Morgunblaðið - 02.03.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 35
DAGBÓK
800 7000 - siminn.is
Nú getur þú sent SMS úr heimasíma
Stundum er betra að senda SMS!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
15
4
14
Hægt er að senda og taka á móti SMS. Númerabirting fyrir allt að 30 númer. Símaskrá fyrir 200 símanúmer
og nöfn. Innbyggður hátalari fyrir handfrjálsa notkun. Dagsetning og tími og raddstýring á 20 númerum.
25% afsláttur
úr heimasíma
í 6 númer
Skráðu þig á siminn.is
SMS heimasími
Panasonic KX-TCD300
Tilboð í vefverslun: 8.980 kr.
siminn.is/vefverslun
980
Léttkaupsútborgun:
og 750 kr. á mán. í 12 mán.
kr.
Tiboðsverð: 9.980 kr.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Góugleðin verður
föstudaginn 4. mars kl. 13.30 bingó,
Jóhanna Kristjónsdóttir talar um líf
kvenna í arabalöndum. Gerðubergs-
kórinn og Vinabandið leika fyrir dansi.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna
kl. 9–16.30, heilsugæsla kl. 9.30–11.30,
smíði/útskurður kl. 13–16.30, spil kl.
13.30 bridgekennsla, kl. 13.30, keila kl.
13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, böðun, hárgreiðsla, glerlist, spil-
að bridge/vist, fótaaðgerð.
FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, miðviku-
dagur 2. mars, kl. 13–16. Oddný Krist-
jánsdóttir hjá Þjóðbúningastofu kem-
ur í heimsókn og fræðir um
þjóðbúninga. Sigrún organisti tekur
nokkur lög á píanóið. Spilað, teflt,
spjallað. Kaffi að hætti Álftnesinga.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif-
stofa í Gullsmára 9 er opin í dag kl. 10
til 11.30. Viðtalstími í Gjábakka kl. 15 til
16. Félagsvist spiluð í dag í Gjábakka
kl. 13.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Söngvaka kl. 14. Umsjón Helgi Seljan
og Sigurður Jónsson, Þorlákur Frið-
riksson leikur á harmonikku í kaffihléi.
Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Leik-
sýning Snúðs og Snældu, sem vera
átti í Iðnó á morgun, miðvikudag 2.
mars, fellur niður vegna veikinda.
Næsta sýning verður sunnudaginn 6.
mars kl. 14. Miðasala í Iðnó og skrif-
stofu FEB.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Lax-
dæla í umsjá Arngríms Ísbergs heldur
áfram á miðvikudögum kl. 16. Allir vel-
komnir.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl. 10.05 og kl.
11, glerskurður kl. 13. Í Garðabergi er
handavinnuhorn og spilað brids kl. 13,
vöfflur með rjóma kl. 14.30. Vinsam-
lega sækið miðana í leikhúsferðina.
Gerðuberg, félagsstarf | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar. Frá hádegi spilasalur
opinn. Kl. 14.30 kóræfing. Veitingar í
Kaffi Bergi.
Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa-
vinna/bútasaumur, útskurður, hár-
greiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 11 banki,
kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bridge, kl. 15
kaffi.
Hraunsel | Kaffi, rabb og moggi frá kl.
9, myndmennt kl. 10, línudans kl. 11,
glerskurður og myndmennt kl. 13, píla
kl. 13.30, Gaflarakórinn kl. 16.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–15; klippimyndir, keramik o.fl. um-
sjón Sigrún, jóga kl. 9–12, námskeið í
myndlist kl. 15–18, böðun virka daga
fyrir hádegi, fótaaðgerðir/hársnyrt-
ing.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll-
um opið. Betri stofan og Listasmiðjan
opin 9–16. Frjálst handverk og postu-
línsmálun. Fótaaðgerðarstofa 897-
9801. Morgunkaffi, hádegismatur og
síðdegiskaffi. Dagblöðin liggja frammi.
Fundur í bókmenntahópi kl. 20–21.30.
Upplýsingar í síma 568-3132.
Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, opin vinnu-
stofa, kl. 10.45 bankaþjónusta, fyrsta
miðvikudag í mánuði, kl. 14 félagsvist,
kaffi, verðlaun, opin fótaaðgerðastofa.
