Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 19
DAGLEGT LÍF
Syrgjendur eiga nú frá og meðmorgundeginum þess kost aðkoma á opna fundi í Nes-
kirkju og er markmiðið það að fund-
ir þessir verði haldnir á hverjum
fimmtudegi frá klukkan 12.00–13.00.
Séra Örn Bárður Jónsson, sókn-
arprestur í Neskirkju, er frum-
kvöðull að samverustundunum, en
hann sagðist í samtali við Daglegt líf
lengi hafa gengið með þessa hug-
mynd. Það var þó ekki fyrr en Krist-
jana Nanna Jónsdóttir kom að máli
við hann vegna dótturmissis að hjól-
in fóru að snúast og þau ákváðu að
sameina krafta sína í þessum efnum.
„Vinnuheitið á fundum þessum
hefur fengið yfirskriftina samtal um
sorg og byggjast þeir að nokkru
leyti á hugmyndafræði AA-
samtakanna. Þetta verður föst dag-
skrá í sléttan klukkutíma. Við prest-
arnir í Neskirkju, ég og dr. Sigurður
Árni Þórðarson, munum leiða hóp-
inn fyrst um sinn. Stundirnar hefjast
með stuttri hugvekju um sorg og
síðan hafa allir tækifæri til að tjá sig
eða sitja hjá. Hingað til hefur mér
fundist skorta á opinn vettvang þar
sem syrgjendur geta komið að vild
og orðað sína sorg og glímu,“ segir
Örn Bárður.
Söknuður og sársauki
„Samtökin Ný dögun, sem haldið
hafa úti mjög góðu starfi fyrir syrgj-
endur um áraraðir, hafa hvatt okkur
presta til að mynda sorgarhópa og
er þetta viðbragð við því kalli. En í
stað lokaðs hóps sem hittist tiltekinn
tíma er hér boðið upp á opinn vett-
vang. Syrjendur hvaðan sem er eru
velkomnir.“
Hann bætir við að syrgjendur geti
verið að burðast með ótal tilfinn-
ingar innra með sér, sem í felist
bæði söknuður og sársauki, og oft
geti reynst erfitt að yfirstíga sorg-
ina, sem gjarnan gengur yfir í
nokkrum stigum. „Þessi vinna okkar
mun eðlilega beinast að þeim, sem
eftir lifa, og er markmiðið það að
reyna að hjálpa syrgjendum við að
horfast í augu við lífið við breyttar
aðstæður og lifa við sorgina.“
Örn Bárður segir að reynslan hafi
sýnt að það taki fólk allt að tvö ár að
vinna sig út úr erfiðustu reynslunni
af sorg. „Fyrstu mánuðina eftir
missi er fólk oft ekki tilbúið að tak-
ast á við sorgina með markvissum
hætti með öðrum. Stundum verða
prestar varir við það í tengslum við
dauðsföll að gömul sorg, sem aldrei
var unnið úr, ýfist upp og veldur
sársauka. Auðvitað hverfur sorg
aldrei alveg en hún fær annað inntak
og svipmót þegar fólk hefur horfst í
augu við sársaukann og rætt hann
við aðra.“
Þegar spurt er hvernig syrgj-
endur geti helst unnið úr sorginni
svarar Örn Bárður því til að líkleg-
ast felist stór hluti þess þarfaverks í
því að geta tjáð tilfinningar sínar í
orðum. „Við þurfum að reyna að ná
einhverjum röklegum tökum á að-
stæðunum og skilja hlutina í sam-
hengi. Ég tel að það sé hlutverk
kirkjunnar öðru fremur að halda á
lofti hinu stóra samhengi tilver-
unnar og leitast við að setja lífið og
aðstæðurnar, sem við lendum í, í ein-
hvern röklegan farveg. Við þurfum
að fullvissa okkur um að lífið er ekki
tilgangslaust, að einhver hugsun býr
að baki veruleikanum þrátt fyrir
mótlæti og erfiðleika. Líf Krists og
þjáning er okkur uppspretta fyrir
lækningu og huggun.“
KIRKJAN | Opnir hádegisfundir í Neskirkju fyrir syrgjendur
Sorgin kallar á tjáskipti
Morgunblaðið/ÞÖK
Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, og Kristjana Nanna Jóns-
dóttir bókasafnsfræðingur ætla að halda utan um opnar samverustundir
fyrir syrgjendur í hádeginu á fimmtudögum.
Nýleg rannsókn, sem birt var í tíma-ritinu Neurology, bendir til þess aðsjúklingar, sem hafa hingað til ver-
ið taldir nær algjörlega meðvitundarlausir
vegna alvarlegra heilaskemmda, geti í raun
heyrt og greint það sem gerist í kringum þá
án þess að geta svarað.
