Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF STJÓRNENDUR Baugs Group eru mjög nálægt því að tryggja sér fjármögnun til þess að geta lagt fram formlegt yfirtökutilboð í Somerfield og hafa sagst hafa áhuga á því að gera það þrátt fyrir að stjórn Somerfield hafi hafnað tilboði þeirra upp á 190 pens á hlut, segir í frétt The Daily Tele- graph í gær. Fjallað var um hugsanlegt yf- irtökutilboð Baugs í Somerfield í öllum helstu dagblöðum Bretlands í gær, s.s. The Guardian, Daily Mail, Financial Times, The In- dependent og Daily Express. Samkvæmt heimildarmönnum The Daily Telegraph er Baugur um það bil að ljúka samningum við alla helstu fjárhagslega bakhjarla sína um fjármögnun kaupanna sem nemi um 120 milljörðum ís- lenskra króna en það séu sömu að- ilar og fjármögnuðu kaup Baugs og BigFood. Þetta séu KB banki, Björgólfur Thor Björgólfsson og Burðarás og Talden, fjárfesting- arfélag Pálma Haraldssonar. „Ekki hefur verið greint frá neinu enn en það er aðeins dagaspurs- mál hvenær þetta verður í höfn hjá Baugi,“ hefur The Daily Tele- graph eftir íslenskum heimildar- manni sínum. Gengi bréfa í Somerfield hækk- aði í 188 pens á mörkuðum í gær og sérfræðingur breska fjárfest- ingarbankans Numis sagði við The Guardian að hlutafjáreigendur í Somerfield ættu að nýta sér sterka söluaðstöðu sína. Gengi bréfa í tískuvörukeðjunni French Connection hækkaði um 2,6% í gær eða í 315 pens í kjölfar frétta um að Baugur hygðist kaupa 3% hlut í félaginu. Fjármögnun sögð svo gott sem í höfn Breskir fjölmiðlar fjalla um Baug OLÍUSJÓÐUR Norðmanna er í fyrsta skipti kominn yfir eitt þúsund milljarða norskra króna. Það svarar til um tíu þúsund milljarða íslenskra króna. Á síðasta ári var 8,9% ávöxt- un á sjóðnum, en í hann rennur hagnaður af olíuvinnslu Norðmanna og afgangur af ríkissjóði. Samkvæmt frétt á vefmiðli norska blaðsins Dagens Næringsliv var höf- uðstóll olíusjóðsins 1.016 milljarðar norskra króna á síðustu áramótum. Nam hækkun sjóðsins á árinu 2004 samtals 171 milljarði norskra króna. Þar af voru 138 milljarðar afgangur af ríkissjóði Noregs. Sjóðurinn er ávaxtaður með fjárfestingum erlend- is og er þannig ætlað að valda ekki þenslu í norsku efnahagslífi. Norðmenn eru þriðja mesta út- flutningsríki heims á eftir Sádí-Ar- abíu og Rússlandi. Það var á árinu 1996 sem norsk stjórnvöld byrjuðu að leggja gróða af olíuframleiðslunni í sérstakan sjóð. Er honum ætlað að standa und- ir auknum lífeyrisgreiðslum og kostnaði við rekstur heilbrigðiskerf- isins. Norðmenn eru samtals um 4,6 milljónir talsins. Því eru nú liðlega 200 þúsund norskar krónur í olíu- sjóði Noregs á hvern Norðmann, eða liðlega tvær milljónir íslenskra króna. Olíusjóður Norðmanna 1.016 milljarðar norskar krónur ÞYRPING hf. hefur látið endur- hanna merki félagsins en það á að endurspegla nýjan tilgang og áherslur félags- ins. Í tilkynningu félagsins segir að það hafi áður ver- ið fasteignafélag en sé nú orðið framsækið þró- unarfélag á sviði skipulagsmála og mannvirkjagerðar sem vinni að þró- un og uppbyggingu einstakra svæða. Jafnframt hafi vefsíða fyrirtækisins fengið nýtt útlit. „Þyrping hefur tengst helstu nýsköpunarverkefnum á sviði skipulags- og byggingamála á undanförnum árum og hefur mikla sérþekkingu í þeim efnum. Á meðal verkefna sem Þyrping vinnur að er uppbygging í miðbæ Reykjavíkur í 101 Skuggahverfi, einnig stendur fé- lagið að þróun og uppbyggingu verslunar- og skrifstofuhúsnæðis í Borgartúni, verslunar- og þjónustu- húsnæði í Borgarnesi og verslunar- miðstöðvar á Egilsstöðum.“ Þyrping fær nýtt merki ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 74 90 02 /2 00 2 Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til að kaupa hluti í félaginu samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. 3. Önnur mál sem eru löglega borin fram. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Stjórn Og fjarskipta hf. Aðalfundur Og Vodafone Aðalfundur Og Vodafone (Og fjarskipta hf.) verður haldinn á Hótel Sögu, í Sunnusal, fimmtudaginn 3. mars 2005, og hefst kl. 12:00. 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 75 03 0 3/ 20 05 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 75 03 0 3/ 20 05 Landsbanki Íslands hf. Skráningarlýsing og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands hf, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. www.landsbanki.is Skráning víxla í Kauphöll Íslands hf. Kauphöll Íslands hf. hefur samþykkt að skrá víxla Landsbanka Íslands hf. við útgáfu hvers flokks enda uppfylli þeir skilyrði skráningar. Flokkar LAIS 05 0405, LAIS 05 0517 og LAIS 05 0606 verða skráðir hinn 7. mars 2005. Víxlarnir eru vaxtalausir og óverðtryggðir. Útgáfa víxlanna verður tilkynnt Kauphöll Íslands hf. hverju sinni en þeir eru rafrænt skráðir hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. Auðkenni Útgáfudagur Gjalddagi LAIS 05 0405 01.03. 2005 05.04. 2005 LAIS 05 0517 01.03. 2005 17.05. 2005 LAIS 05 0606 01.03. 2005 06.06. 2005 LAIS 05 0715 01.04. 2005 15.07. 2005 LAIS 05 0805 12.05. 2005 05.08. 2005 LAIS 05 0915 02.06. 2005 15.09. 2005 LAIS 05 1005 13.07. 2005 05.10. 2005 LAIS 05 1115 03.08. 2005 15.11. 2005 LAIS 05 1205 13.09. 2005 05.12. 2005 LAIS 06 0116 03.10. 2005 16.01. 2006 LAIS 06 0207 11.11. 2005 07.02. 2006 LAIS 06 0315 01.12. 2005 15.03. 2006 LAIS 06 0407 12.01. 2006 07.04. 2006 LAIS 06 0515 03.02. 2006 15.05. 2006

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.