Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 29
enginn var að leika við dró hún
fram spilin og við spiluðum hverja
lönguvitleysuna á fætur annarri.
Þegar amma lét klippa fléttuna
fengu liðirnir í hárinu að njóta sín.
Hún varð langamma barna okkar,
eða langa eins og hún kallaði sig
og hafði gaman af, því hún var
ekki hávaxin. Amma tók ávallt vel
á móti okkur þegar við litum inn
til hennar, það var hellt upp á
kaffi, borið fram brauð og spjall-
að.
Það er komið að kveðjustund,
en minningarnar og lopapeysurn-
ar ylja okkur enn, innilegar þakk-
ir amma.
Andrea og Jana.
Föðursystir mín Katrín Krist-
jánsdóttir lézt fyrir nokkrum dög-
um, 98 ára að aldri. Hún hafði bú-
ið á Akureyri í meira en hálfa öld,
en var fædd í Eyvík á Tjörnesi og
ólst þar upp hjá foreldrum sínum.
Fjórtán ára missti Katrín föður
sinn og eftir það bjuggu hún,
systkini hennar og móðir í skjóli
foreldra minna. Hér man ég fyrst
eftir henni, fallegri ungri stúlku
glaðværri og sístarfandi. Sú mynd
hvarf mér aldrei. Ekki er fráleitt
að mér fyndist hún vera eldri
systir mín, þó að aldursmunurinn
væri allmikill. Þessi bróðurtilfinn-
ing mín kom til af því, að hún lét
sér annt um tilveru mína, þó að
hún gerði sér ekki mannamun og
kæmi eins fram við smáa og stóra.
Hún var blátt áfram í viðmóti,
hreinskilin og réttlát. Þannig áttu
systur að vera við yngri bræður
og ekki öðruvísi. Katrín var þá
þegar orðin eins og hún var alla
ævi. Hún var eftirlæti fjölskyld-
unnar nær og fjær fyrir mann-
kosti sína og framkomu.
Á þessum árum var hún eitt-
hvað að heiman til að sjá sig um
og kynnast annarra háttum. En
um eða rétt fyrir 1930 gerðist hún
ráðskona við Héraðsskólann að
Laugum í Reykjadal og var þar
mörg ár. Þar var ég aftur um tíma
undir verndarvæng hennar smá-
strákur, að læra að synda, og það
voru mikil forréttindi.
Bæði Arnór Sigurjónsson sagn-
fræðingur og Leifur Ásgeirsson
stærðfræðingur, sem voru skóla-
stjórar Laugaskóla á þeim árum,
þegar Katrín var þar, hafa lýst því
fyrir mér óaðspurðir hvílík starfs-
kona hún var: grandvör, röggsöm,
hreinskiptin, samvinnuþýð og vin-
sæl af námsfólkinu. Það þurfti
reyndar ekki að segja neinum sem
þekkti hana. Katrín var viðkvæm
kona, maður fann alltaf vilja henn-
ar að skilja aðra, þegar maður átti
tal við hana, en líka festu hennar
og ákveðnar skoðanir.
Árið 1935 giftist Katrín Erlingi
Davíðssyni búfræðingi, síðar rit-
stjóra og rithöfundi. Frá 1939
ráku þau ræktunarstöð í Klauf og
Brúnalaug í Eyjafirði í mörg ár.
Þar fékk ég enn athvarf hjá
frænku minni, í þetta sinn til að
lesa undir stúdentspróf, allfjarri
glaumi Akureyrar. Líkt og ég
hafði forðum verið leikbróðir
Katrínar, var leikbróðir minn nú í
hléum frá lestrinum elzti sonur
hennar Davíð – Davíð Erlingsson
dósent.
Katrín Kristjánsdóttir var fal-
leg kona, kvik og ungleg í hreyf-
ingum fram á efstu ár, viðmót
hennar glaðvært og heillandi, per-
sónuleiki hennar einkennilega
tær. Ef ég ætti að nefna það sem
mér var hugstæðast við hana voru
það heilindi hennar. Ein vinkona
hennar sagði einu sinni við mig:
Katrín hefur svo mikinn stíl.
Vissulega hafði hún stíl, því að
hún var svo samkvæm sjálfri sér,
en það var ekki þjálfaður stíll.
Stíll hennar var sá stíll sem kem-
ur að innan og heitir ekki neitt og
verður ekki lærður.
