Morgunblaðið - 17.03.2005, Page 22

Morgunblaðið - 17.03.2005, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Samvera eldri borgara í Glerárkirkju fimmtudaginn 17. mars kl. 15.00 Örn Viðar og Stefán Birgissynir syngja nokkur lög við undirleik Guðjóns Pálssonar. Hjörtur Steinbergsson leikur undir almennum söng. Kaffiveitingar og helgistund að venju Glerárkirkja GLERÁRKIRKJA Mosfellsbær | Tillaga frá Teikni- stofu Gylfa Guðjónssonar og fé- laga varð hlutskörpust í hönn- unarsamkeppni að rammaskipulagi Helgafellslands, en það er annað tveggja svæða þar sem meginupp- bygging verður á næstu árum í Mosfellsbæ, og gert ráð fyrir rúm- lega 800 íbúðum á svæðinu. Alls vildu 17 aðilar taka þátt í forvali, og voru fjórir hópar valdir úr til þess að fullvinna tillögur sín- ar; Arkís, Kanon og Tröð, Teikni- stofa Gylfa Guðjónssonar og fé- laga, og VA arkitektar. Í hverjum hópi voru sérfræðingar í skipu- lagsmálum, umferðarmálum og landmótun. Tillögurnar fjórar eru nú til sýnis í Listasal Mosfells- bæjar. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali á tillögu Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga segir m.a.: „Heildaryfirbragð tillögunnar er gott, hugkvæmni hennar er skemmtileg og gefur tillögunni mjög sterkan hverfisbrag. [...] Höfundar gera tillögu um að mynda skjólbelti með skógi utan um byggðina. [...] Byggingar liggja vel við sólu og halli í landi er vel nýttur. [...] Gatnakerfi er áhugavert og styrkir hverf- isímynd.“ Tillaga um skipu- lag Helgafells- lands samþykkt Helgafellsland Tillaga Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga að rammaskipulagi í Helgafellslandi. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI REKSTUR Akureyrarbæjar gekk vel á síðastliðnu ári. Ársreikningur- inn var til umræðu á fundi bæjar- stjórar, en samkvæmt honum var niðurstaðan sú að rekstur sveitarfé- lagsins var jákvæður um 240 millj- ónir króna. „Útkoman er í öllum meginatrið- um góð, reksturinn gekk í heildina tekið mjög vel,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Reikningur- inn er nú í þriðja sinn gerður með sambærilegum hætti og tíðkast með- al fyrirtækja í landinu. „Við erum ágætlega sátt við niðurstöðuna, hún er mjög vel viðunandi, skatttekjur hafa aukist, íbúum fjölgar og fast- eignamarkaðurinn er mjög virkur, þannig að við erum bjartsýn,“ sagði Kristján Þór. Miklar framkvæmdir voru á liðnu ári og var framkvæmt fyrir um 1.820 milljónir króna á árinu. Handbært fé frá rekstri nam 1.908 milljónum króna og hækkaði um 533 milljónir. Fjármagnsliðir eru jákvæðir um 73,4 milljónir. Akureyrarkaupstaður og Hríseyj- arhreppur sameinuðust á árinu og var gerður einn ársreikningur fyrir hið sameinaða sveitarfélag. Starf- seminni er skipt upp í tvo hluta, A- hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjár- mögnuð með skatttekjum en í B- hluta eru fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins og eru rekin sem fjárhagslega sjálf- stæðar einingar. Hagnaður af rekstri sveitarfé- lagsins var meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, rekstrarniðurstaða var já- kvæð um ríflega 239,9 milljónir en áætlun hafði gert ráð fyrir 146,7 milljóna króna hagnaði á árinu. Gjaldfærðar lífeyrisskuldbindingar voru hærri en gert hafði verið ráð fyrir og voru gjaldfærðar nærri 439 milljónir króna í samstæðunni. Ef ekki hefði komið til mikil hækkun líf- eyrisskuldbindinga hefði orðið um verulegan rekstrarafgang á árinu að ræða. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 1.555,9 millj- ónum króna og handbært fé frá rekstri 1.907,7 milljónum. Fjárfest- ingarhreyfingar voru 1.775,4 millj- ónir króna. Fjármögnunarhreyfing- ar námu samtals 400,8 milljónum. Afborgun langtímalána nam 587,1 milljón en ný langtímalán námu 1.064,1 milljón króna. Hækkun á handbæru fé á árinu nam 533,1 millj- ón króna og nam handbært fé sveit- arfélagsins í árslok 1.488,7 milljón- um króna. Heildarlaunagreiðslur án launa- tengdra gjalda hjá samstæðunni voru 4.030.973 þúsund krónur. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 1.420. Laun og launatengd gjöld sveitarfé- lagsins í hlutfalli við rekstrartekjur þess voru 57,7,0% en 52,9% án breyt- inga á lífeyrisskuldbindingum. Ann- ar rekstrarkostnaður var 29,4% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveitar- félagsins voru 260 þúsund krónur á hvern íbúa en tekjur samtals 550 þúsund krónur á hvern íbúa (510 þús.kr. árið 2003). Árið 2003 voru skatttekjur 239 þúsund krónur á hvern íbúa. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um samtals 73,4 milljónir króna. Vaxta- tekjur námu 120,8 milljónir króna. Arður af eignarhlutum nam 66,3 milljónum króna. Verðbætur og gengismunur var jákvæður um 58,6 milljónir króna og tekjur vegna hlut- deildarfélaga voru 15,2 milljónir. Vaxtagjöld námu 187,4 milljónum. Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir sveitarfélagsins bókfærðar á 20.782,3 m.kr., þar af eru veltufjár- munir 2.675,3 m.kr. Skuldir sveitar- félagsins með lífeyrisskuldbinding- um nema samkvæmt efnahags- reikningi 13.302,8 m.kr., þar af eru skammtímaskuldir 2.077,1 milljónir króna. Veltufjárhlutfallið er 1,29 í árslok, en var 1,25 árið áður. Bók- fært eigið fé nemur 7.479,6 milljón- um króna í árslok sem er 36,0% af heildarfjármagni. Árið áður var þetta hlutfall 37,1%. Ársreikningur Akureyrarbæjar sýnir traustan fjárhag Reksturinn jákvæður um 240 milljónir króna Ágætlega sátt við niðurstöðuna         +  ,     , - !  !  .!   ! # ! #     /  !   0012 0&2 324 %55% 064 1&65 4%  7   /      /  ,!(     8   9' '    3%%0 %66% 44& :3& :13      0;%5 05% 525  %%20 %6& 1201 6&  5%36 %260 45; 100 ;    # # <   25&; 100;0 = < (      <>(   1336 15&4  2%5; 1%126     !"   #$%  &'()*        BÆJARSTJÓRN Akureyrar lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörð- un Ríkiskaupa að ganga að tilboði pólskrar skipasmíðastöðvar í við- gerðir á varðskipunum Ægi og Tý. „Með þessu verklagi er vegið að rótum íslensks iðnaðar, sem hlýtur að vekja furðu, ekki síst í ljósi þess að íslenskum stjórnvöldum er fullljóst að skipasmíðar hér á landi keppa á þessu sviði við ríkis- styrktan erlendan atvinnurekstur“, segir í ályktun bæjarstjórnar. Einnig að tilboð Slippstöðvarinnar sýni að íslenskur skipasmíðaiðnaður stenst erlend tilboð á þessu sviði án þess að tillit sé tekið til þess óbeina hagnaðar sem íslenskt samfélag hef- ur af því að verkið skuli unnið hér á landi. „Að taka ekki tilboði Slipp- stöðvarinnar undir þessum kring- umstæðum sýnir fyrst og fremst skort á vilja og metnaði til þess að hlú að þessari mikilvægu atvinnu- grein í landinu.“ Bæjarstjórn Akureyrar skorar á fjármálaráðherra, dómsmálaráð- herra og iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því að ákvörðun Ríkiskaupa um að taka hinu pólska tilboði verði endurskoðuð og tryggja að viðgerðir á varðskipunum Ægi og Tý fari fram í íslenskum skipasmíðastöðvum. Morgunblaðið/Kristján Á þurru Varðskipið Óðinn í flotkvínni við Slippstöðina, þar sem unnið er að botnhreinsun, málun og minni háttar viðhaldi. Bæjarstjórn um viðgerð á varðskipum Vegið að rótum íslensks iðnaðar Ökumaður sýknaður af bótakröfu HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur sýknað ökumann bíls og tryggingafélag hennar af bótakröfu manns, sem varð fyrir bílnum í miðbæ Akureyrar að sumarlagi árið 1998. Komst dómurinn að þeirri niður- stöðu, að sá sem fyrir bílnum varð ætti að bera tjón sitt sjálfur af 2/3 hlutum en hann var ölvaður þegar þetta gerðist. Ökumaður bílsins sagðist hafa ekið austur Strandgötu á afar lítilli ferð. Þegar bíllinn fór fram hjá féll mað- urinn skyndilega að bílnum og síðan á akbrautina. Maðurinn sagði hins veg- ar að bíllinn hefði stöðvast og síðan verið ekið aftur af stað og yfir fót sinn sem brotnaði. Hann sagðist hins veg- ar lítið muna eftir atvikum vegna ölv- unar en áfengismagn í blóði hans mældist 2,44‰. Tryggingafélag ökumannsins taldi að lækka ætti bætur til mannsins um helming vegna þess að hann hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi. Greiddi félagið manninum rúmar 2 milljónir króna í bætur og miðaði við niður- stöðu örorkunefndar. Maðurinn krafðist hins vegar rúmlega 8,8 millj- óna króna í bætur. Héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að maðurinn hefði verið með- valdur að slysinu með stórkostlegu gáleysi sínu og rætt væri að hann sjálfur bæri 2/3 hluta tjónsins. Þá taldi dómurinn einnig rétt að miða við úrskurð örorkunefndar um tjón mannsins og sýknaði því ökumanninn og tryggingafélagið af bótakröfunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.