Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF UM síðustu helgi voru tuttugu ár lið- in frá því skrifstofa Ferðamálaráðs í Evrópu var opnuð. Í tilkynningu frá Ferðamálaráði segir að nær fjórföld- un hafi orðið í umfangi ferðaþjón- ustu hér á landi frá markaðssvæði skrifstofunnar. Skrifstofan er í Frankfurt í Þýska- landi en markaðssvæði hennar tekur til allrar Mið-Evrópu. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, segir í tilkynningunni að á árinu 1984 hafi verið mikil umræða innan stjórnar ráðsins um nauðsyn þess að efla allt kynningar- og markaðsstarf í Evrópu, en hann átti þá sæti í fram- kvæmdastjórn Ferðamálaráðs. „Niðurstaða þeirra viðræðna var sú að hefja starfsemi með opnun skrif- stofu í Frankfurt í samstarfi við aðra hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Þetta var í reynd fyrsta „krónu á móti krónu“ samstarfið þar sem Ferðamálaráð greiddi helming kostnaðar og Flugleiðir, Arnarflug, Samband veitinga- og gistihúsa, Fé- lag íslenskra ferðaskrifstofa og Ferðaskrifstofa ríkisins greiddu hinn helminginn á móti. Við fórum síðan út og opnuðum skrifstofuna með viðhöfn 27. febrúar 1985,“ segir Magnús Oddsson. Fyrsti forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt var Óm- ar Benediktsson. Því næst tók Diet- er Wendler við starfinu en núverandi forstöðumaður er Haukur Birgisson. Á skrifstofunni starfa nú fjórir starfsmenn. Segir í tilkynningunni að þeir svari miklum fjölda fyrir- spurna, taki þátt í tugum ferðasýn- inga í Evrópu árlega, dreifi hundr- uðum þúsunda bæklinga og annars kynningarefnis, aðstoði söluaðila Ís- landsferða og leiti nýrra. Þá séu samskipti við fjölmiðlafólk og aðstoð við það mikilvægur þáttur í starf- semi skrifstofunnar. Ferðamálaráð með skrif- stofu í Evrópu í tuttugu ár Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ísland vinsælt Ferðamönnum sem sækja Ísland heim fjölgar frá ári til árs . ● Hagnaður Íslandspósts á árinu 2004 nam 356 milljónum króna eftir skatta, sem er 10% aukning frá fyrra ári. Segir í tilkynningu að afkoman sé framar væntingum. Heildartekjur Íslandspósts á síð- asta ári námu 4,6 milljörðum og juk- ust um 4,5% frá fyrra ári. Kostnaður jókst hins vegar um 3% milli ára. Eig- ið fé í árslok 2004 var 2,3 milljarðar. Íslandspóstur greiddi á síðasta ári 500 milljóna króna arð til ríkissjóðs vegna fyrra árs. Aukinn hagnaður Íslandspósts ● Heildarvelta í Kauphöll Íslands í gær var ríflega 5,7 milljarðar króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir rúmlega 2,5 milljarða. Mest voru viðskipti með bréf KB banka. Mest hækkun varð á bréfum Líf- tæknisjóðsins (25%) en mest lækk- un varð á bréfum Atorku (-2,1%). Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,27% og er nú 3.780 stig. Mest viðskipti með KB banka ● Lífeyrissjóður verslunarmanna (LV) hefur selt allan hlut sinn í Nýherja. Í til- kynningu til Kauphallar Íslands segir að sjóðurinn hafi selt 5,10% hlut sinn í Ný- herja, sem er liðlega 12,1 milljón hluta. Verð á hlut í viðskiptum með hlutabréf í Nýherja í Kauphöllinni í gær var 12,0 krónur. Því má ætla að söluverð þess hlutar sem Lífeyrissjóður versl- unarmanna seldi í félaginu sé um 145 milljónir króna. Einnig var greint frá því í gær að tvö félög sem Árni Vilhjálmsson, stjórn- armaður í Nýherja, á sæti í, Vogun og Venus, hafi hvort um sig keypt tæp- lega 2,4 milljónir hluta í Nýherja. Hvort félag keypti um 1% hlut í Nýherja. LV selur í Nýherja    !    " # !"$ %                 !  "# $  %#%!   & %"' (" ) (" )#" *"' (" & %"' +!% +!' ! %# ,#    -./! -.  !  "#($ 0       . & %"' 1 "' 1. " 1 2  $ 34 / " 5 6("  *7 8" 4 "" 9:/! -& -% ;%# -%"' -%.   / 2  /$ <2## "#.   " = "" %  " 3.4 .. 5-8(!#   !  (  !%' >2  *"' 7. & %"'  <8 8 "# $%  ?@>A -7    $!           5      5     5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 !2 "#  2   $! 5 5 5  5   5 5 5 5 5 5 5     5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 B 5CD B CD B CD B 5 CD B 5 CD B CD 5 B CD B  CD B 5CD 5 B CD B 5CD B CD B CD 5 5 5 5 B CD B CD 5 B 5CD 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 1! %'    '# " < %( 7 % '# E ) -%  $ $ $ $  $  $ $ $ $ $ $ $ $ $  $ 5 $ $ 5 $  $ $ 5 5  $ 5 5 5 5 5 5 5                 5                      5 5        =    7 FG $ $ <1$ H /#"%  %'        5 5    5 5 5 5 5 5 5 5 5 <1$5 I  .  ./%'"' % /% $ <1$5 -2%'  %  %!## . 2  %( /!   " $ ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI „HLUTABRÉF sænska trygginga- félagsins Skandia hækka á nýjan leik þrátt fyrir milljarðatap, hugsanlega vegna áhuga Ís- lendinga á að kaupa félagið að því er sænskir verðbréfa- miðlarar telja,“ segir í frétt á vef Berlingske Tidende. Bent er á að tap Skandia á fjórða árafjórðungi hafi slagað upp í níu milljarða íslenskra króna, einkum vegna þriðjungs niðurfærslu á breska verðbréfafyrirtækinu Bank- hall sem Skandia keypti á þrjá millj- arða sænskra króna. Þrátt fyrir þessi tíðindi hefur gengi bréfa í Skandia hækkað í 38 sænskar krón- ur í upphafi vikunnar og hefur raun- ar ekki verið hærra í tvö ár eða frá því að upp komst um mikla kaupauka og hlunnindi stjórnenda félagsins. „Menn hafa orðið varir við að það eru einn eða tveir stórir kaupendur á markaðnum. Það geta hugsanlega verið Íslendingar sem eru að kaupa bréf,“ er haft eftir sænskum verð- bréfamiðlara í fréttinni en jafnframt tekið fram að aðrir hafi bent á að ró sé að komast á í kringum félagið. Þá hafi bankastarfsemi Skandia í Dan- mörku skilað hagnaði í fyrra. „Það er m.a. annars vegna þess að bankinn, sem auglýsir að hann innheimti ekki þjónustugjöld, fékk hátt í 270 millj- ónir í þjónustugjöld af viðskiptavin- um sínum,“ segir í frétt Berlingske Tidende. Orðrómur um að Íslending- ar kaupi bréf í Skandia BERNHARD ehf., innflytjandi Peugeot á Íslandi, hefur gengið til samstarfs við dreifingaraðila Peug- eot í Danmörku og Svíþjóð, K.W. Bruun. Í tilkynningu frá Bernhard segir að sam- starfið skapi grundvöll fyrir samvirkni sem styrki fyrirtæk- ið. Þá segir að samstarfsaðilarnir séu sammála um að þetta eigi eftir að skila sér í verulegum ávinningi fyrir Peugeoteigendur á Íslandi, bæði nú- verandi sem og framtíðareigendur. „Hugmyndafræðin að baki þessa nýja fyrirkomulags er einföld: Að sjá dreifingarkeðju Peugeot á Íslandi fyrir sem ákjósanlegustu umhverfi er tryggi hraðan vöxt – með tækni og markaðslegum stuðningi sem sam- starfsaðilar Bernhard ehf. hafa