Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að er einhver lykt í loftinu þessa dag- ana, kunnugleg og dásamleg lykt. Ein- hvers konar blanda af sjávarlykt og rotnandi jarð- vegi. Ég veit ekki hvort hún kom með þessari yndislegu þoku sem lá yfir borginni fyrir nokkrum dögum, tíminn rennur svolítið saman þegar lífið geng- ur eins hratt og það hefur gert undanfarið. Þegar ég var lítill fannst mér hver dagur líða sem þúsund ár. En nú gætu þúsund ár eins ver- ið einn dagur. Tíminn er af- stæður og líður sífellt hraðar eftir því sem maður fullorðnast. Það er synd, vegna þess að því eldri sem maður verður, því fleiru þarf maður að koma í verk og tím- inn minnkar og minnkar. Er þetta ein- hver vísbend- ing um það að við hugs- um hægar, eða líður tíminn einfaldlega hraðar hjá fullorðnu fólki? Hvað um það, það er yndisleg tilfinning í loftinu þessa dagana. Ég hef aðeins fengið að njóta þeirra fríðinda að ganga úti í góða veðrinu og það er merki- legt hvað einfaldur hlutur eins og lyktin af hinu óhjákvæmilega vori getur kveikt á mörgum ólíkum tilfinningum. Ég held ég hafi aldrei lært eins vel að meta vorið eins og núna. Ég vona að þetta eigi bara eftir að ágerast. Vorið kallar alltaf fram sér- stakar minningar hjá mér. Til dæmis hina árlegu tilraun upp- finningasams föður míns til að kenna mér að hjóla. Tilraun- irnar fólust yfirleitt í því að stilla mér upp efst í brekku of- an á aðeins of stóru reiðhjóli stóra bróður míns og láta mig rúlla niður. Þetta endaði yf- irleitt með gráti og gnístran tanna og staðfastri þverneitun um frekari hjólreiðatilraunir þangað til næsta vor. Hér kem- ur hin neyðarlega játning: Ég lærði ekki að hjóla fyrr en í langa verkfalli BSRB, ég held að ég hafi verið tíu ára gamall. Á endanum var það stóri bróðir minn sem bjargaði mér frá þessu athlægi. Síðan þá hef ég verið hrifinn af hjólreiðum, þótt ég viðurkenni fúslega að hjól- reiðar sem samgönguleið eru aðeins fyrir hugrökkustu og hörðustu menn hér í borg, þökk sé blessaðri einkabílatrúnni. Hugsun okkar mannanna er nátengd umhverfi okkar. Hún mótast af árstíðunum, landslag- inu, dýralífi, jurtalífi, landslagi borgarinnar og vindunum. Árs- tíðirnar koma og fara og taka með sér hugmyndir, áhyggjur, hugsanir og vangaveltur. Vet- urinn er tími hvíldar, íhugunar og þess að veita ástvinum sín- um hlýju og tíma. Vorið er tími nýrra hugmynda, orkuspretta og hreyfingar. Sumarið er tími leikja, gleði, orkusöfnunar og ferðalaga og haustið er tíminn til að loka hringnum fyrir hvíld- ina, ljúka verkunum. Það má segja að árið sé nokkurs konar stækkuð útgáfa af deginum í hlutföllunum 1:365. Vorið er að vekja okkur. Það er mikilvægt að hlusta á það. Eins og segir í kvæðinu: „Vertu til er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg.“ Lóan segir að nú sé kominn tími til að vaka og vinna. Við eigum örugglega eft- ir að fá einhver páskahret, en það má ekki rugla okkur frá að- alatriðinu, sem er að sólin fer hækkandi og með henni lífið, vonin og orkan í okkur öllum og það er mikilvægt að nýta hana vel. Á komandi vori skulum við Íslendingar horfa til framtíðar og velta fyrir okkur hvaða verk liggja fyrir. Mig langar að nefna eitt mikilvægt verkefni sem liggur fyrir og þörf er að vekja athygli á: Vestfirði vantar háskóla, ekki bara eitthvað há- skólasetur sem er eins og snuð í stað mjólkur, háskóla með al- vöru kennslu og rannsóknum, þar sem myndast getur sam- félag fólks sem vill vinna land- inu gott. „Og hvernig ætlarðu að borga fyrir það?