Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 17
smáauglýsingar mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 17 MINNSTAÐUR Gullöldin | Gunnar Karlsson pró- fessor segir frá nýjum rannsókn- arniðurstöðum um íslenska goða- veldið í erindi sem hann nefndir: „Úr hverju var gullöldin okkar eig- inlega? “ Fyrirlesturinn verður á Amtsbókasafninu á Akureyri á fimmtudag, 3. mars kl. 17. Í nýrri bók Gunnars Karlssonar, Goða- menning. Staða og áhrif goðorðs- manna í þjóðveldi Íslendinga, er leit- ast við að draga upp nýja yfirvegaða mynd af íslenska goðaveldinu. Minjasafnið á Akureyri og Sagn- fræðingafélagið á Akureyri standa fyrir þessum fyrirlestri.    LEIKFÉLÖGIN í framhaldsskól- unum á Akureyri, MA og VMA, stóðu fyrir áheitasöfnun í Ketilhúsinu, en markmið var að bjóða upp á fjöl- breytilega listviðburði í 36 klukku- stundir. Meðal annars komu fram hljómsveitir, máluð voru málverk, „málað á manneskju“, kennsla fór fram í vöfflubakstri, sýnd stuttmynd, sett var upp leikrit, leikið á hljóðfæri og sungið, boðið upp á danskennslu, eftirhermur, uppistand, ljóða- og leiklestur og kór VMA söng nokkur lög. Með þessu söfnuðu krakkarnir um 400 þúsund krónum, en leikfélög framhaldsskólanna tveggja ætla nú í fyrsta sinn að sameina krafta sína og bjóða upp á sameiginlega leiksýningu þegar Rígurinn, sannsögulegur rokk- söngleikur, verður frumsýndur í apríl næstkomandi. Hann er eftir Andra Má Sigurðsson og Ævar Þór Bene- diktsson, leikstjóri er Þorleifur Örn Arnarsson en Michael Jón Clarke út- setur tónlist. Söngleikurinn fjallar um „ást, hatur, frið, von og trú ásamt þeirri geðveiki og vandræðagangi sem fylgir því að vera í framhalds- skóla,“ segir í frétt frá leikfélögunum. Söfnuðu áheitum vegna sýningar Málað á manneskju Leikfélög framhaldsskólanna stóðu fyrir fjöl- breyttum listviðburðum til að afla fjár fyrir sameiginlega sýningu. VÍFILFELL er með umfangsmikla starfsemi á Akureyri, sem hefur aukist mikið á undanförnum árum. Verksmiðjan hefur verið stækkuð töluvert og árið 2003 var framleiðslan komin í hámark, miðað við þann búnað sem þá var fyrir hendi. Á síðasta ári var tekin í notkun stækkun á gerjunar- kjallara og þar með jókst afkastagetan um 30%. Húsakosturinn býður jafnframt upp á enn frekari stækkun, með fjölgun tanka og þá aukinni fram- leiðslugetu. Að sögn Unnsteins Jónssonar, verksmiðju- stjóra á Akureyri, fer öll bjórframleiðsla fyrirtæk- isins fram þar, auk þess öll átöppun á gos í gler- flöskur. Þá flytur fyrirtækið inn léttöl og tappar því á dósir í verksmiðjunni á Akureyri. Vífilfell framleiðir nokkrar tegundir af bjór og einnig lét- töl og maltöl. Að sögn Unnsteins voru framleiddir rúmlega 8,6 milljónir lítra á Akureyri á síðasta ári og jókst framleiðslan um 6,5% á milli ára. Í ár er ráðgert að framleiða rúmlega 10 milljónir lítra. „Við erum með 45–46% hlutdeild af öllum bjór- markaðnum í landinu og er Víking gylltur vinsæl- asti bjórinn. Um 75% af sölunni fara í gegnum ÁTVR og um 25% til veitingahúsa.“ Unnsteinn sagði að verðlækkun á bjór og víni hefði mikil áhrif á söluna. „Sala á ódýrari bjór jókst í verslunum ÁTVR á síðasta ári og þar jókst bjórsala almennt um 8,3%. Við viljum fá að aug- lýsa okkar bjór en þar vantar reglur sem hægt er að fara eftir. Kannanir sýna að þegar verið er að byggja upp vörumerki í tegund, er jafnframt verið að halda uppi verði á því. Þarna er verið að horfa á framleiðnina en ekki lítramagnið, það er ekki verið að auka magnið heldur flytja á milli tegunda.