Morgunblaðið - 17.03.2005, Síða 35

Morgunblaðið - 17.03.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 35 MINNINGAR Samúðar kveðjur senda skal vinum sorgarstundu á. Eftir við stöndum um óráðna daga öll þó við förum hinn eina veg Þökkum þér Ólafur þér var gott að kynnast þín og að minnast um ókomna tíð. (Gr.G.) Sigursteinn Guðmundsson. Ólafur Sverrisson var á blóma- skeiði lífs síns og starfsævi er hann réðst til Blönduóss sem fram- kvæmdastjóri beggja samvinnu- félaganna í Austur-Húnavatnssýslu, þ.e. Kaupfélagsins og Sláturfélags- ins. Dvöl hans í héraðinu varð rífur áratugur. Þegar Ólafur kom til Blönduóss hafð hann lokið Samvinnuskóla- prófi, starfað tvö ár hjá Kf. Þing- eyinga og tólf ár hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga við hin fjölbreyti- legustu störf. Húnvetningar væntu mikils af Ólafi og tóku honum vel. Mikil bjartsýni ríkti í athafna- og fé- lagslífi í héraðinu á þessum árum er hafist hafði að síðari heimsstyrj- öldinni lokinni en eigið fjármagn takmarkað. Reyndi mjög á fyrir- greiðslu Kaupfélagsins undir stjórn Ólafs, að verða við óskum viðskipta- manna um alhliða fyrirgreiðslu fjár- magns og efniskaupa og munu hafa verið um þetta hliðstæð dæmi víða um landið. Brást Ólafur vel og karl- mannlega við hlutverki sínu. Hélt hlut sínum við ríklundaða bændur í héraðinu er gerðu kröfur til þess að ná sínum hlut fram og gagnvart undirmönnum sínum starfsfólkinu var hann ótvíræður húsbóndi en frjálslegur og sanngjarn. Kom fljótt í ljós að Ólafur varð virtur og vin- sæll í héraðinu og hlóðust á hann margháttuð störf samhliða störfum hans fyrir samvinnufélögin. Hann tók sæti í hreppsnefnd Blönduóss og var oddviti tvö síðustu árin sín á Blönduósi auk stjórnarstarfa í ýms- um fyrirtækjum í bænum. Áberandi var hversu margir leituðu návistar og viðræðna við Ólaf sökum ótví- ræðra hæfileika hans á því sviði. Hann var allt í senn skemmtilegur, uppörvandi, rökvís og sjálfstæður. Í Lionsklúbbi Blönduóss komu þessir eiginleikar vel fram og nutu sín vel í formi gamans og alvöru. Þeim er þessi minningaorð ritar um Ólaf Sverrisson býður í grun að árin hans á Blönduósi, meðal Hún- vetninga, hafi verið blómatími í lífs- hlaupi hans. Hann féll svo vel inn í húnvetnskt samfélag að betra varð varla á kosið. Heimili Ólafs sam- anstóð af eiginkonu hans Önnu Ingadóttur, glaðri og hugljúfri, ásamt fimm börnum þeirra hjóna, öllum í frumbernsku. Ríflega hálfur fimmti áratugur er liðinn síðan dvöl og starfstíma Ólafs Sverrissonar lauk meðal Húnvetn- inga. Hann hvarf til trúnaðarstarfa í sínu heimahéraði Borgarfirði og þaðan áfram til Sambands ísl. sam- vinnufélaga; því helgaði hann síð- ustu krafta sína. Eiginkona hans var horfin yfir landamærin fyrir nokkrum árum og nú er sjálfur all- ur. Gleðjast má yfir því að langri og erfiðri sjúkdómsbaráttu er lokið. Börnum þeirra hjóna og öllum öðr- um afkomendum og nánum vinum er vottaður samhugur. Grímur Gíslason. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum Ólafs Sverrissonar. fv. kaupfélagsstjóra sem var sam- ferðamaður minn í Borgarnesi um nærri sautján ára skeið. Ég kynnt- ist honum fyrst að ráði eftir að ég tók við starfi sveitarstjóra í Borg- arnesi í september 1968, en hann hafði tekið við starfi kaupfélags- stjóra Kaupfélags Borgfirðinga nokkrum mánuðum áður og gegndi því síðan í tvo áratugi. Ólafur var vel undir þetta starf búinn. Hann hafði að loknu skólanámi unnið fjöl- þætt störf á vegum samvinnuhreyf- ingarinnar og m.a. verið kaup- félagsstjóri á Blönduósi um tíu ára skeið. Hann var auk þess gjörkunn- ugur mönnum og málefnum í Borg- arfirði enda fæddur þar og upp al- inn. Kaupfélag Borgfirðinga var á þessum tíma umsvifamesta fyrir- tæki á Vesturlandi og hafði með höndum mjög fjölþættan