Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÍSLANDSMÁLNING • Sími 517 1500 • Vöruhús / verslun Sætúni 4 ÍSLANDS MÁLNING STÆRSTA MÁLNINGARVERSLUN LANDSINS BIORA INNIMÁLNING FRÁ TEKNOS Ný tegund almattrar veggjamáln- ingar sem hefur mikla þvottheldni Þolir yfir 10000 burstastrokur skv. SFS 3755 staðlinum Gæðastöðluð vara á góðu verði Ábyrgð tekin á öllum vörum RICO Saccani, fyrrverandi aðal- stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, var í vikunni sæmdur æðsta heiðursmerki Ungverjalands fyrir „glæsilegt starf í þágu ungverskrar menningar“ en hann hefur stjórnað bæði Fílharmóníuhljómsveit Búda- pest og Ungversku óperunni allar götur síðan 1983. Stjórnar víðsvegar um heim Saccani er Bandaríkjamaður, fæddur í Arizona, en hefur um langt árabil stýrt hljómsveitum vítt og breitt um heiminn, meðal annars í Bandaríkjunum, Ítalíu, Þýska- landi, Spáni, Japan og Írlandi. Saccani var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands á ár- unum 1998–2001. Hann er þekktur fyrir líflega framkomu á pallinum en hann stjórnar jafnan blaðlaust. Það var Ferenc Madl, forseti Ungverjalands, sem sæmdi Saccani heiðursmerkinu við hátíðlega at- höfn í Búdapest. Ferenc Madl, forseti Ungverjalands, sæmir Rico Saccani heiðursmerkinu. Saccani heiðraður í Ungverjalandi Það var ekki laust við að þaðyki talsvert á eftirvænting-una fyrir tónleika Placido Domingo og Önu Mariu Martinez með íslenskum tónlistarmönnum í Egilshöll á sunnudag, að ferðin á tónleikana skyldi taka hátt í klukkutíma, með spennuþrunginni umferðarteppu á Vesturlandsvegi í átt að Grafarvoginum. Spurningin: „næ ég í tæka tíð?“ var ágeng – en líka margar fleiri. Hvernig yrði Eg- ilshöll sem tón- leikasalur fyrir klassíska tón- leika? Hvernig yrði aðbúnað- urinn? Hvernig yrði hljómburður- inn? Og síðast en ekki síst, hvernig skyldi svo goðið Domingo standa sig í frumraun sinni fyrir íslenskum áheyrendum? Þegar upp var staðið var fátt sem skyggði á gleðina af því að hlusta á Domingo syngja. Hann er yfir- burðalistamaður sem á fáa, ef nokkra, sína líka. Hann er túlkandi fram í fingurgóma, músíkin holdi klædd, og með þessa einstöku rödd sem hefur ekki elst sem neinu nem- ur, nema kannski að taka á sig eilít- ið dekkri og þroskaðri blæ. Ana Maria Martinez var líka stórfeng- leg. Ég er viss um að sá dagur kem- ur að við eigum eftir að fagna því að hafa fengið þetta tækifæri til að heyra í henni við upphaf stórbrot- ins ferils. Hún er nefnilega til alls vís. Að baki tónleikunum liggur gríð- arleg vinna, og undirbúningurinn hefur tekið fjölda manns marga mánuði, og kannski ár. Skipuleggj- endur tónleikanna voru þau Þóra Guðmundsdóttir og Þorsteinn Kragh hjá Lotion Promotion. Spurningin er, hvort erfiðið hafi verið þess virði, og hvort raunhæft sé að efna til stórtónleika af þessu tagi á Íslandi. „Með mikilli vinnu og miklum undirbúningi er þetta hægt,“ segir Þóra. Þorsteinn tekur undir það, en segir að oft hafi þó komið upp þau tímabil þegar þau hafi haldið að þetta myndi ekki ganga upp. „Hálfum mánuði fyrir tónleika vorum við bara búin að selja nokkur hundruð miða, en á síðustu 72 klukkutímunum brjál- aðist allt. Þá varð fólk jafnvel foj yfir því að fá ekki sex miða á besta stað. Þessi seinagangur er óskiljan- legur, því við byrjuðum að selja miða í desember í fyrra.“ Þóra seg- ir að skýringin kunni að liggja í því að margir hafi haft efasemdir um Egilshöll. „En um leið og Domingo var kominn til landsins – fólk vissi af honum og sá í blöðum og sjón- varpi – þá fór þetta að ganga. Þá var það orðið raunverulegt í augum fólks að hann væri að fara að syngja.