“ Á Akureyri eru starfsmenn 34 og þaðan fer öll dreifing á þeim vörum sem Vífilfell selur á Norð- ur- og Austurlandi. „Vífilfell er eingöngu í drykkjarvörum og fyrir utan okkar framleiðslu er- um við að flytja inn íþróttadrykki, orkudrykki, soyamjólk, bjór og vín,“ sagði Unnsteinn. Á Ak- ureyri framleiðir Vífilfell Víking gylltan, Thule, Carlsberg, Víking lite, Víking Lager, Víking sterkan, Jólabjór um jólin og einnig léttöl, Thule, Víking, Carlsberg og maltöl. Starfsemi Vífilfells á Akureyri hefur aukist mikið undanfarin ár Stefnt að framleiðslu á yfir 10 milljónum lítra í ár Morgunblaðið/Kristján Drykkur Unnsteinn Jónsson, verksmiðjustjóri Vífilfells á Akureyri, með vinsælasta bjórinn á markaðnum, Víking gylltan. Félagsvísindatorg | Sæunn Kjart- ansdóttir flytur fyrirlestur á fé- lagsvísindatorgi í dag, miðvikudag- inn 2. mars, kl. 12. í stofu L201 þar sem hún fjallar um notagildi sál- greiningar og hvað greinir hana frá annarri viðtalsmeðferð. Sæunn Kjartansdóttir lauk rétt- indaprófi í sálgreiningu frá Arbours Association í London 1992. ANTARES VE kom með fullfermi af loðnu í Krossanes í gærmorgun, um 1.000 tonn, og er þetta fyrsta loðnan sem berst til Akureyrar undanfarinn hálfan mánuð. Áður höfðu borist 14.600 tonn á land í Krossanesi á vetr- arvertíðinni. Júpíter ÞH kom með full- fermi í Krossanes í gærkvöld, 1.200– 1.300 tonn. Þar með hafa borist um 17.000 tonn af loðnu í Krossanes en undanfarin ár hafa borist þangað um 20.000 tonn á vetrarvertíð. Skipin voru að fá afla sinn út af Vestfjörðum og gerir Hilmar Steinarsson, verksmiðju- stjóri í Krossanesi, sér vonir um að ver- tíðin eigi eftir að standa eitthvað leng- ur fram á veturinn. Loksins loðna í Krossanes Morgunblaðið/Kristján Löndun Antares VE kom með fullfermi af loðnu í Krossanes í gærmorgun, alls um 1.000 tonn. AKUREYRI Aðalskipulag | Á fundi umhverf- isráðs var tekið fyrir erindi frá Herði Blöndal hafnarstjóra, f.h. Hafnasamlags Norðurlands, þar sem hann telur að tvö markmið Að- alskipulags Akureyrar 1998–2018 fyrir Akureyrarhöfn stangist á og annað markmiðið verði að víkja fyrir hinu. Annað markmiðið snertir at- vinnuuppbyggingu á Akureyri. Hitt snertir varðveislu svæðis, óljóst í hvaða tilgangi en sennilega til úti- vistar, þrátt fyrir mikla annmarka bæði hvað varðar aðgengi að svæð- inu og eins vegna „mengunar“ frá holræsakerfi bæjarins og fyrri starf- semi. Óskar hafnarstjóri eftir skýrri niðurstöðu umhverfisráðs í þessu máli og að Aðalskipulagi fyrir Ak- ureyri 1998–2018 verði breytt til samræmis við þá niðurstöðu.    Auglýst eftir styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf. Kaupfélag Eyfirðinga svf. auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutun verður kynnt á aðalfundi fé- lagsins 30. apríl 2005. Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til þriggja þátta: a) Málefna, einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á fé- lagssvæði KEA. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og íþrótta og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu. b) Ungra afreksmanna á sviði mennta, lista og íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök af- rek t.d. á sviði björgunarmála. Í þessum flokki skulu umsækjendur vera yngri en 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA. c) Þátttökuverkefna á sviði menningarmála á félagssvæði KEA. Sérstök athygli skal vakin á því að styrkir til þátttökuverkefna eru einungis veittir einu sinni á ári og eru þeir ætlaðir til stærri verkefna á félagssvæði KEA. Styrkir eru veittir tvisvar á ári úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf. Fagráð fjallar um umsóknir eða fyrirliggjandi hugmyndir samstarfsaðila og gerir tillögur til stjórn- ar um val á verkefnum. Að auki stendur til að KEA veiti sérstaklega nokkra styrki til íþróttamála. Íþróttafélög og foreldra- félög eru hvött til þess að koma á framfæri umsóknum um styrki sem geta fallið utan við þær skilgreiningar sem Menningar- og viðurkenningasjóður úthlutar eftir. Umsóknir um styrki og framlög úr sjóðnum skulu berast skrifstofu KEA í Hafnarstræti 91-95 á Akureyri á sérstökum eyðublöðum, sem þar eru til afhendingar. Einnig er unnt að nálgast um- sóknareyðublað og fá allar upplýsingar um Menningar- og viðurkenningasjóð KEA svf. á heima- síðu KEA - www.kea.is Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2005.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.