Morgunblaðið - 01.03.2005, Page 10

Morgunblaðið - 01.03.2005, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÁTINN er, áttræður að aldri, Björn Þórar- inn Þórðarson læknir, sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækning- um. Björn fæddist 22. febrúar 1925 í Hvíta- nesi, Skilmannahreppi, Borgarfjarðarsýslu, og var einn fjögurra barna Þórðar Guðnasonar, bónda í Hvítanesi, og konu hans Guðmund- ínu Þórunnar Jónsdótt- ur. Björn varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1946, lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla Ís- lands 1954 og varð sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum á Ís- landi 1959. Eftir læknapróf var Björn eitt ár héraðslæknir í Höfða- héraði. Björn var kandídat í lækn- isfræði í Danmörku á árunum 1955–6 og stundaði framhaldsnám í háls-, nef- og eyrnalækningum í Sví- þjóð á árunum 1956 til 1960. Björn starfaði sem sérfræðingur í háls-, nef- og eyrna- lækningum á eigin stofu í Reykjavík, lengst af í Vesturbæj- arapóteki, og Hafnar- firði frá nóvember 1959 til desember 1995. Þá var hann starfandi sér- fræðingur við St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði frá 1962 til janúar 1996. Björn sat um árabil í stjórn ekknasjóðs lækna. Hann safnaði mynt og frímerkjum og tók virkan þátt í fé- lagsstarfi á þessum sviðum. Viða- mesta áhugamálið var hins vegar myndlist, sem hann stundaði sjálfur af kappi frá miðjum aldri og hélt eina sýningu á verkum sínum. Naut Björn leiðsagnar listamanna og vina sinna, meðal annars Hafsteins Aust- manns og Einars G. Baldvinssonar. Björn kvæntist Lilju Ólafsdóttur, f. 22. ágúst 1926. Lilja lést 11. des- ember sl. Þau eignuðust fimm börn. Barnabörnin eru fjórtán og barna- barnabörnin fimm. BJÖRN ÞÓRARINN ÞÓRÐARSON Andlát „ÉG er tilbúin til að láta af þing- mennsku vegna þess að mér fannst þetta tækifæri sem ég mætti ekki láta framhjá mér fara,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í gær þegar til- kynnt hafði verið um ráðningu hennar í stöðu deildarforseta laga- deildar Viðskiptaháskólans á Bif- röst. Bryndís sem tekur við starfinu 1. ágúst næstkomandi af Ingi- björgu Þorsteinsdóttur, ávarpaði nemendur og starfsfólk á Bifröst og sagðist hafa fylgst með upp- byggingunni á Bifröst á und- anförnum árum og dáðst að þeim krafti sem einkenndi starfið þar. Hún sagðist hafa kynnst starfinu er hún var stundakennari á Bifröst síðastliðið sumar þegar meist- aranámið hófst þar og hlakkaði til að vinna með starfsfólkinu og nem- endunum á Bifröst. „Nemendur við lagadeild Við- skiptaháskólans á Bifröst hafa möguleika á að útskrifast sem hæf- ustu lögfræðingar landsins,“ sagði hún. „Ég nýt þekkingar Ingibjarg- ar þar til ég tek formlega við þann 1. ágúst næstkomandi. Margt hefur verið vel gert og ég mun fylgja því eftir, en vonandi get ég bætt ein- hverju við.“ Í samtali við Morgunblaðið sagði Bryndís að ekki væri svo langt síð- an ákvörðun hefði verið tekin um að hún tæki við stöðu deild- arforseta. „Þetta var rætt á stjórn- arfundi síðastliðinn fimmtudag og við getum sagt að við höfum náð saman. Ég er tilbúin að hætta þingmennsku vegna þess að mér fannst ég ekki geta látið þetta starf framhjá mér fara. Ég hef verið þingmaður í tíu ár og hafði hugsað mér að láta af þing- mennsku eftir þetta kjörtímabil. Lögfræðin hefur togað í mig, sér- staklega í seinni tíð, og mér fannst að í þessu starfi gæti ég sameinað lögfræðina og stjórnun og tel að reynsla mín eigi eftir að nýtast mér vel.“ Tók ákvörðunina á eigin forsendum Aðspurð hvort það hefði haft áhrif á ákvörðun hennar að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir tæki við þingsæti hennar sagði hún að þessa ákvörðun hefði hún tekið á sínum eigin forsendum. „Maður víkur ekki úr slíkri ábyrgðarstöðu fyrir neinn annan en sjálfan sig. Samt er gott að vita að öflugur kandídat kemur í staðinn fyrir mig.