“ Þóra og Þorsteinn segja að Egils- höll hafi reynst ótrúlega vel miðað við stærð og 25 metra lofthæð. Sæt- um var raðað í austurhluta salarins í suður-norður, með það fyrir aug- um að sögn Þorsteins að nýta hljómburðarmöguleika þaksins, en hann segir að lögun þess hafi skipt miklu máli fyrir hljómburðinn. „Lögunin á þakinu skipti miklu máli upp á hljómburðinn og hljóð- maður Domingos náði að skapa ótrúlega góðan hljóm þarna inni.“ Þóra og Þorsteinn telja mjög hæpið og jafnvel útilokað að tón- leika með svo þekktum listamanni verði hægt að halda í fyrirhuguðu tónlistarhúsi, þetta sé einfaldlega of dýrt fyrirtæki. „Kostnaðurinn hleypur á tugum milljóna.“ Til að gefa einhverja innsýn í kostnaðar- liði segja þau Þóra og Þorsteinn að í raun hafi það verið sem uppfinn- ing hjólsins að byggja upp aðstöð- una í Egilshöll. Fyrir utan svið, sæti, veggskerma, sviðsmynd og annað slíkt, þurfti að byggja að- stöðu fyrir söngvarana baksviðs, en þar fengu hvort um sig nánast full- komna íbúðaraðstöðu, hvort með sínu baðherbergi og öðru tilheyr- andi. En þau eru ánægð með árang- urinn. „Þetta fólk var yndislegt í viðkynningu og viðmóti og svo gjörsamlega laust við það að vera með nokkra prímadonnutilburði. Þetta hefði ekki getað verið betra.“ Þorsteinn segir að án hjálpar og góðra ráða Garðars Cortes sem var vakinn og sofinn yfir verkefninu með þeim, hefði þetta aldrei tekist.    Sigrún Eðvaldsdóttir, konsert-meistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, segir að sér hafi þótt tón- leikarnir takast mjög vel miðað við aðstæður. „Þetta var rosalega erfitt fyrir alla á sviðinu. Salurinn er svo stór og við urðum að reiða okkur á græjurnar til að í okkur heyrðist. En, tónleikarnir verða örugglega ógleymanlegir fyrir alla sem voru þar vegna þess hvað Domingo var yndislegur og hvað allt gekk í raun- inni vel. Hljómsveitinni leið ekki vel. Við heyrðum ekki hvert í öðru og ekki í sjálfum okkur og fyrir kórinn var þetta líka erfitt. En eftir hlé fór okkur loks að líða betur. Við æfðum ekki í Egilshöll á föstudeg- inum, en höfðum ekki tækifæri til þess. Við æfðum í Háskólabíói þar til á sunnudagsmorgun. En það voru allir á tánum að gera sitt besta. Eftir tónleikana kom á dag- inn að við höfðum öll verið mjög stressuð. En það var rosalega upp- örvandi hvað hann hrósaði okkur á sviðinu – það er merkilegt hvað hrós getur gert.“    Garðar Cortes, kórstjóri Óperu-kórs Reykjavíkur, segir að þótt aðstæður hafi kannski ekki verið þær allra bestu, þá hafi það ekki skipt máli þegar söngur Dom- ingos var annars vegar. „Við heyrð- um ekki í honum live, en það trufl- aði mig ekkert. Tæknimennirnir náðu honum ansi vel, þótt annað hafi ekki gengið eins vel. Það voru tveir hljóðnemar á sviðinu sem pössuðu honum ákaflega vel – ann- ar aðeins mýkri en hinn kaldari. Aðrir hljóðnemar voru ekki alveg eins vel staðsettir. Það heyrðist of lítið í blásurum og of mikið í slag- verki, og kórinn heyrði ekki í hljómsveitinni vegna þess að hátal- arar sem vísuðu að kórnum voru ekki í sambandi. En meðan ég hlustaði hugsaði ég með mér: „Er þetta boðlegt?“ og komst að því, að ef það býðst ekki öðru vísi, þá er það boðlegt. Að verða vitni að þess- um viðburði og fá að upplifa þenn- an mann hér heima – fyrir það fyrirgefst allt. Ég var algjörlega gagntekinn. Í dúettinum úr Ótelló sátum við Ólöf Kolbrún og snöktum hlið við hlið – ég var alveg búinn. Domingo er svo mikill listamaður.“ Erfitt en gefandi ’Að verða vitni að þessum viðburði og fá að upplifa þennan mann hér heima – fyrir það fyrirgefst allt. ‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Ana Maria Martinez og Placido Domingo á tónleikunum í Egilshöll síðastliðið sunnudagskvöld. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.