Áður fyrr, að minnsta kosti, var
talað með virðingu um það ef fólk
„lézt í hárri elli“. Ég skal ekki
reyna að skilgreina nákvæmlega
þá merkingu sem lögð var í þetta
orðalag. En Katrín Kristjánsdótt-
ir var persónuleiki sem átti mikla
virðingu skilið.
Kristján Karlsson.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 29
MINNINGAR
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐNÝ MÁLFRÍÐUR PÁLSDÓTTIR
húsmóðir,
Kópavogi,
sem andaðist á heimili sínu fimmtudaginn
17. febrúar, verður jarðsungin frá Digranes-
kirkju í dag, miðvikudaginn 2. mars, kl. 13.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeir, sem
vilja minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess.
Páll Hjaltason, Sigríður Björg Sigurjónsdóttir,
Pjetur G. Hjaltason, Ella Þórhallsdóttir,
Sigurður Elías Hjaltason, Ingrid Nesbitt,
Eiríkur Hjaltason, Elín Sigríður Jónsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HERSTEINN PÁLSSON
fv. ritstjóri,
Eiðismýri 30,
Seltjarnarnesi,
sem lést á heimili sínu mánudaginn 21. febrú-
ar, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju
fimmtudaginn 3. mars kl. 15.00.
Margrét Ásgeirsdóttir,
Inga Hersteinsdóttir,
Páll Hersteinsson, Ástríður Pálsdóttir,
Anna Margrét Kornelíusdóttir,
Sigmundur Kornelíusson,
Hersteinn Pálsson,
Páll Ragnar Pálsson.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
LILJU KOLBRÚNAR STEINDÓRSDÓTTUR,
Varmalandi,
Laugarbakka.
Trausti Björnsson,
Dóra Kristín Traustadóttir,
Björn Líndal Traustason, Guðrún Elín Benónýsdóttir,
Björn Líndal Traustason,
Ásdís Írena Sigurðardóttir, Gestur Benediktsson,
Steinar Trausti Jónsson,
Steinar Hrafn Björnsson,
Benóný Þór Björnsson,
Kolbrún Arna Björnsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
PÁLÍNA BIRNA GUÐVARÐARDÓTTIR
frá Syðri-Brekkum í Skagafirði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
laugardagskvöldið 26. febrúar, verður
jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn
4. mars kl. 13.
Gunnar Halldórsson,
Jónas G. Halldórsson, Magnea S. Jónsdóttir,
Guðvarður B. Halldórsson, Stefanía Ása Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, sonur, tengdasonur, afi og bróðir,
GESTUR ÞÓRARINSSON,
Urðarbraut 4,
Blönduósi,
sem lést laugardaginn 19. febrúar, verður
jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn
5. mars kl. 14:00.
Ragnhildur Helgadóttir,
Helgi Sigurður Gestsson,
Kristjana Björk Gestsdóttir, Steingrímur Kristinsson,
Þórarinn Almar Gestsson,
Helga Kristín Gestsdóttir, Hlynur Guðmundsson,
Þórarinn Þorleifsson,
Helga Sigríður Lárusdóttir,
afabörn og systkini hins látna.
Þökkum innilega samúð, vinarhug og góðar
kveðjur vegna andláts og útfarar móður
okkar,
STEINUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs í
Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun og vináttu.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Guðmundur Magnús Guðmundsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRARINN BRYNJÓLFSSON
vélstjóri,
Þverbrekku 4,
Kópavogi,
verður jarðsunginn föstudaginn 4. mars
kl. 13:00.
Athöfnin fer fram í Fossvogskirkju.
Sigurdís Þóra Þórarinsdóttir, Karl Einarsson,
Guðrún Þórarna Þórarinsdóttir,
Eva Þórarinsdóttir, Hafliði Magnússon,
Ásta Þórarinsdóttir, Eiríkur Jensson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku Sindri Snær.
Nú er komið að kveðjustund. Eins
og kveðjustundir eru yfirleitt erfiðar
þá er þessi kveðjustund sú erfiðasta
sem við hér á Bergstaðastrætinu höf-
um þurft að upplifa.