“ gæti fólk spurt. Og ég svara hiklaust: Þessi fjárfesting borgar fyrir sig sjálf, því hún mun koma öll- um landsmönnum til góða. Ég fór sjálfur vestur á firði á síð- asta ári og spurði ungt fólk hvað vantaði. Enginn sagði: „Fleiri togara“ eða „álver“ eða „olíuhreinsunarstöð“. Nær und- antekningarlaust sagðist unga fólkið vilja háskóla til að mennta sig og stunda rann- sóknir í heimabyggð. Og eigum við ekki að hlusta á unga fólkið? Nógu yrðu menn fljótir til ef unga fólkið vildi álver. Ég vildi óska að samborgarar mínir í Reykjavík gætu séð í friði þær aðgerðir sem í raun og veru bæta líf fólksins á landsbyggðinni. Ég vildi óska að vælandi kverúlantar hættu nú að kvarta yfir hverri krónu sem á að setja í umbætur úti á landi og áttuðu sig á því að það þarf að bæta lífskjörin víðar en í Reykjavík. Okkur ber skylda til að halda búsetuskilyrðum fjölbreyttum. Þetta gerum við best með öflugu skólakerfi, góð- um vegum og háu almennu þjónustustigi við fólk alls staðar á landinu. Við þurfum líka að hætta að væla yfir sköttunum. Þeir eru ekkert svívirðilegir. Það er að minnsta kosti ekki hægt að bæði kvarta yfir skattpíningu og lélegri meðferð á öryrkjum, heilbrigðisstarfsfólki og kenn- urum. (Já, fjandakornið, kenn- urum, því þeir eru ennþá und- irborgaðir og það eru bara fáfróðir durgar úr ónefndum póstnúmerum sem fullyrða ann- að.) Íslendingar þurfa líka að átta sig aftur á því hver við erum. Erum við Norðurlandaþjóð sem er annt um þegnana, velferð- arkerfið og menntakerfið eða erum við miskunnarlaust neyslu- og mannleysusamfélag sem snýst um ekkert annað en okkar eigin afturenda? Hættum að kvarta yfir sköttunum og förum að vinna fyrir landið okk- ar og alla þá sem í því búa. Vorið mitt Ég fór sjálfur vestur á firði á síðasta ári og spurði ungt fólk hvað vantaði. Eng- inn sagði: „Fleiri togara“ eða „álver“ eða „olíuhreinsunarstöð“. Nær undan- tekningarlaust sagðist unga fólkið vilja háskóla til að mennta sig og stunda rannsóknir í heimabyggð. VIÐHORF Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is HVAÐ er sameiginlegt með þeim konum sem hafa náð langt í viðskipta- lífi á Íslandi? Jú, þær hafa ekki enda- laust verið að velta sér upp úr því að þær séu konur. Þessi orð féllu á fjöl- sóttum fundi í Iðnó 16. febrúar þar sem rætt var um völd og áhrif kvenna. Það fylgdi sögunni að það væri svo niðurlægjandi fyrir konur að komast áfram út á kyn sitt. Margar þeirra kvenna sem nú skipa áhrifa- stöður í þjóðfélaginu hafa sagt að þær hafi ekki komist áfram vegna þess að þær séu konur heldur á eigin verðleikum. Nokkrar hafa líka lýst því yfir að þær hafi aldrei fundið fyrir því að vera konur, hvernig sem það er hægt í samfélagi þar sem aðgreining kynjanna er eitt skýrasta birtingar- form félagslegrar stigskiptingar. En hvað felst í svona yfirlýsingum? Það þarf ekki mikinn speking til að sjá að í þessu felst merkingarauki eða hughrif sem áheyrandinn reynir að botna. Þegar átak um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum stóð yfir voru margir sem spurðu af hverju það þyrfti að fjölga konum í pólitík „bara af því þær væru konur“. Þetta viðhorf kallast á við viðkvæðið að kyn skipti ekki máli sem Gunnar Hersveinn rifj- aði upp í greininni „Jafnréttisbar- áttan 2004“ í Morgunblaðinu 29/1. Hann nefndi m.a. karlanefndirnar sem ríkisstjórnin skipaði í fyrra þrátt fyrir eigin jafnréttisáætlun um að jafna kynjahlutföll. Allar fjalla nefnd- irnar um mál sem skipta miklu fyrir lýðræðið og almannahag, þ.e. fjöl- miðla, þjóðaratkvæðagreiðslu