Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 4 og 6. VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í L F 20 F L F I I Frá framleiðanda Training day Miðasala opnar kl. 15.30 Yfir 32.000 mannsfir .  Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. CLOSER JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN 2ÓSKARSVERÐLAUNATILNEFNINGAR A MIKE NICHOLS FILM Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.16 ára. Ef þú trúir á ást við fyrstu sýn, hættir þú aldrei að horfa J A M I E F O X X S.V. MBL. Ó.Ö.H. DV Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna jamie kennedyj i Alan cummingl i Sýnd kl. 4 og 6 Ísl tal / kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Mögnuð spennumynd um baráttu upp á líf og dauða Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna jamie kennedyi Alan cummingl i jamie kennedyj i Alan cummingl i Sýnd kl. 10.10. Síðasta sýning VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI  Kvikmyndir.is.  S.V. Mbl. Sýnd kl. 6 Ísl tal / kl. 6 og 8. Enskt tal JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN CLOSERCLOSER Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. kl. 5.40, 8 og 10.20. Ef þú trúir á ást við fyrstu sýn, hættir þú aldrei að horfa Ó.Ö.H. DV  S.V. MBL. “Frábær mynd í alla staði. Þ.Þ.. FBL M.M.J. Kvikmyndir.com Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna i ll l l Fr r rí y fyrir l fj lskyl u ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS  Ó.H.T. Rás 2 Fráb r grín ynd fyrir alla fjölskylduna GRÍMAN, eða Mask, var ein af myndunum sem skópu frægðarferil Jim Carreys, gerðu hann að þeirri stór- stjörnu sem hann er nú um mundir. Það var því viðbúið að gerð yrði framhaldsmynd – og einnig að Carrey hefði annað við sinn dýrmæta tíma að gera en að leika í slíkum myndum. En íslenskir bíóunnendur láta það ekkert á sig fá þótt Carrey sé fjarri góðu gamni og flykkt- ust á framhaldið; Gríman 2: Sonur grímunnar, sem frum- sýnd var fyrir helgi í fimm sýning- arsölum. Alls sáu myndina rúmlega 3.700 manns yfir helgina en með for- sýningum er hún nú komin yfir 4 þús- und. Aron Víglundsson hjá Myndformi bendir á að myndinni hafi vegnað mun betur hér á landi en í Bandaríkj- unum. „Á hin stórgóða íslenska tal- setning stóran þátt í því,“ segir Aron. „Einnig hefur verið skortur á fjöl- skyldumyndum eins góðum og þessi í þessu verðlaunamyndaflóði sem verið hefur undanfarið. Við búumst því við góðu gengi næstu vikurnar.“ Önnur ný mynd kemur beint inn í annað sætið en það er vísindatryll- irinn Constantine með Keanu Reeves í aðalhlutverki. Hún var frumsýnd í þremur sölum og laðaði að rúmlega 2.500 manns yfir helgina en er samt farin að nálgast 4.500 manna markið alls, með forsýningum sem gengu mjög vel. Einnig tóku Sambíóin frönsku verðlaunamyndina Kórinn til al- mennra sýninga um síðustu helgi, en hún hafði verið frumsýnd við góðar undirtektir á frönsku kvikmyndahá- tíðinni sem haldin var á dögunum. Myndin sú var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna sem besta erlenda myndin en nafnið Óskar er Christof ofarlega í huga nú um mundir, eftir að mynd þeirra Sambíó-manna Mill- ion Dollar Baby tók helstu verðlaun- in, var m.a. valin besta myndin. „Já, þetta eru margir Óskarar og það komu líka margir Óskarar – og reyndar Óskir – í bíó um helgina en við brugðum á leik og buðum öllum er báru þessi nöfn tvo miða á verði eins í Háskólabíói þar sem einvörðungu voru sýndar myndir sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna. Viðtök- urnar voru góðar.“ Christof spáir því að aðsóknin á sigurmyndina Million Dollar Baby taki nú kipp eftir sig- urinn en nú þegar hafi um 5 þúsund séð myndina. Kvikmyndir | Gríman 2: Sonur grímunnar er vinsælust Gríman býr enn yfir töframætti Gríman göldrótta lokkar ennþá íslenska bíógesti – þótt Carrey sé víðs fjarri.                            !" #  $% &% '% (% )% *% +% ,% -% $.%  LN "" % "" 7 .    ;%#  .2"'/G           skarpi@mbl.is HLJÓMSVEIT Alice Cooper kemur til landsins í sumar og heldur tón- leika í Kaplakrika 13. ágúst. Við hæfi er að ræða við tónlistar- og töfra- manninn Ingólf Geirdal við þetta til- efni því hann er manna fróðastur um Cooper. „Ég er fanatískur safnari og aðdá- andi hans og er búinn að sjá kallinn sextán sinnum,“ segir Ingólfur og bætir við að það sé fengur fyrir Ís- lendinga að fá kappann til landsins. „Alveg heldur betur. Hann er nefnilega í toppformi á sviði og rödd- in hefur aldrei verið betri,“ segir Ingólfur sem hefur lengi verið aðdá- andi. „Ég er búinn að vera aðdáandi hans síðan ég var ellefu ára en ég sá hann fyrst 1989. Þá fór ég í píla- grímsferð til London og Birmingham og sá þrenna tónleika. Síðan hef ég gert þetta öðru hverju og reyni að ná allavega einum tónleikum á hverri tónleikaferð.“ Leikhúshefð í tónlistina Tónleikar með Alice Cooper eru mikið sjónarspil. „Alice Cooper kom með leikhúshefðina inn í músíkina. Alice Cooper kemur fyrst fram á hippatímabilinu, þetta var upp- haflega fimm manna hljómsveit sem hét Alice Cooper. Þá var stíllinn að koma fram í gallabuxum og hippa- mussu og bara spila en það skipti ekki máli hvað fólk var að horfa á. Þeir tóku hinn pólinn í þetta og voru með mjög mikið „show“. Síðan hafa menn eins og Kiss, U2 og fleiri tekið þetta upp og viðurkenna að vera undir áhrifum frá Alice Cooper,“ segir hann og má nefna fleiri sveitir og nýrri til viðbótar. „Marilyn Man- son er mjög sterkt dæmi og líka Slipknot.“ Ingólfur ætlar sannarlega að vera á staðnum í Kaplakrika í ágúst. „Ég sá hann síðast í fyrra. Þetta verður mjög gott, hann er í toppformi kall- inn.“ Veglegt Cooper-safn Ingólfur á veglegt safn af hlutum tengdum Alice Cooper. „Ég á ein- hver hundruð af árituðum hlutum, skyrtur sem hann hefur notað, sviðs- muni og fleira. Þetta hefur undið upp á sig, ég byrjaði á því að safna plöt- um og úrklippum um hann. Nú er þetta orðið gríðarlegt safn, ætli það sé ekki eitthvað um þrjú hundruð vídeóspólur og mynddiskar og eitt- hvað svipað af geisladiskum. Svo er ég með tvö hundruð vínylplötur. Þetta eru ekki allt opinberar út- gáfur, þetta eru mikið ólöglegar tón- leikaupptökur,“ segir hann. „Í gegnum þetta hef ég verið svo heppinn að fá að kynnast upphaflegu meðlimunum í Alice Cooper- hljómsveitinni og spilað heilmikið með þeim,“ segir Ingólfur, sem hefur gert tvær plötur með Michael Bruce, gítarleikara úr upphaflegu Alice Cooper-sveitinni. Önnur þeirra er komin út og heitir Halo of Ice en upptökum er lokið á hinni plötunni, sem kemur út á þessu ári, en bróðir hans, Silli, er með í þessu ævintýri. „Við vorum með hljómsveit sem hét Stripshow og það var í gegnum hana sem við komumst í samband við hann. Við gáfum út plötu 1996 sem heitir Late Night Cult Show. Hún kom út víða um heim og Michael heyrði hana. Við höfum í leiðinni fengið að hitta Cooper nokkrum sinnum og spjallað við hann.“ Fleiri aðdáendur út en inn Stripshow er ekki lengur til en bræðurnir eru í hljómsveit sem heit- ir Dimma. „Áhrif Alice Cooper eru náttúrlega alltaf í blóðinu. Svo er ég líka töframaður. Það er heldur ekk- ert eins langt frá Alice Cooper og fólk heldur. Hann hefur notað töfra- menn á sviði og líka verið með sjón- hverfingar sjálfur.“ Ingólfur er viss um að aðdáendum Alice Cooper hérlendis fjölgi með tónleikunum í Kaplakrika. „Ég efast ekkert um það. Ég er sannfærður um að margir komi til með að fara að sjá hann út af þessu sjónarspili. Alice Cooper er svo miklu meira en tón- leikar, þetta er viðburður. Ég held að það fari fleiri aðdáendur út en komu inn. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar hann kemur fram á sviðið. Hann hef- ur rosalega sterka nærveru á sviði.“ Tónlist | Alice Cooper til landsins í sumar Morgunblaðið/Golli Ingólfur með forláta byssu sem Cooper notaði á tónleikaferð sinni 2003. Ingólfur varð sér úti um hana í gegnum umboðsmann Coopers. Á veggnum má sjá fjölda teikninga eftir Ingólf af Cooper og fylgdarmönnum hans. ingarun@mbl.is Aldrei í betra formi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.