Morgunblaðið - 17.03.2005, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EFTIR nokkurt erfiðleikaskeið
virðist upplýsingatæknigeirinn
hérlendis nú vera að rétta úr
kútnum og jafnvel að
blása til stórsóknar í
útflutningi. Þetta kom
berlega fram á afar
áhugaverðri ráðstefnu
sem Samtök upplýs-
ingatæknifyrirtækja
efndu til á dögunum
og eins á viðlíka
áhugaverðri ráðstefnu
um góða vefstjórnum
sem Skýrslutækni-
félag Íslands gekkst
fyrir í síðustu viku.
Ein leiðin til að örva
menn til dáða og
vekja athygli á ný-
sköpun og afrekum á þessu sviði
er að efna til samkeppni og veita
verðlaun. Nú býðst íslenskum fyr-
irtækjum einstakt tækifæri til að
vekja athygli á starfsemi sinni,
bæði hérlendis, og ef vel gengur
erlendis líka.
Nýmiðlunarverðlaun
Sameinuðu þjóðanna
Nýmiðlunarverð-
laun Sameinuðu þjóð-
anna, World Summit
Award (WSA), er
samkeppni sem haldin
er samtímis um heim
allan. Tilgangurinn
með verðlaununum er
að velja og kynna
besta stafræna efnið
og nýmiðlun í veröld-
inni um þessar mund-
ir.
Að skipulagningu
samkeppninnar
standa fulltrúar 168
landa í fimm heims-
álfum og er meginmarkmiðið að
brúa bilið milli þeirra sem skammt
og langt eru komnir í upplýs-
ingatækni og efla gerð net- og ný-
miðlunarefnis í heiminum.
Efnt er til samkeppninnar að
frumkvæði European Academy of
Digital Media (EADiM; sjá: http://
www.europrix.org/europrix/
Academy.htm) en keppnin er
skipulögð og unnin undir merkjum
Leiðtogafundar Sameinuðu þjóð-
anna um upplýsingasamfélagið
(The United Nations World
Summit on the Information Soc-
iety WSIS (2003-2005)), sjá nánar
á vefsíðunni:
www.wsis-award.org.
Íslenska landskeppnin
Keppnin hér á landi er skipu-
lögð í samvinnu Háskóla Íslands,
menntamálaráðuneytisins og Sam-
taka iðnaðarins. Hér með er aug-
lýst eftir tilnefningum á íslenskum
nýmiðlunarlausnum í landskeppni
World Summit Award – nýmiðl-
unarverðlauna Sameinuðu þjóð-
anna.
Tilnefningar til verðlaunanna
skiptast í átta flokka: opinbera
stjórnsýslu, heilsu, menntun, af-
þreyingu, menningu, vísindi, við-
skipti og efni sem stuðlar að því
að brúa bil milli menningarheima.
Þær tilnefningar sem berast fara
fyrir dómnefnd sem velur bestu
lausnina í hverjum flokki. Skrán-
ing í landskeppnina fer fram á
vefsíðunni
http://www.hi.is/page/wsa2005.
Ný íslensk upplýsingatækni
og nýmiðlun
Landskeppni World Summit
Award er opin öllum þeim fyr-
irtækjum, samtökum og ein-
staklingum sem virk eru í upplýs-
ingatækni og nýmiðlun og stunda
starfsemi sína á Íslandi. Allt efni
skal vera frá árunum 2004 eða
2005.
Verðlaun í flokkunum átta verða
veitt á verðlaunahátíð sem haldin
verður í Háskóla Íslands laug-
ardaginn 21. maí og verða nýmiðl-
unarlausnirnar jafnframt til sýnis
fyrir almenning þann dag. Þau
verkefni sem verðlaun hljóta
verða síðan lögð fyrir að-
aldómnefnd WSA-keppninnar, sem
sker úr um tilnefningar og verð-
launaverk þau er kynnt verða í
Túnis í nóvember 2005.