rekstur. Það var kjölfestan í atvinnulífi Borgarness og raunar héraðsins alls. Ólafur stjórnaði kaupfélaginu af festu og myndarskap og hafði ríkan skilning á því hversu hags- munir Borgarness og héraðsins umhverfis voru samtvinnaðir. Ólafur var mikill félagsmálamað- ur og var víða kallaður til forystu í þeim efnum. Mér er nærtækast að nefna störf hans í sveitarstjórn Borgarness, en þar sat hann í átta ár, frá 1974 til 1982. Í sveitarstjórn- inni var Ólafur víðsýnn og tillögu- góður og ódeigur við að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Áttundi áratugurinn og fram á þann níunda var tími mikilla at- hafna og uppbyggingar í Borgar- nesi og nágrenni. Stöðug íbúafjölg- un var og í gangi voru stórframkvæmdir eins og brúin yfir Borgarfjörð og lagning hitaveitunn- ar frá Deildartungu. Ólafur naut sín vel við þessar aðstæður. Ég minnist með ánægju marg- víslegra samskipta við Ólaf í tengslum við hin daglegu störf sem við höfðum tekið að okkur að vinna. Erlu og mér eru nú ekki síður efst í huga samskiptin við Önnu og Ólaf utan hins daglega erils þar sem Ólafur var hrókur alls fagnaðar og átti gott með að sjá hinar spaugi- legri hliðar tilverunnar. Að leiðarlokum þakka ég og fjöl- skylda mín Ólafi samstarf og vin- áttu um langt skeið og sendum börnum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Húnbogi Þorsteinsson. Góð kynni okkar Ólafs Sverris- sonar byggðust einungis á nokk- urra vikna samveru á Reykjalundi á þorra 1999. Við vorum þar fimm parkinsonsjúklingar sem héldum hópinn. Ólafur var tæpum þrjátíu árum eldri en við hin ásamt því að vera lengur genginn með sjúkdóminn. Því var ég í vafa um hvort honum tækist að samlagast okkur hinum en okkur nægði fyrsti kaffitíminn til að eyða vafanum. Auðfundið var að í engu var ofsagt um gott orð- spor hans fyrir mikilsvirt lífsstarf. Þrátt fyrir að Ólafur væri betur að sér um flest umræðuefnin þá leit á hann okkur sem jafningja. Það sannaðist best þegar hann strax á fyrsta degi sýndi mér æviminningar sínar sem hann hafði nýlega lokið við að skrifa og honum voru greini- lega mjög hjartfólgnar. Mér til mikillar undrunar bað hann mig um að lesa þær yfir og veita umsögn. Að yfirlestri loknum hljóðaði rit- dómurinn á þá leið að efnið væri bæði fróðlegt og skemmtilegt auk þess sem stíllinn væri lipur og ein- lægur. Þetta gladdi hann að heyra. En síðan bætti ég við að mér fynd- ist vanta kaflann um endalok Sam- bandsins í bókina því ég teldi hann einan geta skrifað á raunsannan hátt um það viðkvæma efni. Bíða mætti með birtinguna um einhver tiltekin ár en nauðsynlegt væri að það yrði skráð af þeim sem þá höfðu hönd á púlsinum. Ólafur var hugsi um stund en sagði síðan með festu í röddinni og þungur á brún: ,,Það er sennilega rétt hjá þér að ég muni hafa besta yfirsýn yfir síð- ustu ár Sambandsins. En ég vil í engu bæta við það sem stendur í æviminningunum.“ Að svo mæltu rétti hann mér eintak til eignar með mildum glampa í augum og vingjarnlegu brosi. Síðan var tekið upp léttara hjal. Oft nutum við félagarnir hljóð- látrar og notalegrar nærveru hans, segjandi sögur, kryddaðar af fínni kímni. Þá átti hann til að flytja yfir okk- ur gagnorðar ræður um stórhuga hugmyndir sínar um endurreisn samvinnuverslunarinnar. Einnig minntist hann ósjaldan á dugnað konu sinnar, alúð og umhyggju í veikindunum. Ennfremur var hann stoltur yfir velgengi barnanna þeg- ar þau bar á góma. En nú er Ólafur Sverrisson, frá Hvammi í Norðurárdal, allur, sadd- ur lífdaga. Þrátt fyrir fögur fyr- irheit á kveðjustund á Reykjalundi, áttum við ekki oftar kaffispjall sam- an. Þess sakna ég nú sáran. Sá er ríkur er átti hann að trúnaðarvini. Parkinsonsamtökin á Íslandi munu minnast hans fyrir óeigin- gjarnt starf í þeirra þágu. Guð blessi fjölskyldu hans og minninguna um góðan dreng. Guðm. Guðmundsson. Ólafur Sverrisson tók við starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borg- firðinga árið 1968 og flutti þá í Borgarnes. Náin kynni okkar Ólafs hófust þó fyrst nokkrum árum síð- ar, er ég tók sæti í stjórn Kaup- félagsins. Kaupfélag Borgfirðinga var á þessum árum umfangsmikið fyrirtæki sem rak margvíslega at- vinnustarfsemi, en það var líka öfl- ug félagshreyfing, sem lét sig fleira varða en verslunarrekstur og iðnað. Það var starf kaupfélagsstjóra að hafa yfirumsjón með allri þessari starfsemi. Það gefur auga leið að hér var um mjög krefjandi starf að ræða, en Ólafur rækti það af mikilli trúmennsku. Hann reyndi bæði meðbyr og mótbyr í starfi sínu. Sá samdráttur og kreppa í landbúnaði, sem hófst upp úr 1980, kom hart niður á rekstri Kaupfélags Borg- firðinga, því að verslun með land- búnaðarvörur og úrvinnsla þeirra var snar þáttur í rekstri þess. Þá kom og fleira til, sem spillti rekstr- arumhverfi kaupfélaganna. Ólafur reyndist farsæll stjórn- andi. Hann var sókndjarfur á með- an tækifæri gáfust til sóknar en í vörn var hann þrautseigur og æðrulaus. Ólafur og kona hans, Anna Inga- dóttir, áttu fallegt heimili í Borg- arnesi. Þar var oft gestkvæmt enda kunnu þau bæði þá list að taka á móti gestum. Oft átti ég því láni að fagna að vera gestur þeirra á Skúlagötunni. Þá var ekki síður gaman að koma til þeirra í sum- arbústað þeirra uppi í Norðurárdal. Þar komu þau sér upp sumarbústað í fögru umhverfi, sem þau prýddu enn frekar með gróðursetningu trjáa og annars gróðurs. Það var skemmtilegt að sjá hversu Ólafur naut þess að hlynna að þeim gróðri, sem óx þar undir handarjaðri hans. Nú þegar Ólafur er horfinn okk- ur, reika gegnum hugann gamlar minningar um kynni við hann. Með honum er genginn farsæll athafna- maður, en hæst ber þó minninguna um ljúfmennsku hans og þá hlýju, sem frá honum stafaði. Með honum er genginn maður sem gott var að blanda geði við og eiga með sam- leið. Hafi hann heila þökk fyrir öll þau góðu kynni. Bjarni Arason. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Einarsson Sverrir Olsen Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Komum heim til aðstandenda ef óskað er Systir okkar, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Stigahlíð 10, lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 8. mars. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. mars kl. 15.00. Sólveig Guðmundsdóttir, Óskar Guðmundsson, Jón Rafn Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Drangsnesi, til heimilis í Blikahólum 12, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 14. mars. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 18. mars kl. 11.00. Útför hennar fer fram frá Drangsneskapellu laugardaginn 26. mars kl. 14.00. Margrét Skúladóttir, Jóhann Skúlason og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir, tengdadóttir, systir og mágkona, INGIBJÖRG ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR, fædd 7. september 1957, lést á sjúkrahúsinu í Jönköping Svíþjóð mið- vikudaginn 9. mars síðastliðinn. Útför hennar fer fram í Gislaved í Svíþjóð mánudaginn 21. mars. Minningarathöfn verður haldin í Reykjavík, nánar auglýst síðar. Ingólfur Torfason, Torfi, Ásta Nína, Margrét, Sigrún Thea og Sandra Björk og tengdabörn, Ásta Nína Sigurðardóttir, tengdaforeldrar, systkini og mágkonur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN HANSDÓTTIR, Hrafnistu, áður Gnoðarvogi 26, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu þriðjudaginn 15. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Gretar Franklínsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Ómar Franklínsson, Þóra Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.