Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 33 DAGBÓK Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins ogMiðstöð heilsuverndar barna standaað námstefnu um skimun og snemm-greiningu einhverfu sem haldin verður í Gullteigi á Grand hóteli föstudaginn 4. mars kl. 9–16. Námstefnan fer fram á ensku og íslensku og stendur túlkaþjónusta gestum til boða. Aðal- fyrirlesari verður dr. Tony Charman, sérfræð- ingur í þroska barna og einhverfu, frá Institute of Cognitive Neuroscience í London. Hópur sér- fræðinga í Bretlandi hefur síðastliðin tíu ár unn- ið að rannsóknum á því hvort mögulegt sé að greina einhverfu fyrir tveggja ára aldur og hversu áreiðanleg slík greining reynist. Dr. Charman fjallar um þessar rannsóknir, fyrstu merki um einhverfu hjá ungum börnum sem og þær miklu framfarir sem orðið hafa í greiningu á einhverfu barna á aldrinum 18–24 mánaða. Evald Sæmundsen, sviðstjóri fagsviðs ein- hverfu á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, segir frá fjölgun greindra tilfella einhverfu á Ís- landi og tengir fjölgunina við greiningaraldur. „Árið 1992 greindust þrjú börn með einhverfu og skyldar raskanir, en árið 2004 voru þau 37. Í dag megum við búast við um 25 börnum í ár- gangi í stað eins til tveggja fyrir 1990. Aldur við greiningu segir eitthvað til um hvernig gengur að finna börnin. Þannig voru um 20% barnanna í árgöngunum 1994–1998 á grunnskólaaldri þegar þau greindust. Það hlutfall lítur ekki illa út við fyrstu sýn, þar sem þá er verið að bregðast til- tölulega snemma við fötluninni hjá stærstum hluta hópsins. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að í þessum sömu árgöngum eru 38 börn á grunnskólaaldri á biðlista hjá Greiningarstöð. Það er því ennþá allt of stór hópur sem upp- götvast ekki fyrr en á grunnskólaárunum eða eldri. Þessi vitneskja þarf að vera okkur hvatn- ing til að gera mun betur.“ Dr. Gyða Haraldsdóttir, sérfræðingur í fötl- unum barna, heldur einnig tölu á námstefnunni og fjallar um uppruna tilvísana vegna gruns um einhverfu til Miðstöðvar heilsuverndar barna síðastliðin sex ár. „Rannsóknirnar sem dr. Charman mun fjalla um hafa sýnt fram á að greining einhverfu hjá börnum á aldrinum 2–3 ára er býsna stöðug og það réttlætir meðal annars tilraunir til skimunar á unga aldri. Dr. Charman veltir þó fyrir sér hversu álitleg slík skimun er í ljósi þess hve erf- itt sé að finn væg tilfelli einhverfu á þessum aldri. Það er vísbending um að frekari rann- sóknir og þróun þessara tækja sé nauðsynleg,“ segir Evald. Námstefna | Skimun og snemmgreining einhverfu Hægt að greina einhverfu fyrr  Evald Sæmundsen er fæddur á Blönduósi árið 1948. Hann er sálfræð- ingur og sérfræðingur í fötlunum barna en menntun sína fékk hann á Íslandi, í Frakk- landi og Hollandi þar sem hann nam tauga- sálfræði barna. Evald hefur starfað á Grein- ingar- og ráðgjafastöð ríkisins frá 1986 en þar er hann sviðsstjóri fagsviðs einhverfu og málhamlana. Hann var ráðgefandi sérfræðingur við barnadeild Landakotsspítala á annan áratug og kenndi klíníska barnasálfræði við HÍ í tvo áratugi. Evald er giftur Sigríði Hauksdóttur, kerf- isfræðingi hjá Libra, og þau eiga saman tvo