Morgunblaðið - 01.03.2005, Síða 15

Morgunblaðið - 01.03.2005, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 15 ERLENT Dodge Intrepit 07/99. Ekinn 46.000 km., sjálfskiptur, geis- laspilari, hraðastillir, rafmagn í öllu. Verð: 1.650.000.- Tilb: 1.380.000.- Toyota Avensis 11/99. Ekinn 59.000 km., beinskiptur, útvarp/geislaspilari. Verð: 950.000.- Tilb: 860.000.- Subaru Legacy 03/98. Ekinn 109.000 km., beinskiptur, dráttarbeisli, ný vetrardekk. Verð: 850.000.- Tilb: 750.000.- Musso 01/00. Ekinn 92.000 km., sjálfskiptur, álfelgur, útvarp/ geislaspilari, dráttarbeisli. Verð: 1.720.000.- Tilb: 1.580.000.- Tryggingamiðstöðin hf. Upplýsingar í síma: 894 5899. Til sölu FLO TT V ERÐ Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Kanarí 8. mars frá kr. 29.990 í 1 eða 2 vikur Vika kr. 29.990 2 vikur kr. 49.990 Verð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð/stúdíó. Innifalið flug, gisting í 7/14 nætur og skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í 1 eða 2 vikur á ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Á Kanarí nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Bókaðu strax á www.heimsferdir.is Vika kr. 39.990 2 vikur kr. 54.990 Verð á mann, m.v. 2 í íbúð/stúdíó. Innifalið flug, gisting í 7/14 nætur og skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. STJÓRNVÖLD á Kúbu hafa í hyggju að takmarka mjög sam- skipti landsmanna við útlendinga, einkum í ferðaiðnaðinum, að því er fram kemur í skjölum, sem lekið hefur verið út. Er það að sögn gert til að koma í veg fyrir spillingu og tryggja, að erlendur gjaldeyrir skili sér allur til ríkisins. „Samskipti starfsmanna í ferða- iðnaði mega ekki vera meiri en nauðsyn krefur og í samræmi við siðferðilegar og faglegar kröfur,“ segir í samþykktinni, sem Manuel Marero, ferðamálaráðherra Kúbu, undirritaði 19. janúar síðastliðinn. Átti hún að koma til framkvæmda mánuði síðar en hefur þó ekki enn birst í málgagni ríkisstjórnarinnar. Ekki er vitað hvað hana dvelur en starfsmenn í ferðaiðnaðinum segja, að hún hafi ekki verið kynnt þeim. Á Kúbu er ferðaiðnaðurinn mesta gjaldeyrisuppsprettan og ein af þremur meginstoðum efnahagslífs- ins. Hinar eru peningasendingar frá Kúbverjum erlendis og sykur- ræktin. Er gjaldeyririnn einkum notaður til kaupa á matvöru og olíu erlendis. Almenn mánaðarlaun 1.220 kr. Almenn mánaðarlaun á Kúbu, barþjóna jafnt sem skurðlækna, eru um 1.220 ísl. kr. en þjónar og aðr- ir starfsmenn í ferðaiðnaðinum fá þar að auki þjórfé, sem getur margfaldað laun þeirra. Það kynd- ir síðan aftur undir öfund og að sögn spillingu. Juan Escalona, aðalsaksóknari Kúbu, sagði snemma í febrúar, að mikil ögur- stund væri runnin upp í baráttunni við spillinguna og í samþykktinni fyrrnefndri eru starfsmenn í ferða- iðnaði hvattir til að sýna samfélags- lega ábyrgð og „hafna öllum tilboð- um“ frá útlendingum. Er þeim einnig skipað að láta yfirboðara sína vita reyni útlendingar að hafa við þá samskipti, sem „ekki varða starfið eða geta grafið undan bylt- ingaranda þeirra og virðingu“. Þá segir, að allir viðskiptafundir verði að vera í vitna viðurvist. Brottfluttir Kúbverjar segja, að ferðaiðnaðurinn í landinu minni ekki á neitt nema aðskilnaðar- stefnu. Skriðið sé fyrir útlendingum og gjaldeyrinum þeirra en lands- menn njóti aftur á móti ekki sömu réttinda á hótelum og ströndum. Samskipti við útlendinga verði enn takmörkuð Kúbustjórn vill tryggja að erlendur gjaldeyrir skili sér til ríkisins Havana. AFP. Fidel Castro Kúbuleiðtogi. Kosið um stjórnar- skrána í september ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, til- kynnti í gær að Danir myndu kjósa um stjórnarskrá Evrópusam- bandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu 27. september nk. Hyggst Fogh beita sér fyrir samþykkt stjórnar- skrárinnar en Danir höfnuðu Maastricht-samkomulaginu í þjóð- aratkvæðagreiðslu sem frægt er orðið árið 1992 og þátttöku í mynt- bandalagi ESB árið 2000. Spánverjar urðu fyrstir Evrópu- sambandsþjóðanna til að lýsa skoð- un sinni á stjórnarskránni en þjóð- aratkvæðagreiðsla um hana fór fram fyrir rúmri viku. Voru 77% kjósenda hlynnt samþykkt stjórn- arskrárinnar. Ljóst er hins vegar að mjórra verður á munum í sum- um öðrum aðildarríkjum ESB, s.s. í Póllandi, Tékklandi, á Írlandi og í Bretlandi. Skoðanakannanir benda til þess að 49% Dana séu fylgjandi stjórnarskránni en 26% séu mót- fallin henni. Forn borg finnst í sjó við Indland Útsogið á undan flóðbylgjunni svipti af henni hulunni Mahabalipuram. AFP. FUNDIST hafa ýmsar minjar úr steini undan ströndinni í ríkinu Tamil Nadu á Indlandi og bendir flest til, að um sé að ræða leifar fornrar hafnar- borgar, sem sökk í sæ. Það var vegna hamfaranna við Indlandshaf í desember, að þetta kom í ljós. Áður en flóð- aldan reið yfir á þessum slóð- um, sópaðist sjórinn frá ströndinni og tók þá með sér mikið af sandi, sem lá ofan á rústunum. Þótt ekki liði langur tími á milli útsogsins og flóðs- ins, var hann samt nægur til að sjá mátti greinilega leifar gamals hofs. Kafaraleiðangur, sem er að rannsaka rústirnar, segist hafa fundið steinhús, steinmynd af fíl, sem þó er aðeins hálf- höggvin, og tvö stór ljón, höggvin í granít. Saga er til um borgina, sem sökk, og er hún þannig, að hún hafi verið svo fögur, að guð- irnir hafi valdið flóði, sem sökkti sex af sjö hofum henn- ar. Segja fornleifafræðingar, að borgin hafi tilheyrt veldi Pallava-konungsættarinnar, sem ríkti yfir miklum hluta Suður-Indlands frá því á fyrstu öld fyrir Krist og fram á þá áttundu eftir Krist. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.