Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 19 DAGLEGT LÍF W olfgang Lechner starfar hjá þýska blaðinu Die Zeit og er matgæðingur mikill. Hann hefur ferðast um víða veröld til að kynna sér mat og matarmenningu og kom til Íslands fyrir skömmu til að leyfa bragðlaukum sínum að njóta matar og skemmtunar á Food and fun-hátíðinni. Wolf- gang hefur gefið út bók um tengsl matar og til- finninga sem heitir Essen – und ein par andere schönste Ding, þar sem hann fjallar á skemmtilegan hátt um mat og aðra dásamlega hluti. „Að borða er svo miklu meira en að næra sig. Ef það snerist aðeins um næringu þá gæt- um við allt eins fengið þá næringu sem við þurfum í vökva- eða pilluformi og þá myndum við hvorki finna bragð né upplifa nokkrar til- finningar tengdar því að nærast. Ef við förum öfgafullu leiðina í hina áttina þá get ég nefnt dæmi um mat sem hefur ekkert næringargildi en vekur mikla sælu þegar hann er borðaður. Hann er suðrænn og heitir Aire á spænsku sem þýðir loft og er froða sem kemur af gulrót- armixi. En venjulega er upplifun okkar af því að borða einhvers staðar þarna mitt á milli öfg- anna, við nærum okkur og njótum þess, þótt í mismiklum mæli sé.“ Tómatar voru ástarepli Wolfgang segir tengsl matar og til- finninga margskonar og nefn- ir sem dæmi hvað veldur því að okkur finnst einhver matur lostafyllri en annar. „Útlit mat- arins og lögun, sem og bragð og litur, eru þeir þættir sem hafa mest áhrif á það að okkur finnst einhver matur öðrum fremur mun- úðarfullur. En hvernig athöfnin sjálf að borða fer fram skiptir auðvitað líka miklu máli. Allur matur sem borðaður er með berum höndum verður óneitanlega munúðarfullur af því það er nautnalegt að sleikja á sér fingurna meðan á borðhaldi stendur. Það er líka mjög erótískt að horfa á þann sem þú elskar borða mat með ánægju og nautn,“ segir Wolfgang og bætir við að mjög dýr og fágætur matur hafi tilhneig- ingu til að vera álitinn kynþokkafullur. „Til dæmis voru tómatar dæmi um slíkt á öldum áður í Mið- Evrópu. Þá var erfitt að fá og þeir voru mjög dýrir. Þeir komu frá Ameríku og voru kallaðir ást- arepli í Frakklandi þar sem þeir voru fá- gætir. Nafngiftin er viðeigandi því stórir tóm- atar eru fagurlega bogadregnir og minna á vissan líkamspart kvenna. En á Spáni voru tómatar aftur á móti hverdagslegir á þessum tíma. Þetta sýnir okkur að aðstæður á hverjum stað geta skipt miklu máli þegar kemur að því hvaða tilfinningar matur vekur hjá fólki.“ Kyntröllið Casanova og ostrur Wolfgang leggur áherslu á að matur geti einn- ig vakið erótískar hugsanir einvörðungu vegna aðstæðna á meðan hann er borðaður. Máli sínu til stuðnings vitnar hann í franskan mann sem ferðaðist um víða veröld í leit að hinni full- komnu máltíð. „Hann komst að því að hina fullkomnu máltíð væri til dæmis að finna um kvöld niðri við strönd, þar sem hlýr andvari lék um andlit og sjórinn gældi við tær hans á með- an hann borðaði hversdagslegan grillaðan kjúkling. En á móti honum sat undurfögur kona sem hann vissi að hann mundi njóta ásta með eftir klukkustund.“ En er hægt að fá einhvern til að elska sig eða langa til að sænga með sér með því að bera fyrir hann ákveðinn mat? „Margir hafa reynt þetta og kyntröllið Casanova sagði að það brygðist aldrei að gefa konu ostru að borða, þá myndi hún þýðast hann. Það er eitthvað kynferðislegt við það sem kemur í ljós þegar ostra er opnuð og auk þess er hún slímug. Þetta vekur óneitanlega ákveðin hugrenningatengsl hjá þeim sem borða. En ég þekki líka konur sem líta ekki við ostrum, finnst þær vondar og hlaupa á brott frá hverjum þeim sem býður þær.