Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÉG SÁ fram á að ég þyrfti í rauninni að búa til ákveðið óvissuástand, ákveðna knýjandi þörf til þess að menn hugsuðu sinn gang og hér kæmist á ein- hvers konar ný hugsun. Ég held að það hafi tekist. Mér þykir leið- inlegt að ég hef valdið taugatitr- ingi hérna í húsinu og ég veit að ég hef lagt talsvert á mína leik- ara, en ég get fullvissað ykkur um það að þau gengu öll mjög sátt frá fundinum í morgun [gær].“ Þetta kom fram í máli Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleik- hússtjóra á blaðamannafundi sem hún boðaði til í gær til að ræða mannabreytingar hússins. Á fundinum kom fram að sjö leikarar hússins hefðu ákveðið að losa leikarasamninga sína að fyrra bragði, þ.e. þau Þórhallur Sigurðsson, Stefán Jónsson, Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gests- son, Sigurður Sigurjónsson, Randver Þorláksson og Ívar Örn Sverrisson. Sökum þessa kom, að sögn Tinnu, aðeins til uppsagna þriggja fastra samninga og er þar um að ræða leikara sem komu á fastan samning í Þjóð- leikhúsinu leikárið 2002–2003 eða síðar. Ekki færri en sjö nýir leik- arar verða ráðnir í haust Í máli Tinnu kom fram að leik- ararnir sjö sem sögðu samningi sínum lausum væru þar með ekki endanlega hættir störfum hjá Þjóðleikhúsinu. Þannig mun Þór- hallur t.d. koma til liðs við fræðsludeild hússins sem Tinna sagðist hafa hug á að stórefla. Bæði Stefán og Edda Heiðrún munu koma til starfa við Þjóð- leikhúsið sem leikstjórar. Þeir Pálmi, Sigurður og Randver myndu einnig koma að einstökum verkefnum sem leikarar og leik- stjórar næsta vetur og Ívar Örn myndi koma að starfi hússins á forsendum lausráðins leikara. „Í dag sé ég fram á að hafa til ráðstöfunar tíu tímabundna samninga næsta vetur eða árs- samninga. Ég tel líklegt að ekki færri en sjö nýir leikarar komi að starfinu og fagna ég þeirri nið- urstöðu. Að auki verða hér einnig lausráðnir leikarar sem koma til starfa til einstakra verkefna eins og verið hefur. Til framtíðar geri ég mér vonir um að hreyfanleiki sé tryggður.“ Tinna ítrekaði að markmið sitt með þessum aðgerð- um sínum væri til þess gert að búa til ákveðinn hreyfanleika og þar með sveigjanleika í starfi Þjóðleikhússins sem gæti orðið að hefð til framtíðar. Líkt og áður hefur komið fram vill Tinna að í komandi kjara- viðræðum við Leikarafélag Ís- lands verði ræddur möguleikinn á því að koma á tímabundnum samningum til eins, tveggja eða þriggja ára í senn. Á blaða- mannafundinum nefndi hún fjórða möguleikann. „Í komandi samningaviðræðum við Leik- arafélag Íslands kýs ég helst að einhver sátt næðist um tíma- bundna samninga, jafnvel til fimm ára sem er þá sami tími og skipunartími þjóðleikhússtjóra er, þannig að sjálfkrafa losnuðu hér ákveðið margir samningar um leið og þjóðleikhússtjóraskipti verða,“ segir Tinna. Vonar að hreyfanleiki sé tryggður til framtíðar Morgunblaðið/Árni Torfason „Mér þykir leiðinlegt að ég hef valdið taugatitringi hérna í húsinu og ég veit að ég hef lagt talsvert á mína leik- ara,“ sagði Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri á blaðamannafundi sem hún boðaði til í leikhúsinu í gær. silja@mbl.is „ÉG ER á öðrum yngsta samn- ingnum þannig að mér var sagt upp í gær, en með von um frekara sam- starf,“ sagði Arn- björg Hlíf Vals- dóttir leikkona í samtali við Morg- unblaðið. „Ég er mjög róleg og sátt og finnst þetta allt mjög skiljanlegt, enda veit ég að þetta er ekki neitt persónulegt,“ segir Arnbjörg og tekur fram að sjálf sé hún komin með nóg af verkefnum framundan. Aðspurð segist Arnbjörg ekki vera búin að skrifa undir tímabundinn árssamning við Þjóðleikhúsið. „Ég hef virkilega notið þess að starfa þarna og vil gjarnan gera það áfram,“ segir Arnbjörg og tek- ur fram að sér hafi raunar líka bor- ist önnur tilboð sem hún sé að skoða. „Það er alltaf sársaukafullt fyrir alla að vera sagt upp. En kannski síst fyrir þá sem eru nýbyrjaðir að starfa við húsið og hafa nógan tíma framundan og nóg að gera. Það hefði verið erfiðara fyrir fólk sem fórnað hefur starfsævi sinni fyrir húsið að vera allt í einu látið fara. Þannig að ég tek þessu öllu með ró og sátt. Lífið kemur oft með breyt- ingar til manns og ég trúi því að þær verði bara til góðs, hvar sem ég enda.“ Tek þessu með mikilli ró og er sátt Er ekki að segja skilið við leikhúsið „ÉG ER búinn að starfa við húsið sem leikari í 22 ár og fannst þetta ágætt tilefni til að hvíla mig að- eins á leikhús- inu, horfa í kringum mig og hafa meiri tíma til að sinna öðr- um störfum,“ segir Pálmi Gestsson leikari. „Ég er auðvit- að engan veginn að segja skilið við Þjóðleikhúsið, enda er ég þar í þremur sýningum núna. En með þessu móti hef ég meira frelsi til að velja og hafna verkefnum í framtíðinni,“ segir Pálmi og seg- ist telja það mikinn kost. Aðspurður segir Pálmi sér lít- ast vel á þær breytingar sem þjóðleikhússtjóri sé að boða. „Ég held að þetta verði stórt skref í þá átt að leikhúsið dafni vel. Það eru mjög margir ungir leikarar sem koma út á þennan markað árlega og það er nauðsynlegt að leikhúsið hafi um marga að velja. Mér finnst því afar eðlilegt að Tinna vilji breyta ráðning- arkjörum og þetta gefur hugs- anlega meira tækifæri til smá ró- teringa og þess kerfis sem Tinna er að hugsa. Mér finnst alveg sjálfsagt ef menn vilja hvíla sig aðeins að þá hangi þeir ekki á þessum stöðugildum eins og hundar á roði.“ Félagið tilbúið til viðræðna „MÉR finnst gleðiefni að þær uppsagnir sem vofðu yfir okkur nú um helgina skuli ekki hafa orðið jafn- viðamiklar og útlit var fyrir,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, formaður Leik- arafélags Ís- lands. Aðspurður sagðist Rúnar Freyr ekki vita annað en leikurunum þremur, sem sagt var upp föstum samn- ingi í gær, hefði verið boðinn tímabundinn samningur. Að sögn Rúnars Freys hefur félaginu ekki borist nein kvörtun varðandi mál- ið enn sem komið er, en tekur fram að stjórnin muni á næstu dögum hlera afstöðu félaganna og eðlilega bregðast við ef mik- illar óánægju gæti. Aðspurður segir Rúnar Freyr það sína skoðun að við Þjóðleik- húsið eigi samningar að vera blanda af tímabundnum og ótíma- bundnum samningum. „Ég get al- veg séð rök fyrir því að hafa sem flesta lausráðna, en ég held að við megum aldrei fara frá því kerfi að einhver fastur kjarni leikara sé í húsinu til staðar fyrir þá leikstjóra sem koma að starfi hússins. Því ég held að inni í því fyrirkomulagi náum við alltaf áfram. Ég held að það sé gott að vera í leikhóp. Ég tel að listin verði betri fyrir vikið og að fagið hafi þannig möguleika á að þroskast.“ Spurður um þann möguleika að ráða leikara tímabundnum samn- ingum til eins, tveggja, þriggja eða fimm ára segir Rúnar Freyr félagið tilbúið til að ræða allt, enda eru kjarasamningar lausir um þessar mundir. Styð þjóðleik- hússtjóra heilshugar „ÞAÐ er ýmislegt sem kemur til að ég sagði samningi mínum lausum, þó fyrst og fremst önnur störf sem ég ætla að fara að sinna á næstu misserum og mánuðum. En þetta breytir því ekki að ég er núna starfandi við leikhúsið, enda að æfa í nýju leikriti og verð því með stóru tána í leikhúsinu að einhverju leyti á næstu mánuðum. En ég er búinn að segja samningi mínum lausum í bili, hvað sem framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Sigurður Sigurjónsson leikari í samtali við blaðamann í gær. Spurður hvort hann hefði fundið fyrir einhverri pressu um að segja samningi sínum lausum vísar Sig- urður því alfarið á bug. „Það er sko langur vegur þar í frá. Ég leyfi mér nú að fullyrða að pressan hafi verið nánast í hina áttina. Þessi uppsögn mín mætti fullum skilningi,“ segir Sigurður og segist vita það að hann eigi eftir að starfa aftur við Þjóð- leikhúsið. „Þetta eru bara ákveðin vatna- skil og er allt gert í mesta bróðerni. Enda eigum við glæsilegan þjóð- leikhússtjóra sem kemur mjög sterkur til starfa og ég styð hana heils hugar í því sem hún hefur ver- ið að leggja fyrir okkur.“ Vildi geta ráðið mér meira „ÉG TÓK ákvörðunina um að hætta fyrir rúmum mánuði og það var sátt milli mín og Tinnu um að ég segði samningi mínum lausum, sem þýðir að ég verð laus eftir vet- urinn,“ segir Ív- ar Örn Sverr- isson leikari. Spurður hvers vegna hann hafi valið að hætta segir hann margt koma til. „Mig langaði til að breyta til og losa um samninginn þannig að ég gæti ráðið mér meira og starfað í auknum mæli fyrir utan húsið,“ segir Ívar Örn og tekur fram að hann sé ekki hættur í Þjóðleik- húsinu. „Ég vonast til þess að geta starfað í einstaka verkefnum í framtíðinni sem lausráðinn leik- ari,“ segir Ívar Örn og bendir á að sem lausráðinn leikari hafi hann mun meira um það að segja hvaða hlutverk hann velji að taka að sér, sem sé ekki staðan hjá fastráðnum leikurum. Aðspurður segir Ívar Örn fast- ráðna leikara ætíð þurfa að fá leyfi stjórnenda leikhússins til að taka að sér önnur verkefni utan hússins þar sem leikhúsið hafi ávallt forgang að fastráðnum leikurum sínum.„Í mínu tilfelli býðst mér mjög margt skemmti- legt fyrir utan húsið sem ég vil eiga kost á að geta tekið að mér.“ Að mati Ívars Arnar er mik- ilvægt, samhliða þeirri nýju stefnu sem verið sé að taka upp við Þjóðleikhúsið, að launakjör lausráðinna leikara séu skoðuð nánar. Þess má geta að þau eru í dag 140 þúsund á mánuði þá mánuði sem unnið er, en lausráð- inn leikari ávinnur sér ekki sum- arlaun. Er sátt við stöðuna og líst vel á lausnina SÓLVEIG Arnarsdóttir staðfesti í samtali við Morgunblaðið að hún væri ein af þremur leikurum Þjóðleikhússins sem borist hefðu uppsagn- arbréf í gær. „Ég mun fara inn á árssamn- ing frá og með næsta hausti sem hægt er að endurnýja að þeim tíma liðn- um ef vilji beggja aðila er fyrir hendi.“ Aðspurð segist Sólveig af- skaplega sátt við stöðuna og lítast vel á þá lausn mála sem kynnt var á fundi þjóðleik- hússtjóra með leikurum leikhúss- ins í gærmorgun. „Ég tel mikilvægt að fólki, sem sýnt hefur og sannað að það hef- ur vilja til að starfa að þessari list, sé tryggð einhvers konar fastráðning, en að sama skapi finnst mér í fínu lagi að fólk sem er undir vissum aldri eða er ný- komið út úr skóla fari inn á tíma- bundna samninga. Líka til þess að veita fleiri leikurum tækifæri til að komast að,“ segir Sólveig Arnarsdóttir og tekur fram að hún sjái breytingar þjóðleik- hússtjóra um að hafa tuttugu manna fastan leikarakjarna og tíu „róterandi“ stöður sem afar jákvætt skref.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.