Það snertir alla sem af heyra þegar
manneskjur hverfa skyndilega af
sjónarsviðinu þegar lífshlaupið er rétt
að hefjast. En hjörtu okkar eru harmi
slegin þegar lífið býður okkur að
kynnast slíkum persónuleika sem þú
geymir og að skilja síðan við hann eft-
ir stutt viðkynni. Við hittumst aldrei
öðruvísi en svo að þú værir kátur og
brosandi. Og ef svo vildi til að brosið
véki af vörum þínum í augnablik þá
var það ekkert mál að framkalla það á
nýjan leik. Örlæti á bros er stórkost-
lega vanmetið og þú hefur veitt þeim
sem þér kynntust eitthvað ómetan-
legt.
Eitthvað vorum við að hugsa um
það að okkur auðnaðist ekki að smella
af þér nóg af myndum á þessum
stutta tíma sem við áttum saman. En
eitt er víst að við geymum myndir í
huga okkar af öllum þeim skiptum
sem við hittumst á jörðinni, skýrar og
greinilegar af þér brosandi og hlæj-
andi, skríðandi, gangandi og borðandi
og að sjálfsögðu gefandi af þér.
Foreldrar þínir eru lánsöm þrátt
fyrir allt að hafa kynnst þér best.
Þeim óska ég á þessari stundu að þau
haldi áfram að sýna þann styrk sem
er þeirra einkenni og öll munum við
saman halda minningu þinni á lofti
um ókomna tíð, kæri Sindri Snær.
Albert og Jórunn.
Elsku Steini og Hördís.
Það var í janúar sem þið komuð í
sunnudagskaffi til okkar. Sindri Snær
fór hér um á tveimur jafnfljótum,
ánægður með að geta loksins hlaupið
um og tekið þátt í leikjum „stóru
SINDRI SNÆR
ÞORSTEINSSON
✝ Sindri Snær Þor-steinsson fæddist
á Hvidovre Hospital í
Kaupmannahöfn 27.
janúar 2004 og flutt-
ist til Íslands rúm-
lega mánaðar gam-
all. Hann lést á
heimili sínu, Rauða-
læk 52 í Reykjavík,
30. janúar síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn frá Laugarnes-
kirkju 10. febrúar.
strákanna“. Hann skildi
að vísu ekki alveg
hvernig reglurnar voru
í „barnabíóinu“ sem sett
var af stað þegar ærslin
höfðu náð hámarki og
varð mjög sáttur við að
komast í öruggan faðm
mömmu sinnar. Hún sat
líka við kaffiborðið,
Sindra Snæ til mikillar
ánægju.
Elsku Hjördís og
Steini, þetta sunnu-
dagskaffi með ykkur er
nú meðal kærustu
minninga okkar. Guð verði með ykkur
og fjölskyldum ykkar í sorginni.
Með einlægum samúðarkveðjum,
Elmar Freyr, Karin Erna
og Tómas Geir.
Ég minnist þess að rumska á
morgnana við hjólagrindina þína sem
þú þeyttist í fram og til baka á efri
hæðinni.
Þá fannst mér auðvelt að rífa mig
fram úr rúminu því ég vissi að þú
varst mættur í pössun til ömmu. Svo
þegar ég kom upp þurfti ekki að
spyrja að því að þú varst skælbros-
andi og alltaf jafn ánægður að sjá
mann. Fallega brosið þitt varð til þess
að ég brosti á móti og leið vel, sama
hvað var í gangi í mínu lífi. Þú varst
reyndar ekki lengi að losa þig við
þessa hjólagrind og varst farinn að
hlaupa út um allt. Þá varstu meira að
segja farinn að opna og loka dyrum,
en þó kannski aðallega loka þeim þar
sem þú náðir nú ekki alveg upp í hurð-
arhúninn til að opna þær aftur.
Stundum sátum við líka saman á gólf-
inu í rólegheitunum og flettum bókum
eins og bókinni um hann Snúð sem
var í miklu uppáhaldi hjá þér. Ég er
svo þakklátur fyrir þær stundir sem
við áttum saman meðan þú varst hér
hjá okkur.
Það var ótrúlegt hvað þér tókst
alltaf að lýsa upp þennan gráa hvers-
dagsleika með nærveru þinni. Þótt þú
sért nú farinn af þessum stað tekst
þér ennþá að gleðja mig með minn-
ingunni um þig sem gleymist aldrei.
Það er oft sárt að minnast þín en ég
brosi líka í gegnum tárin og í öllum
minningum mínum brosir þú á móti.
Ég veit að þú heldur áfram að skína
og gleðja alla í kringum þig á nýja
staðnum.
Níels frændi.