Sjálfsbjörg | Félagsvist í kvöld kl. 19.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9.15–16, myndmennt,
kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug), kl.
11.45–12.45 hádegisverður, kl. 12.15–14
verslunarferð í Bónus Holtagörðum,
kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tré-
skurður, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8. 45, bókband, handmennt og hár-
greiðsla kl. 9, fótsnyrting kl. 9.30,
morgunstund með séra Sigurði Páls-
syni, kóræfing kl. 13, ferð í bónus kl.
12.30.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn
kl. 10–12. – Kirkjuprakkarar (1.–4. bekk-
ur) kl. 15.30–16.30. Föstuvaka kl.
20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.
Kór Akureyrarkirkju syngur. Ein-
söngur: Sigrún Arna Arngrímsdóttir
mezzósópran.
Áskirkja | Hreyfing og bæn kl. 11–12.
Bessastaðasókn | Foreldramorgnar
eru í Haukshúsum kl. 10–12. Opið hús
eldri borgara í Haukshúsum kl. 13–16.
KFUM&K-starf fyrir 9–12 ára börn í
Haukshúsum kl. 17.30–18.30.
Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur málsverður eftir stundina.
Kirkjuprakkarar 7–9 ára kl. 16.30, TTT
10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsfélag
KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Bústaðakirkja | Starf aldraðra í Bú-
staðakirkju. Samverur á mið-
vikudögum frá kl. 13. Spil, föndur,
handavinna, kaffi. Gestur: Guðrún
Helgadóttir, rithöfundur og fv. alþing-
ismaður. Öllum er velkomið að taka
þátt í þessu starfi.
Digraneskirkja | Barnastarf 6–9 ára
kl. 17.15–18 á neðri hæð.
Garðasókn | Foreldramorgnar hvern
miðvikudag kl. 10 til 12. Fyrirlestur
mánaðarlega. Allir velkomnir. Alltaf
heitt á könnunni.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í há-
degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir.
Léttur hádegisverður á vægu verði að
lokinni stundinni. Prestar safnaðarins
þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður
Bragason Allir velkomnir. Æskulýðs-
félag í Engjaskóla kl. 20–21 fyrir 8.
bekk. „Á leiðinni heim“, helgistund kl.
18. Passíusálmur lesinn, í dag les Jón
Kristjánsson, heilbrigðisráðherra.
Grensáskirkja | Hvern miðvikudag er
samvera eldri borgara frá kl. 14 til 16.
Boðið er upp á Biblíulestur, gott sam-
félag og léttar veitingar. Allir velkomn-
ir.
Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. Tíu til tólf ára krakkar hittast kl.
16.30–17.30.
Hallgrímskirkja | Morgunmessur kl. 8
árdegis. Hugleiðing, altarisganga.
Morgunverður eftir stundina.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjöl-
skyldusamveran hefst kl. 18 með léttri
máltíð á vægu verði. Kl. 19 er Bibl-
íulestur fyrir alla fjölskylduna. Jón Þór
Eyjólfsson talar til okkar. Barna- og
unglingastarfið er fyrir 1–2 ára, 3–4
ára, 5–7 ára, 8–9 ára, 10–12 ára og 13–
17 ára. Allir velkomnir.
Kristniboðssalurinn | Samkoma í
kvöld kl. 20. „Í borg vors Guðs“, sálm-
ur 48. Ræðumaður er Salóme Huld
Garðarsdóttir. Einsöngur: Ólöf Inger
Kjartansdóttir. Kaffiveitingar eftir
samkomuna. Allir eru velkomnir.
Langholtskirkja | Kl. 12.10 hádeg-
isbænagjörð með sálmasöng og org-
elleik. Súpa og brauð (kr. 300) kl.
12.30. Starf eldri borgara kl. 13–16.
Fjölbreytt og skemmtilegt starf. Kl.
19.30–20.15 Biblíulestur í umsjón
sóknarprests. Markúsarguðspjall lesið.