drengi. Prentsverta, Laugavegur og Þjóðleikhús ÉG vil koma á framfæri fyrirspurn til Morgunblaðisns hvort ekki hægt sé að bæta prentsvertuna í Morg- unblaðinu sem virðist þorna seint og illa. Maður verður kolsvartur á hönd- unum um leið og farið er að hand- fjatla blaðið. Finnst mér þetta hvim- leitt og vil ekki þurfa að hætta að kaupa blaðið vegna þessa en ég hef verið áskrifandi alla tíð. Eins langar mig að minnast á Laugaveginn, en ég er alfarið á móti því að húsin á Laugaveginum séu rif- in, ég vil að þau séu gerð upp. Svona aðgerðir eru ekki aftur teknar. Mér finnst þetta helgast af peningagræðgi en það er ekki víst að það verði meira verslað þarna þó að húsin verði stærri. Að lokum vil ég koma því á fram- færi að mér finnst mjög óskyn- samlegt af Tinnu þjóðleikhússtjóra að segja upp leikurunum. Finnst að hún þurfi að hugsa sinn gang. Varð fyrir vonbrigðum með hana þegar ég heyrði þetta. Bryndís Jónasdóttir. Aftur stendur Morgunblaðið ÉG sá bréf og mynd um daginn þar sem sagði og sýndi frá því að Morg- unblaðið stæði vel. Varð ég því nokk- uð undrandi þegar blaðið barst mér nýlega og tók ég þá meðfylgjandi mynd. Datt mér þá í hug að þetta væri kanski ný útburðartækni hjá blaðber- um blaðsins. Lifið heil. Heiða Erlendsdóttir. Jörundur hunda- dagakonungur ER einhver sem veit hvar hægt er að fá einhverja bæklinga eða bækur um Jörund hundadagakonung á erlendu tungumáli, t.d. ensku. Þeir sem gætu gefið mér upplýsingar vinsamlega hafi samband við Helgu í síma 661 7949. Svört handtaska týndist á Ellefunni HANDTASKA úr leðri týndist á Ell- efunni við Smiðjustíg sl. laugardags- nótt. Í töskunni voru seðlaveski, gsm- sími, lyklar, jakki, loðkragi, húfa, leð- urhanskar og smádót. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 863-3499. Fundarlaun í boði. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is NÝTT þverpólitískt félag ungs fólks um bætta áfengismenn- ingu verður stofnað í Iðnó í dag kl. 12, en að því stendur fjöldi fólks úr öllum áttum ís- lenskra stjórnmála. Nokkrir af þeim ungu þingmönnum sem standa að frumvarpi um lækkun áfeng- isgjalds og afnám einkasölu á bjór og léttu víni munu ávarpa fundinn og skýra afstöðu sína. „Við viljum sýna fram á nýjar hliðar á málinu sem ekki hafa verið dregnar fram áður,“ segir Helga Kristín Auðunsdóttir, talsmaður félagsins. „Við erum ekki öfgahópur, heldur viljum við sýna fram á hvað ástand mála er fáránlegt eins og sölunni er háttað í dag. Fólk hefur haldið því fram að neysla áfengis muni aukast verði sala á léttvíni og bjór gefin frjáls, en það er aðeins hluti sannleikans. Við bend- um á að eftir að sala bjórs var gefin frjáls jókst sala á léttu víni og bjór á kostnað sterks áfengis. Salan er alltaf metin í heild- armagni áfengis, en það er aldrei talað um að neysluvenjurnar séu að breytast. Það er mjög gott að Íslend- ingar neyti léttvíns í stað sterks, því sterkt vín hefur fleiri vanda- mál í för með sér en létt vín í hóflegu magni. Það er komin reynsla á það þegar ríkissala á áfengi var afnumin á Nýja-Sjálandi og í Iowa-ríki í Bandaríkjunum. Áhrifin voru ekki þau að neysla ykist, heldur minnk- aði hún, og sérstaklega minnkaði neysla á sterku víni.