Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVEIN Ludvigsen, sjávarútvegsráð- herra Noregs, hefur ákveðið einhliða að aflahlutdeild Norðmanna í norsk- íslensku síldinni aukist úr 57% í 65% á þessu ári. Þetta þýðir að Norðmenn ætla sér um 578.500 tonn af heild- arkvóta sem er 890 þúsund tonn. Lík- legt þykir að aðrar þjóðir muni auka kvóta sína hlutfallslega jafnmikið. Hlutur Norðmanna í kvótanum hefur verið 57% en Rússar, Íslend- ingar, Færeyingar og Evrópusam- bandið hafa deilt afganginum með sér. Hefur hluti Íslands verið 15,54% og miðað við heildarkvóta ársins yrði hann rúm 138 þúsund tonn. Norð- menn hafa frá árinu 2002 krafist 70% hlutdeildar í veiðunum en að hlutur annarra þjóða minnkaði. Í samtali við norska dagblaðið Sunnmørsposten segir Ludvigsen að þessi aðgerð eigi að sýna að Norð- mönnum sé alvara með kröfum sín- um og að þeir muni ekki láta þvinga sig af minnihlutanum. Hann segir að 65% hlutdeild sé ákveðin málamiðlun miðað við fyrri kröfur Norðmanna. Ákvörðun Ludvigsen þýðir að kvóti Norðmanna eykst um 72 þús- und tonn og nemur verðmæti þeirra um 350 milljónum norskra króna eða nærri 3,4 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt útreikningum Sunnmørsposten. Sigurd Teige, for- maður samtaka norskra útgerðar- manna, fagnar ákvörðun Ludvigsens en segist samt sem áður halda fast við kröfuna um 70% hlutdeild í kvót- anum. „Mér finnst þetta afskaplega óskynsamleg ákvörðun hjá honum,“ sagði Árni M. Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra, um ákvörðun Ludvig- sen í gær. Árni sagðist í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær ekki gera ráð fyrir því að aðrir myndu minnka aflahlutdeild sína við þessa ákvörðun Ludvigsen. „Hættan er sú að aðrir muni auka við sig á sama hátt og þeir hafa verið að gera. Við höfum reynt að fara varlega í þeim efnum, eins og til dæmis í kolmunn- anum, og ekki viljað spinna upp magnið. En hættan er að það gerist nú,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Aðspurður sagðist hann eiga eftir að athuga það hvort og hvernig hann komi til með að bregðast við ákvörð- un hins norska starfsbróður síns. „Það er ekki alveg sjálfgefið þótt ein- hverjir aðrir taki óskynsamlega ákvörðun að við gerum það líka. Ef allir gera það í þessu tilfelli, að hækka kvóta sinn, verður veiðin úr þessum stofni bara umfram það sem við og Norðmenn höfum verið sam- mála um að væri skynsamlegt. Það er að nálgast kosningar í Noregi og þessi ákvörðun er greinilegt merki þess. Og það er slæmt ef menn geta ekki látið svona mikilvæg mál ósnert í kosningabaráttu eða aðdraganda hennar,“ sagði Árni M. Mathiesen. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segist einnig telja þessa ákvörðun Norðmanna af- ar óskynsamlega. „Ef Norðmenn framfylgja þessari ákvörðun eigum við aðeins eitt svar sem er að auka kvóta okkar. Ég tel mjög líklegt að aðrar þjóðir geri það sama og það mun einfaldlega leiða til ofveiði úr þessum stofni, sem nú er búið að byggja upp á grundvelli samkomu- lags frá árinu 1996. Norðmönnum er þetta fyllilega ljóst og því eru þeir með þessu að setja stofninn í hættu,“ segir Friðrik. Norðmenn vilja meira af síldinni Morgunblaðið/Kristján STJÓRNENDUR Samskipa veittu viðtöku nýju ellefu þúsund tonna skipi félagsins við hátíðlega athöfn í Hamborg á föstudag. Hlaut skipið nafnið Helgafell og leysir af hólmi gamla Helgafellið á siglingaleiðinni milli Íslands og Evrópu. Það kom í hlut Arneyjar Guðmundsdóttur, starfsmanns í mötuneyti Samskipa, að gefa skipinu nafn en hún var val- in til verksins úr hópi allra kven- kyns starfsmanna félagsins á Ís- landi í happdrætti sem fram fór við vígslu