Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stærstir í
heiminum
Frá Arnarflugs-
þotunni til
Avion Group
á morgun
„ÉG tel að ég standi fyrir mál-
efnum sem munu breikka flokkinn
út á við og ýta honum yfir á rétta
stefnu,“ segir Gunnar Örlygsson,
þingmaður
Frjálslynda
flokksins, inntur
eftir því hvers
vegna hann gefi
kost á sér til
varaformennsku
í Frjálslynda
flokknum á
landsþingi
flokksins næstu
helgi. Magnús
Þór Hafsteinsson, sitjandi varafor-
maður, gefur kost á sér til endur-
kjörs.
Gunnar segir að mörgum finnist
sem flokkurinn hafi hneigst of mik-
ið til vinstri á þeim tveimur árum
sem liðin eru frá síðustu alþing-
iskosningum. Flokkurinn þurfi að
fá á sig frjálslyndan alþýðlegan
hægri glampa. „Ég tel flokkinn
eiga það mikið erindi í pólitík að ég
er bjartsýnn á 10 til 15 prósenta
fylgi ef honum verður rétt stýrt í
framtíðinni.“
Gunnar segist aðspurður ekki
vera að kasta rýrð á störf Magn-
úsar með því að bjóða sig fram á
móti honum. „Nei, síður en svo,“
segir hann. „Magnús hefur verið
mjög duglegur og er mörgum góð-
um kostum búinn. Hann hefur þó
verið meira yfir á vinstri vængn-
um, eins og ég nefndi áðan. Þar
hafa sóknarfærin ekki legið að
mínu mati.“
Of mikið á einn mann lagt
Inntur eftir því hvernig honum
finnist flokkurinn hafi fært sig yfir
til vinstri segir Gunnar: „Hann hef-
ur verið fullslappur í því að elta
mál Vinstri grænna og Samfylking-
arinnar svo til að öllu leyti það sem
af er vetri. Ég hef aftur á móti tek-
ið af skarið, til að mynda í mál-
efnum á borð við Íbúðalánasjóð.
Ég tel að sjóðurinn eigi að fara af
samkeppnismarkaði.“ Gunnar telur
að sjóðurinn eigi þó að sinna sínu
félagslega hlutverki á landsbyggð-
inni. „Þar tók ég af skarið í mínum
flokki og náði fram samþykki
flokksmanna fyrir þessu. Ég mun
halda áfram að vinna á þessari
braut verði ég kosinn varaformað-
ur.“
Gunnar nefnir þó fleiri ástæður
fyrir framboði sínu. Meðal annars
persónulegan metnað í pólitík og
þrýsting frá fjölmörgum stuðn-
ingsmönnum hans og kjósendum
flokksins. „Ég get líka nefnt það að
mér þykir óeðlilegt að einn maður
sé bæði varaformaður flokksins,
þingflokksformaður flokksins, um-
sjónarmaður málsgagns flokksins,
sem er heimasíðan og jafnframt
þingmaður í vinsælasta kjördæmi
landsins. Ég tel þarna of mikið á
einn mann lagt. En ég er ekki með
þessu að kasta rýrð á störf Magn-
úsar eða Guðjóns [A. Kristjánsson-
ar, formann flokksins].“
Gunnar Örlygsson gefur kost á sér í varaformannsembætti
Vill sveigja Frjálslynda
flokkinn til hægri
MAGNÚS Þór Hafsteinsson, vara-
formaður Frjálslynda flokksins,
segir það fagnaðarefni að Gunnar
Örlygsson þingmaður skuli bjóða
sig fram í embætti varaformanns.
Hann sé þar með að leggja sjálfan
sig í dóm landsþingsfulltrúa
flokksins.
Landsþing flokksins fer fram
um næstu helgi og gefur Magnús
Þór kost á sér til endurkjörs í
varaformannsembættið.
„Við vitum meira um hann
[Gunnar] og hans feril nú heldur
en við vissum fyrir alþingiskosn-
ingarnar árið
2003,“ segir
Magnús. „Eftir
þær komu í ljós
ýmsir hlutir,
sem ég var væg-
ast sagt afar
óhress með og
það hefur ekk-
ert breyst. En
nú leggur hann
sjálfan sig í dóm
landsþingsfulltrúa Frjálslynda
flokksins og það verður að reyna
á það.“
Leggur sjálfan sig í dóm þingfulltrúa
Magnús Þór
Hafsteinsson
Gunnar Örlygsson
BRAUTSKRÁNING kandídata frá
Háskóla Íslands fór fram laug-
ardaginn 26. febrúar sl. í Há-
skólabíói. Að þessu sinni braut-
skráðust 287 kandídatar.
Kynnir athafnarinnar var Þor-
gerður Einarsdóttir lektor. Nem-
endur úr Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar léku og Háskólakór-
inn söng undir stjórn Hákons Leifs-
sonar. Lýst var kjöri heiðursdokt-
ors úr raunvísindadeild, og hlaut
Gunnar Hoppe nafnbótina fyrir öt-
ult starf, í meira en hálfa öld, við að
efla samstarf Norðurlandaþjóða í
vísinda- og menningarmálum.
Morgunblaðið/Kristinn
Anía Mist var við brautskráningu kandídata en móðir hennar brautskráðist með próf í sálfræði um síðustu helgi.
287 kandídatar brautskráðir frá HÍ
Meira á mbl.is/itarefni
ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sá ástæðu til að
breyta pistli á vefsíðu sinni sem hann
skrifaði í kjölfar ákvörðunar Bryndís-
ar Hlöðversdóttur um að láta af þing-
mennsku og taka að sér starf forseta
lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bif-
röst. Pistillinn er dagsettur í gær en
var breytt eftir að hann var fyrst birt-
ur, og búið er að fjarlægja kafla þar
sem Össur tiltekur Samfylkingarfólk,
sem starfi á Bifröst og nefnir sérstak-
lega Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, frá-
farandi deildarforseta.
„Ástæðan fyrir því að ég breytti
þessu, var að mér var bent á að ég
nefndi þarna einungis fólk sem tengd-
ist Samfylkingunni, og það gæti litið
út eins og hjá þessum skóla ynni ein-
ungis fólk sem starfaði hjá þessum
stjórnmálaflokki, en svo er auðvitað
ekki því að þar er fólk með alls konar
viðhorf,“ segir Össur.
Aðspurður segir hann að því sé
víðsfjarri að hann hafi á nokkurn hátt
með skrifunum gefið í skyn að það
væru samantekin ráð Samfylkingar-
fólks á Bifröst að rýma fyrir Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur með
brotthvarfi Bryndísar.
Í pistlinum á heimasíðu Össurar
segir hann í lokin: „Ég sá að varafor-
maður Samfylkingarinnar [Ingibjörg
Sólrún] taldi að brotthvarf Bryndísar
myndi styrkja stöðu hennar í for-
mannskapphlaupinu af því þá kæmist
hún inn á þing. Ég óska svilkonu
minni til hamingju með það. Hún
verður góður þingmaður. Ég vil þó
ekki vega þennan atburð á slíkum
vogarskálum. Á þessum tímamótum
er mér það eitt efst í huga að Bryndís
var góður félagi sem ég mun sakna,
og vona um leið að lífið færi henni alla
þá hamingju sem hún á skilið.“
Breytti pistli á vefsíðu sinni