“ Stofnfundur félags um bætta áfengismenningu Helga Kristín Auðunsdóttir NÝ sýning var opnuð í Suðs- uðvestri, sýningarými sam- tímalista á Suðurnesjum, um síð- ustu helgi. Að þessu sinni sýna átta nemendur úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands undir leið- sögn Ingólfs Arnarssonar prófess- ors. Sýningin ber nafnið „Suðs- uðsuð again,“ og eru verkin unnin í ólíka miðla m.a. mynd- bandsverk, ljósmyndir, útsaumur, teikningar og fl. Sýnendur eru: Alexandra Litaker, Arnar Halldórsson, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Klara Þórhallsdóttir, Kristjana Rós Oddsdóttir, Lars Skjelbreia, Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir og Soffía Jóhannsdóttir. Listanemar sýna í Suðsuðvestur Rýmið er opið fimmtudaga og föstudaga frá kl. 16–18 og um helg- ar frá kl. 14–17. Sýningin stendur til 13. mars. Suðsuðvestur hefur einnig aðsetur á vefnum á www.sudsudvestur.is. Víkurfréttir/Héðinn Helness og Helgemo í ham. Norður ♠ÁKG9 ♥DG97 S/NS ♦DG106 ♣Á Vestur Austur ♠D43 ♠85 ♥Á104 ♥K532 ♦7 ♦K4 ♣KG8732 ♣D10954 Suður ♠10762 ♥86 ♦Á98532 ♣6 Norðmennirnir Helness og Helgemo sýndu skemmtilega takta í vörninni í þessu spili, sem er frá Cap Gemini- boðsmótinu í Haag í fyrra. Mótherjar þeirra voru Hollendingarnir Wester- hof og Jansen: Vestur Norður Austur Suður Helgemo Jansen Helness Westerhof – – – Pass 1 lauf Dobl 1 hjarta 2 tíglar Dobl * Redobl 3 lauf 3 tíglar 4 lauf 5 tíglar Allir pass Eftir langdregnar sagnir varð West- erhof í suður sagnhafi í hörðu geimi – fimm tíglum. Eins og sjá má liggur spilið til sagnhafa og fimm tíglar eiga að vinnast með því að svína fyrir tíg- ulkóng og spaðadrottningu. Sem ætti að vera sjálfgefin spilamennska, ekki síst eftir sagnir. En nú er að huga að vörninni. Dobl Helgemos á tveimur tíglum var svo- kallað „stuðningsdobl“, en það sýnir í þessari stöðu þríspila-stuðning við svarlit makkers. Helgemo þóttist vita að Helness ætti aðeins fjórlit í hjarta úr því hann breytti í þrjú lauf, en þá var líklegt að hjörtu mótherjanna skiptust fjögur í borði og tvö hjá sagn- hafa. Með hliðsjón af þessu valdi Helg- emo að spila út LITLU hjarta undan ásnum. Sagnhafi stakk upp gosa blinds og Helness átti slaginn á kóng. Blindur var ekki sérlega aðlaðandi, svo Helness ákvað að spila trompfjarkanum í öðr- um slag. Westerhof lagðist nú undir feld til að telja punkta. Hann reiknaði með að austur ætti ÁK í hjarta, en þá var útilokað að vestur ætti opnunar- styrk án þess að vera með tígulkóng- inn. Westerhof stakk því upp tromp- ásnum í þeirri von að kóngurinn væri stakur á eftir. En svo var ekki. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is ÞINGÁS - VEL STAÐSETT EINBÝLI Hér er um að ræða 177,3 fm einbýlishús ásamt 32,7 fm bílskúr og óskráðu rislofti. Húsið skiptist þannig: Á neðri hæðinni er forstofa, hol, borðstofa og stofa, eldhús ásamt vinnuherbergi og snyrtingu. Á efri hæðinni eru fjögur svefnherbergi, sjónvarpshol og baðherbergi. Í risi er eitt svefnherbergi. Lóðin er malarborin fyrir framan bílskúr en fullfrágengin bakatil, afgirt og hellulögð ásamt timburverönd með heitum potti. V. 39,9 m. 4741 Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.