“ Bryndís sagðist hafa fylgst með starfinu á Bifröst eins og svo margir aðrir. „Mér finnst mjög gaman að hafa tækifæri til að taka þátt í þessu kraftmikla starfi, en ég lít á þessa uppbyggingu sem kraftaverk.“ Ekki segist Bryndís hafa tekið ákvörðun um hvort hún muni flytja á Bifröst eða aka á milli. Sú ákvörðun muni bíða um sinn. „Þeg- ar svo spennandi starf er annars vegar skipta vegalengdirnar engu máli,“ sagði hún. Ingibjörg Þorsteinsdóttir lætur af starfi deildarforseta að eigin ósk. Hún á von á öðru barni sínu og sagði að starf deildarforseta væri þannig að ekki væri hægt að sinna því í hlutastarfi. Henni hefði því þótt skynsamlegra að segja af sér, því ekki væri hægt að gera allt í einu. Í staðinn mun hún koma aftur til starfa sem dósent og sinna meira kennslu og rannsóknar- störfum sem hún hlakkaði til að geta horfið til að nýju. Ingibjörg og Runólfur Ágústsson rektor sögðust bæði binda miklar vonir við störf Bryndísar. Ingi- björg sagði meðal annars að hún hefði trú á að Bryndís hefði þann eldmóð og hæfileika til að færa lagadeildina á þann sess sem hún ætti skilið í framtíðinni og ætti hún eftir að standa undir væntingum. Bryndís Hlöðversdóttir lætur af þingmennsku í haust og tekur við starfi deildarforseta á Bifröst Gat ekki látið þetta framhjá mér fara Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Bryndís Hlöðversdóttir, nýráðinn deildarforseti lagadeildar Viðskipta- háskólans á Bifröst, ávarpar starfsfólk og nemendur skólans í gær. „Maður víkur ekki úr slíkri ábyrgðarstöðu fyrir neinn annan en sjálfan sig“ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tekur fast sæti á Alþingi 1. ágúst nk., þegar Bryndís Hlöðversdótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, lætur af þingmennsku. Bryndís tilkynnti í gær að hún hefði verið ráðin deildarforseti lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Tekur hún við stöðunni 1. ágúst. Ingibjörg Sólrún er fyrsti vara- þingmaður flokksins í kjördæminu og verður sjálfkrafa aðalþingmað- ur í stað Bryndísar. Þessar breytingar voru ræddar á þingflokksfundi Samfylkingar- innar eftir hádegi í gær. Margrét Frímannsdóttir, formaður þing- flokksins, sagði við Morgunblaðið að fundi loknum að Bryndís hefði tekið sér langan umhugsunar- frest, eftir að henni var boðin staða á Bifröst. „Við óskum henni auðvitað innilega til hamingju og erum ákaflega stolt af því að henni skuli hafa verið boðið þetta emb- ætti, en um leið erum við auðvitað leið yfir því að missa hana úr okk- ar hópi.“ Styrkir framboðið Þegar Ingibjörg Sólrún er innt eftir því hvernig henni lítist á það að taka fast sæti á þingi segist hún ekki hafa haft mikinn tíma til að velta því fyrir sér. Ákvörðun Bryndísar hafi borið brátt að; hún hafi ekki vitað af henni fyrr en um helgina. „Ég hef ekki haft mikinn tími til að velta þessu fyrir mér. Þetta er nýtt og ögrandi verkefni að takast á við og gaman að láta þessi mál til sín taka.“ Þegar hún er spurð hvort þetta muni styrkja framboð hennar til formanns í Samfylkingunni segir hún: „Ég veit það ekki, ég hef ekki hugsað það sérstaklega, ég sá allt- af möguleikana í þeirri stöðu að vera utanþings. En ég geri mér al- veg grein fyrir því að það eru margir sem töldu að það veikti framboð mitt að ég væri ekki þingmaður – og væri þá formaður utan þings. Það má því segja að sú röksemd sé dottin upp fyrir, þann- ig að þetta ætti þá, ef eitthvað væri að styrkja – vonandi – fram- boðið.“ Ingibjörg segir að það sé að sjálfsögðu erfitt fyrir þingflokk- inn að missa Bryndísi; hún hafi verið mikil kjölfesta í starfi hans. „En á hinn bóginn er þetta mjög ögrandi og spennandi verkefni fyrir hana að takast á við. Þetta þýðir að hæfileikaríkt og gott fólk á alltaf margra kosta völ.“ Ingibjörg Sólrún tekur fast sæti á Alþingi 1. ágúst Margrét Frímannsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Hæfileikaríkt og gott fólk á alltaf margra kosta völ“ Minn staður mín stund  daglegar fréttir af landinu öllu líka á Netinu: mbl.is Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.