nýrra höfuðstöðva Samskipa á dögunum. Fyrsta áætlunarferð nýja Helgafellsins verður 1. mars nk. frá Rotterdam og er það vænt- anlegt til hafnar í Reykjavík úr jómfrúarferðinni hinn 9. mars. Skipið getur flutt 908 gámaein- ingar, eða rúmlega 200 gámaein- ingum meira en gamla Helgafellið, og burðargetan er allt að 11.143 tonn. Ganghraði skipsins er allt að 18,4 sjómílur og það er 138 metra langt og 21 metra breitt. Í áhöfn eru ellefu menn, allt Íslendingar, en skipið er skráð í Færeyjum af rekstrarlegum ástæðum. Helgafell- ið nýja er systurskip Arnarfellsins, sem Samskip fengu afhent í síðasta mánuði. Bæði skipin voru sérhönn- uð fyrir Samskip til að annast sigl- ingar milli Íslands og Evrópu, jafn- framt því sem krafa var gerð um að þau væru þannig útbúin að þau gætu athafnað sig í þröngum höfn- um. Þýska skipasmíðastöðin JJ Sietas tók að sér smíði skipanna og nam kostnaður við hvort skip um 1,7 milljörðum íslenskra króna. Verkefnið var fjármagnað af HSH Nordbank og eru skipin í eigu skipasmíðastöðvarinnar en Sam- skip leigja þau til sjö ára, með kauprétti að þeim tíma liðnum. Helgafell Arney Guðmundsdóttir, starfsmaður Samskipa, mundar kampa- vínsflöskuna, tilbúin að gefa nýja Helgafellinu nafn. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og Knútur G. Hauksson, annar forstjóra fé- lagsins, fylgjast með ásamt framkvæmdastjóra skipasmíðastöðvarinnar. Nýtt Helgafell í þjónustu Samskipa ÚR VERINU Í DÓMI Hæstaréttar um framsalskröfu yfir tæplega þrítugum Pólverja vegna brots sem hann er sakaður um að hafa framið árið 1997, segir að lög banni ekki framsalið og að ekki séu efni til þess að hnekkja mati dómsmálaráðherra á því að mannúðarástæður komi ekki í veg fyrir framsal mannsins. Héraðsdómur hafði áður hafnað framsali vegna mannúðarsjónarmiða. Maðurinn sem er fæddur árið 1976 hefur ver- ið búsettur hér á landi frá árinu 2000 og á 18 mánaða gamlan son hér á landi með pólskri sam- býliskonu sinni. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að í nóv- ember 2004 barst íslenskum stjórnvöldum beiðni pólskra dómsmálayfirvalda um að mað- urinn yrði framseldur. Var honum gefið að sök að hafa, ásamt öðrum nafngreindum mönnum, eignað sér 10.000 svissneska franka, jafnvirði 500.000 króna, sem þeir hefðu fengið úr mynt- talningar- og skiptivélum í Sviss. Munu þeir hafa nýtt sér galla í vélunum til að skipta á verð- litlum rúblum fyrir franka. Eftir að ríkissaksóknari fór yfir framsals- gögnin sendi hann dómsmálaráðuneytinu um- sögn þar sem fram kom að ekki yrði annað séð en að skilyrðum framsals væri fullnægt en jafn- framt vakti hann athygli á fjölskylduhögum mannsins. Þá kom fram að ef hann yrði dæmdur hér á landi mætti hann búast við 4-6 mánaða skilorðsbundnum dómi. Samkvæmt íslenskum reglum fyrnist slíkt brot á 10 árum. Í Póllandi til 2000 Í bréfi ríkissaksóknara til héraðsdóms var ennfremur vakin athygli á því að samkvæmt yf- irlýsingu sem íslensk stjórnvöld gáfu þegar þau undirrituðu Evrópusamning um framsal saka- manna frá 1957 gæti Ísland hafnað beiðnum um framsal eigin ríkisborgara, sem og annarra sem búsettir eru hér á landi. Verjandi mannsins taldi að skilyrði fyrir framsali væru ekki uppfyllt og benti m.a. á að samkvæmt lögregluskýrslum væri óljóst hvort og í hversu miklu magni maðurinn tók þátt í peningaskiptunum og ekki yrði betur séð en að hann væri einungis grunaður um að hafa tekið þátt í að skipta jafnvirði um 200.000 íslenskra króna. Því yrði refsing hans hér á landi vænt- anlega enn mildari en 4-6 mánaða skilorðsbund- ið fangelsi. Hér væri því ekki um neinn stórglæp að ræða enda hefðu bæði svissnesk og pólsk yf- irvöld haldið að