og stofnanakerfi og rekstur ríkisverk- efna. Þegar Geir Haarde var gagn- rýndur á Alþingi fyrir að hafa snið- gengið konur í síðustu nefndinni sagði hann að kyn skipti ekki máli fyrir efnisatriði málsins. En hvaða rök eru fyrir því að kyn skipti máli? Það væri að bera í bakka- fullan lækinn að tíunda þau út í hörg- ul, áhugasömum er bent á rit Hag- stofunnar Konur og karlar 2004 sem vitnar um víðtækt valdamisræmi kynjanna. Varla þarf að árétta að á hér á landi ríkir lagalegt jafnrétti. Í íslenskum lögum er þó að finna tvö ákvæði um kynjakvóta, aðgerð sem almennt er talin niðurlægjandi fyrir konur. Hið fyrra er að í jafnréttisráði skuli hlutfall kynjanna vera jafnt og er þar gengið miklu lengra en í ákvæðinu um nefndir og ráð hins op- inbera þar sem einungis skal tilnefna fólk af báðum kynjum. Rökin að baki má rekja til skýrslu karlanefndarinnar árið 1993 um að ekki megi halla á karla í jafnrétt- isumræðunni. Hefur nokkur heyrt umræðu um hvort nægilega margir karlar hafi sér- þekkingu á jafnrétt- ismálum til að uppfylla ákvæðið, eins og oft heyrist um konur þegar lágt hlutfall kvenna í ráðum og nefndum ber á góma? Eða af hverju karlar eigi að sitja í jafnréttisráði „bara af því þeir eru karlar“. Hið síð- ara er þriggja mánaða fæðing- arorlofskvóti karla, stærsta handafls- aðgerð Íslandssögunnar í jafnréttismálum. Hver hefur heyrt spurt af hverju karlar eigi að fara í fæðingarorlof „bara af því þeir eru karlar“? Eða að það sé niðurlægjandi fyrir þá að beita hafi þurft handafls- aðgerðum í því skyni? Það er ekki síð- ur athyglisvert að þá sjaldan að kyn er til umræðu þegar konur í áhrifa- stöðum eiga í hlut þá eru þær gjarna gerðar að kyntákni, útlit þeirra og kynþokki verður aðalatriði en ekki málaflokkurinn sem þær standa fyrir. Slíkt er fáheyrt með karla. En hver er sá merkingarauki sem marar í hálfu kafi þegar talað er um að komast áfram á eigin verðleikum en ekki sem kona? Af hverju þurfa konur að tiltaka þetta sérstaklega? Er það til þess að aðgreina sig frá ein- hverjum öðrum konum sem hafa komist áfram án verðleika? Er það vegna þess að til að komast í innsta kjarna valdsins þurfa konur að sverja af sér kyn sitt og jafnréttisbaráttu? Eru þetta fyrirheit um að rugga ekki bátnum? Eða er verið að gefa í skyn að þessar tvær breytur séu illsam- ræmanlegar, þ.e. að vera kona og hafa verðleika? Að viðkomandi líti á sig sem undantekninguna sem sanni regluna. Hefur nokkur heyrt karl- mann í áhrifastöðu segja: „Ég hef ekki komist áfram sem karlmaður heldur á eigin verðleikum“? Er það kannski vegna þess að leiðtoga- ímyndin og hugmyndir okkar um hæfileika, greind og hæfni eru sam- ofnar viðteknum hugmyndum um karlmennsku? Málið snýst um völd og valda- tengsl, norm og viðmið. Tökum önnur dæmi. Hvaða skilaboð væri samkyn- hneigður maður að gefa sem segðist bjóða sig fram til forystu en ekki sem hommi heldur á eigin verðleikum? Eða svartur maður? Þýðir það að þetta sé almennt ekki talið fara sam- an? Að viðkomandi muni ekki beita sér í þágu þessara hópa, ekki hrófla við ráðandi valdakerfi? Eða að hann telji það sér til framdráttar að sverja af sér samkennd með þeim hópi sem hann tilheyrir? „It doesn’t matter if you’re black or white“ eins og Mich- ael Jackson söng eftir að hafa reynt að afmá öll merki uppruna síns úr andlitinu. Konur á valdastólum eru hverfandi fáar og þær verðskulda án vafa þá stöðu sem þær hafa náð. Afstaða þeirra skiptir miklu fyrir þróun jafn- réttisins. Meðan aðeins konur en ekki karlar þurfa að réttlæta metnað sinn, frama og völd með mismunandi vafa- sömum tilvísunum í kynleysi er full ástæða til að ætla að kyn sé þar ein- mitt grundvallaratriði. Ekki sem kona heldur á eigin verðleikum Þorgerður Einarsdóttir fjallar um ímynd kvenleika og karlmennsku ’Ég hef ekki komist íþessa stöðu vegna þess að ég er karlmaður held- ur vegna eigin verðleika? Er það kannski vegna þess að leiðtogaímyndin og hugmyndir okkar um hæfileika, greind og hæfni eru samofnar við- teknum hugmyndum um karlmennsku?‘ Þorgerður Einarsdóttir Höfundur er félagsfræðingur og starfar sem háskólakennari. ÞESS gerist ekki þörf að undir- ritaður ítreki marg yfirlýsta stefnu sína í einkavæðingarmálum. Stefnu, sem hann hefir ekkert legið á frá upphafi stjórnmála- afskipta sinna, að stjórnvöld eigi ekki að vasast í rekstri fyr- irtækja. En að hún skyldi taka þá óheilla- vænlegu stefnu, sem raun ber vitni, hefði hann aldrei órað fyrir. Að ofstjórn ráðstjórn- arinnar íslenzku skuli hafa sólundað tug- milljarða eignum al- mennings eins og við blasir á sér sennilega aðeins eina hliðstæðu: Aðfarirnar í Rússlandi eftir fall ráðstjórnarinnar þar í landi, þegar arftakarnir tóku að gefa þjóð- areignir á garðann hjá einkavinum sínum. Nýjustu hugmyndir ofstjórn- armannanna í íslenzku ráðstjórn- inni taka þó út yfir allan þjófabálk. Æðstu yfirmenn Landsvirkjunar, iðnaðarráðherra og fjármálaráð- herra, hafa lýst því yfir að stefnt verði að einkavæðingu fyrirtæk- isins eftir þrjú ár – 2008. (Innan sviga mætti kannski spyrja hvort það sé tilviljun einber, að hervirkið skuli vinna árið eftir næstu reglu- legu alþingiskosningar?) Kaupendur eru auðvitað á næstu grösum: Alcoa og Alcan, ann- aðhvort eða bæði, nema Norsk Hydro komi þar fingri á milli. Það sem hér er áformað að selja út- lendum auðjöfrum er annar af tveimur verð- mætustu þáttunum í þjóðarauði Íslendinga: Orkan – í jörðu og á, og hinn, sjávarauð- lindina, er búið að af- henda örfáum einka- vinum að stunda með stórfelldasta brask, sem um getur, og ekki er saman jafnandi við neitt nema hina nýríku orkufursta Rússlands – sem reyndar ganga ekki allir lausir ennþá. Eins og vant er, er reynt að drepa áformunum á dreif með ut- angarnakjaftæði vikapiltanna um að málið sé á frumstigi og ekki einu sinni komið til umræðu í þing- flokkum stjórnarflokkanna. Eins og það segi mönnum eitthvað? Þess er skemmst að minnast, að eitt ör- lagaríkasta mál í sögu þjóðarinnar, Íraksmálið, kom þar aldrei til um- ræðu, þótt formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins gengi létt- fættur undir þeirri lygi. Og Selfoss-skuddi er strax teymdur upp í sjónvarp. Hann geiflar granir og segir að ekkert sé að marka þessa tvo ráðherra. Þeir fara þó óumdeilanlega með forræði mála Landsvirkjunar, en ekki hann. Hvenær skyldi landsmönnum verða svo nóg boðið að þeir hrindi af höndum sér slíkum hrokamönn- um, sem einskis svífast í taumlausri valdagræðgi sinni? Þegar af léttir þeirri ótíð, sem við nú lifum við, verður það fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar að hefja opinbera rannsókn á allri starfsemi Einkavæðingarnefndar, jafnframt því að hrinda því helsi af lands- mönnum, sem á þá hefir verið lagt í sjávarútvegsmálum. Þjófabálkur Sverrir Hermannsson fjallar um orkusölu ’Kaupendur eru auðvit-að á næstu grösum: Al- coa og Alcan, annað- hvort eða bæði, nema Norsk Hydro komi þar fingri á milli.‘ Sverrir Hermannsson Höfundu er fv. formaður Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.