Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 16
Vík | Á góðviðrisdögum er fátt
betra en að bregða sér í góðan
göngutúr og þá er ekki úr vegi
að skoða það sem fyrir ber í
náttúrunni. Ragnhildur Jóns-
dóttir í Vík í Mýrdal sameinaði
þetta tvennt; naut veðurblíð-
unnar og skoðaði í leiðinni stein-
boga yfir Bolabás á Dyrhólaey,
en í fjarska má sjá hina tign-
arlegu Reynisdranga. Ekki
amalegt að vera þarna á ferð.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Skoðaði steinbogann
Tignarlegt
Höfuðborgin | Akureyri | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Stofna þristavinafélag | Stofnað verður
áhugamannafélag um varðveislu land-
græðsluflugvélarinnar Páls Sveinssonar,
Douglas DC-3, á næstu dögum; þristavina-
félagið. Flugvélin á sér einstaka sögu í ís-
lenskum samgöngumálum og landgræðslu-
starfi. Verkefni hennar í þágu landgræðslu
hafa flest verið færð til bænda og á vef Land-
græðslunnar segir að það besta sem gert sé
til að tryggja varðveislu þessa 62 ára gamla
dýrgrips sé að fljúga henni miklu meira en
Landgræðslan geti séð um og annast. Fram
kemur að Norðurlöndin eiga hvert um sig
eina Douglas DC-3 og eru þær reknar af
áhugamannafélögum og í vörslu þeirra. Nú
verði fetað í fótspor þeirra og stofnað þrista-
vinafélag. Undirbúningsnefnd skipuð land-
græðslustjóra og nokkrum flugmönnum hef-
ur boðað til stofnfundar félagsins
fimmtudaginn 3. mars nk. og verður hann í
ráðstefnusal Hótels Loftleiða og hefst kl.
17:15.
Eitt brýnasta verkefni hins nýja félags er að
tryggja fjárhagslegan rekstrargrundvöll til
að takast á við mörg ögrandi verkefni í sum-
ar. Þar á meðal að taka þátt í hátíðahöldum
þegar minnst verður þeirra tímamóta að 60
ár verða liðin frá því að farþegaflug hófst
héðan til annarra landa. Í framhaldi af stofn-
un félagsins er gert ráð fyrir að Land-
græðslan semji við félagið um varðveislu
beggja Douglas-flugvéla Landgræðslunnar,
en þær verða áfram í eigu stofnunarinnar.
Hinni vélinni, sömu tegundar, TF-ISB, hefur
ekki verið flogið í mörg ár, en það væri verð-
ugt verkefni hins nýja félags að koma henni í
loftið á ný, segir á vef Landgræðslunnar.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Hollvinafélag um Þórð | Ákveðið hefur
verið að stofna Hollvinafélag Þórðar Hall-
dórssonar frá Dagverðará á Snæfellsnesi,
sem m.a. var þekktur sem sjómaður, nátt-
úruunnandi, refaskytta, listmálari, hagyrð-
ingur, sagnamaður og heilsufrömuður.
Þórður hefði orðið 100 ára 25. nóvember
næstkomandi en hann lést árið 2003. Hópur
fólks ræddi hugmyndir um að heiðra minn-
ingu hans með stofnun hollvinafélags sem
hefði það meðal annars að markmiði að gefa
út minningarrit og gera heimildarkvikmynd
um Þórð. Stofnfundurinn verður haldinn
næstkomandi laugardag kl. 14 í Lýsuhóls-
skóla í Snæfellsbæ. Settur hefur verið upp
vefur, www.refaskytta.is, þar sem upplýs-
ingar eru um Þórð og verkefni félagsins.
Rætt var um end-urskipulagninguhafna í Vest-
urbyggð á fundi hafn-
arstjórnar á dögunum þar
sem
hafnarstjóri kynnti til-
lögur að breytingum í
starfsemi hafnanna. Farið
var yfir tillögurnar og
fylgigögn, m.a. sam-
anburðartölur frá nokkr-
um sambærilegum höfn-
um á landinu þar sem
bornir eru saman þættir
eins og tekjur og rekstr-
arkostnaður, þ.m.t. launa-
kostnaður, starfs-
mannahald, afgreiðslutími
og vinnufyrirkomulag al-
mennt. „Ljóst er að hafnir
landsins hafast ólíkt að við
skipulagningu sinna
mála,“ segir í bókun hafn-
arstjórnar. Hafnarstjóra
var falið að móta tillög-
urnar nánar út frá um-
ræðum á fundinum og
leggja fyrir stjórnina á
næsta fundi hennar sem
boðað yrði til í næstu viku.
Endurskipu-
lagning
Búðardalur | Lögreglan í Búðardal hefur tekið í notkun
nýjan tækjabúnað sem settur hefur verið í lögreglu-
bifreiðina. Tæki þessi samanstanda af Golden Eagle-
radartæki og Eyewitness-upptökubúnaði og kosta
rúma milljón króna. Búnaður þessi auðveldar alla
vinnu lögreglunnar úti á vettvangi þar sem nú er hægt
að taka upp, bæði í mynd og hljóði, samskipti lögregl-
unnar við vegfarendur.
Ekki er bundið við að upptökubúnaðurinn sé ein-
göngu notaður við hraðamælingar heldur er hægt að
nota hann við mörg önnur verkefni lögreglunnar.
Þar sem Dalasýsla er eina embættið á landinu þar
sem aðeins einn lögreglumaður er starfandi þá kemur
þessi tækjabúnaður sér sérstaklega vel.
Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir
Jóhannes B. Björgvinsson lögregluvarðstjóri í lög-
reglubifreiðinni, sjá má sjónvarpsskjáinn fyrir ofan
baksýnisspegilinn en hann er hluti af búnaðinum.
Nýr tækjabúnaður
Pétur Jónsson fráHallgilsstöðum ortiá sínum tíma:
Gamall bý við bágan hag
og baks á kvennafundum.
Læt mér nægja að lesa Dag
þó leiðist mér það stundum.
Hjálmar Freysteinsson
slær á létta strengi þegar
vísa Péturs heitins rifjast
upp fyrir honum:
Ekkert bætir okkar hag
sem eftir megum þreyja,
verra er að lesa Vikudag
verð ég nú að segja.
Kristján Eiríksson
fylgdist með þingi fram-
sóknarmanna og yrkir:
Orðnir af lestri alveg snar,
ógleðin seint mun þverra.
En horfa á flokksþing
framsóknar,
fátt trúi ég sé verra.
Hvolpinum Basil fursta
varð ekki um sel er hann
las um sprungusveiminn
undir Kárahnjúkavirkjun.
Hann orti af því tilefni og
landsfundi Framsóknar:
Kvölda tekur, sest er sól
senn hjá flokki ljótum þeim
sem heillum firrtur heims
um ból
hellir fé í sprungusveim.
Lestur og baks
pebl@mbl.is
LJÓSMYNDASAFN Reykjavíkur og Ljós-
myndasafn Akraness hafa gert með sér
samkomulag um að opna fyrir rafrænan að-
gang á milli myndavefja safnanna.
Einungis þarf að fara inn á annan hvorn
myndavef safnanna, þ.e. ljosmyndasafn-
reykjavikur.is eða akranes.is/ljosmynda-
safn, til að skoða myndir eftir Ólaf Árnason,
ljósmyndara frá Akranesi.
Af þessu tilefni hefur Ljósmyndasafn
Reykjavíkur nú sett um 100 myndir inn á
vefinn og mun á næstu mánuðum bæta enn
meira efni við.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur varðveitir
myndasafn Ólafs Árnasonar (1919–1997)
ljósmyndara frá Akranesi, en hann starfaði
sem ljósmyndari á Akranesi í tæp 50 ár. Alls
eru um 30 þúsund myndir eftir hann varð-
veittar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar
af um 23.000 mannamyndir af ljósmynda-
stofu Ólafs og um 7.000 mannlífsmyndir frá
Akranesi. Helst eru þetta myndir af útgerð,
iðnaði, s.s. frá byggingu Sementsverksmiðj-
unnar, skipasmíði og atburðum eins og t.d.
myndir frá sjómannadeginum, leikfélaginu,
skólaskemmtunum o.fl.
Á myndavef Ljósmyndasafns Akraness
eru nú um 1.200 myndir eftir Ólaf Árnason.
Rafrænn að-
gangur milli
myndavefja
Akranes | Starfsmenn Akraneskaupstað-
ar tóku í janúarmánuði síðastliðnum þátt í
könnun en markmið hennar var að fá fram
viðhorf þeirra til sveitarfélagsins, m.a. til
upplýsingamiðlunar, starfsánægju og að-
búnaðar á vinnustað.
Alls tóku 265 starfsmenn þátt í könn-
uninni en upphaflegt úrtak var 304 sem
gefur 87,2% svarhlutfall. Niðurstöður voru
í heildina litið jákvæðar. Starfsmenn meta
stjórnun, liðsanda og upplýsingamiðlun á
vinnustað jafnhátt eða hærra en í öðrum
sambærilegum könnunum.
Fram kemur óánægja með laun sem er
einnig í takt við sambærilegar kannanir til
að mynda ríkisstarfsmannakönnun sem
framkvæmd var árið 1999.
Mikilvægt er, segir í frétt á vef Akranes-
kaupstaðar, að niðurstöður verði skoðaðar
á hverjum vinnustað og gripið til aðgerða
sé þess þörf.
Starfsmenn
ánægðir
♦♦♦
◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali
SUNDABORG
533 4200
eða 892 0667
TIL LEIGU mjög gott lager- og skrifstofuhúsnæði. Lagerhúsn. á jarðhæð 280 fm
m. stórri innkeyrsluhurð, lofthæð ca 3,5 m. Á 2. hæð, skrifstofur ca 280
fm, sem skiptast í nokkrar skrifstofur, 2 minni sali, snyrtingar og
kaffistofur. Auðvelt að breyta innra skipulagi. Getur leigst í einu
eða tvennu lagi. Laust strax. Góð bílastæði og gámapláss.Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
Óskum eftir 4ra-5 herbergja íbúð í Lindahverfi í Kópa-
vogi í skiptum fyrir 220 fm parhús með 5 svefnherbergj-
um í sama hverfi.
Óskum eftir sumarhúsi í nágrenni Norðurár/Bifrastar-
svæðisins.
Óskum eftir 2ja íbúða húsi í Kópavogi, þar sem minni
íbúðin er samþykkt.
Óskum eftir 5-6 herbergja sérbýli í vesturbæ Kópavogs í
skiptum fyrir minna sérbýli á einni hæð í sama hverfi.
Heimili fyrir þig - alhliða eignaumsýsla
sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Allar nánari upplýsingar veitir Bogi Pétursson, löggiltur fasteignasali,
á skrifstofu Heimilis eða í síma 699 3444..
Óskum eftir eignum til
kaups/makaskipta fyrir
ákveðna kaupendur:
Bogi Pétursson,
lögg. fasteignasali.