sér höndum varðandi framsalið og sjö ár liðið frá meintu broti og þar til fram- salskrafan barst til Íslands. Slíkur seinagangur væri með ólíkindum og ekki yrði séð að meðferð málsins hefði verið í samræmi við kröfur um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma eins og kveðið er á um í Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Þá benti verjandinn á að maðurinn var búsett- ur í Póllandi fram til október 2000 og því nægur tími til að saksækja hann í Póllandi. Hér hefði hann búið á fimmta ár og allan tímann starfað hjá sama vinnuveitenda. Hann hefði hreint saka- vottorð hér á landi og ekkert kæmi fram um að hann hefði sakarferil í öðrum löndum. Mat ráðherra Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að skilyrði fyrir framsali væru ekki uppfyllt og tók dómurinn tillit til þess að íslensk stjórnvöld geta hafnað beiðnum um framsal þeirra sem eru bú- settir hér á landi og til mannúðarsjónarmiða. Þessum dómi áfrýjaði íslenska ríkið til Hæsta- réttar sem komst að öndverðri niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar er bent á að samkvæmt lögum sé bannað að framselja íslenska ríkis- borgara en þar sem maðurinn sé ekki íslenskur ríkisborgari sé ekki bannað að framselja hann. Synja megi um framsal ef mannúðarástæður mæli gegn því. „Dómsmálaráðherra hefur metið aðstæður í þessu máli svo, að slíkar ástæður standi ekki gegn framsali varnaraðila. Ekki eru efni til að dómstólar hnekki því mati, eins og stendur á í málinu. Verður ákvörðunin því ekki felld úr gildi á þessum grundvelli,“ segir í dómi Hæstaréttar sem taldi að því yrði ekki hjá því komist að fella úrskurð héraðsdóms úr gildi. Málið dæmdu Garðar Gíslason, Árni Kol- beinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Ragn- heiður Harðardóttir sótti málið f.h. ríkisins en Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl. var til varnar. Hæstiréttur taldi ekki efni til að dómstólar hnekktu mati ráðherra Framseldur vegna afbrots árið 1997 Refsing hér á landi yrði 4–6 mánaða skilorðsbundið fangelsi Morgunblaðið/Kristinn  Desember 1997 – Meint brot framin í Sviss  Október 2000 – Maðurinn flytur til Íslands frá Póllandi  Október 2001 – Svisslendingar biðja um réttaraðstoð Pólverja  Nóvember 2004 – Pólverjar fara fram á framsal  Febrúar 2005 – Hæstiréttur kveður upp dóm Sjö ár frá broti til framsals FRAMÚRSKARANDI þátttaka var í svo- kallaðri tívolísyrpu skákfélagsins Hróks- ins á sunnudagin. 56 börn tefldu og voru allir flokkar vel mannaðir, segir í frétt frá Hróknum. Tveir keppendur náðu fullu húsi stiga, þau Hjörvar Steinn Grétarsson og Elsa María Þorfinnsdóttir. Keppt var í húsi Ís- landsbanka á Kirkjusandi. Morgunblaðið/Ómar Góð þátttaka í tívolísyrpu LYFJAFYRIRTÆKIÐ Actavis hefur gefið út nýja fræðslubæklinga um þunglyndi og geðhvörf. Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi hjá Geðheilbrigðisáætl- un Evrópuskrifstofu Al- þjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar, skrifaði bæklinginn um geðhvörf og Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir skrifaði bæk- linginn um þunglyndi. „Sjúklegt þunglyndi og kvíði eru algengar geðraskanir sem snerta marga og er af þeim sökum rík þörf fyrir fræðslu,“ segir í tilkynningu frá Actav- is. „Geðklofi og geðhvörf eru mun sjaldgæf- ari sjúkdómar en geta valdið miklum þján- ingum og röskun á lífi fólks og því er þörf fyrir mjög sérhæfða meðferð.“ Bæklingarn- ir eru ókeypis, og er hægt að finna á heilsu- gæslustöðvum, læknastofum og í apótekum. Bæklingar um þunglyndi og geðhvörf Nýir fræðslubæk- lingar um þung- lyndi og geðhvörf. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.