Morgunblaðið - 17.03.2005, Síða 2

Morgunblaðið - 17.03.2005, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍRAKSÞING FUNDAR Íraska þingið kom í gær saman á sínum fyrsta fundi eftir kosning- arnar í janúar. George W. Bush Bandaríkjaforseti fagnaði mjög þessum áfanga í gær og sama gerði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Sjítum og Kúrdum, sem hafa samanlagt yfir tvo þriðju atkvæða á þinginu, hefur ekki enn tekist að mynda nýja rík- isstjórn. Krónan oftast lægst Krónan var oftast með lægsta verðið í verðkönnun á matvöru sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í mat- vöruverslunum á þriðjudaginn en verslanir Bónuss voru ekki hafðar með í verðsamanburðinum. Í til- kynningu frá ASÍ í gærkvöldi segir að ekki hafi verið unnt að birta nið- urstöður úr verslun Bónuss „þar sem starfsmenn Bónuss höfðu óeðli- leg áhrif á niðurstöður könnunar- innar“. Wolfowitz tilnefndur George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur ákveðið að mæla með Paul Wolfowitz, aðstoðarvarn- armálaráðherra Bandaríkjanna, í embætti yfirmanns Alþjóðabankans sem losnar í júní. Wolfowitz er tal- inn meðal herskáustu liðsmanna stjórnar Bush og er mjög umdeild- ur. Kjalar með nær 60% í Keri Kjalar ehf., sem Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, er að- aleigandi að, hefur keypt stærsta hluta Vogunar og Fiskveiðihluta- félagsins Venusar í Keri hf. Eftir kaupin á Kjalar ehf. 55,7% eign- arhlut í Keri, Vogun 5%, stjórn- endur 4,4% og aðrir hluthafar eiga 34,9%. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 30/33 Erlent 14 Minningar 34/39 Höfuðborgin 22 Hestar 43 Akureyri 22 Dagbók 44 Landið 23 Víkverji 44 Suðurnes 23 Velvakandi 45 Neytendur 24 Staður og stund 46 Daglegt líf 25 Menning 44/53 Listir 26 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 Viðhorf 30 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #              $         %&' ( )***                             AFGANSKUR dómstóll dæmdi í gær fjóra menn til dauða vegna sjálfsmorðsárásarinn- ar á íslenska friðargæsluliða í Hænsnastræti í Kabúl í fyrrahaust og vegna hryðjuverka- starfsemi og árásar á bandarískt öryggis- gæslufyrirtæki tveimur mánuðum áður. Þrír Bandaríkjamenn voru meðal þeirra sjö sem létust í árásinni á öryggisgæslufyr- irtækið og þrír Íslendingar slösuðust í sjálfs- morðsárásinni á friðargæsluliðana, eins og kunnugt er, auk þess sem tveir vegfarendur, bandarísk kona og afgönsk stúlka, létust í þeirri árás. Í fréttaskeyti AP-fréttastofunnar vegna málsins kemur fram að mennirnir eru taldir tengdir hryðjuverkasamtökum Osama bin Laden, Al Qaeda, en um er að ræða þrjá Afg- ana og einn Tadshíka. Ekki kemur fram hvort dómnum hefur verið áfrýjað. Sjálfsmorðsárásin í Hænsnastræti Fjórir dæmd- ir til dauða VONIR standa til að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra, sem skipuð var sl. haust, skili niðurstöðum sínum fyrir mán- aðamót. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er á þessu stigi talið líklegt að sam- staða náist innan nefndarinnar um tillögur þess efnis að takmörk verði sett á eignar- hald aðila; einstaklinga og fyrirtækja í fjöl- miðlafyrirtækjum. Enn hafi þó ekki náðst sátt um endanlega prósentutölu í þeim efnum. Vinnan í nefnd- inni er talin á viðkvæmu stigi, þessa dagana. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun nefndin leggja áherslu á að gegnsæi í eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum verði tryggt. Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að nefndin muni ekki leggja til bann við því að ljósvakamiðlar og dagblöð verði á einni og sömu hendi. Menntamálaráðherra skipaði nefndina sl. haust, og var henni m.a. ætlað að fjalla um eignarhald á fjölmiðlum. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi eiga sæti í nefndinni. Formaður hennar er Karl Axels- son hrl. Takmörk verði sett á eignarhald á fjölmiðlum KONUM með of háan blóðþrýsting á meðgöngu er 2–3 sinnum hættara við að deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma síðar á ævinni, og lífs- líkur þeirra eru um 5–7 árum skemmri en kvenna sem hafa eðlilegan blóðþrýsting á með- göngu. Þetta er meðal þess sem fram hefur kom- ið í tveim íslenskum rannsóknum sem unnar hafa verið af læknum á kvennadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Reynir Tómas Geirsson, prófessor og yf- irlæknir á kvennadeild LSH, segir að ný rann- sókn á 325 konum sem fengu háan blóðþrýsting á meðgöngu á árunum 1931–47 og samanburð- arhópi 629 kvenna sem fæddu á sama tíma en voru ekki með háan blóðþrýsting, staðfesti þetta með skýrari hætti en áður. Þeir sem unnu að rannsókninni voru læknarnir Reynir Tómas Geirsson, Gerður Å. Árnadóttir, Lilja S. Jóns- dóttir og Reynir Arngrímsson, og Örn Ólafsson stærðfræðingur. Greint frá niðurstöðunum í bresku vísindatímariti Að sögn Reynis Tómasar hafa sams konar rannsóknir í Noregi (1) og Bretlandi (3) leitt svipaðar niðurstöður í ljós og fundust í fyrstu ís- lensku rannsókninni, en aldrei áður hefur konum verið fylgt jafnlengi eftir og nú. Greint er frá niðurstöðunum í marshefti BJOG, bresku vís- indatímariti um fæðingar- og kvensjúkdóma- fræði. Konunum var fylgt eftir í rúm 50 ár og dán- arorsakir allra þeirra sem bjuggu á Íslandi kannaðar. Að sögn Reynis Tómasar var áhætta kvenna með háan blóðþrýsting á meðgöngu til staðar í öllum aldurshópum, en var meiri ef þær fengu meðgönguháþrýsting þegar þær voru eldri og ef þær voru með blóðþrýstingshækkun í ann- arri meðgöngu en í þeirri fyrstu. Átti þetta bæði við um hjartasjúkdóma eins og hjartadrep og kransæðastíflu og heilablæðingar. Enginn mun- ur var hins vegar á tíðni krabbameins. 10–12% kvenna fá meðgönguháþrýsting „Ef konan fékk meðgöngueitrun eða áþekk al- varlegri form af háum blóðþrýstingi á meðgöngu voru líkur á hjarta- og æðasjúkdómum líka meiri. Reykingar virtust ekki skipta eins miklu máli þegar bornar voru saman líkur á dauða úr hjarta- og æðasjúkdómum hjá konum sem fæddu fyrir 1941, þegar reykingar voru fátíðar meðal kvenna, og eftir þann tíma, þegar stríðsárin breyttu reykingavenjum,“ segir Reynir Tómas. Að sögn hans fá um 10–12% kvenna með- gönguháþrýsting á ári hverju (alls um 500–600 konur) og þar af fá 120–150 konur svonefnda meðgöngueitrun. Orsaka meðgönguháþrýstings er að hans sögn að leita í samspili erfða og þátta í ónæmiskerfi konunnar, en aðrir þættir, svo sem offita, auki líka áhættu á háum blóðþrýstingi á meðgöngu, eins og nýlegar rannsóknir Sigrúnar Hjartardóttur læknis og samverkamanna á kvennadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og hjá Íslenskri erfðagreiningu hafi sýnt fram á. Reynir Tómas bendir á að nú sé verið að kanna tíðni kransæðasjúkdóma, hjartadreps og heilablóðfalla hjá afkomendum kvennanna, nær 3.000 börnum sem nú eru á aldrinum 55–75 ára, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og Hjarta- vernd. Fyrstu niðurstöður bendi til að erfðaþátturinn skipti máli og að synir og ef til vill dætur kvenna með háþrýsting á meðgöngu kunni að vera lík- legri til að fá hjarta- og æðasjúkdóma síðar á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar gætu þannig haft verulega þýðingu í forvörnum gegn hjarta- og æðasjúkdómum, að hans mati. Íslenskum konum fylgt eftir í rúm 50 ár og dánarorsakir kannaðar Háþrýstingur á meðgöngu getur verið hættulegur ♦♦♦ HAFÍS er landfastur við Horn og hefur lokað siglingaleiðinni öllum venjulegum skipum. Þá eru allir firðir og vogar norðan Gjögurs og að Horni fullir af ís að því er fram kom í ískönnunarflugi í gær. Í ískönnunarfluginu kom fram að vestan við Straumnes var þétt- leikinn við ísbrúnina víða 7/10 til 9/10 og ísdreifar suður af meginísn- um. Austan við Straumnes var þéttleikinn minni, en þó svipaður innar. Meginísjaðarinn lá að landi milli Kögurs og Geirólfsgnúps, en þess utan var ísbrúnin næst landi 18 sjómílur norður af Skagatá, 17 sjómílur norður af Grímsey og 12 sjómílur norðnorðaustur af Rauða- núp. Þór Jakobsson veðurfræðing- ur sagði að skip sem hefði ætlað að fara fyrir Horn hefði þurft að snúa við vegna íssins í gær. Þá hefði komið í ljós í ískönnunarfluginu að ísbrúnin væri skammt norður af Grímsey og mikill dreifður ís allt um kring. Þá væru það tíðindi að ís- inn væri kominn fyrir Ísafjarðar- djúp og það væri ljóst að það væri komið mikið af hafís fyrir norðvest- an og norðan land Þór sagði að ljóst væri að ófært yrði fyrir Horn í dag, en það væri bót í máli að veðurspár næstu dag- ana bentu til þess að ísjaðarinn gæti lónað frá. Á föstudag væri spáð austlægri átt og hvössu fyrir norðan og frá laugardegi til þriðju- dags væri útlit fyrir suðaustlægar áttir, sem kæmi í veg fyrir að meiri ís kæmi úr Grænlandssundi. Hins vegar væri fullsnemmt að fagna því það tæki ísinn að minnsta kosti nokkra daga að brotna og bráðna. Minnir á hafísvorið 1979 Þór sagði aðspurður að um tíma hefði þessi hafís minnt á hafísinn árið 1988. Síðan hefði hann aukist og því þyrfti eiginlega að fara aftur til ársins 1979 til að hafa saman- burð, en þá hefði verið síðasta haf- ísvorið. Þá hefði hafísinn lagst að landi í nokkrar vikur og orsakað meðal annars kal í túnum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar í gær kom í ljós að siglingaleiðin fyrir Horn er lokuð. Hafís lokar siglinga- leiðinni við Horn                                               

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.