yfir að ráða sem leiðandi innflutnings- aðili á Peugeot á Norðurlöndunum,“ er haft eftir Ulrik Lundsfryd, fram- kvæmdastjóra K.W. Bruun Import A/S. Norræn samvinna um Peugeot milljónir, en 55 milljónir króna árið áður. Fjármagns- gjöld umfram fjár- munatekjur voru svipuð í fyrra og ár- ið áður, eða 33 millj- ónir samanborið við 32 milljónir árið 2003. Söluhagnaður af hlutabréfum nam 53 milljónum á síðasta ári en var enginn árið áður. HAGNAÐUR samstæðu Slátur- félags Suðurlands á árinu 2004 var 101 milljón eftir skatta. Árið áður var 37 milljóna króna tap á rekstri félagsins. Velta samstæðunnar jókst um 27% milli ára, og er aukningin að stórum hluta tilkomin vegna inn- komu dótturfélagsins Reykjagarðs í samstæðuuppgjörið. Rekstrarhagnaður án fjármuna- tekna og fjármagnsgjalda var 99 Í árslok 2004 voru heildareignir samstæðu Sláturfélags Suðurlands 3.689 milljónir og höfðu aukist um 844 milljónir frá áramótum, aðallega vegna innkomu dótturfélagsins í samstæðuuppgjörið. Í tilkynningu segir að kjötmark- aðurinn sé farinn að færast í átt að auknu jafnvægi eftir mikið umrót, sem eigi að leiða til betri afkomu í rekstri félagsins. Bætt afkoma Sláturfélags Suðurlands á síðasta ári UMSVIF Opinna kerfa hafa vaxið hratt í Danmörku en Kerfi Dan- mark hefur keypt dönsku fyr- irtækin Datarex, Delta Teamco og Delta Consulting. Velta Kerfi Dan- mark jókst um 92% milli áranna 2003 og 2004 og fór í 110 milljónir danskra króna eða í tæpa 1,2 milljarða íslenskra króna að því er segir í frétt á danska fréttavefn- um CRN undir fyrirsögninni „Ís- lendingar sækja fram í Dan- mörku“. Heildarvelta Opinna kerfa jókst úr 10,7 milljörðum íslenskra króna árið 2003 í 14,8 milljarða í fyrra. Félagið er með starfsemi í Svíþjóð, Noregi og Danmörku auk Íslands og hjá því starfa um 600 manns, þar af um helmingurinn í Svíþjóð. Íslendingar sækja fram í Danmörku SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjunum lækkaði um 0,5% milli desember og janúar. Á sama tíma hækkaði vísitalan fyrir Ísland um 0,4% frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Ís- lands. Frá janúar 2004 til jafnlengdar árið 2005 var verðbólgan, mæld með sam- ræmdri vísitölu neysluverðs, 2,0% að meðaltali í ríkjum EES, 1,9% á evru- svæðinu en 2,7% á Íslandi. Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæð- inu á þessu tólf mánaða tímabili var 6,7% í Lettlandi. Næst mest var verð- bólgan í Grikklandi og Eistlandi, eða 4,2%. Minnst var verðbólgan í Sví- þjóð, 0,5%, en í Finnlandi var hins vegar 0,2% verðhjöðnun. Samræmd vísitala lækkar í EES-ríkj- um en hækkar hér &' $ &'( )*'(  '   $  , $  (   %)*+, +-  %   (   ./   , ) 0' 1   234 2 45 2 46 2 47 274 274 2 48 2 4 9 4 : : : : : : : : : & >>- 7. ! .$$ .8.' !4  "!2 %! 5 7 % !" 7 "'7".   "!2 %! 7 %$ ● Kristján Þorbergsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri P. Samúelsson en fyrirtækið hefur verið án fjármála- stjóra síðan margir lykilstjórnendur sögðu af sér fyrir nokkru. Kristján hefur áður starfað hjá KB banka og Skeljungi. Nýr fjármálastjóri P. Samúelsson 9 'J -KL    C C <-> M N  C C @ @ ,+N  C C )N 9 !   C C ?@>N MO 6"!     C C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.