Ég hvet eindregið öll íslensk
fyrirtæki, samtök og einstaklinga
sem virk eru í upplýsingatækni og
nýmiðlun til að kynna sér þessa
keppni og taka þátt í henni, en
nánari upplýsingar um eðli og fyr-
irkomulag hennar er að finna á
vef WSA:
www.wsis-award.org og á vef ís-
lensku verðlaunanna:
http://www.hi.is/page/wsa2005.
Spennandi tækifæri fyrir íslenska
upplýsingatækni og nýmiðlun
Friðrik Rafnsson fjallar um
landskeppni, World Summit
Award, í nýmiðlunarlausnum
’Ég hvet eindregið öllíslensk fyrirtæki, sam-
tök og einstaklinga sem
virk eru í upplýsinga-
tækni og nýmiðlun til að
kynna sér þessa keppni
og taka þátt í henni.‘
Friðrik
Rafnsson
Höfundur er vefritstjóri HÍ og
landstengiliður Nýmiðlunarverðlauna
Sameinuðu þjóðanna.
GENGIÐ er til rektorskosninga
við Háskóla Íslands í dag. Ég hef átt
aðkomu að viðskipta- og hag-
fræðideild og mæli eindregið með
Ágústi Einarssyni, fyrrverandi
deildarforseta, í embætti rektors.
Ágúst hefur af-
skaplega ljúfan og lát-
lausan stjórnunarstíl,
en skortir þó ekki
áræði og ákveðni þeg-
ar til þess þarf að
taka.
Einnig hefur það
sýnt sig í störfum
Ágústar að hann ber
virðingu fyrir sam-
starfsfólki sínu og vill
veg þess sem mestan.
Þá má merkja á
stjórnunarstíl Ágústar
að honum er lagið að
sjá hvernig áherslur í
starfi henta hverjum og einum, til að
draga fram það besta í fólki.
Jafnframt er mikilvægur sá hæfi-
leiki Ágústar að virkja samstarfsfólk
sitt til að starfa sem heild, þannig að
sem mest ávinnist í því starfi sem
þarf að vinna. Líklega er þetta sá
eiginleiki Ágústar sem
ég kann hvað best að
meta og tel þennan eig-
inleika jafnframt veiga-
mikinn til farsællar
stjórnunar framtíð-
arrektors Háskóla Ís-
lands.
Að endingu er ótalinn
sá eiginleiki Ágústar að
vera meðvitaður um að
jafnréttissjónarmið séu
virt og að unnið sé að
jafnrétti kynjanna eins
og best verður á kosið.
Ágúst er sanngirn-
ismaður og áhersla hans á jafnrétt-
ismál eru ein birtingarmynd þess.
Ég hvet því kjörgenga fulltrúa til
að kjósa Ágúst Einarsson sem rekt-
or Háskóla Íslands, í dag.
Til stuðnings
Ágústi Einarssyni
Helga Kristjánsdóttir
fjallar um kjör rektors
við Háskóla Íslands ’Ágúst hefur afskap-lega ljúfan og látlausan
stjórnunarstíl, en skort-
ir þó ekki áræði og
ákveðni þegar til þess
þarf að taka.‘
Helga
Kristjánsdóttir
Höfundur er nýdoktor í hagfræði.
Á BAKHLIÐ bæklings sem
stuðningsmenn Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur í formannskjöri
Samfylkingarinnar hafa gefið út
er eftirfarandi upplýst: „Hægt er
að skrá sig í Samfylkinguna á
heimasíðu Ingibjargar Sólrúnar
(...), og öðlast þannig rétt til þátt-
töku í formannskosningum eða
með því að hafa samband við
kosningaskrifstofuna.“
Í flokkslögum er þó skýrt að
menn skrá sig félaga í Samfylk-
inguna með því að gerast félagar í
einu aðildarfélaga flokksins eða
með því að skrá sig á skrifstofu
flokksins sem síðan skipar þeim
mönnum í félög sem ekki vilja
hafa einstaklingsaðild.
Ekki er því hægt samkvæmt
lögum að skrá menn í flokkinn á
heimasíðum einstaklinga eða á
öðrum skrifstofum en flokks eða
aðildarfélaga.
