Morgunblaðið - 17.03.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.03.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 19 VERÐKÖNNUN   R Í K I S S K A T T S T J Ó R IRSK                          ! " $  %   " &        '  " "   ' " Hægt er að sækja um viðbótarfrest á ef talið er fram á netinursk.is Mesti munurinn á hæstaog lægsta verði í verð-könnun sem Verðlags-eftirlit ASÍ gerði í mat- vöruverslunum sl. þriðjudag var rúmlega 290% á Neutral storvask þvottaefni sem kostaði 125 krónur í Krónunni en 489 krónur í Tíu ellefu. Mjög mikill verðmunur var á hæsta og lægsta verði fjölmargra annarra vörutegunda eins og 283% munur á léttjógúrt dós, 233% munur á lítra af nýmjólk og 216% munur á Pampers-bleium og Tilda basmati hrísgrjónum, svo dæmi séu nefnd. 10–11 oftast með hæsta verðið Krónan var langoftast með lægsta verðið en samkvæmt upplýsingum frá Henný Hinz, verkefnisstjóra Verðlagseftirlits ASÍ, var ekki unnt að birta niðurstöður úr verslun Bón- uss þar sem starfsmenn Bónuss höfðu óeðlileg áhrif á niðurstöður könnunarinnar. Krónan reyndist vera með lægsta verðið í 51 tilviki en verð var kannað á 91 vörutegund. Verslanirnar Kaskó og Fjarðarkaup voru jafnoft með lægsta verðið eða í 18 tilvikum hvor. Líkt og í fyrri könnunum eru verslanir Tíu–ellefu og Ellefu–ellefu langoftast með hæsta verðið. Tíu– ellefu reyndist með hæsta verðið í 45 tilvikum og Ellefu–ellefu í 44 skipti. Undanfarið hefur gætt nokkurs ósamræmis milli þess verðs sem getið er á hillu og kassaverðs hjá þeim verslunum sem keppa hvað harðast í verðstríði þessa dagana. Í könnuninni var eingöngu tekið niður verð á hillu verslunar. Tvær verslanir neituðu þátttöku Kannað var verð í eftirtöldum versl- unum: Hagkaup í Spönginni, Fjarð- arkaupum Hólshrauni 1b, Krónunni Skeifunni 11, Tíu–ellefu Barónsstíg 2–4, Nóatúni Nóatúni 17, Ellefu– ellefu Laugavegi 116, Samkaupum Miðvangi 41, Nettó í Mjódd, Gripið og greitt Skútuvogi 4 og Kaskó Vesturbergi 76. Ekki eru birtar nið- urstöður úr Bónus Faxafeni 14. Tvær verslanir neituðu þátttöku, Europris Skútuvogi 2 og Sparversl- un Bæjarlind. Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu Krónan langoftast með lægsta verðið Morgunblaðið/Árni Torfason Í fimmtíu og einu tilviki var verslunin Krónan með lægsta vöruverðið. Krónan er með lægsta verðið í 51 tilviki af 91 í verðkönnun Verð- lagseftirlits ASÍ. Bónusverslunin í könnuninni var strikuð út þar sem starfsmenn Bónuss höfðu óeðlileg áhrif á niðurstöður könnunarinnar. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Páskaeggjamót Verð 450 og 795 • 5 stærðir VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is Gjafaöskjur með ljóðum Sölustaðir: sjá www.bergis.is Ástarkveðja • Vinarkveðja, Samúðarkveðja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.