Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 4
„Djúp spor mörkuð í sögu framsóknarkvenna“ „Á MEÐAN jafnrétti er ekki orðið sjálfsagt í hugum fólks er þörf á svona aðgerðum,“ segir Una María Óskarsdóttir, formaður Landssam- bands framsóknarkvenna (LFK) en flokksþing framsóknarmanna sam- þykkti um helgina breytingar á lög- um flokksins um kynjakvóta. Eftir breytingarnar hljóðar laga- grein 12.8 í lögum Framsóknar- flokksins svona: „Við skipan í trún- aðar- og ábyrgðarstöður innan flokksins sem og við val á framboðs- lista hans skal hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40%, nema þegar gagn- sæjar og augljósar aðstæður eru því til fyrirstöðu. Jafnréttisnefnd og LFK skulu eft- ir þörfum verða til ráðgjafar um að ná markmiði þessu fram.“ Fyrir breyting- arnar var kveðið á um það í lögum flokksins að „við skipan í trúnaðar- stöður innan flokksins sem og við val á framboðslista hans [skuli] leitast við að hlutur hvors kyns verði ekki minni en 40%.“ Með breytingunum er því kveðið fastar að orði um kynjakvót- ann. Breytingarnar voru lagðar fram á þinginu að frumkvæði LFK. Una María segir framsóknarkonur og aðra jafnréttissinna innan flokks- ins afar ánægð með breytingarnar. Hún skrifar á vef LFK að með breyt- ingunum hafi djúp spor verið mörkuð í sögu framsóknarkvenna. „Á þinginu var það þýðingarmikla spor stigið að ákveðið var að efla jafnrétti innan flokksins og mun sú ákvörðun án efa leiða flokkinn áfram til aukinna áhrifa og framgöngu í íslenskum stjórnmál- um,“ skrifar Una María á lfk.is. Kynjakvóti samþykktur á flokksþingi Una María Óskarsdóttir 4 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OPINBER heimsókn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til Danmerkur hefst í dag. Hall- dór á þá fundi í Kaupmannahöfn með Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, Christ- ian Mejdahl, forseta danska þingsins, og fulltrúum utanrík- ismálanefndar þingsins. Heimsókn Halldórs lýkur á morgun og mun hann einnig hitta að máli forsvarsmenn ís- lenskra fyrirtækja í Danmörku, s.s. FIH bankans, sem er í eigu KB banka, og dótturfélags Mar- el Group, Carnitech, auk þess að ávarpa verslunarráðið í Ála- borg. Heimsókn Halldórs hefst í dag FJÖLDI gesta á vísi.is var í síð- ustu viku í fyrsta skipti meiri en fjöldi gesta mbl.is en gestum á blogghluta vísis.is fjölgaði um 11,5% milli vikna. Fjöldi innlita á mbl.is var hins vegar um tvöfalt meiri en hjá vísi.is en það segir til um hversu oft vefurinn var not- aður. Einnig voru flettingar fleiri á mbl.is. Samkvæmt samræmdri vefmæl- ingu, sem Modernus sér um, voru gestir vísis.is 159.692 talsins í síð- ustu viku en gestir mbl.is voru 158.648 talsins. Munurinn er 1.044 vikulegir notendur. Innlit hjá mbl.is voru 1.127.799 sem svarar til þess að hver notandi mbl.is hafi notað vefinn 7,10 sinn- um. Innlit á vísi.is voru 582.284 sem svarar til 3,6 innlita hvers gests. Flettingar á mbl.is voru 5,9 milljónir á móti um 5,1 milljón hjá vísi.is. Þá kemur fram í mælingum Modernus, að fjöldi notenda sem skoðuðu forsíðu mbl.is var 147.731 í síðustu viku en 77.642 skoðuðu forsíðu vísis.is. Fleiri gestir á vísi.is en mun fleiri innlit á mbl.is LÖGREGLUMÖNNUM í Kópavogi