Í undirbúningi formannskjörs
hafa stuðningsmenn Ingibjargar
Sólrúnar rætt talsvert um lýðræð-
isleg vinnubrögð. Er þetta dæmi
um lýðræðisleg vinnubrögð? Eða
er kannski kominn inn í flokkinn
nýr flokkur sem ekki þarf að fara
eftir sömu reglum og hingað til
hafa gilt í Samfylkingunni?
Eyjólfur Eysteinsson
Flokkur
í flokknum?
Höfundur er félagi í Samfylking-
arfélagi Reykjanesbæjar.
GRUNDVÖLLUR vel heppn-
aðra hagkerfa er traust þegnanna
á lagalegri vernd eignarréttarins.
Í þjóðfélögum ríkjandi einka-
eignar framleiðslutækjanna verður
venjulega mun meiri hagvöxtur og
þjóðarauður en í þjóðfélögum op-
inbers eignarhalds og
viðja. Á síðustu öld
reis sameign-
arstefnan, fé-
lagshyggja Marx og
Leníns, og leið jafn-
framt undir lok. Al-
ræði öreiganna var
fólgið í þjóðnýtingu
allra helztu eigna í
samfélaginu og fá-
tæktinni var skipt fé-
lagslega á meðal al-
mennings.
Hérlendis hefur
Sjálfstæðisflokkurinn
í 75 ára sögu sinni farið í fylking-
arbrjósti baráttunnar fyrir einka-
eignarréttinum og hvatt til eigna-
myndunar almennings.
Síðastliðinn rúman áratug hefur
efnahagslíf landsins verið leyst úr
læðingi, m.a. með sölu ríkisfyr-
irtækja og stórfelldri lækkun
skattlagningar á atvinnurekstur.
Það er engum blöðum um það að
fletta, að þessi stefna hefur eflt
hagvöxt á Íslandi gríðarlega, enda
eru lífskjör almennings nú óvíða
betri en hérlendis.
Fasteignir
Allir þurfa þak yfir höfuðið.
Flestir kjósa að búa í eigin hús-
næði. Þannig nýtur fólk að öðru
jöfnu meira afkomuöryggis en
ella, og húsnæðiskostnaður í heild
verður líklega lægstur þannig.
Þeir, sem aðhyllast einkaeign-
arréttinn og vilja forðast opinbert
eignarhald, ættu að stuðla að því
að auðvelda fólki að afla eigin hús-
næðis. Fjármálastofnanir hafa fyr-
ir sitt leyti með vaxtalækkunum
ásamt hækkun og lengingu lána
stuðlað að þessu. Ekki verður hið
sama sagt um stefnu ýmissa sveit-
arfélaga. Frumskylda sveitarfé-
laga ætti að vera að hafa nóg af
lóðum á kostnaðarverði á boð-
stólum fyrir einstaklinga og aðra,
sem vilja byggja strax. Sé jafn-
vægi á milli framboðs og eft-
irspurnar sér samkeppnin um að
halda verðlagi í skefj-
um. Að sveitarfélög
sum hver skuli fram-
kalla lóðaskort með
slælegu framboði og
bíta síðan höfuðið af
skömminni með lóða-
uppboðum er forkast-
anlegt. Með því er
húsbyggjendum gert
óeðlilega erfitt fyrir
af hálfu hins op-
inbera. Þegar stærsta
sveitarfélaginu í land-
inu verður á fing-
urbrjótur af þessu
tagi verður málið svo stórt í snið-
um, að áhrif hefur á vísitölu verð-
lags í landinu og þar með hækka
skuldir allra með verðtryggð lán á
sínum herðum. Hvorki meira né
minna en helmingur mældrar
verðbólgu, sem nú er komin á al-
varlegt stig, er vegna hækkunar
húsnæðiskostnaðar.
