Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„RAUNHÆF SKREF“
Leiðtogar Palestínumanna og
fulltrúar alþjóðasamfélagsins sam-
mæltust á fundi í London í gær um
„raunhæf skref“ sem sögð eru nauð-
synleg ef sjálfstætt ríki Palest-
ínumanna á að geta orðið að veru-
leika. Condoleezza Rice,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sakaði Sýrlendinga um að hindra
lýðræði og frið í Mið-Austurlöndum.
Bannar aftökur á unglingum
Hæstiréttur Bandaríkjanna úr-
skurðaði í gær að aftökur á morð-
ingjum, sem voru yngri en átján ára
þegar glæpurinn var framinn, sam-
ræmdust ekki ákvæði bandarísku
stjórnarskrárinnar sem bannar
grimmilegar refsingar. Með úr-
skurðinum ógildast dauðadómar yfir
70 ungmennum.
Mótmæla lokun skóla
Fjöldi Svarfdælinga mótmælti í
gær flutningi skólahalds frá Húsa-
bakka til Dalvíkur.
Áminnir Íbúðalánasjóð
Íbúðalánasjóður braut reglur
Kauphallar Íslands með því að
senda ófullnægjandi tilkynningar til
Kauphallarinnar þann 1. og 16. febr-
úar sl. í tilefni af lánshæfismati
Standard & Poor‘s. Kauphöllin hef-
ur því ákveðið að áminna Íbúðalána-
sjóð.
Kostnaður meiri vegna BHM
Forseti ASÍ segir ljóst að kostn-
aður ríkisins við samning BHM sé
nokkru meiri en samið hafi verið um
á almennum vinnumarkaði. ASÍ eigi
eftir að fara betur yfir samninginn
en ASÍ og SA munu meta forsendur
kjarasamninga, sem gerðir voru á
síðasta ári, í haust.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Bréf 24
Fréttaskýring 8 Forystugrein 22
Úr verinu 11 Viðhorf 24
Viðskipti 12/13 Minningar 25/29
Erlent 14/15 Myndasögur 32
Minn staður 16 Dagbók 32/35
Akureyri 17 Staður og stund 34
Höfuðborgin 18 Leikhús 36
Landið 18 Bíó 38/41
Daglegt líf 19 Ljósvakamiðlar 42
Menning 20, 36/41 Veður 43
Umræðan 21/24 Staksteinar 43
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
EVRÓPUMÁL og alþjóðamál voru
meðal þess sem hæst bar á fundi
Halldórs Ásgrímssonar forsætisráð-
herra og Anders Fogh Rasmussen,
forsætisráðherra Danmerkur, í
Kristjánsborgarhöll í gær, á fyrri
degi opinberrar heimsóknar Hall-
dórs til Danmerkur.
Að sögn Halldórs spurði danski
forsætisráðherrann m.a. út í ályktun
um Evrópumál á nýafstöðnu þingi
framsóknarmanna. „Ég sagði honum
að íslenska ríkisstjórnin hefði það
ekki á sinni stefnuskrá að sækja um
aðild að Evrópusambandinu. Nú
hafa Danir hins vegar ákveðið að
ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um
nýja stjórnarskrá [Evrópusam-
bandsins]. Það er mjög mikilvægt
fyrir okkur að fylgjast með því, því
þessi stjórnarskrá skiptir máli. Eins
er auðvitað ljóst að það skiptir okkur
líka miklu máli að fylgjast með því
hvort þeir ganga inn í evrusamstarf-
ið eða ekki í framtíðinni, bæði Danir
og Svíar og Bretar. Allt þetta hefur
áhrif á Íslandi,“ sagði forsætisráð-
herra eftir fundinn.
Gerði grein fyrir varnar-
samstarfi við Bandaríkin
Opinber heimsókn Halldórs í Dan-
mörku hófst í gærmorgun með fundi
ráðherrans og Christians Mejdahl,
forseta danska þingsins. Að fundi
loknum hitti Halldór utanríkismála-
nefnd danska þingsins, og gerði
henni m.a. grein fyrir varnarsam-
starfi Bandaríkjamanna og Íslend-
inga og hvernig viðræður um fram-
haldið stæðu. „Það hefur nú gengið
frekar hægt en að mínu mati í rétta
átt,“ sagði Halldór.
Í hádeginu heimsótti Halldór FIH
banka, í eigu KB banka, og flutti er-
indi um breytingar sem orðið hafa í
íslensku þjóðfélagi á síðustu árum,
fjárfestingarkosti og viðskiptatæki-
færi. Halldór sagði að margir spyrðu
hvers vegna íslenskir fjárfestar
hefðu verið jafnáberandi og raun
bæri vitni á alþjóðlegum markaði og
einnig hefðu margir spurt, m.a.
danskir fjölmiðlar, hvaðan féð kæmi
sem Íslendingar notuðu til fjárfest-
inganna. „Þessar spurningar eru
bæði viðeigandi og skiljanlegar en,
eins og oft vill verða, er skýringin
ekki eins flókin og halda mætti.
Helstu skýringarnar á ótrúlega
miklum umsvifum íslenskra kaup-
sýslumanna í útlöndum eru annars
vegar víðtækar kerfisbreytingar á
Íslandi á síðasta áratug og hins veg-
ar mjög jákvæð áhrif aukinnar
heimsvæðingar, frjálsræðis og efna-
hagslegs samruna í fjármálaum-
hverfinu á Íslandi,“ sagði Halldór.
