ósérhlíf- inn með afbrigðum, og alveg harð- ákveðinn í því hvað hann vildi þegar fram liðu stundir. Og hann lét drauminn rætast. Stóð við sitt. Það má kannski vera nokkur huggun harmi gegn á erfiðri stund, eigin- konu, börnum og ástvinum öllum, að hafa átt margar góðar stundir með góðum dreng. Hann unni íslenskri náttúru, frelsi og kyrrð víðáttunnar, og það ekki síst í vetrarbúningi, hátt uppi til fjallanna. Fögur glitský eru greypt í huga, ljósbrot sólar í ískristöllum heiðhvels. Far í friði. Blessuð sé minning þín. Samúðarkveðjur, Guðmundur Ómar Friðleifsson. Elsku Bjarni frændi. Þó svo að ég sé búin að fá að kveðja þig með kossi á ennið vil ég enn ekki trúa því að þú verðir ekki staddur í eldhúsinu í Þernunesinu við að matbúa eins og þér einum var lagið næst þegar ég kem í heimsókn. Ég var fljót að grípa þá huggun sem yngsti gullmol- inn þinn, hún Inga, sagði við mig: „Ásta frænka, ég held að pabbi hafi dáið glaður, því hann var að gera það sem honum þótti svo vænt um að gera.“ Allir sem þekktu þig vissu að á þessum slóðum sem þú kvaddir þennan heim var þitt annað lögheim- ili. Elsku frændi ég þakka fyrir þau ár sem við öll fengum að hafa þig að láni, takk fyrir allt og allt. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Sigrún, Lena, Eva, Baddi, Inga og litli Viktor Orri afastrákur megi góður Guð vera með ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Kveðja Ásta frænka og fjölskylda í Köldukinninni. Knúinn áfram af miklum söknuði set ég hér á blað nokkrar lín- ur í minningu um vin minn og félaga, Jó- hannes Kr. Guðmundsson sem and- aðist 3. febrúar sl. eftir áralanga baráttu við erfiðan lungnasjúkdóm. Manni bregður alltaf þegar mað- ur fréttir af láti góðs vinar eða ná- ins ættingja. Fréttirnar um andlát Jóhannesar komu þó ekki alveg að óvörum þar sem hann var búinn að liggja inni á Landakotsspítala frá því sl. sumar vegna sjúkdómsins sem dró hann til dauða. Fyrir fáum árum hafði hann gengist undir lungnaskurð, vegna lungnaþembu, einn fárra Íslend- inga sem slík aðgerð hefur verið gerð á hér á landi. Eftir þá aðgerð var Jóhannes vistaður á Reykja- lundi til endurhæfingar og dvaldi hann þar langdvölum. Þetta olli því að hann tók miklu ástfóstri við staðinn og eignaðist þar gott vina- fólk. Jóhannes var mikill fé- lagshyggjumaður og varð hann hvatamaður að stofnun Samtaka lungnasjúklinga ásamt eiginkonu sinni Guðlaugu Guðlaugsdóttur og JÓHANNES KR. GUÐMUNDSSON ✝ Jóhannes Kr.Guðmundsson fæddist á Raufar- höfn hinn 13. októ- ber 1934. Hann lést á Landspítalanum í Landakoti hinn 3. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 15. febrúar. var hann kosinn fyrsti formaður félagsins. Voru þau hjónin mjög ötul í þessu starfi og stóðu fyrir fjölda- mörgum kynningar- og fræðslufundum, þar sem tilkvaddir voru þekktir fyrirlesarar á þessu sviði og skipst á reynslusögum sjúk- linga. Þau gengu úr stjórn að eigin ósk fyrir örfáum misser- um. Á þessum ferli hafði Jóhannes verið hvatamaður að því að Lungnasamtökin hefðu mikla og góða samvinnu við S.Í.B.S. Í fram- haldi af því hefur Jóhannes verið í nokkur ár í ritnefnd S.Í.B.S.-blaðs- ins og starfaði við það alveg undir það síðasta. Við Jóhannes kynntumst árið 1968 og tókum tal saman yfir kaffi- bolla. Ég hafði verið að reka lítið umboðs- og heildsölufyrirtæki í hjáverkum og hann hafði fengist við sölumennsku á ýmiskonar gjafavöru og annarri smávöru. Það varð að samkomulagi okkar í milli að við myndum stofna sameignar- félag og að hann kæmi inn í félagið sem fullgildur meðeigandi. Þannig hófst okkar farsæla samstarf til margra ára. Það varð að samkomulagi að Jó- hannes myndi alfarið sjá um rekst- urinn frá degi til dags en undirrit- aður sjá um erlend samskipti ásamt því að hlaupa í skarðið með ýmsar sendiferðir, tollafgreiðslur, innheimtur og annað sem til féll. Við vorum á þessum árum fullir af áhuga og það fleytti okkur langt. Við reyndum fyrir okkur í útflutn- ingi á lopa og ullarvörufatnaði og gekk það nokkuð vel framan af. Vegna vöntunar á viðbótarfjár- magni til rekstrarins, en eins og menn muna þá voru aðrir tímar með aðgang að lánsfé hjá bönk- unum en er í dag, ákváðum við að slíta félaginu nokkrum árum síðar. Erfiðleikar í rekstrinum bitnuðu mest á Jóhannesi en hann var þeim góðu kostum gæddur að taka öllu mótlæti af miklu æðruleysi. Þegar betur gekk var hann hinsvegar mjög lítillátur og vildi ekki láta hafa hátt um það sem hann hafði vel gert. Aldrei nokkurn tíma í okkar samvinnu hallaði orði hans til mín og heyrði ég hann aldrei hallmæla nokkrum manni. Þessi góði kostur er því miður ekki öllum gefinn. Aldrei kastaðist í kekki í okkar samstarfi og var það eingöngu vegna mannkosta Jóhannesar. Nú skildu leiðir um nokkurn tíma og Jóhannes og Guðlaug tóku fyrir önnur viðfangsefni, verslunar- rekstur og fleira. Við endurnýjuð- um síðan vinskapinn fyrir nokkrum árum og höfum haft gott samband síðan. Það var alltaf yndislegt og mikil gleði að heimsækja þessi samrýndu hjón í Reyrengið og óblandin ánægja þegar þau komu í heimsókn til okkar. Elsku Lauga og fjölskylda, við vissum hvað Jóhannes elskaði ykk- ur mikið og að hann lifði fyrir ykk- ur, enda mikill fjölskyldumaður. Við vitum líka hvað ykkar missir og söknuður er mikill. Við sendum ykkur öllum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Far þú í friði á guðs vegum, minningin um góðan dreng er grópuð í hjarta okkar. Halldór Marteinsson, Anna Kristín Aradóttir. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist val- kosturinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrest- ur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Okkar ástkæra móðir, dóttir, unnusta, barna- barn, systir og mágkona, ÁGÚSTA ÞÓREY BRYNJÓLFSDÓTTIR, lést á heimili sínu í Flórída laugardaginn 26. febrúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Apríl Rún og Michael Jr. Valborg Fríður Níelsdóttir, Lárus S. Árnason, Brynjólfur Magnússon, Ragnheiður Tómasdóttir, Justin Loosvelt, Hjörvar Örn og Guðný Björg, Arnar Helgi og Sóley Bára, Jón Björn og Guðrún Jóna, Ægir Þór og Ágústa Guðný, Aldís og Sigurjón, Björgvin, Ágústa Þórey Haraldsdóttir, Níels Svanholt Björgvinsson og aðrir aðstandendur. FINNFRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR sjúkraliði, Efstaleiti 14, Reykjavík, er látin. Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Hörður Þorleifsson, Jóhann Traustason, Viðar Traustason, Hjalti Harðarson, Ólöf Helga Guðmundsdóttir, Egill Harðarson, Vilborg Marteinsdóttir, Kjartan Harðarson, Svanhvít Guðmundsdóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN ÓLAFÍA HELGADÓTTIR, Melteigi 7, Garði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laug- ardaginn 26. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju föstudag- inn 4. mars kl. 14.00. Ólafur Sigurðsson, Soffía Ólafsdóttir, Sæmundur Klemensson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULDA GUÐLAUGSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Grund við Hringbraut föstudaginn 25. febrúar sl. Kolbrún Ingólfsdóttir, Ágúst Einarsson, Ingveldur Ingólfsdóttir, Geir Torfason, Rósa Guðrún Ingólfsdóttir, Jón Ernst Ingólfsson, Dagný Guðmundsdóttir, Aðalbjörg G. Ingólfsdóttir, Stefán Þór Bocchino, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐMANN BJARNASON, Hrafnistu í Reykjavík, áður til heimilis í Efstasundi 47, lést laugardaginn 26. febrúar. Útför hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 10. mars kl. 15.00. Anna Björg Jónsdóttir, Bjarni Þór Jónsson, Margrét S. Jörgensen, Guðbjörn Jónsson, Fanný M. Clausen, Margrét Jónsdóttir, Gunnar M. Andrésson, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.