Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 44
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Litli Svalur © DUPUIS ÉG ER BÚINN AÐ BORÐA ALLA KLEINUHRINGINA! NÚNA FREISTA ÞEIR MÉR EKKI LENGUR OG ÞANNIG KEM ÉG Í VEG FYRIR AÐ ÉG SVINDLI Í MEGRUNINNI ÉG ER EKKI FRÁ ÞVÍ AÐ ÞETTA SÉ BARA BESTA RÖKSEMDAR- FÆRSLA SEM ÉG HEF HEYRT ÉG SÁ LAUF- BLAÐ FALLA! OG? ER STRAX KOMIÐ VOR? PABBI! VILTU KAUPA HANDA MÉR ELDVÖRPU?! AUÐVITAÐ EKKI! ENGAN KJÁNASKAP! EN EF ÉG LOFA AÐ NOTA HANA EKKI INNI? FRÆNDI MINN SEGIR AÐ ÞESSI SEM ER SVONA Í LAGINU LÝKIST... Ö... ÞÚ VEIST... HVERNIG ER ÞAÐ AFTUR? ? ? ... LJÓTRI GULRÓT OG EKKERT ANNAÐ! HÆTTIÐ ÞESSARI ÓSIÐSAMLEGU LESNINGU KRAKKAR. VIÐ SKULUM FREKAR FARA ÚT Í SKÓG OG AFHJÚPA LEYNDARDÓMA SVEPPS Í SÍNU RAUNVERULEGA VISTKERFI ÉG ER SÉRFRÆÐINGUR Í AÐ FINNA ÞESSA DÁSAMLEGUR OG JAFNFRAMT SIÐPRÚÐU PÍPUSVEPPI HÉRNA... MMM, NEI! BÍÐIÐ AÐEINS... ÉG HELD AÐ ÞAÐ ÆTTI FREKAR AÐ... ...HÉR! ...NEI... NEMA ÞETTA SÉ... Ö... JAMM... ÁTTAVITIÐ HJÁLPAR OKKUR AUK ÞESS SEM MOSINN Á BERKI TRJÁNNA VÍSAR ALLTAF Í NORÐUR, ÞANNIG AÐ... NÚ? ER BÚIÐ AÐ GIRÐA Í ÁR? ÁFRAM GAKK! HÉRNA ER ÞAÐ! ÉG ÞEKKI AFTUR ÞESSA HEILLANDI RUNNA! SANNIÐ TIL KRAKKAORMAR, ÞAÐ JAFNAST EKKERT Á VIÐ AÐ TAKA MÓÐUR NÁTTÚRU... ...FEGINS HENDI OG FAÐMA DÝRIÐ HENNAR AÐ SÉR FRJÁLSLEGIR PÍPUSVEPPIR NEKTARKLÚBBUR (MEÐLIMIR EINUNGIS) Dagbók Í dag er fimmtudagur 17. mars, 76. dagur ársins 2005 Það lítur út fyrir aðum helgina ljúki langvinnri norðanátt- inni sem færði höf- uðborgarbúum marg- an fallegan (en ískaldan) sólskinsdag- inn. Víkverja fannst bæði gott og slæmt að upplifa þetta tímabil. Bestu stundirnar voru auðvitað á morgnana þegar sólin var að koma upp og Víkverji gat notið þess að horfa á Mósk- arðshnúkana út um eldhúsgluggann. Þessa daga var Víkverji líka alltaf kominn klukkutíma fyrr á fætur en venjulega til að geta farið að njóta fjallasýnar. Jæja, það er nú kannski ofsagt. Í eitt skiptið var það tími hjá tannlækni sem rak Víkverja á fætur og öðru sinni tími á bifreiðaverk- stæði. En eins og það var nú ánægjulegt að hafa þetta fallega út- sýni var nú óþægilegt að fara út og lenda í öllu ótætis svifrykinu á göt- um borgarinnar. Hrikaleg mengun er þetta. Og hvað það hlýtur að vera gaman að vera á nagladekkjum um þessar mundir og rífa upp malbikið sem ákafast svo ekki sé minnst á leiðindin við að hlusta á glamrið í þessum nöglum. Aldr- ei eins og nú er Vík- verji jafnsannfærður um takmarkaða nyt- semi þessara nagla- dekkja í borginni. x x x Svo eru það sígrænutrén. Fara þau ekki illa í þessari allri þessari sól, sérstak- lega ung tré? Er það ekki af þessum sökum sem garðeigendur tjalda yfir trén með strigapokum fyrstu árin? Víkverja verður líka mikið hugs- að til gluggaþvottamanna þessa sól- skinsdaga. Það hlýtur að vera mikið spurt eftir þeim, því hver vill vera með óhreina glugga í þessu fallega gluggaveðri? Víkverji hefur reynd- ar heyrt að kostnaður við glugga- þvott á nýtísku glerhýsum við Sæ- brautina sé talsvert mikill enda þurfi stöðugt að þvo gluggana vegna sjávarseltunnar sem sest á þá. Leiddi byggingartískan kannski af sér of mikinn ófyrirséðan kostn- að? Að lokum er lýst yfir vanþóknun á orðasambandinu „að vera góður“ í merkingunni að „hafa það gott“. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is             Laugavegur | Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu í kvöld kl. 20, en þar er annars vegar um að ræða sýningu Magnúsar Sigurðarsonar og Egils Sæbjörnssonar, Skitsófrenía – Skyssa og Frenía – Skits & Frenja og hins vegar sýningu belgísku listakonunnar Leen Voet, Limbo. Sýning Voet er ljóðræn skyggnusýning, sem sýnir sjónræna upplifun í ónáttúrulegum kringumstæðum. Limbo fjallar um móttækileika áhorfand- ans í tilbúnum aðstæðum, myndskyggnur birtast í spennandi samhengi þar sem skiptast á myndir af rauðum sætaröðum í kvikmyndahúsi, svarthvítar nærmyndir, autt myndatjald og teikning áhugateiknara af fjallakofa, máluð ýmsum litum. Morgunblaðið/Þorkell Nýjar sýningar í Nýló MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (Sálm. 4, 9.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.