þótti útkall sem barst síðdegis í gær vera ágætis dæmi um streit- una sem stundum ríkir í umferð- inni á höfuðborgarsvæðinu. Sá sem hringdi sagði að stræt- isvagni og fólksbíl hefði verið ek- ið í sömu svipan að þrengingu á götunni Fitjalind. Bílarnir hefðu mæst á miðri leið en hvorugur vildi víkja fyrir hinum og því sæti allt fast. Sagði sá sem hringdi að töluvert uppnám væri á staðnum. Þar sem lögreglan var upptekin við önnur verkefni gat hún ekki sinnt útkallinu tafarlaust og þeg- ar átti að senda mann á staðinn bárust upplýsingar um að greitt hefði verið úr flækjunni. Varð- stjóri lögreglu sagði að lögreglan hefði gjarnan viljað ná í mennina til að lesa þeim pistilinn um gildi tillitssemi í umferðinni og að stundum væri best að gefa sinn rétt eftir í stað þess að þræta um smámuni. Hvorugur vildi víkja Í ÁLYKTUN flokksþings Fram- sóknarflokksins um Evrópusam- bandið segir m.a. að halda skuli áfram „upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðild- arviðræðna við Evrópusambandið“. Í frétt Morgunblaðsins um álykt- unina var hins vegar orðið „hugs- anlega“ haft á undan orðinu „aðild- arviðræður“ og sagt að flokks- þingið hefði ályktað að halda skyldi áfram „upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning hugsanlegra aðild- arviðræðna við Evrópusambandið“. Síðarnefndi textinn var orðaður samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofustjóra Framsóknarflokksins. Í ljós hefur hins vegar komið að þær upplýsingar voru rangar vegna misskilnings. Hugsanlega á röngum stað TALSVERÐUR erill var hjá lög- reglunni í Hafnarfirði um helgina og komu m.a. upp fjögur fíkniefna- mál þar sem lagt var hald á fjóra skammta af LSD, um 70 grömm af kannabisefnum og nokkurt magn af kókaíni og amfetamíni. Eitt innbrot var tilkynnt og átti það sér stað á laugardag. Brotist var inn í íbúðarhús í Garðabæ meðan húsráðendur voru í vinnu og stolið dýrum sjónvarpsskjá. Þá voru brotnar rúður í Setbergs- skóla og við Lækjarskóla voru brotnir ljósastaurar. Lögreglan óskar eftir vitnum að þessum af- brotum. LSD, innbrot og skemmdarverk NÚ bíða 95 börn eftir leikskólaplássi í Grafarholti samkvæmt upplýs- ingum frá Leikskólum Reykjavíkur og er ástandið áberandi verst þar hvað biðlista varðar í hverfum borg- arinnar. Börnin, sem verða 18 mán- aða eða eldri 1. september nk., bíða eftir því að komast inn á þá tvo leik- skóla sem eru í Grafarholti næsta haust, en þeir anna um 200 börnum. Þar af eru 79 börn sem eru á svoköll- uðum flutningslista, þ.e. eru í leik- skóla annars staðar í Reykjavík en vilja flytja sig í Grafarholt. Sextán börn hafa ekkert leikskólapláss en vilja komast að í Grafarholti. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskóla Reykjavíkur, segir að ástandið eigi eftir að batna. Hann segir stefnt að því að bæta einni deild við annan tveggja leikskóla í hverf- inu í vor ásamt því að hafin verði bygging nýs leikskóla í hverfinu í sumar. Leikskólamálum ábótavant Eydís Hafþórsdóttir, íbúi í Graf- arholti, telur leikskólamálum vera mjög ábótavant í hverfinu. Hún bendir á að þar sé mikið af ungu fjöl- skyldufólki sem fái ekki pláss fyrir börnin sín á leikskólunum þannig að það verði að koma þeim fyrir annars staðar, en það sé oft afar óhentugt. Sjálf á hún tveggja og hálfs árs dótt- ur sem hefur verið á biðlista frá því hún flutti í hverfið fyrir tæpu ári. Hún segist ekki hafa fengið loforð fyrir því að dóttir hennar fái leik- skólapláss næsta haust þegar hún verður þriggja ára, og það þyki sér vera mjög slæmt mál. „Mér var bent á að sækja um pláss á einhverjum öðrum leikskóla tímabundið meðan beðið er eftir plássi í hverfinu. Ég er mjög ósátt að þurfa að þvæla henni svona á milli leikskóla því það er erf- itt fyrir svona kríli,“ segir Eydís en hún þarf að huga að nýju leik- skólaplássi fyrir dóttur sína í sumar. „Ef okkur hefði dottið þetta í hug þegar við vorum að kaupa þá hefðum við hugsanlega skoðað önnur ný- byggingarhverfi,“ segir Eydís og bætir því við að hún hefði haldið að séð væri fyrir hlutum sem þessum. Ljóst sé að mikil uppbygging eigi sér stað í hverfinu þannig að vandamálið eigi eftir að aukast frekar ef ekkert verði að gert. Nýr leikskóli í undirbúningi Bergur segir að stefnt sé að því að bæta við einni deild á leikskólanum Geislabaugi í Grafarholti vor. Skól- inn taki nú um 90 börn en þau verði tæp 120 með nýju deildinni. Svo verði ráðist í byggingu nýs leikskóla í austurhluta hverfisins í sumar sem verði tekinn í notkun snemma á næsta ári. Leikskólinn á að anna um 70 börnum og deildin um 30 þannig að pláss fyrir um 100 börn verður til á þessu ári að sögn Bergs. Hann bendir á að um 1.400 börn komi til með að færast frá leikskólunum yfir í grunnskólana í haust þannig að ljóst er að ástandið eigi eftir að batna í Grafarholtinu. „Þetta er náttúrlega eins og hver annar skóli. Hann byrj- ar á haustin en þá hætta um 1.400 nemendur í leikskólunum og þá get- um við tekið nýja fólkið inn. Það þýð- ir ekkert fyrir menn að halda að þeir komist núna inn, um miðjan vetur, því þá eru börnin ekkert að hætta,“ segir Bergur og vill með þessu leið- rétta allan misskilning hvað þetta varðar. Hann bendir á að það sé ald- ur barnsins sem ráði því hvenær það fer inn en eldri börn eiga meiri rétt á dagvistun en þau yngri. Samkvæmt upplýsingum frá Leik- skólum Reykjavíkur munu 20 börn ekki fá inni í leikskóla í sínu heima- hverfi næsta haust, en reynt verður að bjóða þessum börnum pláss í leik- skólum í næsta nágrenni. Morgunblaðið/Árni Torfason Í vor verður opnuð ný deild við annan leikskólann í Grafarholti. Mörg börn á biðlista eftir leikskólaplássi Nýr leikskóli byggður í Grafar- holti í sumar Í YFIRLÝSINGU norrænu geisla- varnastofnananna, sem birt var í gær, er lagst gegn notkun ljósa- bekkja og sólarlampa, einkum með- al ungs fólks. Geislavarnir ríkisins og syst- urstofnanir í Svíþjóð, Noregi, Dan- mörku og Finnlandi benda á að notkun ljósabekkja auki líkur á húðkrabbameini. Í sameiginlegri tilkynningu segir að tíðni húð- krabbameina, þar á meðal illkynja sortuæxla, hefur aukist á síðustu áratugum á Norðurlöndum. Notkun ljósabekkja í fegr- unarskyni eða til annarra nota en lækninga er óráðleg, að áliti nor- rænu geislavarnastofnananna, og talið er sérstaklega mikilvægt að þeir sem eru yngri en 18 ára eða með ljósa og viðkvæma húð noti ekki ljósabekki. Leggjast gegn notkun ljósabekkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.