“ Matur eldaður af ást vekur ást Þegar Wolfgang er inntur eftir því hvaða mat beri að forðast þegar reiða á fram rómantískan kvöldverð fyrir verðandi elskhuga segir hann það fara eftir því hver eigi í hlut. „Best er að finna út hvað er rétti maturinn fyrir hann eða hana áður en farið er út í eldamennskuna. Nokkrar grundvallarreglur er þó gott að hafa í huga. Fyrst og fremst ber að forðast allan þungan mat sem gerir fólk syfjað. Eins er ár- íðandi að drekka ekki of mikið vín og gott er að forðast það að hafa eldamennskuna svo flókna að allt kvöldið fari í að elda. “ Wolfgang leggur áherslu á að vissulega skipti líka öllu máli að matur sé eldaður með mikilli ást til að hann veki ást. „Ég hef ferðast um víða veröld og í fátæku löndunum kemst maður að því að þar er sú athöfn að gefa ein- hverjum að borða það sama og að gefa honum ást og kærleika. Og þetta skilar sér svo sann- arlega til þess sem þiggur. Í Rúanda hef ég til dæmis borðað hversdagslegt og ólseigt geita- kjöt sem var þó einstaklega ljúffengt af því það var matreitt af svo mikil ást og með stolti.“ Matur og erótík fara vel saman  MATARKISTAN | Að borða er svo miklu meira en að næra sig khk@mbl.is Að borða er ekki einvörð- ungu athöfn til næringar. Matur getur vakið hinar ýmsu kenndir. Kristín Heiða Kristinsdóttir spjallaði við mann sem hefur stúderað munúðina í matnum til margra ára. Morgunblaðið/Golli Wolfgang talar af inn- lifun um mat og munúð. Í forrétt myndi ég hafa létt tómata- ogólífusalat sem gert er eftir uppskrift frásjónvarpskokkinum Jamie Oliver. Það er búið til á mjög erótískan hátt. Taka skal litla kokteiltómata og kreista þá með fingrunum, innihaldinu er síðan hrært saman við mauk úr svörtum ólífum, sem einnig hafa verið kreist- ar. Þær eiga að vera sem ferskastar en ekki koma marineraðar úr dós og þær eiga að vera með steinum sem þó eru kreistir úr þeim. Saf- anum eða maukinu sem kemur úr tómötunum og ólífunum er semsagt hrært saman við örlít- ið af úrvalsólífuolíu og grófu sjávarsalti. Þetta er mjög fagurt á litinn og einstaklega gott. Næsti réttur veltur reyndar á árstíðinni en helst myndi ég kjósa hvítan spergil (aspargus), sem bestur er í maí og júní. Hvítur spergill er yndislega léttur, ilmar sérlega vel og sagt er að hann auki framleiðni á vissum hormónum í mannslíkamanum. Spergilinn skal matreiða á mjög einfaldan hátt, sjóða hann í söltu vatni með örlitlu af sykri. Þegar hann er borinn fram skal strá örlitlu af grófu sjávarsalti yfir hann og nokkrum dropum af ólífuolíu. Fyrir þá sem hafa tök á er best að nota Argonolíu en hana er frekar erfitt að nálgast, því hún er að- eins framleidd í Marokkó og fæst aðeins þar og á einstaka markaði í París. En hún ber í sér heslihnetubragð og er ótrúlega ljúffeng. Einnig væri gott að bera fram kræklinga í fallegum skeljum eða ostrur, af því að nota þarf fingurna til að borða slíkan mat. Ég mæli líka með þistilhjörtum eða hverju öðru þar sem nota þarf fingurna til að borða. Á einhverjum góðum tímapunkti væri snjallt að borðhaldið bærist frá borðinu og jafnvel inn í svefnherbergi og þar myndi ég bera fram ferskan og fallegan eftirrétt, til dæmis opin granatepli sem eru svo falleg og litfögur að innan, full af litlum rauðum berj- um. Eftirréttinn ætti að borða útafliggjandi og jafnvel leika sér aðeins með hann. Ég minnist í því sambandi sögu um konu á Sikiley sem var algjörlega heltekin af eldamennsku. Einn dag- inn eldaði maður fyrir hana spaghettí og hún lagðist nakin á borðið þar sem hann borðaði spaghettíið af líkama hennar án þess að nota fingur eða nokkuð annað en munninn. Sama er hægt að gera með granateplin.“ Í drykkjum með þessum kvöldverði mælir Wolfgang með að byrjað sé á góðu köldu og mjög þurru kampavíni, af því að eldgosið sem streymir fram þegar flaskan er opnuð vekur ákveðin hugrenningatengsl. Með matnum segir hann létt og þurrt rósa- vín tilvalið. Tillaga Wolfgangs að unaðslegum kvöldverði Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.