Allir velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 10 mömmu-
morgunn. Allar mömmur og ömmur
velkomnar með börnin sín. Kl. 10.30
leggur gönguhópurinn Sólarmegin af
stað frá kirkjudyrum. Kl. 14.10–15.30
Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur). Kl. 19
fermingar-Alfa. Kl. 20.30 unglinga-
kvöld Laugarneskirkju.
Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10.
Barnahjálp SÞ UNICEF. Stefán Ingi
Stefánsson kynnir. Fyrirbænamessa kl.
12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson.
Opið hús. Heimsókn i höfðustöðvar
Krabbameinsfélagsins. Umsjón dr. Sig-
urður Árni Þórðarson. 7 ára starf kl.
14:30. Kór Neskirkju, æfing kl. 19.
Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson.
„NÝIR tímar í nýsköpun“ er yf-
irskrift árlegs Nýsköpunarþings
Rannsóknarráðs og Útflutningsráðs
sem haldið verður á Grand hóteli á
morgun kl. 8, en í ár er þinginu ætl-
að að vekja athygli á þeim mik-
ilvægu tengslum
sem eru á milli
aukinnar verð-
mætasköpunar í
atvinnulífinu og
rannsókna og
þekkingaröfl-
unar. Markmið
nýsköpunarþing-
anna er að ýta
undir skilning
manna á samspili
vísinda, tækni og þekkingar annars
vegar og vöruþróunar og markaðs-
starfi hins vegar.
Nýsköpunarverðlaunin, sem veitt
hafa verið á þessum þingum og nú í
áttunda skiptið, eru veitt fyr-
irtækjum sem þótt hafa skara fram
úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu,
sem byggð er á rannsóknar- og vís-
indastarfi og náð hafa árangri á
markaði. Lykilorðin í því samhengi
eru rannsóknir og vísindastarf, ný-
sköpun í vöru og þjónustu og árang-
ur á markaði.
Helstu fyrirlesarar á þinginu, sem
verður í formi morgunverðarfundar,
verða Sigríður Valgeirsdóttir frá
NimbleGen, sem fjallar um flutning
erlendrar líftækniþekkingar til Ís-
lands, Vilmundur Guðnason hjá
Hjartavernd, sem ræðir um þekk-
ingaraukningu sem atvinnugrein og
Helgi G. Sigurðsson hjá 3-plus, sem
flytur erindið „Frá hugmynd til
markaðar“.
„Við erum hér að verðlauna það
fyrirtæki sem við teljum að hafi
skarað fram úr þetta árið, hvað varð-
ar að koma vöru og þjónustu á mark-
aðinn sem á bakgrunn í rannsóknum
og nýsköpun,“ segir Jón Ásbergs-
son, framkvæmdastjóri Útflutnings-
ráðs Íslands. „Ef við lítum bara á út-
flutning, hefur hlutur þeirra
fyrirtækja sem eru að selja há-
tæknivörur aukist frá því að vera
ekkert árið 1990 upp í að vera um
8,5% af heildargjaldeyristekjum
þjóðarinnar í ár. Þar er átt við fyr-
irtæki sem eyða meira en 3% af sín-
um tekjum árlega í rannsóknir og
þróun. Hér er ég að tala um fyr-
irtæki eins og líftækni- og lyfjafyr-
irtæki, fyrirtæki sem framleiða tæki
fyrir matvælaiðnað, eins og Marel
og fleiri, stoðtækjaframleiðendur
eins og Össur og hugbúnaðarfyr-
irtækin. Það eru tæplega hundrað
íslensk fyrirtæki sem eru að selja
vöru og þjónustu sem tengist upp-
lýsingatækni.“
Jón segir ljóst að rannsóknir auki
verðmætasköpun. „Það er athygli-
vert hvað þetta hlutfall nýsköpunar í
útflutningi hefur vaxið hratt og það
eru allar horfur á því að það haldi
áfram að vaxa.“
Nýsköpunarverðlaun veitt
á Nýsköpunarþingi á Grand hóteli
Rannsóknir auka
verðmætasköpun
Jón Ásbergsson
Morgunblaðið/Golli
Gervihné Össurar er dæmi um út-
flutningsvöru sem byggist á viða-
miklum rannsóknum.