Á fundi forsætisráðherranna bar
alþjóðamál á góma. „Það vill svo til
að hann [Anders Fogh] er fara til
Mið-Austurlanda á næstunni, bæði
til Egyptalands, Ísraels og Palest-
ínu, þannig að það var mjög fróðlegt
að fara yfir það mál. Menn gera sér
miklar væntingar um það sem þar
gerist og það liggur auðvitað fyrir að
kosningarnar í Írak hafa þegar haft
veruleg áhrif, t.d. í Egyptalandi,“
sagði Halldór.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hitti forsætisráðherra Danmerkur
Spurði um ályktun fram-
sóknarmanna um Evrópumál
Ljósmynd/Scanpix
Halldór Ásgrímsson og Anders Fogh Rasmussen áttu fund í Kristjánsborgarhöll í gær.
KRISTINN Björnsson, stjórnar-
formaður Straums fjárfestingar-
banka hf., keypti í gær fyrir hönd
fjölskyldu sinnar einkahlutafélag í
eigu eiginkonu og barna Ólafs Ó.
Johnsons, heitins, sem á m.a. lið-
lega 10% eignarhlut í Árvakri hf.,
útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Friðþjófur Johnson, sem átt hef-
ur sæti í stjórn Árvakurs hf., sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að þetta hefði verið góður
kostur, kaupandinn væri traustur
og hluturinn í góðum höndum.
Straumur fjárfestingarbanki
hafði milligöngu um kaupin og er
kaupverðið trúnaðarmál.
Fyrirtæki í eigu fjölskyldu
Kristins Björnssonar, Björn Hall-
grímsson ehf., átti fyrir um 6,3%
hlut í Árvakri hf.
Á undanförnum árum og raunar
áratugum hafa farið fram viðskipti
með hlutabréf í Árvakri hf. og þá
jafnan á þann veg að aðrir hlut-
hafar í félaginu hafa keypt þá hluti
sem verið hafa til sölu.
Eigendaskipti á
10% hlut í Árvakri
FORLÁTA íslenskt drykkjarhorn
frá 15. öld var afhent Þjóðminja-
safninu til varðveislu í gær. Jafn-
framt var undirritaður samningur
milli Ölgerðar Egils Skallagríms-
sonar ehf. og Þjóðminjasafnsins um
stofnun sjóðs sem er ætlað að standa
straum af kostnaði við að end-
urheimta fleiri drykkjarhorn.
Hornið var í eigu einkaaðila í Nor-
egi en hefur verið keypt til Íslands
af Þjóðminjasafninu með stuðningi
menntamálaráðherra og Ölgerðar
Egils Skallagrímssonar ehf.
Alls hafa um fjörutíu íslensk út-
skorin drykkjarhorn varðveist frá
miðöldum, en aðeins átta þeirra eru
hér á landi, öll í varðveislu Þjóð-
minjasafnsins.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri
Ölgerðarinnar, sagði að sér rynni
blóðið til skyldunnar að aðstoða við
endurheimt drykkjarhornsins þar
sem Ölgerðin hafi merkt sínar vörur
með drykkjarhorni frá stofnun fyr-
irtækisins. „Við ætlum ekki að láta
staðar numið þar heldur ætlum við
að stofna sjóð til þess að koma fleiri
hornum til landsins,“ sagði hann.
Stofnstyrkur sjóðsins hljóðar upp
á 400 þúsund krónur. Margrét Hall-
grímsdóttir þjóðminjavörður sagði
það mikinn feng fyrir Þjóðminja-
safnið að endurheimta Maríuhornið.
Kaupverð hornsins er 2 milljónir
króna að viðbættum kostnaði við að
koma því til landsins.
Drykkjarhorn afhent Þjóðminjasafni
Hornin
heim
Maríuhornið, komið í varðveislu
Þjóðminjasafnsins.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Andri Þór Guð-
mundsson afhentu Margréti Hallgrímsdóttur hornið.
NOKKRU fleiri eru andvígir sölu
Símans en fylgjandi henni, eða 46% á
móti en 42% með. 12% eru hvorki
hlynnt né andvíg sölunni, að því er
fram kemur í þjóðarpúlsi Gallups.
Úrtak í könnuninni var rúmlega
1.200 manns. Var hún framkvæmd á
tímabilinu frá 9.–22. febrúar og var
svarhlutfall 62%.
Aðeins er meirihluti fyrir sölu Sím-
ans í aldurshópnum 25–34 ára, en um
54% þeirra eru hlynnt sölu. 57% fólks
í elsta aldurshópnum eru andvíg söl-
unni.
Þá kemur fram að mestur stuðn-
ingur er við söluna meðal stuðnings-
fólks Sjálfstæðisflokksins eða 60% og
Samfylkingarinnar eða 50%. Einung-
is 27% stuðningsfólks Framsóknar-
flokksins eru hlynnt sölunni og 22%
stuðningsfólks Vinstri grænna.
Þá kemur fram að stuðningur við
söluna vex með menntun og að meiri
andstaða er við söluna úti á landi en á
höfuðborgarsvæðinu.
76% andvíg sölu grunnnetsins
Þá voru þeir sem hlynntir voru sölu
Símans einnig spurðir hvort þeir
væru hlynntir eða andvígir því að
grunnnetið fylgdi með. „Ef reiknað er
með að þeir sem eru andvígir sölu
Símans séu einnig andvígir sölu
grunnnetsins kemur í ljós að tæplega
76% eru andvíg, um 14% eru hlynnt
og 10% hvorki hlynnt né andvíg því að
grunnnetið verði selt,“ segir meðal
annars í þjóðarpúlsi Gallups.
Fleiri andvígir sölu
Símans en hlynntir