Í frétt The New York Times segir að
verði þessi niðurstaða staðfest með frekari
rannsóknum geti hún gerbreytt afstöðu
manna til þess hvernig best sé að hlynna að
sjúklingum með alvarlegan heilaskaða. Nið-
urstaðan geti einnig haft áhrif á dómsmál
þar sem deilt er um andlegt ástand sjúk-
linga sem virðast vera algerlega út úr heim-
inum.
Heilamyndhermar gagnlegir
Rannsóknin bendir til þess að heila-
myndhermar geti verið mjög gagnlegir þeg-
ar læknar og fjölskyldur sjúklinga með al-
varlegan heilaskaða skera úr um hvort þeir
hafi misst alla meðvitund eða geti fylgst
með því sem gerist í kringum þá.
„Þessi rannsókn varð til þess að ég fékk
gæsahúð þar sem hún sýnir möguleikann á
mikilli einangrun, að fólkið sé þarna og hafi
alltaf verið þarna, þótt við höfum alltaf litið
svo á það sé alveg út úr heiminum,“ sagði
Joseph Fins, yfirmaður siðfræðideildar
sjúkrahúss öldungakirkjunnar í New York.
Aðrir sérfræðingar sögðu að niðurstaða
rannsóknarinnar hefði ekki enn verið sönn-
uð og að ekki væri hægt að draga þá álykt-
un að fólk, sem sýndi engin viðbrögð vegna
heilaskaða, væri líklegra til að ná sér eða að
hægt yrði að lækna það.
Sérfræðingarnir sögðu þó að rannsóknin
veitti nýja innsýn í heim sem vísindamenn
hefðu vanrækt til þessa. „Þetta er mjög
mikilvæg rannsókn af þeirri ástæðu einni
og sér,“ sagði James Bernat, prófessor í
taugasjúkdómafræði við Dartmouth-
háskólann.
Í rannsókninni notuðu vísindamenn í New
York, New Jersey og Washington mynd-
hermitækni til að fylgjast með heila-
starfsemi í tveimur ungum sjúklingum með
lágmarksmeðvitund og báru hana saman við
heilastarfsemi í sjö heilbrigðum karl-
mönnum og konum. Sjúklingarnir tveir gátu
hvorki tjáð sig né matast, voru alveg ósjálf-
bjarga en þurftu þó ekki að vera í önd-
unarvél.
Mikill munur reyndist á almennri heila-
starfsemi þessara tveggja hópa. Heila-
starfsemi sjúklinganna tveggja var helmingi
minni en heilbrigða fólksins.
Vísindamennirnir fengu einnig ættingja
eða ástvini þeirra, sem tóku þátt í rann-
sókninni, til að tala til þeirra, segja þeim
sögur sem þeir þekktu og rifja upp atburði í
lífi þeirra. Talið var hljóðritað og þegar
sjúklingarnir tveir heyrðu það var heila-
starfsemin svipuð og í heilbrigðu þátttak-
endunum.
„Við gerðum ráð fyrir því að við myndum
fá einhver lágmarksviðbrögð frá sjúkling-
unum en ekkert í líkingu við þetta,“ sagði
einn vísindamannanna, Nicholas Schiff, að-
stoðarprófessor í taugasjúkdómafræði við
Cornell-háskóla í New York.
Vísindamennirnir endurtóku rannsóknina
á sjö öðrum sjúklingum með alvarlegan
heilaskaða og niðurstöðurnar voru svipaðar.
Ný sýn í heim heilaskaddaðra
HEILSA
Rannsókn bendir til
þess að heilaskaddaðir
geti heyrt og greint það
sem gerist í kringum þá
án þess að geta svarað.
Tölvueigendur og þeir sem vinna við tölvurkannast flestir við það hversu leiðigjarnt
það getur verið að þrífa lyklaborð. Hingað til
hefur verið besta ráðið að ryksuga það eða ef
um vorhreingerningu er að ræða að lyfta
hverjum takka uppfyrir sig og þrífa ræki-
lega. Þetta vandamál ætti þó að hverfa fljót-
lega þar sem nú hafa verið sett á markaðinn
lyklaborðsryksugur. Lyklaborðsryksugurnar
eru litlar og handhægar og þeim er stungið í
samband við tölvuna með USB tengi. Þær eru
með bursta framan á til að hreinsa lykla-
borðið vandlega. Einnig er hægt að taka
burstann af ef við á. Þegar búið er að ryk-
suga þá er vélin opnuð og lónni og öðru rusli
hent. Einstaklega hentugt og sniðugt tæki
fyrir tölvueigendur. Ryksugurnar er líka
hægt að nota til að þrífa símann, mælaborðið
í bílnum, píanó, gardínur og margt fleira og
eru þær þá rafhlöðuknúnar.
UPPFINNING
Lyklaborðs-
ryksugur