Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 21
UMRÆÐAN
NOKKRAR umræður hafa orðið
um styttingu náms til stúdentsprófs.
Ýmsir rektorar og skólameistarar í
framhaldsskólum létu í ljós í Morg-
unblaðinu 26. jan. sl. miklar efasemd-
ir um fyrirhugaða styttingu námsins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra svaraði þeim í
blaðinu 27. jan. Morgunblaðið hvatti
til þess næsta dag, að tekið yrði mark
á gagnrýni skólamann-
anna.
Þung ábyrgð hvílir á
þeim, sem eiga að
marka stefnu í mennta-
málum þjóðarinnar.
Menn geta ekki leyft
sér pólitískan boltaleik
í þeim efnum, þar sem
menn skiptast í tvo
hópa. Málefni þetta er
miklu brýnna en svo.
Hafa ber hér í huga, að
sagan mun dæma
menn af ákvörðunum
sínum í svo mik-
ilvægum málum.
Menningar- og uppeldishlutverk
skóla skiptir sköpum um framtíð-
arhag okkar. Það mun skera úr um,
hvernig okkur Íslendingum mun
farnast í sífellt harðnandi alþjóðlegri
samkeppni. Skólar eru reknir vegna
framtíðarhagsmuna þjóðarinnar,
ekki vegna kennaranna, þótt nauð-
synlegt sé, að þeir séu vel menntaðir.
Skilningur á þessu hefur því miður
oft verið heldur daufur.
Mikilvægt er, að stefna í mennta-
málum sé menningarleg og að menn
setji sér háleit markmið. Þetta var
gert í tíð Björns Bjarnasonar, fyrrv.
menntamálráðherra. Stefna ráðu-
neytisins, eins og hún var þá, kemur
skýrt fram í ritinu Enn betri skóli
(1998) og Aðalnámskrá framhalds-
skóla (1999), bæði í almenna hlut-
anum og í heftum fyrir einstakar
greinar. Þessi rit eru aðgengileg á
Netinu.
Menntamálaráðuneytið hefur m.a.
gefið út þrjú rit um fyrrnefnda stytt-
ingu, en þau eru: Skýrsla um stytt-
ingu námstíma til stúdentsprófs,
ágúst 2003, Áfangaskýrsla um sama
efni, desember 2003, og Breytt
námsskipan til stúdentsprófs, – auk-
in samfella í skólastarfi, ágúst 2004.
Hið síðastnefnda rit er þeirra efn-
ismest, og það verður hér eftir nefnt:
Breytt námsskipan. Þessi rit eru
einnig aðgengileg á Netinu.
Þeir sem hafa áhuga á skólamálum
ættu að bera saman
stefnu í menningar- og
menntamálum í Enn
betri skóla og Breyttri
námsskipan. Og ef
menn láta sig móð-
urmálskennslu ein-
hverju varða, er fróð-
legt að bera saman
stefnuna í Enn betri
skóla, 30.–32. bls. og í
Breyttri námsskipan,
24. bls. Í Enn betri
skóla segir m.a.: „Móð-
urmálið einkennir stór-
an hluta menningar-
arfsins. Því telst
þekking á móðurmálinu, eðli þess,
sögu og sérkennum, nauðsynlegur
þáttur í almennri menntun. …
Fjallað er um þau menningarlegu
verðmæti sem felast í móðurmálinu
og þeim bókmenntum sem hafa verið
skrifaðar á því. … Mikilvægt er að
nemendur öðlist skilning á sögulegu,
menningarlegu og félagslegu gildi
máls og bókmennta.“
Stefnan er allt önnur í Breyttri
námsskipan. Þar er hvergi minnst á
menningararf, menningarleg verð-
mæti eða menningu yfirleitt. Hins
vegar eru boðaðar nýjar áherslur:
„Breyta þarf áherslum í íslensku
þannig að aukin áhersla verði lögð á
ritun og leikni nemenda í málinu, s.s.
málfar og munnlega færni. Aukna
áherslu þarf að leggja á þátt ritunar
og tjáningar en minni á bókmennta-
sögu. … Markmiðið með áherslu-
breytingunum er að auka málvitund
nemenda, bæta stafsetningu og
hæfni í að tjá sig í ræðu og riti. …
Haft verði að leiðarljósi að farið verði
yfir fleiri bókmenntaverk en nú er
gert, bókmenntir kynntar en minni
áhersla lögð á bókmenntafræði.“ –
Menn geta kannað þetta í heild á
Netinu.