Í ýmsum löndum er vísitala hús-
næðiskostnaðar ekki innifalin í
verðbólgustuðlinum. Það er vel
skiljanlegt í ljósi þess, að húsnæð-
iskaup eru fjárfesting, en ekki
neyzla. Tímabært er nú að stíga
ný skref til afnáms verðtryggingar
fjárskuldbindinga. Efnahagskerfið
á Íslandi ætti nú að vera orðið
nógu burðugt til að þola afnám
neyðarúrræðis á borð við vísi-
tölutengingu fjárskuldbindinga,
enda tíðkast hún ekki í venjuleg-
um vestrænum hagkerfum. Lík-
legt má t.d. telja, að vaxtabreyt-
ingar Seðlabankans yrðu
áhrifameiri, ef ný lán yrðu öll
óverðtryggð.
Farartæki
Annar veigamesti útgjaldaliður
flestra er til farartækja. Þar sem
Ísland er strjálbýlt, leiðir af eðli
máls, að einkabíllinn hefur náð
fótfestu sem aðalfarartækið á
landi. Einkabílaeign er meiri á Ís-
landi en annars staðar í Evrópu.
Bifreiðaflotinn hérlendis er gríð-
arlega skattlagður frá vöggu til
grafar, og ber hinu opinbera þess
vegna að fjárfesta í samgöngu-
mannvirkjum í takt við umferð-
arþungann til að umferðaröryggið
verði viðunandi og staðbundin
mengun undir hættumörkum.
Framganga borgarstjórnarmeiri-
hlutans í þessum efnum er til
vanza. Hann hefur dregið lapp-
irnar við hönnun frambúðarlausna
á hættulegum og seinförnum
gatnamótum, og hann hefur þver-
skallazt við að greiða fyrir umferð
út úr borginni með nýjum mann-
virkjum. Fengi stefna Sjálfstæð-
isflokksins að njóta sín í borginni
væri núna markviss vinna í gangi
við undirbúning samgöngu-
miðstöðvar á landi og í lofti við
rætur Öskjuhlíðar. Reykjavík-
urflugvöllur með tveimur flug-
brautum gegnir lykilhlutverki fyr-
ir innanlandsflugið. Leggist það af
flyzt umferðin á vegina með aukn-
um slysum þar, mengun og
tímasóun sem fylgifiski. Reykja-
víkurflugvöllur er mikilvægur
varaflugvöllur fyrir Keflavík-
urflugvöll, og hann er borginni
drjúg tekjulind. Þá er nálægð
flugvallar við aðalsjúkrahús lands-
ins ómetanleg. Rökin fyrir íbúð-
arbyggð í Vatnsmýrinni eru létt-
væg á móti þessu.
Eignaskattar
Trúr stefnu sinni um, að enginn
fari betur með sitt aflafé en réttur
eigandi, reið Sjálfstæðisflokkurinn
á vaðið með hugmyndir að umtals-
verðum skattalækkunum í aðdrag-
anda síðustu Alþingiskosninga. Al-
þingi hefur nú lögfest miklar
skattalækkanir til einstaklinga,
þ.á m. afnám eignarskatts frá
þessu ári og mikla lækkun erfða-
fjárskatts. Aftur á móti hafa fast-
eignagjöld sveitarfélaganna,
margra hverra, stórhækkað vegna
tengingar við fasteignamatsverð.
Það er ósvinna, að sveitarfélög,
sem sjálf ráða framboði húsnæðis,
geti makað krókinn á ofþenslu
húsnæðisverðs. Rétt væri að
breyta lögum um tekjustofna
sveitarfélaga, nr. 4/1995, og leggja
kostnaðarverð á hverjum tíma til
grundvallar. Árleg fasteignagjöld
verði jafnan undir 0,4 % af bruna-
bótamati. Á móti yrði und-
anþágum fasteignagjalda fækkað.
Eignarrétturinn
Bjarni Jónsson fjallar
um þjóðfélagsmál ’Síðastliðinn rúmanáratug hefur efnahagslíf
landsins verið leyst úr
læðingi …‘
Bjarni Jónsson
Höfundur er
rafmagnsverkfræðingur.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni