Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 59 . TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna kvað í gær upp þann úrskurð að aftök- ur á morðingjum, sem voru yngri en átján ára þegar glæpurinn var fram- inn, samræmdust ekki því ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar sem bannar grimmilegar refsingar. Með úrskurðinum ógildast dauða- dómar yfir um 70 föngum í nítján ríkj- um Bandaríkjanna. Fimm af níu dóm- urum réttarins voru samþykkir úrskurðinum. Dómstóllinn bannaði fyrir sautján árum aftökur á morðingjum sem voru fimmtán ára eða yngri þegar þeir frömdu glæpinn. Rétturinn bannaði ennfremur aftökur á þroskaheftu fólki fyrir þremur árum. Bandarískir andstæðingar dauða- refsinga fögnuðu úrskurðinum. „Bandaríkjamenn mega nú vera stoltir af því að þeir eru ekki lengur á listan- um yfir ríki sem brjóta gegn mann- réttindum með því að taka unglinga af lífi,“ sagði William Schulz, fram- kvæmdastjóri Bandaríkjadeildar Amnesty International. Á listanum eru m.a. Íran, Sádi-Arabía og Kína. Aftökur á unglingum bannaðar Washington. AP. VALDABRÖLT Haraldar kon- ungs hárfagra í Noregi átti stóran þátt í að hópur Norðmanna tók sig upp og flutti til Íslands. Nú eru Íslendingar búnir að búa til Harald hárfagra og eru að selja hann til Noregs! Það er Ernst Backman hjá Sögusafninu sem stendur fyrir þessum óvenjulega útflutningi, en Ernst hefur fengist við að búa til sögupersónur úr sílíkoni í nokkur ár. Hróður hans hefur nú borist út fyrir landsteinana og er hann að leggja lokahönd á sex gínur sem eiga að fara á nýtt safn í Avalds- nesi í Noregi. Auk Haraldar eru þetta Gyða kona hans, Ólafur Tryggvason Noregskonungur og þrjár aðrar persónur sem tengj- ast uppgreftri á staðnum. Í kjöl- far fornleifarannsóknarinnar var ákveðið að setja á stofn safn og forráðamönnum þess leist svo vel á verk Ernst Backmans að þeir sömdu við hann um að kaupa af honum sex gínur. Ernst sagði að þetta væru fyrstu verkefnin sem hann ynni fyrir erlenda aðila á þessu sviði, en söfn í Færeyjum og Þýskalandi hefðu sýnt því áhuga að kaupa persónur úr sílíkoni af Sögusafn- inu. Hann sagðist því vera bjart- sýnn á að sér tækist að selja fleiri sögupersónur úr landi. Ernst rekur Sögusafnið í Perl- unni, en hann sagði að aðsókn að því hefði verið góð. Skólar hefðu t.d. sýnt safninu áhuga, enda væri þar hægt að kynnast sögunni með lifandi hætti. Á myndinni má sjá Ernst Backman í góðum fé- lagsskap þar sem hann leggur lokahönd á Harald hárfagra og Gyðu konu hans. Haraldur hárfagri á leið til Noregs Morgunblaðið/RAX ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR braut reglur Kaup- hallar Íslands með því að senda ófullnægjandi tilkynningar til Kauphallarinnar þann 11. og 16. febrúar síðastliðinn í tilefni af lánshæfismati matsfyrirtækisins Standard & Poor’s. Kaup- höllin hefur vegna þessa ákveðið að áminna Íbúðalánasjóð opinberlega. „Telja verður að innihald og fyrirsagnir fréttatilkynninga frá Íbúðalánasjóði hafi verið til þess fallnar að gefa fjárfestum ranga mynd af efni lánshæfismatsins,“ segir í tilkynningu frá Kauphöllinni. Málavextir eru þeir að í tilkynningu Íbúða- lánasjóðs til Kauphallarinnar var ekki minnst á neikvæða þætti í umsögn Standard & Poor’s vegna lánshæfismats fyrir sjóðinn. Íbúðalána- sjóður sagði frá því að matsfyrirtækið hefði staðfest gott lánshæfismat sjóðsins en ekki var til að mynda sagt frá því að fyrirtækið teldi horfurnar á langtíma skuldbindingum sjóðsins í innlendri mynt vera neikvæðar. Ekki ásetningur Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalána- sjóðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að í svari sjóðsins til Kauphallarinnar vegna þessa máls hefðu menn viðurkennt að þarna hefðu orðið mistök og að fréttatilkynning sjóðsins hefði átt að vera skýrari. „Jafnframt lýstum við því yfir að við mundum gera þetta með öðrum hætti og reyna að taka tillit til athugasemda sem þarna eru settar fram, að sjálfsögðu. Hins vegar fullyrðum við að þetta hafi ekki verið með ásetningi gert og álít- um ekki að þetta hafi skaðað neinn því tilkynn- ingin í heild sinni frá Standard og Poor’s er auð- vitað á öllum vefjum í viðskiptaheiminum. Það var ekki það sem var málið heldur að þetta var ónákvæmni af okkar hálfu sem við vonum að endurtaki sig ekki,“ sagði Guðmundur. Morgunblaðið benti á það í frétt tveimur dög- um eftir að seinni tilkynning Íbúðalánasjóðs birtist í Kauphöllinni, að neikvæðum þáttum í umsögn matsfyrirtækisins hefði verið sleppt. Íbúðalánasjóður vísaði frétt blaðsins á bug dag- inn eftir. Íbúðalánasjóður braut reglur Kauphallarinnar  Kauphöll/22 CONDOLEEZZA Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði í gær sýrlensk stjórn- völd um að hindra lýðræði í Mið-Austurlöndum og styðja uppreisnarmenn í nokkrum löndum. „Með stefnu sinni og hegðun hindra Sýr- lendingar bætt lífskjör og lýðræðislegri fram- tíð fyrir þjóðirnar í Mið-Austurlöndum,“ sagði Rice í viðtali við breska sjónvarpið ITV. „Þegar Sýrlendingar styðja uppreisn- armenn, eða heimila þeim að nota sýrlensk landsvæði, gera þeir vonir írösku þjóðarinnar að engu,“ bætti Rice við. „Þegar Sýrlendingar heimila hermönnum og öryggissveitum sínum að starfa í Líbanon gera þeir vonir líbönsku þjóðarinnar að engu. Þegar Sýrlendingar styðja hryðjuverkahreyfingar, sem gera sprengjuárásir í Landinu helga, gera þeir von- ir palestínsku þjóðarinnar að engu.“ Sýrlenska herliðið fari á brott Rice og Michel Barnier, utanríkisráðherra Frakklands, gáfu í gær út yfirlýsingu þar sem þau hvöttu til þess að sýrlenska herliðið í Líb- anon yrði flutt þaðan þegar í stað og að haldn- ar yrðu frjálsar og lýðræðislegar þingkosn- ingar í landinu. Bandaríkjamenn og Frakkar beittu sér fyrir ályktun, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í fyrra, þar sem þess var krafist að allar erlendar hersveitir færu frá Líbanon. Rice sagði ennfremur í lok ráðstefnu um málefni Palestínumanna í London í gær að horfurnar á friði á milli Ísraela og Palest- ínumanna væru nú betri en þær hefðu verið í mörg ár. Bandaríkjastjórn hygðist gera allt sem í hennar valdi stæði til að koma á friði á svæðinu.Reuters Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, heilsar Condoleezzu Rice í London í gær. Sakar Sýrlendinga um að hindra lýðræði London. AFP.  Umskiptunum fagnað/15 VIKTOR Jústsjenko, forseti Úkraínu, sagði í gær að yfirvöld hefðu handtekið menn sem grunaðir væru um morð á úkraínska rannsóknar- blaðamanninum Heorhíj Gongadze. Hann sakaði Leoníd Kútsjma, fyrr- verandi forseta, og stjórn hans um að hylma yfir með morðingjunum. Gongadze rak vinsæla fréttaþjónustu á Netinu þar sem stjórnvöld voru óspart gagnrýnd. Hon- um var rænt í Kíev í september 2000 og 50 dögum síðar fannst höfuðlaust lík hans í skógi nálægt höfuðborginni. „Fyrrverandi stjórn landsins verndaði morðingjana,“ sagði Jústsjenko og bætti við að hún hefði neitað „að upplýsa málið“. Segir Kútsjma hafa hylmt yfir morð Kíev. AFP, AP. Viktor Jústsjenko Lífið breyttist á andartaki Á eigin vegum til Indónesíu til að starfa við uppbyggingu | 22 Sjónarspil á tónleikum Hefur séð Alice Cooper sextán sinnum | Menning Íþróttir í dag Ítalir bjóða heim  Grindavík fær liðsstyrk  Sigurður hetja Vals  Arsenal marði sigur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.