Mikil breyting er fyrirhuguð á ís-
lenskukennslu, og margt er þar
óskynsamlegt. Hér yrði að mörgu
leyti illa farið með tímann, og þetta
gæti valdið ómannúðlegri meðferð á
ungmennum. Nánar verður vikið að
þessu síðar, ef ég fæ tóm til. – Það
yrði alvarlegt slys í menntamálum, ef
menn hætta að leggja áherslu á
menningar- og bókmenntasögu þjóð-
arinnar. Þá ætti að leggja minni
áherslu á eddukvæði og Egil, forn-
sögur, Hallgrím, Fjölnismenn og
Verðandimenn. – Undirstöðuatriði í
bókmenntafræði eru og ómissandi, ef
fjallað er um bókmenntir á sæmilega
vitrænan hátt. En þess verður
kannski ekki þörf í framtíðinni!
Ég gagnrýndi í greinum í Morg-
unblaðinu 16. og 17. jan. 2004 þau
rök, sem ráðuneytið hafði þá fært
fyrir styttingu námsins, og ég gerði
einnig athugasemdir við sumt í
fyrstu skýrslunni. – Hér verða tekin
fyrir þau rök, sem síðar hafa verið
færð fyrir styttingu námsins. Sýnt
verður, hvað kemur fram um þetta í
gögnum málsins, en lesendur geta
svo sjálfir myndað sér skoðun um
það. Um þetta verður fjallað í nokkr-
um greinum, sem ég hef beðið Morg-
unblaðið að birta.
Snorri Sturluson segir um Óðin í
Ynglingasögu í Heimskringlu: „Gaf
hann … sumum sigur, en sumum
bauð hann til sín. Þótti hvortveggi
kostur góður.“ – Nú eru dökkar horf-
ur í framhaldsskólum. Sumir kenn-
arar verða látnir hætta, en aðrir fá að
starfa eftir Breyttri námsskipan.
Vart er hægt að segja, að þar sé hvor
tveggja kosturinn góður! – Og
kannski verður það fljótlega talið úr-
elt og gamaldags að vitna til Snorra,
því að nú á að leggja minni áherslu í
skólum á bókmenntasögu og bók-
menntafræði. Yfirlýst markmið er
einkum það að auka málvitund nem-
enda! Hér má með sanni segja: Ekki
er öll vitleysan eins!
Breytt námsskipan
Ólafur Oddsson fjallar um nám ’Mikilvægt er, að stefnaí menntamálum sé
menningarleg og að
menn setji sér háleit
markmið. ‘
Ólafur
Oddsson
Höfundur er kennari
og íslenskufræðingur.
MIKIÐ er núna rætt og ritað
um hvernig fjármagnið vegna sölu
Símans væri best nýtt. Hvaða
fjárfesting myndi skila þjóðinni
mestum arði? Ég tel að stytting
þjóðvegarins á milli Norður- og
Suðurlands væri ein hagkvæmasta
fjárfesting sem unnt er að fara í.
Stytting um 82 kílómetra á milli
Akureyrar og Reykjavíkur er svo
þjóðhagslega hagkvæm að það er í
raun alveg furðulegt að hún skuli
ekki vera komin á dagskrá í meiri
mæli en raun er á.
Nokkrir þingmenn,
með Halldór Blöndal
í fararbroddi, hafa
kynnt svipaðar til-
lögur og í farvatninu
er stofnun einka-
hlutafélags sem
byggði og ræki slíkan
veg.
Kostnaðurinn við
fullbúinn veg með
brúarmannvirkjum
og öllu tilheyrandi er
u.þ.b. 6 milljarðar
króna. Ársumferðin á
milli landshlutanna
er u.þ.b. 330 þúsund
bifreiðir.
Fjárfestingin sem
einkarekinn hálend-
isvegur er hagkvæm
eins og kemur fram í
fylgiskjali með þings-
ályktunartillögu
Halldórs Blöndal og
fleiri um Norðurveg.
Þjóðhagslegan
sparnað mætti einnig
reikna út frá spör-
uðum mínútum
margfaldað með
áætluðum farþega-
fjölda og setja það í
samhengi við verga
landsframleiðslu
(VLF) á mann til
þess að sjá hvað
tímasparnaðurinn er fljótur að
borga upp fjárfestinguna. Ef við
áætlum tvo farþega að meðaltali í
hverri bifreið kemur í ljós að VLF
vegna tímasparnaðarins eingöngu
borgar veginn upp á sex árum og
níu mánuðum.
Úrtölumenn segja að vegurinn
yrði ekki fær nema nokkra mánuði
á ári og því myndi þetta vera arfa-
vitlaust dæmi. Það er ekki svo.
Umferðarmagnið sem tekið er til
útreikninga hér að framan er árs-
umferð og raunin með hana er sú
að u.þ.b. 80% af ársumferðinni fer
fram þá átta mánuði ársins sem
allir vegir landsins eru færir.
Þannig að jafnvel þótt loka yrði
þessum vegi snjóþyngstu mánuði
ársins þá borgaði hann sig upp á
rúmum átta árum. Slíkar fjárfest-
ingar í samgöngumannvirkjum eru
vandfundnar. Þeir uppbyggðu há-
lendisvegir sem Landsvirkjun hef-
ur byggt á undanförnum árum
sanna einnig að hægt væri að
halda þessum vegi opnum allt árið
án mikils tilkostnaðar.
Það er auðvitað miklu fleira sem
myndi vinnast með lagningu þessa
hálendisvegar. Tökum t.d. hug-
myndina um að tvöfalda göngin
undir Hvalfjörð sem að óbreyttu
væri þörf á vegna umferðaraukn-
ingar næstu árin. Þessi hálend-
isvegur gerði þá fjárfestingu, sem
áætluð er um 3 milljarðar, óþarfa
eða myndi a.m.k. fresta henni um
tuttugu ár miðað við spár um um-
ferðaraukningu næstu árin.
Mannvirki sem hugmyndir eru
uppi um að þurfi að byggja vegna
umferðar norður og vestur um
land út úr Reykjavík myndu að
sama skapi frestast um tugi ára.
Þar eru gríðarmikil og kostn-
aðarsöm mannvirki eins og þverun
Kollafjarðar og tengi- og umferð-
armannvirki upp á tugi milljarða
króna.
Sparnaðurinn við frestun á
framantöldum umferðarmann-
virkjum, miðað við 3,5% vexti,
væri fyrsta árið hátt í 700 millj-
ónir króna. Frestun á byggingu
þessara mannvirkja myndi því
greiða upp hálendisveginn á 8–9
árum.
Flutningar vöru og þjónustu á
milli landshluta yrðu ódýrari.
Ferðaþjónustan nyti
góðs af. Uppsveitir
Borgarfjarðar yrðu
innan við klukku-
stundarakstur frá
Reykjavík með nýjum
vegatengingum við
þennan hálendisveg.
Nýir möguleikar til
útivistar opnast. Um-
ferðarslysum myndi
fækka og þannig
mætti áfram telja.
Náttúruvernd-
arsinnar hafa sumir
haft uppi efasemdir
um að þarna væri ver-
ið að rjúfa öræfa-
kyrrðina og eyðileggja
ásýnd landsins. Rétt
er að vegurinn liggur
um ósnortið og fallegt
land ofan Borg-
arfjarðar og um sunn-
anverða Arnarvatns-
heiði sem og um
þjóðargersemi okkar
Þingvelli. Ég er hins
vegar ekki í nokkrum
vafa um að unnt væri
að leggja þennan veg
á þann hátt að sem
minnst röskun væri
að. Vegagerðin hefur
sýnt að henni er
treystandi fyrir því að
leggja veg um fallega
náttúru svo vel fari
þar sem er Vatnaleiðin á Snæfells-
nesi.
Á meðfylgjandi mynd er hugs-
anleg lega vegarins sýnd. Tveir
möguleikar eru varðandi upphaf
hans frá Suðurlandi; annars vegar
upp frá Þingvöllum og hins vegar,
ef menn vilja hlífa Þingvallasvæð-
inu fyrir svo mikilli umferð, að
fara frá gatnamótum Kjós-
arskarðsvegar og Þingvallavegar
yfir hálendið um Gagnheiði vestan
Ármannsfells og síðan sem leið
liggur á Uxahryggi og Kaldadal,
þaðan austur fyrir Strút og yfir
Norðlingafljót á nýrri brú, og
austur yfir sunnanverða Arn-
arvatnsheiði og áfram austur yfir
Stórasand, fyrir sunnan Blöndulón
á nýrri brú yfir Blöndu og um Gil-
hagadal yfir Eystri-Jökulsá fyrir
neðan Villinganes á nýrri brú og
kemur inn á nýjan veg á hringveg-
inum fyrir neðan Kjálka í Aust-
urdal, á móts við Silfrastaðafjall í
Skagafirði.
Hálendisvegur
er skynsamleg
fjárfesting
Geir Thorsteinsson telur
að fjármagnið sem fæst
vegna sölu Símans væri
best nýtt í hálendisvegi
Geir Thorsteinsson
’Stytting um 82kílómetra á milli
Akureyrar og
Reykjavíkur er
svo þjóðhags-
lega hagkvæm
að það er í raun
alveg furðulegt
að hún skuli
ekki vera komin
á dagskrá í
meiri mæli en
raun er á. ‘
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Guðmundur Hafsteinsson:
„Langbesti kosturinn í stöð-
unni er að láta TR ganga inn í
LHÍ og þar verði höfuðstaður
framhalds- og háskólanáms í
tónlist í landinu.“
Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er
ein af þeim sem heyrðu ekki
bankið þegar vágesturinn kom
í heimsókn.“
Vilhjálmur Eyþórsson: „For-
ystumennirnir eru undantekn-
ingarlítið menntamenn og af
góðu fólki komnir eins og allir
þeir, sem gerast fjöldamorð-
ingjar af hugsjón. Afleiðingar
þessarar auglýsingar gætu því
komið á óvart.“
Jakob Björnsson: „Mann-
kynið þarf fremur á leiðsögn að
halda í þeirri list að þola góða
daga en á helvítisprédikunum á
valdi óttans eins og á galdra-
brennuöldinni.“
Jakob Björnsson: „Það á að
fella niður með öllu aðkomu
forsetans að löggjafarstarfi.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst
er að án þeirrar hörðu rimmu
og víðtæku umræðu í þjóð-
félaginu sem varð kringum
undirskriftasöfnun Umhverf-
isvina hefði Eyjabökkum verið
sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir:
„Viljum við að áherslan sé á
„gömlu og góðu“ kennsluað-
ferðirnar? Eða viljum við að
námið reyni á og þjálfi sjálf-
stæð vinnubrögð og sjálfstæða
hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerð-
armenn til að lesa sjó-
mannalögin, vinnulöggjöfina og
kjarasamningana.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
NÝLEGA sá ég gamla franska
kvikmynd sem fjallar um tvö börn
í litlu þorpi þar sem hver dagurinn
er öðrum líkur. Það sem helst
verður til að rjúfa ögn hversdag-
inn hjá krökkunum eru heimilis-
erjur, vaknandi náttúra unglinga
og – jarðarfarir. Ekki síst þetta
síðastnefnda, þegar nær allir í
þorpinu fara í sparifötin og safn-
ast saman í vel hirtum kirkjugarð-
inum. Fátt þótti börnunum áhuga-
verðari afþreying
Í okkar menningarkima eru
jarðarfarir almennt ekki séð til af-
þreyingar eða skemmtunar, þó að
kannski kunni að koma fyrir að
einhverjum sé léttara undir niðri
yfir því að karlsauðurinn – eða
kerlingarhrotan – skuli loksins
hafa geispað golunni. Sem betur
fer er það þó frekar undantekning
en regla.
Þó má finna einn ljósan punkt
við flestar jarðarfarir. Það er
vinafagnaðurinn sem tíðkast að
snúa sér að þegar rekunum hefur
verið kastað, oftast kallaður
erfidrykkja. Þar hittast gjarnan
gamlir kunningjar og/eða
frændfólk sem hefur ekki sést
árum saman, jafnvel ekki síðan við
síðustu jarðarför einhvers úr
sameiginlega kunningjahópnum
eða frændgarðinum.
Þó hinn látni/a hefði sjálfsagt
viljað hitta þennan prúðbúna hóp
kunningja og vina í lifanda lífi má
ganga að því nokkuð vísu að hon-
um/henni þyki af sínum sjónarhóli
handan heima ánægjulegt að vita
af öllu þessu fólki njóta samfunda
af þessu gefna tilefni.
Hitt er annað mál að veitingar
við þetta tækifæri eru komnar
langt út í öfgar. Gegndarlaus
íburður í kræsingum af öllu tagi,
sem sífellt verður meiri og meiri,
virðist vera orðinn meginregla.
Megatertur og kúfskreytt brauð,
jafnvel heitir réttir! Brottför hins
látna hlýtur að hafa verið orðin
mjög aðkallandi ef ástæða er til að
fagna henni með þvílíkri orgíu!
Höldum endilega áfram að hitt-
ast og heilsast og eiga stund sam-
an þegar við fylgjum gengnum
vini til grafar. Samfundirnir sem
slíkir eru verðugt markmið. En er
ekki kominn tími til að hafa máta á
veitingunum? Erum við ekki alveg
jafnsæl, og er horfnum vini ekki
alveg jafnmikill sómi sýndur, þó
að við nörtum bara í vínarbrauð
eða snúð með kaffinu í erfidrykkju
hans?
Eftir Sigurð Hreiðar Hreiðarsson
Gegndarlaus íburð-
ur í erfidrykkjum
Höfundur er blaðamaður.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið