Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þá ættu allir að geta haldið áfram að una glaðir við sitt. Hagstofa Íslandsmælir verðlag ávörum og þjón- ustu til að finna út vísitölu neysluverðs og meðal und- irvísitalna eru fargjöld til útlanda. Þegar þær tölur eru skoðaðar sést hækkun milli febrúar og mars um 2,5% og miðað við mars- mánuð árið 2004 hafa far- gjöldin hækkað um 4,4%. Þegar leitað er skýringa á þessari hækkun hjá flug- félögunum benda þau strax á hækkun eldsneyt- isverðs, en þotueldsneyti er nú 65% hærra á heims- markaði en fyrir ári. Lækkun dollars hafi síðan dregið úr hækkunarþörf á far- gjöldunum og hefði dollarinn ekki lækkað þá gætu fargjöldin verið enn hærri en þau eru í dag, segja talsmenn félaganna. Frá því í mars í fyrra hefur gengi dollars lækkað um 17%. Félögin segja hins vegar að al- mennt hafi fargjöld ekki hækkað svo mikið og þannig bendir upplýs- ingafulltrúi Icelandair, Guðjón Arngrímsson, á að áætlanir félags- ins geri ráð fyrir að fargjöld eigi eftir að lækka á þessu ári. Það sé bara áframhald á þeirri þróun sem hafi verið í millilandaflugi almennt. Undir þetta tekur framkvæmda- stjóri Iceland Express, Almar Örn Hilmarsson, og segir þá þróun vera hjá evrópskum flugfélögum að verð muni halda áfram að lækka, þó innan skynsamlegra marka. Fé- lag eins og Iceland Express starfi ekki eins og einhver sjálfboðaliða- samtök. Hjá Neytendasamtökunum fengust þær upplýsingar að kvart- anir hefðu borist frá fólki sem hefði pantað sér ferð á ákveðnum tíma og jafnvelt greitt inn á þær, en síð- an þegar farið hefði verið í ferð- irnar og þær greiddar að fullu þá hefði fargjaldið hækkað. Sesselja Ásgeirsdóttir hjá samtökunum sagði þó engin stór mál hafa risið vegna þessa en hún hefði orðið vör við umræðu um hækkandi fargjöld. Ábendingar hafa einnig borist frá flugfarþegum um að erfiðara sé en áður að verða sér úti um ódýrari fargjöld í millilandafluginu hjá Ice- landair og Iceland Express. Þegar þetta er borið undir félögin segja þau fjölda ódýrustu fargjaldanna fara eftir framboði og eftirspurn og í ljósi stöðugrar fjölgunar flugfar- þega megi reikna með að minna sé um ódýr sæti en þegar eftirspurn er lítil. Á móti sé ódýrum sætum haldið eins lengi og hægt er ef illa gengur að selja í einhverja ferð. Almar Örn bendir á að félagið hafi fækkað vélum sínum úr tveim- ur í eina sl. haust og eðlilega minnki strax framboð á ódýrum sætum við það. Aftur verður bætt við vél í sumar en í 148 sæta vél hafa að allt að 15 sæti verið í ódýr- asta flokki. Almar bendir einnig á að fargjaldið hækki eftir því sem líði nær brottför og því sé hag- kvæmast að panta ferðir með löngum fyrirvara. Á þessu geti munað tugum þúsunda króna. Erf- itt sé að meta heildaráhrifin á far- gjöldin og vel geti verið að þau hafi lítillega hækkað milli ára. Almar segir Iceland Express starfa eftir þeirri „einföldu“ reglu að selja alltaf ódýrustu sætin fyrst og vel fram í tímann. Eðli málsins samkvæmt hafi þeim sætum fækk- að þegar gripið var til þess ráðs að fækka um eina vél. Það hafi verið neyðaraðgerð til að bjarga rekstri félagsins. Um leið hafi dýrum sæt- um einnig fækkað. Almar segir að þótt framboð á ferðum hafi minnk- að þá hafi félagið verið reglulega með hagstæð tilboð. Ekki sé þó endalaust verið að bjóða ferðir á eina eða tvær krónur. Allir heilvita menn sjái að það gangi ekki til lengdar. Einhvers staðar verði menn að fá salt í grautinn. „Ég ætla mér að reka Iceland Express til að græða á því fyrir eigendurna, annars verð ég bara rekinn. Ég geri mér einnig vel grein fyrir því að til að fá fólk í vél- arnar verðum við að bjóða sann- gjörn fargjöld. Það er íslenskri þjóð til heilla að þetta fyrirtæki lifi,“ segir Almar Örn og bætir því við að félagið fylgist vel með far- gjöldum keppinautarins, Icelanda- ir. Verðkannanir fari fram mörg- um sinnum á sólarhring og hið sama sé gert hjá Icelandair. Guðjón Arngrímsson hjá Ice- landair segir að skýring á 4,4% hækkun á flugfargjöldum milli ára geti verið sú að páskarnir séu í mars þetta árið en það sé ein helsta flugvertíðin. Eftirspurn sé gríðar- leg og fargjöldin geti verið eftir því. Telur Guðjón framboð á ódýrum sætum ekki hafa minnkað frá því sem verið hefur. Félagið hafi verið að fjölga flugsætum og ferðum og breytt sinni starfsemi verulega. Farþegum fjölgi stöðugt í milli- landafluginu. Lítill verðmunur Kannaður var í gær verðmunur á ferðum félaganna til Kaup- mannahafnar, með brottför að morgni 1. apríl nk. og heimkomu sjö dögum síðar. Hagstæðasta verð hjá Iceland Express var rúmar 23 þúsund krónur en lægsta fargjald hjá Icelandair var rúmar 22 þús- und krónur. Sömu leið var þó hægt að fá hjá félaginu á 30 þúsund krónur ef brottför væri á hádegi 1. apríl. Fréttaskýring | Samkeppni Icelandair og Iceland Express í millilandaflugi Spáð lægri fargjöldum Samkvæmt mælingum Hagstofunnar eru fargjöldin nú 4,4% hærri en í fyrra Farþegum fjölgar og fargjöld hafa hækkað. Farþegar um Leifsstöð 13,7% fleiri en í fyrra  Umferð farþega um Keflavík- urflugvöll og Leifsstöð jókst um 12% í febrúarmánuði sl. miðað við sama mánuð í fyrra. Fyrstu tvo mánuði ársins fóru 154 þús- und farþegar um völlinn, sem er 13,7% fjölgun milli ára. Þar af fóru um 89 þúsund manns um völlinn í febrúar. Ef aðeins er lit- ið á fjölda farþega frá landinu þá voru þeir tæplega 38 þúsund í febrúar sl. en voru ríflega 34 þúsund í sama mánuði árið 2004. bjb@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.